Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 19*71 11 70 ára i dag: Óskar Gíslason ljósmyndari í>að er fátt annað en silfur- grátt hárið, sem gefur aldur Óskars Gíslasonar til kynna. f>ó á hann að baki sjötíu ár, og það eru ekki sjötíu atburðasnauð því hann hefur hrærzt í hring iðu mikilia atburða allt sitt líf. Þessi greinarstúfur á ekki að verða nein drög að ævisögu. Samt er ekki unnt að komast hjá þvi að minnast nokkurra atriða úr starfsævi Óskars. Ung ur ákvað hann að velja sér ljós myndaiðnina, eða ljósmyndalist- ina eins og meira réttnefni er, að ævistarfi. Hann vildi skrá atburði líðandi stundar og sam- tíðarmenn sina á spjöld sögunn ar með tækni nýs tíma. Senn er hálf öld liðin síðan Óskar lauk námi í Ijósmyndun og alla tíð síðan hefur hann ver- ið titlaður Ijósmyndari. Þann titil ber hann vissulega með heiðri og sóma. Hann hefur ver- ið trúr þeirri köllun sinni að auðga spjöld sögunnar, en svo hlálega hafa örlögin farið að ráði sínu að hans mun ekki fyrst og frernst verða minnzt sem Ijós- myndara, því hann leit hálfsyst- ur ljósmyndalistarinnar, kvik- myndalistina, fljótt hýru auga og helgaði henni krafta sína mörg beztu starfsár sín. Ljósmyndin getur lýst atburð um og fólki á snilldarlegan hátt og í henni speglast mann- leg gleði og sorg sé rétt á málum haldið. En hún sýnir aðeins augnabliksbrot þess sem var og er, þar sem kvikmyndalistin varðveitir atburði í heild, að draganda, viðbrögð og afleiðing ar. Þó grunar mig að þessi tján- ingarmunur sé ekki aðalástæð- an til þess að Óskar fór að fást við kvikmyndagerð fyrir al- vöru á fimmta áratugi ærvi sinn- ar og aldarinnar, eftir að hafa um alllangt skeið sýslað með kvikmyndavélar, heldur hafi það ráðið að hann fann að þar var eitthvað nýtt, forvitnilegt og hieillandi á ferð — ævintýrið. Svo mikið er vist að Óskar Gíslason gerðist ásamt Lofti heitnum Guðmundssjmi aðal- frumherji íslenzkrar kvik- myndagerðar, og gerði það svo hressilega, að enn ber hann höf- uð og herðar yfir aðra landa sína á því sviði. Ég held að varla nokkur mað- ur geri sér nú grein fyrir þvi, hve mikinn kjark þurfti á þeim árum til þess að leggja út í kvikmyndagerð hérlendis í svo stórum stíl, sem Óskar gerði, að leggja aleigu sína í svo algera nýjung. Tæknin var frumstæð á okkar mælikvarða, engin að- staða í landinu til þess að vinna myndirnar, efni dýrt og markað- ur litffl. Ef til vffl á ekki að nefna þetta kjark, heldur of- dirfsku ævintýramannsins. En Óskar lét erfiðleikana ekki aftra sér. Hann lét sér ekki nægja að vera hlutlaus áhorf- andi með vél fyrir auga, heldur réðst hann í það stórræði að hefja framleiðslu leikinna mynda, kom upp vísi að kvik- myndaveri í Reykjavtk og gerði margar myndir með fjölda is- lenzkra leikara. En» í dag hef- ur enginn annar íslendingur ráð ist i slíkt stórræði í kvikmynda- gerð. Ekki lét Óskar heldur sitt eft ir liggja í gerð frétta- og heimildarmynda, og nægir 1 þvi sambandi að nefna eina mynd hans af því tagi og þá frægustu, myndina um björgunarafrekið við Látrabjarg. Björgunin var mikið þrekvirki, en það er myndin einnig, þótt á annan hátt sé. Það þarf vist töluvert til að þeir hæli mönnum annað eins og þeir hafa hælt Óskari fjæir kjark hans og frammistöðu í þvf máli, karlarnir fyrir vest- an, sem unnu afrekið mikla við Látrabjarg og unnu með Óskari við gerð myndarinnar. VSst er um það, að ekki heldur á þvi sviði hefur nokkur annar Is- lendingur komizt enn með tæm- ar, þar sem Óskar hafði þá hæl- ana. Þegar sjónvarpið tók til starfa var Óskar Ghslason ráð- inn til þess að setja á stofn framköllunardeild kvikmynda deildar þess og við hana hefur hann starfað siðan, og einnig ljósmyndað fyrir sjónvarpið. Ég sagði í upphafi að það væri fátt annað en silfurgrátt hárið, sem gæfi til kynna að Óskar væri orðinn sjötugur. Það er ekki al- veg rétt. Hin dæmafáa rósemi hans og æðruleysi, hin einstaka lipurð hans og kurteisi í sam- skiptum við annað fólk, er að- alsmerki roskins manns, sem siglt hefur krappan sjó á at- burðaríkri ævi og er sáttur við Guð og menn. Og vissulega hef- ur Óskar oft þurft á æðruleysi siínu að halda frumbýlingsár sjónvarpsins. Þeim manni, sem á þeim árum hefur aldrei látið sér um munn fara styggðaryrði um náungann, er ekki fisjað saman. Ég held ég hljóti að mæla fyr- ir munn allra samstarfsmanna Óskars við sjónvarpið, þegar ég þakka honum einstaka viðkynn ingu og óska honum og Ingibjörgu konu hans bjartrar framtíðar. Magnús Bjarnfreðsson. Óskar Gíslason ljósmyndari er sjötugur í dag. Hann hefur unnið að ljósmyndun i hartnær hálfa öld, og þótt hann hefði ekkert annað starfað á þeim tíma myndu ljósmyndir hans ein ar nægja til þess að skipa hon- um í háan sess meðal þeirra sem skráð hafa sögu lands og þjóð- ar á þessum mikla umbrotatíma. Hann hefur hins vegar ekki látið þar við sitja, þvi hann er sá núlifandi Islendingur, sem hæst ber í sögu kvikmyndagerð- ar hérlendis. Við, sem nú störfum við kvik- myndagerð, getum vart gert okkur í hugarlund það áræði og þann dugnað sem þurfti til þess að vinna það brautryðjenda- starf sem Óskar og Loftur heit- inn Guðmundsson unnu, þegar þeir hófu upp úr stríðinu gerð fyrstu íslenzku talmyndanna og réðu fjölda leikara til starfa. Loftur reisti kvikmyndabyggð uppi við Meðalfeilsvatn og Óskar kom upp kvikmyndaveri Reykjavtik. Næstu árin fram- leiddi Óskar margar leiknar myndir, bæði svart-hvitar og í litum, og enn sem komið er hef- ur enginn fetað i fótspor hams hérlendis i þeim efnum. Þótt Óskar legði mikla áherzlu á gerð leikinna mynda var honum ekki siður ljóst gildi heimildarmynda. Okkur þykir nú næsta sjálfsagt að sjá að kvöldi fréttamyndir af atburð um dagsins, en á árum stðarj heimsstjmjaldarinnar var við- horfið annað. Þá var engin að- staða til framköllunar á kvik- mjmdafilm'uim, hvað þá kiippimg- ar, til hériendis. Þegar lýðveld- ið var stofnað 1944 tók Óskar mjmdir hátiðadagana, framkall- aði þær heima hjá sér um nætur og klippti þær til og tveim dög- um eftir hátíðahöldin gátu Reykvikingar séð þau í kvik- myndahúsunum. Árið 1948 gérði Óskar ein- hverja merkustu heimildar- mynd sem enn hefur verið gerð hérlendis, Björgunarafrekið við Látrabjarg. Erfiðleikamir, sem við var að etja við gerð þeirr- ar mjmdar, hefðu reynzt hverj- um meðal manni óyfirstiganleg- ir, en Óskar sigraðist á þeim með hjálp þeirra, sem unnu hið mikla afrek við Bjargið. Þegar Félag kvikmyndagerð- armanna var stofnað árið 1966 gerðist Óskar einn af stofnend- um þess og hefur átt sæti í stjóm þess frá upphafi og er f jmsti og eini heiðursfélagi þess. Við þessi tímamót í lífi hans flyt ég honum fjmir hönd Félags kvikmyndagerðarmanna þakk- læti fyrir hið mikla og óeigin- gjarna brautryðjendastarf hans og árna honum allra heffla á ævikvöldinu. Þórarinn Guðnason, form. Félags kvikmyndagerðarmanna. Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs verður veðskuldabréf að fjárhasð kr. 150 þús. útgefið 3. des. 1970 með veði í mb. Glað I.S. 101 og húseigninni Völusteinsstræti 9 í Bolungar- vík selt á opinberu uppboði í dómssalnum að Strandgötu 31 í Hafnarfirði föstudaginn 23. apríl n.k. kl. 13,30. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gulibringu- og Kjósarsýslu 14. apríl 1971 e.u. Steingrímur Gautur Kristjánsson. Dömur líkamsræbt Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Nýr 3ja vikna kúr að hefjast. 4 tímar á viku. Morgun- dag- og kvöldtímar. Nokkur pláss laus tvisvar í vikuflokkunum. Þær dömur sem hafa skrifað sig á biðlista, vinsamlegast hafið samband við skólann sem fyrst. Innritun og upplýsingar í síma 83730. Jazzballettskóli BÁRU Stigahlíð 45, Suðurveri. Verzlunin Gull & Silfur við Laugaveg. Inni í verzlnninni sjást bræðurnir Sigurður (til vinstri) og Magnús Steinþórssynir. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Smíða eftir hug- myndum kaupenda Ný gullsmíðaverzlun við Laugaveg Laugardaginn 3. þessa niánað- ar var opnuð ný gullsmíðaverzl un að Laugavegi 35, þar sem verzlunin Kápan var til húsa um margra ára skeið. Nýja verzl unin ber nafnið „Gull & silfur," og reka hana bræðurnir Sigurð ur og Magnús Steinþórssynir. Er Sigurður útlærður gullsmíða meistari, en Magnús við nám hjá hontim. Bræðurnir Sigurður og Magnús hafa ferðazt um Evrópu og safnað sér umboðum fyrir er lendar gullsmíðavörur, meðal annars fyrir Uppsalasilfur. Eiga þeir ekki langt að sækja gáf- una, því faðir þeirra er Stein- þór Sæmundsson gullsmiður, annar eiganffl verzlananna Steinþór og Jóhannes að Lauga- vegi 30 og Austurstræti 17. Ný þjónusta verður tekin upp hjá Gulli & silfri, en hún er sú' að vinna eftir hugmyndum vænt anlegra kaupienda. Geta kaup- endur komið tii gullsmiðanna með hugmjmdir eða skissur og fengið gerðar vinnuteikningar. Smíða brasðurnir síðan gripinn og taka ljósmynd af hon- um, er á að gilda sem trygging fyrir því að um algjöra frumsmíði sé að ræða, og að ekki verði smíðaður annar gripur eftir teikningunni, Á öllum smíðagripum þeirra bræðra, verður auk þess að minnsta kosti eins árs ábyTgð. Atvinn urekend ur Ungur maður, sem lýkur prófi í lögfræði í maí næstkomandi, óskar eftir atvinnu. Margt getur komið til greina. Tilboð óskast send Morgunblaðinu fyrir 23. þ.m. merkt: „7226". BIFVÉLAVIRKJAR ' óskast strax. Góð vinnuskilyrði. STILLING HF., Skeifan 11 — Sími 31340. Blaðburðar- iélk óskast i eftirtalin hverfi: Talið við afgreiðsluna í sínta 10100 Suðurlands- braut Hátún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.