Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1974 3 Þjóðhátíð Snæfell- inga og Hnappdæla um næstu helgi Skátarnir vinna með margvíslegu móti að fegrun og uppbygg- ingu staðarins. Hér sést hinn kunni skátaforingi frá Akureyri, Tryggvi Þorsteinsson, gróðursetja blóm ásamt tveimur skátastúlkum frá Akureyri. — Ljósm. Mbl. — sh. LANDNÁM skátanna að Úlfljóts- vatni: Rækta upp landið og bæta náttúruspjöll MEÐAL dagskrárliða á lands- móti skáta, sem haldið er að Ulfljótsvatni þessa dagana, er liður, sem nefnist LANDNAM. Er þar um að ræða landgræðslu og uppbyggingarstörf við Ulf- ljótsvatn og er þátttaka f þessu starfi liður f einstaklings- og flokkakeppni skátanna. LANDNAMIÐ hófst á mánu- daginn og var þá hafizt handa um að bæta náttúruspjöll og reyna að rækta upp landið. Fjölda margir skátar hófu að bera túnþökur upp að háspennulfnumastri, sem stendur f hlfð Ulfljótsvatns- fells, og var svæðið f kringum mastrið þakið, svo að þar er nú myndarlegur túnblettur. Landsvirkjun lagði til þök- urnar, en skátarnir sáu um lagningu þeirra. Þá var einnig f arið í að ganga frá flögum f hlíðinni og annars staðar við mótssvæðið og undir- búa undir sáningu. Verður sáð í þau strax að mótinu loknu. Einnig á að skera niður rofa- börð og mynda betri halla, sem hægt verður að sá f þannig að hefta megi landrof af völdum uppblásturs. „Þetta starf hefur gengið ákaflega vel,“ sagði Bergur Jónsson mótsstjóri í samtali við Morgunblaðið, ,,og það hefur verið ákaflega ánægjulegt að fylgjast með, hvernig þessu verki hefur miðað áfram.“ I gær voru m.a. á dagskrá bílferðir í Þjórsárdal, hringinn kringum Þingvallavatn og hringferð á Selfoss, Eyrar- bakka og Hveragerði. Sú ferð var tengd heimsóknum í ýmis atvinnufyrirtæki. Var aðsóknin svo gífurleg að þeirri ferð, að þegar mörg hundruð skátar voru búnir að láta skrá sig í hana varð að loka fyrir frekari þátttöku, þar sem ekki var unnt að flytja stærri hóp. I dag, miðvikudag, er m.a á dagskrá heimsókn ýmissa boðs- gesta. Eru í þeim hópi forseti íslands, borgarstjórinn í Reykjavík, gamlir skátaforingj- ar, sveitarstjórnir f nágranna- byggðum Ulfljótsvatns og ýms- ir aðrir aðilar, sem lagt hafa skátunum lið á einn eða annan hátt. I dag lýkur einnig keppni sex skátaflokka í landskeppn- inni „Skátaflokkur 1100“ og í kvöld verður einn helzti varð- eldur mótsins. Á föstudaginn er sérstakur heimsóknardagur fyrir ljósálfa og ylfinga og á laugardag er almennur heim- sóknardagur. Mótinu lýkur á sunnudag. ÞJOÐHATlÐ Snæfellinga og Hnappdæla verður haldin á Búð- um á Snæfellsnesi n.k. laugardag og sunnudag, 20. og 21. júlf. Verið er að leggja sfðustu hönd á undir- búning allan og búizt við þvf, að gestir verði 1500—3000 talsins að sögn þjóðhátfðarnefndar. Samband ungmennafélaga og kvenfélaga í sýslunni sér um allar veitingar og hefur bækistöð sfna á Hótel Búðum ásamt lögreglu, sjúkraliði og öðru starfsliði. Veitingar verða þó ekki seldar í hótelinu heldur f skúrum, sem komið verður fyrir á hátíðar- svæðinu. Dagskráin hefst á laugardaginn klukkan 16, en þá verður hátíðin sett af formanni þjóðhátíðar- nefndar, Árna Emilssyni. Fjöl- Sumarnámskeið lýðháskólans í dag kemur f Skálholt hópur danskra lýðháskólakennara. Gest- ir þessir eru þrjátíu talsins og munu þeir dvelja á skólanum eina viku. Þetta er fyrsta meiri háttar heimsóknin, sem Lýðháskólinn í Skálholti fær frá systurskólum sínum austan Islands ála. Sú hefur frá upphafi verið von for- ráðamanna skólans, að stofnunin yrði í nokkrum mæli miðstöð norrænna menningartengsla, er fram lið.u stundir. Nú er sú starf- semi hafin og er það nokkurt Framhald á bls. 16 Skálholtshátíð á sunnudag breytt dagskrá verður á laugar- daginn og lýkur henni með dans- leik, sem haldinn verður undir berum himni. Á sunnudaginn hefjast hátíðarhöldin klukkan 14 með guðsþjónustu, sem sr. Rögn- valdur Finnbogason á Staðarstað annast, kirkjukórar víðs vegar af Snæfellsnesi syngja. Dagskráin er einnig fjölbreytt þennan dag. öll meðferð áfengis er bönnuð og væntir þjóðhátíðarnefnd þess, að skemmtunin fari jafn vel fram og þjóðhátíðir annars staðar á landinu. SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN verður haldin n.k. sunnu- dag, 21. júlí, og hefst kl. 13.30 með klukknahring- ingu og messu. Biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einarsson, og séra Guðmundur ÓIi Ólason þjóna fyrir altari, séra Valdimar Eylands dr. theol. prédikar. Með- hjálpari verður Björn Erlendsson. Skálholts- kórinn syngur, forsöngvar- ar verða Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson leika á trompet og Árni Arinbjarnarson á orgel. Söngstjóri verður Haukur Guðlaugsson. Samkoma verður í kirkjunni kl. 16.30 og verö- ur leikin tónlist eftir Pál Isólfsson og Sigurð Einars- son. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri flytur ræðu og séra Sigurður Sigurðarson les úr ritningunni og flytur bæn. Ferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Skálholt kl. 11 á sunnudag og aftur til Reykjavikur kl. 18. Þjóðhátíðarhelgi í Hafnarfirði... Hús Bjarna riddara opnað á laugardag Um næstu helgi halda Hafn- firðingar þjóðhátíð sína. Laugar- daginn 20. júlí n.k. verður opnuð yfirlitssýning hafnfirzkra málara í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Munu 13 hafnfirzkir málarar sýna verk sín þar. Verður sú sýning opnuð kl. 14,00. Hús Bjarna riddara Sívertsen verður opnað kl. 16,00 sama dag svo og sýning í sjóminjum í Brydehúsi og gömlu slökkvistöð- inni. Hús Bjarna hefur nú verið endurbyggt og gert úr garði eins og menn telja, að það hafi litið út, er Bjarni riddari Sívertsen bjó þar. Húsið verður búið húsgögn- um og munum úr búi Bjarna. — Við opnun hússins munu Gunnar Ágústsson hafnarstjóri, Þór Magnússon þjóðminjavörður og Kristinn Ö. Guðmundsson bæjar- stjóri flytja ávörp. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika fyrir utan húsið. Aðal hátíðisdagurinn verður sunnudaginn 21. júlí. Þá munu skátar flagga á hamrinum kl. 9,00. Kl. 9,30 hefst guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju og mun síra Garðar Þorsteinsson prófastur Seðlaveski í óskilum SEÐLAVESKI með 5.500 krón- um var skilið eftir f afgreiðslu Tryggingastofnunar rfkisins sfðari hluta dags sl. miðviku- dag. Eigandi veskisins getur vitjað þess f sfmaafgreiðslu Tryggingastofnunarinnar, geti hann gefið nákvæma lýsingu á veskinu. prédika. Vígsla heiðursmerkis sjómanna, sem staðsett er við Strandgötu, fer fram kl. 10,00. Forseti bæjarstjórnar, Stefán Jónsson, flytur ræðu. Rannveig Vigfúsdóttir afhjúpar minnis- merkið, Ingveldur Hjaltested syngur einsöng. Karlakórinn Þrestir og Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leika og syngja við heiðursmerkið. Heiðursmerkið er hannað af Þorkeli Guðmundssyni innanhússarkitekt. Minnismerki Arnar Arnarsonar á homi Austurgötu og Strandgötu verður vígt kl. 11,00. Vígsluræðu flytur Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. bæjarfógeti. Sigurveig Hanna Eiríksdóttir ies úr ljóðum skáldsins. Karlakórinn Þrestir syngur við minnismerkið og Lúðrasveit Hafnarf jarðar leikur. Safnazt verður saman í Hellis- gerði kl. 13,30 og leikur Lúðra- sveit Hafnarfjarðar þar í hálfa klukkustund. Formaður þjóð- hátíðarnefndar Hafnarfjarðar, Hrafnkell Ásgeirsson, setur hátíð- ina kl. 2. Fríkirkjuprestur, síra Guðmundur Öskar Ólafsson, flyt- ur hugvekju. Karlakórinn Þrestir syngur sálma á undan og eftir ræðu síra Guðmundar. Gengið verður f skrúðgöngu frá Hellisgerði að Hörðuvöllum og hefst dagskráin þar kl. 15,00. Aðalræðu hátíðarinnar flytur Kristinn 0. Guðmundsson bæjar- stjóri. Ester Kláusdóttir flytúr hátíðarljóð samið af Magnúsi Jónssyni kennara. Inga María Eyjólfsdóttir syngur einsöng. Fimleikafélagið Björk sýnir fimleika og keppt verður í víða- vangshlaupi. Sérstök skemmti- atriði verða fyrir börn, leikþáttur og fleira. Karlakórinn Þrestir og Lúðrasveit Hafnarfjarðar munu syngja og leika á Hörðuvöllum og Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.