Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973 Geysilegt tjón í bruna á Stokkseyri Ný fram- haldssaga — Maigret og skipstjórinn FRAMHALDSSAGAN Maigret og skipstjórinn heitir framhaldssag- an, sem hófst í Morgunblaðinu í gær og er eftir hinn heimsfræga belgíska höfund Georges Simen- on. Áður hafa þó nokkrar sögur eftir Simenon birzt í þýðingu í blaðinu og nokkrar hafa komið út á fslenzku eftir hann og von á fleirum. Sögusviðið er lítill bær í Hol landi. Þangað er Maigret, hin fræga sögupersóna Simenons, kvödd vegna morðs á skipstjóra eftir að grunur hefur fallið á franskan prófessor, sem var á fyrirlestrarferð í bænum. Skotið á skipstjórann virðist hafa komið frá heimili hans og þar voru að- eins fyrir, auk prófessorsins, eig- inkona skipstjórans og mágkona, svo að öðrum er vart til að dreifa. Sagan ber öll hin beztu einkenni Siemenon-sagna, en þær njóta með réttu hinna mestu vinsælda meðal íslenzkra lesenda. Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður þýddi söguna. 011 tæki fjar- lægð úr vélinni FLOKKUR varnarliðsmanna af Keflavíkurflugvelli hefur nú lokið við að taka alla færanlcga hluti úr Dakota-flugvélinni, sem nauðlenti á Mýrdalssandi í sfðustu viku. Tóku þeir öll stjórntæki, fjarskiptabúnað, björgunartæki og hreyflana, svo og vængendana, og fluttu til Keflavfkurflugvallar. Það, sem eftir er af vélinni á nauð- lendingarstaðnum, er bolurinn, stél og vængir. Samkvæmt upplýsingum varnarliðsins eiga fulltrúar þess nú viðræður við íslenzk stjórnvöld til að ákvarða á hvern hátt eyða eigi eða fjar- lægja það, sem eftir er af flug- vélinni. Mynd Varnarliðsvélin á Mýrdalssandi (Ljósm. Mbl.: Sigþðr Sigurðsson). Stokkseyri, 27. nóv. Á ÞRIÐJA tímanum f nótt varð þess vart, að kominn var upp eldur f veiðarfærahúsi sem var f eigu Hraðfrystihúss Stokkseyrar, en var leigt að hluta einstaklingi, sem rak þar netaverkstæði. Slökkvilið Stokkseyrar kom fljót- lega á staðinn og einnig var hringt á slökkvilið Eyrarbakka og slökkvilið Selfoss, sem brugðu mjög fljótt við og komu á staðinn. En þá var eldurinn orðinn svo magnaður, að við ekkert varð ráð- ið. enda féll þakið skömmu seinna logandi niður. flokksins mun á næstu dögum leggja fram frumvarp á Alþingi, sem felur í sér gagngerar breyt- ingar á skattamálum. Kom þetta fram f ræðu formanns þingflokks- ins, Gunnars Thoroddsen, við umræður um þingsályktunartil- lögu Alþýðuflokksmanna um skattamál á Alþingi í gær. Sagði Gunnar, að í frumvarpi þessu myndi felast sú megin- stefna í skattamálum, sem mörk- uð hefði verið árið 1960, þ.e., að tekjuskattar á almennum launa- tekjum skyldu felldir niður. Það Húsið var 260 fermetrar að stærð, byggt árið 1954. Áföst við húsið voru tvö 45 fermetra stál- grindarhús, sem notuð voru sem saltfisk- og skreiðargeymslur. Skemmdust þau bæði mjög mikið. f húsunum voru geymd veiðar- færi fimm Stokkseyrarbáta og eins Vestmannaeyjabáts og erþví um geysilegt tjón að ræða, sem erfitt er að bæta sér á þessum tíma, þegar erfitt er að fá net og annað nælonefni. Þetta var fremur lágt vátryggt og tjón eig- enda því geysilegt. kom einnig fram í ræðu Gunnars Thoroddsen, að frumvarp þetta hefur verið undirbúið af nefnd, sem að undanförnu hefur starfað aðrannsókn á skattamálum. Einn seldi AÐEINS eitt síldveiðiskip seldi í Danmörku í gærmorgun. Það var Sæberg SU, sem seldi 621 kassa fyrir 722 þús. kr í Skagen. Engin síldveiði hefur verið síðustu daga í Norðursjó, enda veður meðafbrigðum slæmt. Mikill bifreiðainnflutn- ingur frá Bandaríkjunum — Fréttaritari. Nýtt skattafrumvarp sjálf- stæðismanna væntanlegt ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- Allt frá því í vor hafa miklir bifreiðaflutningar átt sér stað frá Bandaríkjunum til Islands. Eru það einkum skip Eimskipafélags íslands, sem flutt hafa bifrciðarn- ar til landsins. Margur skyldi ætla, að þessum bifreiðainnflutn- ingi frá Bandaríkjunum færi að linna, en ekkert bendir til þess. Vitað er, að skip Eimskipafélags- ins þurfa á næstunni að fara aukaferðir til Bandaríkjanna AÐALFUNDUR SVS í DAG AÐALFUNDUR Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) verður haldinn í Tjarnarbúð, uppi í dag kl. 18.30. beinlínis f þeim tilgangi að sækja bifreiðar. Sigurlaugur Þorkelsson blaða- fulltrúi Eimskipafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þrjú skip félagsins, Brúarfoss, Goðafoss og Selfoss, væru í föst- um áætlunarferðum hálfs- mánaðarlega til Bandaríkjanna með frystar fiskafurðir héðan. Einnig flyttu þessi skip vörur frá Bandaríkjunum til Islands, þar á meðal bifreiðir. Þessar ferðir hrökkva nú ekki til og þess vegna hafa verið ráðgerðar fjórar skips- ferðir til Norfolk, Virginíu í nóv- ember og desember, beinlínis vegna hinnar miklu aukningar á bifreiðainnflutningi þaðan. Gert er ráð fyrir, að með þessum fjór- um skipum verði fluttar nálega 600 bifreiðir til landsins. og fjaðrirnar fjórar” Ný bók eftir Guðmund Dameiæm „— og fjaðrirnar fjórar" nefn- ist ný bók eftir Guðmund Böðv- arsson skáld frá Kirkjubóli, sem komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. Með þcssari bók, er lokið samantekt höfundar á lausa- málsblöðum hans og frásögnum. í fyrra kom út bókin Konan sem lá úti, en áður var komin út bókin Atreifur og aðrir fuglar. A bókar- kápu segirsvo: „Enda þótt ekki væru felldar inn i þetta safn þær mörgu grein- ar, sem Guðmundur Böðvarsson hefur á undangengnum áratugum skrifað í blöð og tímarit, þá var þessum þremur bindum frá upp- hafi ætlað að vera byrjun á heild- arútgáfu af verkum höfundarins. — Utgefandi vill vekja athygli á því, að hinni fyrirhuguðu heildar- útgáfu mun haldið áfram þegar á næsta ári og þá koma út fyrsta bindi af ljóðasafni höfundar í samstæðri útgáfu með þessum þremur bókum ...“ „.. . Illý og djúp lífsást, mannúð og næmari skynjun íslenzkrar náttúru en öðrum skáldum hefur heppnast að tjá í ljóði, gæða verk Guðmundar Böðvarssonar hljóð- látum töfrum. Ilann er talinn einn mestur snillingur núlifandi ljóðskálda íslenzkra. Lesendur hans og ljóðavinir, sem beðið hafa bóka hans, jafnvel hvers kvæðis með eftirvæntingu munu nú fagna þvf að fá verk hans öll í samstæðri útgáfu.“ Bókin er prentuð í Prentverki Akraness hf en bókband annaðist Bókbindarinn hf. Ilalldór Péturs- son gerði káputeikningu. Að sögn Sigurlaugs hafa verið miklar annir hjá skipum félagsins vegna flutninga á vörum til og frá landinu, og er nú 21 skip í förum fyrir Eimskipafélagið. AÐALFIJM)UR L.LU. HEFST í DAG KL. 14 AÐALFUNDUR Landssambands fslenzkra útvegsmanna hefst í dag kl. 14 að Hótel Esju. Fundurinn hefst með setn- ingarræðu formanns sambands- ins Kristjáns Ragnarssonar. Sfðan verður kosið í nefndir, reikningar sambandsins lagðir fram og lýst tillögum einstakra útvegsmanna- félaga og þeim vísað til nefnda. Nefndir munu starfa í kvöld og til hádegis á morgun. En fundinum verður síðan fram haldið kl. 14 á morgun. Stefnt er að því, að fundinum ljúki á föstudag, en kl. 14 þann dag mun Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra ávarpa fundinn. Orðsending til greina- höfunda Morgunblaðsins m.iL um mmningargreinar AF gefnu tilefni skal þess get- ið, að nauðsynlegt er, vegna nýrrar tækni, að minningar- greinar og afmælisgreinar, sem birtast eiga í Mbl., hafi borizt blaðinu tveimur dögum áður en þær eiga að birtast, eins og áður hefur komið fram. Frá þessari reglu getur blað- ið ekki hvikað. Þá er nauðsynlegt að geta þess, aðgreinarnar eiga að vera vélritaðar og í alla staði vel frá gengnar. Um minningargreinar gildir enn sú regla, að Mbl. mun undir engum kringum- stæðum birta greinar f sendi- bréfsformi til hins látna. Blaðið mun einnig haida þeirri reglu, að birta ekki ný ljóð um hinn látna, en heimiit er að vitna í sálma og ljóð góð- skálda eins og venja hefur ver- ið. Þá er ekki úr vegi að tekið sé fram vegna of margra tilefna, að Morgunblaðið birtir ekki greinar undir höfundarnöfn- um, sem einnig eru ætlaðar öðrum blöðum, nema þvf að- eins, að um sé að ræða yfirlýs- ingu eða athugasemd um áður birt efni f Morgunblaðinu. Eru lesendur og greina- höfundar vinsamlega beðnir að taka þessar óskir blaðsins til greina. Þrautgóðir á raunastund 5. bindið eftir Steinar J. Lúðvíksson blaðamann komið út ÚT er komið hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi fimmta bindi björgunar- og sjóslysasögu Is- lands, Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvfksson blaða- mann. I fréttatilk.vnningu frá for- iaginu um bókinasegir: Þetta bindi nær yfir árin 1953 — 1958 og með útkomu þess hafa verið raktir atburðir áranna frá 1928, þegar Slysavarnafélag ís- lands var stofnað, eða samfelld þrjátíu ára saga. I formálsorðum Steinars J. Lúðvíkssonar segir m.a. „Má geta þess, að samkvæmt skýrslum félagsins fórst á þessum árum 1361 íslenzkur maður í sjó- slysum, en samtals 5683 mönnum var bjargað frá drukknun eða úr sjávarháska. í þessum hópi voru 1049 menn, sem bjargað var af björgunarsveitum Slysavarna- félagsins. Á sama árabili drógu björgunar- og varðskip 1623 hjálparþurfi skip að landi, með samtals 10.045 manns innanborðs. Af þessum tölum einum má marka, hversu gífurlega umfangs- björgunarmálum hérlendis á þessum bernsku- og þroskaárum Slysavarnafélagsins. Tölurnar segja þó ekkert til um það erfiði og þá fórnfýsi og hetjulund, sem björgunarfólk hefur oftsinnis sýnt við bjarganir, þegar það lagði stundum líf í hættu til þess aðbjarga öðrum.“ Ymsir minnisstæðir atburðir urðu á árunum 1953 — 1958, t.d. strand togaranna Jóns Baldvins- sonar, Egils rauða, Goðaness og King Sol og á þessum árum fórust brezku togararnir Lorella og Roderigus. Káputeikningu gerði Ililmar Helgason eftir ljósmynd Rudolfs Stolzenwalds af síðasta róðri úr Þykkvabæ. ÞRAUTGÖÐIR A RAUNA- STUND er sett f prentstofu G. Benediktssonar, prentuð í prent- smiðjunni Viðey og bundin f Arnarfplli „ .,.....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.