Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1973 Mirming: Sigurbjörg Guðmundsdóttir Fædd 22. ágúst 1905. Dáin 10. desember 1973. Síminn hringir, þetta töfratæki, sem gerir heiminn svo litinn. Stundum flytur hann gleðifréttir, en oft Iíka sorgarefni. I þetta sinn andlátsfregn. „Ég vildi láta þig vita, að Sigur- björg hefur nú flutt,“ sagði röddin. Augnabliks þögn, þrungin tilfinningu, sem ekki verður lýst með orðum. Mér fannst syrta að. Þó bjóst ég við þessu. Seinast, þegar ég kom til hennar, leið hún miklar þjáningar. Það leyndi sér ekki, þótt hún bæri sig eins og hetja. öll flytjumst við einhvern tfma, og gott er að vita hvorki stað né stund. nær kallið kemur. Églftíeiginbarmogsegioftvið | sjálfan mig: Bara ég gæti alltaf lifað eins og það væri mín sfðasta stund. Það verður aðeins gert f trú og með bæn. Ég veit, að Sigurbjörg var við- búin. Hún vissi að hverju stefndi. Eftir eina læknisaðgerðina sagði hún við mig: Læknirinn hefur gefið mér von um tvö ár. Hún sagði þetta brosandi, rétt eins og hún ætti ferðalag framundan. Ég undraðist og dáðist að kjarki hennar. Það er ekki heiglum hent að tala svona, þegar dauðinn bið- ur á næsta leiti. Fyrir þá, sem trúa, er annars enginn dauði til, aðeins vistaskipti. Sigurbjörg Guðmundsdóttir var fædd 22. ágúst 1905 á Lómatjörn f Höfðahverfi. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Jóhannes- dóttir og Guðmundur Sæmunds- son, af mannkosta- og dugnaðar- fólki komin. Þau eignuðust 11 börn, sem öll komust vel til manns, og ólu áuk þess upp eina frænku frá 6 ára aldri, systur og bróðurdóttur þeirra hjóna, varð hún raunar ein af Lónstjarnar- systrunum. A þessu menningarheimili ríkti mikil glaðværð og var hljóðfæra- leikur og söngur í hávegum hafður. Á heimili þeirra var barnaskóli sveitarinnar í mörg ár, í höndum ágætra kennara, sat æskan þar við menntabrunn, og margir eiga bjartar minningar frá þessum barnaskóla. Sigurbjörg fór í al- þýðuskólann á Breiðumýri f R.d. og annan vetur að Laugum, sem þá hóf starfsemi sfna í nýbyggðu skólahúsi, og þar mættumst við fyrst. Hún kom mér fyrir sjónir sem óvenjulega virðuleg ung stúlka, glæsileg en hlédræg. Handa- vinnukennarinn, Árný Filippus- dóttir, hafði mikið dálæti á henni. Eitt sinn sagði hún við mig: „Hún Sigurbjörg er nlveg frábær f höndunum.“ Þegar Guðfinna á Hömrum byrjaði að kenna söng í skólanum, var Sigurbjörg ein af þeim út- völdu í kórinn. Hún hafði svo fallega millirödd. Mér fannst gott að vera nálægt henni, þégar við vorum að læra raddirnar. Hún var svo örugg og fljót. Þann 11. maí 1932 giftist Sigur- björg eftirlifandi manni sínum, Agli Askelssyni. Foreldrar hans voru hjónin Laufey Jóhannsdóttir frá Skarði i Dalsmynni og Áskell Hannesson frá Austári-Krókum í Hálshreppi. Er hann ^innig 1 af 11 systkinum. Á Grenivík settu þau saman bú sitt, með tvo stóla og eitt borð. Þetta var á kreppuárunum, þegar bankarnir keyptu ekki víxla, og húsgögn fengust ekki með afborg- unum. Varð því margur að láta sér nægja að byrja með lítið. Þau byggðu sér lítið hús, sem Landssíminn keypti siðar. í lítilli stofu í öðrum enda þess starfræktu þau hjón póst- og símaþjónustu um nær 10 ára skeið. Þessi erilsama póst- og t Móðir mín, INGUNN EINARSDÓTTIR, andaðist að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, fimmtudaginn 20. desember Fyrir höna aðstandenda Kristín Ermenreksdóttir t Alúðarþakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls sonar okkar og bróður, ÓLAFS INGIMARSSONAR. María Þörðardóttir, Ingimar Þorkelsson, Skipasundi 86 og systkinin. símaþjónusta fyrir verstöð, sem gaf þjóðinni mikinn gjaldeyrj, og stórt hérað gaf ekki fjölskyldulíf- eyri, var miklu fremur þegn- skylduvinna, og því lagðist þjón- ustan þyngst á herðar konunnar, sem þó fæddi af sér 6 börn á þessum árum. Annars flokks simstöð krafðist heils dags vinnu og voru 25 kr. mánaðarkaup fyrir störf og hús- næði. Þætti lítið gjald nú. Frá Grenivík fluttust þau að Þrastarhóli í Möðruvallasókn. Þar bjuggu þau aðeins eitt ár, en keyptu þá Hléskóga i Höfðahverfi og bjuggu þar í 19 ár, er þau brugðu búi og fluttust til Reykja- vikur 1963, og var Granaskjól 18 þeirra heimili æ siðan. Var at- vinna Egils á Skattstofu Reykja- víkur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, misstu eitt enn í vöggu, og son, Braga, af slysförum, er byrjað hafði nám í læknisfræði, á 21. aldursári sinu. Var það for- eldrum og fjölskyldu mikið áfall, enda efnispiltur að allri gerð. Hin eru: Sigurður húsasmiður, Lára húsmóðir og sjúkraliði, Askell skipasmiður, Valgarður læknir, Egill eðlisfræðingur og Laufey húsmóðir og hjúkrunarkona. Nú eru barnabörnin orðin 16. Þegar tengdabörnum er bætt við, sem Sigurbjörg bar sama móðurhug til og barna sinna, er hér um allstóra fjölskyldu að ræða, og allt er þetta hið gjörvu- legasta fólk. Fyrir hönd Sigurbjargar vin- konu minnar leyfi ég mér að flytja jólakveðju og alúðar þökk til fjölskyldu hennar og annarra skyldmenna og vina fjær sem nær. Einnig til þeirra, sem linuðu þjáningar hennar á hinztu stund. Sigurbjörg var örlitið skapör, en hún var líka hin sterka í fjöl- skyldunni, þegar á reyndi, segir maður hennar. Hvort sem um var að ræða sonarmissi, eða hús hennar var hernumið af brezka heimsveldinu og vopnaður hervörður settur í það um eins árs bil, nótt sem dag. En undir þeim skilyrðum varð hún að vinna, að fengið samband væri slitið og aftur slitið af for- gangshraðsamtali herliðsins. Þótt hús hennar væri í heilt ár hrist harkalega i hamförum jarð- skjálfta, haggaði það ekki hennar rólyndi eða kjarki. Það er list að kunna að taka lífinu með öllum þess duttl- ungum. Það gat þessi vinkona mín. Andinn er maðurinn. Líkam- inn er bústaður hans, musteri sálarinnar. Listhneigð Sigurbjargar kom ekki einungis fram við lífið sjálft. Hún var skapandi listakona og skóp sitt líf. Heimili þeirra hjóna prýða listaverk, sem bera þess vitni. Fagur útsaumur og mjög haglega útskornir gripir í tré bera vitni fjölhæfni huga hennar og handa. Sigurbjörg kunni vel að gæta tungu sinnar. í heilagri ritningu stendur: „Sá, sem hefur taumhald á tungu sinni, er meiri en sá, sem vinnur borgir." I sorg gleðjizt þið ástvinir hennar yfir því, að hún er laus við þjáningar. Munið ósk hennar, að þið sjálf verðið sterk og kjark- mikil í lífinu. Þessu lífi sem vel má líkja við leiksvið og hver þátt- takandi verður að skapa sitt hlut- verk sjálfur, við sínar aðstæður. Vegurinn liggur til einnar áttar. Til lífsins segja þeir, sem bjartsýnir eru. Hún Sigurbjörg var bjartsýniskona. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég fór alltaf rikari frá henni en þegar ég kom til hennar. Alúðar þakkir fyrir fórn þina, störf þín, lif þitt, Sigurbjörg. Það er síðasta kveðjan frá eiginmanni og ást- vinum öðrum. Guð blessi minningu þina. Filippía Kristjánsdóttir. t FRIÐBJÖRN BENÓNÍSSON, skólastjóri, til heimilis að Neshaga 10, lézt að Landspítalanum, laugardaginn 1 5. desember. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 2 7. desem- ber kl 1 3 30 Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bentá Heimilissjóð taugaveiklaðra barna Guðbjörg Einarsdóttir, Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir. t Útför mágkonu minnar og föðursystur okkar GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem andaðist að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28 desember kl 1 3 30 Kristín Pálmadóttir og bræðrabörn. t Móðir okkar ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27 des kl. 1 0,30 fh. Valur B. Einarsson Kristbjörg Einarsdóttir Guðjón Einarsson Eggert Einarsson Jón Þ. Einarsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsínda samúð og vinarhug við fráfall mannsins míns og föður okkar, GUNNARS JÓNSSONAR, lögmanns, Kvisthaga 1 6. Aðalheiður Sigurðardóttir, Valgarður Gunnarsson, Edda Gunnarsdóttir Rowland, Drífa Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar KRISTJÁNS LÁRUSSONAR Garðastræti 25 Fyrir hönd systra minna og annarra vandamanna Birgir Steindór Kristjánsson Gleðileg jól. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför. GUÐRÚNARJÓHANNSDÓTTUR og JÓNS STEFÁNSSONAR frá Kagaðarhóli. Maggi Jónsson, Sigríður Soffia Sandholt, Stefán Jónsson, Sigríður Hóskulds^óttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM GETIÐ ÞÉR HJALPAÐMER 1 VANDRÆÐUM MlNUM? Ég er slundum hrana- legur í orðum, þó að óg vilji ekki vera það. Eghef alla tíðhaft þennan galla, og mig langartil að sigrast á honum. Veriðsvovænn að leiðbeina mér, svo að éggeti oiðið nærgætnari maður. Þér glímið við það. sem kallað er skapgerðargalli. Sú staðreynd er yður kannski til huggunar, að jafnvel beztu kristnu menn hafa átt viðlíkan vanda að etja. Þér megið samt ekki bera yður saman við veikleikaþeirra, heldur styrkleika. Ég hef tekið eftir því, að gallar mínir verða áberandi, þegar ég fer að slá slöku við í helgunar baráttu minni. En þegar ég tek mér tíma og læt Guð tala til sálar minnar með lestri Biblíunnar, hugleið- ingu og bæn, þá kemur sigurinn. Sáluhjálpin veitist ókeypis. En heilsteypt, kristin skapgerð verður til fyrir sjálfsaga og vöxt. Hún verður ekki til í eitt skipti fyrir öll. Hér þarf dagleg barátta að koma til. Ég ráðlegg yður: Takið frá stund, árla morguns eða seint að kvöldi, þegar þér getið verið hljóður og einn með Guði. Segið honum frá göllum yðar. Það er honum velþóknanlegt, honum, sem sagði: ,, Játið syndir yðar . . . til þess að þér verðið heilbrigðir." Þegar þér eigið stundir með honum, þá finnið þér, að ónærgætnin, sem hefur hrjáð yður, breytist í vinsemd og þér öðlist sannan kraft tilþess aðstandast freistinguna. Jólin er Hátíð Andans hátíð kærleikans gefið bókina OG SOLIN RIS saga frumherja Baháihreyfingarinnar. Kostar 650 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.