Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Vegna fjölda fyrirspurna varðandi Rósarkross- regluna skal þeim sem vilja fræðast nánar um starfsemi hennar og markmið, bent á að skrifa eftir ókeypis eintaki án skutdbindingar af „Mastery of Life" til einhvers eftirtaldra staða: Tha Rosicrucian Order A.M.O.R.C. Rosicrucian Park Cha'teau d'Omonville SanJosö LeTremblay California 95191 27110 Le Neubourg U.S.A. (ö ensku og spönsku) FRANCE (ö frönsku) Tuborgvej 15 757 Baden-Baden 2 2900 Hellerup Lessingstrasse 1 DANMARK (á döóðjcu WEST-DEUTSCHLAND og norsku) (* RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Afmœli: Bjarni Bjarnason á Skáney nírœður Merkur Borgfirðingur á I niræðisafmæli á mánudag 30. | september. Það er Bjarni Bjarna-: son söngstjóri og fyrrum bóndi á Skáney í Reykholtsdal. Bjami á Skáney, eins og hann er ávallt nefndur manna á meðal,' er löngu þjóðkunnurmaður. Um áratugi bjó hann miklu myndar- búi á Skáney ásamt sinni ágætu eiginkonu, Helgu Hannesdóttur frá Deildartungu. Skáney var mikil jörð og góð undir bú frá forni tíð. En í umsjá Bjama og Helgu varð hún höfuðból. Svo var tekið til hendi um túnrækt, húsa- . bætur, skógrækt og fleira, að Bjami hlaut heiðurslaun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs nfunda árið 1924 fyrir framúr- skarandi búnaðarframkvæmdir. Þá höfðu þau hjón búið á Skáney í fimmtán ár. Þau Bjarni og Helga bmgðu búi árið 1945 og fengu jörðina í hendur börnum sínum þremur. Eru nú fjögur rausnar- býli f landi Skáneyjar, þar sem börn Bjarna og dóttursonur gera frægan garð. Helgu konu sína missti Bjarni 3. ágúst 1948. Þótt Bjami á Skáney væri í fremstu röð bænda síns héraðs, Ibúð til leigu Ný 50 fm íbúð við Langholtsveg. Leigist með eða án húsgagna. Tilboð merkt: „9596" sendist afgr. Mbl. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. SKRIFSTOFUFÓLK óskast nú þegar eða eftir samkomulagi til starfa á skrifstofunni, m.a. við launaút- reikning o.fl. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 1 1 765. DEILDARSTJÓRI óskast nú þegar eða eftir samkomulagi i sjúklingabókhaldsdeild skrifstofunnar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11 765. VÍFILSSTAÐASPÍTALI. SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar, einkum til^starfa á næturvöktum. ' STARFSSTÚLKUR óskast nú þegar, einkum til starfa á næturvöktum. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 42800. LANDSPÍTALINN. DEILDARSTJÓRI óskast til starfa við eðlisfræði- og tæknideild, RÖNTGENSKOR. Reynsla i viðgerð og viðhaldi röntgentækja nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 27. október n.k. SKRIFSTOFUSTÚLKA óskast til starfa við upp- lýsingaborð spitalans. Starf hluta úr degi og um helgar kemur til greina. Uppl. veitir starfsmannastjóri sími 11765. BLÓÐBANKINN. MEINATÆKNIR eða liffræðingur óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans, simi 21511. KÓPAVOGSHÆLIÐ. AÐSTOOARMENN við hjúkrun sjúklinga óskast til afleysinga í fast starf nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðumaður, simi 41 500 Iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði Til leigu á góðum stað við Suðurgötu og Melabraut á Hvaleyrarholti rúmlega 300 fm iðnaðarhúsnæði í steinsteyptu húsi með 4ra — 5 metra lofthæð. í sama húsi er einnig til leigu annað iðnaðarhúsnæði um 170 fm í fokheldu ástandi. . . _ Arm Gunnlaugsson nrl, Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími50764. Námsflokkar Kópavogs munu starfa í tveim námskeiðum í vetur. Innritun á fyrra námskeiðið, sem stendur til áramóta, ferfram í skrifstofu Víghólaskóla, sími 40655, mánudaginn 30. september, þriðju- daginn 1. október og miðvikudaginn 2. október kl. 17,30—19 alla dagana. Forstöðumaðurinn Einar Ólafsson, kennari verður þar til viðtals á þessum tíma. Gert er ráð fyrir, að kenndar verði eftirtaldar námsgreinar ef næg þátttaka fæst. Stærðfræði, danska, enska, þýzka, spænska, franska, bókfærsla, vélritun. Um fleiri greinar getur orðið að ræða, ef sérstakar óskir koma fram frá nægilega mörgum. í námsflokkunum verður einnig gagnfræða- deild, ef næg þátttaka fæst. Fræðslustjórinn í Kópavogi. þá er saga hans ekki hálfsögð með þeim þætti lífs hans. Hann hefur um langa ævi átt sér andlegan fagnaðarheim, þar sem er tón- listin. Ungur nam hann orgelleik hjá Brynjólfi Þorlákssyni. Og við hljóðfærið hefur hann átt fleiri hamingjustundir en flesta grunar. Hann var forsöngvari í Reykholtskirkju f 70 ár og í Síðu- múla- og Gilsbakkakirkjum um áratugi. Auk þessa hefur hann leikið á orgel á helgum stundum í flestum kirkjum héraðs síns. Söngkennari var hann um skeið bæði í Hvítárbakkaskóla og í Reykholtsskóla. Hann stofnaði karlakórinn Bræðurna árið 1915 og var stjórnandi hans alla tíð eða í 30 ár. Árum saman kenndi hann áhugasömum unglingum orgelleik. Varð hann þannig einn af fyrstu tónlistar- kennurum í Borgarfirði. Þá leið- beindi hann nokkrum kirkju- kórum um skeið að tilhlutan þá- verandi söngmálastjóra. Ungur hreifst Bjarni af hug- sjónum góðtemplara og ung- mennafélaganna og var stofnandi og í stjórn þeirra samtaka f sinni byggð og batt við þær ævitryggðir Bjarni á Skáney var og er hug- sjónamaður. Hann var ötull og hugsjónarfkur bóndi og hlaut þar fyrir verðuga sæmd. Hann gekk Framhald á bls. 27. MARGFALOAR fflMW Jllt>röuní>Iat>it> KLEPPSSPÍTALINN. FÓSTRA óskast á dagheimili fyrir börn starfsfólks spitalans. Upplýsingar veitir forstöðukona spitalans, simi 381 60. AÐSTOÐARMENN við hjúkrun sjúklinga óskast til afleysinga eða I fast starf nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 38160. STARFSSTÚLKUR óskast i eldhús og borðstofu spitalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðskonan, sími 38160. Reykjavik, 27. september 1 974. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTAUNNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Esju miðvikudaginn 2. október kl. 20.30. Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga. .. Verzlunarmannafelag Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.