Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 3 Ljósm. Sv. Þorm. ÁLANDSEYJASÝNINGIN — Við birtum þessa mynd af stúlkum frá Álandseyjum til að minna á Álandseyjasýninguna sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Hún er opin daglega frá 14—22 og auk þess eru fyrirlestrar á kvöldin. Hátíðahöld Suinargjalar EINS OG verið hefur mörg und anfarin ár gengst Barnavinafé- lagið Sumargjöf fyrir hátíða- höldum á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni verða sex skrúðgöngur I borginni, leik- sýningar f Austurbæjarbfói kl. 14 og 15.30, brúðuleiksýningar f Réttarholtsskóla kl. 14 og 16 og skemmtanir f Breiðholts- skóla kl. 14 og f Arbæjarskóla kl. 16. Leiksýningu i Austurbæjar- bíói hafa nemendur f leiklistar- skólanum SAL unnið að og er hún aigerlega á vegum annars bekkjar skólans. Efniviðurinn er sóttur í ævintýri eftir Kipl- ing og siberískt ævintýri, og er þetta frumflutningur. Þeir, sem sem að sýningunni standa, eru 11 að tölu, og er leikstjóri Sigúrður Pálsson. Aðgöngumið- ar að sýningunni verða seldir í Austurbæjarbíói frá kl. 11 f.h. og kosta þeir kr. 200. Brúðuleiksýningin í Réttar- holtsskóla er á vegum Leik- brúðulands og verða þar sýndir nokkrir þættir úr fyrri sýning- um. Aðgöngumiðarnir verða seldir í Réttarholtsskóla frá kl. 13, og kosta þeir kr. 200. Nemendur úr Fósturskóla Is- lands skemmta börnum í Breið- holtsskóla og Arbæjarskóla og er hér endurtekin skemmtidag- skrá sem flutt var i Austurbæj arbiói 4. apríl s.l. Miðar verða seldir i skólunum milli kl. 10 og 12 f.h,- og frá kl. 13 og kosta kr. 150. Þá* má geta þess, að hluti ágóða af barnasýningum kvik- myndahúsa í dag rennur i sjóð Sumargjafar. Hér fer á eftir skrá um skrúð- göngur Sumargjafar i dag: Skrúðganga f Breiðholtshverfi kl. 13.15 Safnast verður saman á mót- um Þórufells og Breiðholts- brautar og gengið niður Breið- holtsbraut um Stöng og vestur Arnarbakka að dyrum sam- komusalar Breiðholtsskóla. Lúðrasveit Árbæjar- og Breið- holtsskóla og Lúðrasveit verka- lýðsins leika fyrir skrúðgöng- unni. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. Skrúðganga f Arbæjarhverfi kl. 14.15 Gengið verður frá Árbæjar- safni upp Rofabæ að Árbæjar- skóla. Lúðrasveit Árbæjar- og Breiðhoitsskóla og Lúðrasveit verkalýðsins leika fyrir göng- unni. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. Skrúðganga f Bústaðahverfi kl. 13.15 Gengið verður frá Hvassaleit- isskóla um Stóragerði, Heiðar- gerði, Grensásveg og Hæðar- garð að Réttarholtsskóla. Lúðrasveit drengja leikur fyrir göngunni. Stjórnendur Páll Pampichler Pálsson og Stefán Þ. Stephensen. Framhald á bls. 22 Sigurjón sýnir 15höggmyndir Sigurjón Ólafsson myndhögg- vari opnar sýningu á loftinu á Skólavörðustíg 4 og sýnir þar 15 verk, bæði gömul og ný. Það er orðið langt síðan Sigurjðn hefur efnt'til einkasýningar og þarna hefur hann valið saman litlar myndir, sem fara vel í þessu gamla húsnæði undir súð uppi yfir listmunaverzlun Helga Einarssonar. Sýningin verður opin kl. 2—6 á laugar- dag, en eftir það á opnunartíma verzlunarinnar. Myndirnar, sem Sigurjón Ólafsson sýnir þarna, eru úr Garðar fór aftur af landinu. Það er hugmynd að minnis- merki fyrir Húsavikurkaup- stað. Þá er þarna portretmynd úr bronsi af Binna í Gröf, sem gerð var fyrir Vestmanna- eyinga. Einnig er fróðlegt að sjá fjöl með fyrstu hugmyndum að „reíiefi", sem síðar var sett i mótin á pakkhúsum við Sunda- höfn. Einnig koparmynd, sem Sigurjón vann, þegar hann var að byrja að hugsa um myndina fyrir framan Höfða. Aðspurður hvað helzt væri á döfinni hjá honum af útimynd- Sigurjón við nýjustu mynd sina. Þarna er frummyndin i plasti, en heima á vinnustofunni er listamaðurinn að skera hana í mahogni. mismunandi efniviði, málmum, viði og plasti. Nýjasta myndin er veggmynd, mótuð i plast, sem hann er síðan að vinna í mahogni. En Sigurjón sagðist gjarnan móta þannig hugmynd- ina fyrst, áður en hann tekur til við að vinna í dýran efnivið. Þannig er um aðra mynd þarna, sem er hugmynd að minnis- merki um Garðar Svavarsson landnámsmann og sem hann nefnir Farfugla, þar sem um, sagói Sigurjón, að verk hans, Krian, sem Alþýðusam- bandið ætiaði að láta setja upp á Eyrarbakka sem minnismerki um Ragnar Jónsson, væri kom- ið i vinnslu í smiðju. Myndin á að verða 13 m á hæð og væntan- legayrði hún unnin í sumar. Annars virðist Sigurjón Óiafsson vinna nokkuð mikið úr mahogniviði um þessar mundir. 127 kinversk grafík- verk á Kjarvakstöðum SVNING á kínverskri grafiklist var opnuð í gær að Kjarvals- stöðum og stendur hún fram til 11. maí n.k. Við opnun sýningarinnar héldu ræður þeir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og kin- verski sendiherrann, Chen Tung. A sýningunni eru 127 verk, sum glæný, en önnur eldri og elzta verkið á sýning- unni mun vera frá því um 1700. Er það eftir listamanninn Cheng Pan-chiao og heitir „Orkideur og bambusreyr“. I sýningarskrá segir m.a.: Kínversk grafíklist á sér langa sögu og ber með sér sterk þjóð- leg stíleinkenni. Bæði atvinnu- listamenn og áhugalistamenn úr röðum verkamanna, bænda og hermanna hafa skapað lista- verk með nýju innihaldi og nýj- uni stil og eru þau reist á arf- leið og þróun fágaðrar listhefð- ar. I verkum þessum koma þessir listamenn fram sem ötul- ir boðberar þeirrar bókmennta- og listastefnu Maós formanns að „láta hundrað blómjurtir blómstra, sem eldri blóm hafa látið vaxa, svo að þær megi nýj- ar af sér gefa“ og „láta fortið- ina þjóna nútíðinni og Kína notfæri sér það sem erlent er“. Þótt þessi verk séu enn ófull- komin að listgæðum, endur- spegla þau samt sem áður þau afrek, sem kinverskir lista- menn hafa unnið á þessu sviði vegna hinnar miklu reynslu, er þeir hafa öðlast með því að skyggnast vandlega inn i iifs- hætti verkamanna, bænda og hermanna. Á blaðamannafundi í gær, sem haldinn var I tilefni sýningarinnar sagði kínverski sendiherrann, Chen Tung, að þessi sýning hefði áður verið í Framhald á bls. 22 Eitt verkanna, „Blðm hinna f jögurra árstíða“ Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Skrúðganga í Breiðholti Framfarafélag Breiðholts 3 gengst fyrir skrúðgöngu í dag, sumardaginn fyrsta kl. 9.30. Gengið verður frá Hólabrelýku- skóla að Fellaskóla. Leiðin sem gengin verður er Suðurhólar, Vesturberg, Norðurfell og Suður- fell að Fellaskóla. Lúðrasveit Breiðholts- og Arbæjarhverfis leikur fyrir göngunni. Skáta- messa verður síðan í Fellaskóla. Forseti Islands heiðursdoktor við Björgvinjarháskóla FORSETI Islands, hr. Kristján Eldjárn, hefur verið kosinn heiðursdoktor við háskólann i Björgvin i tilefni af 150 ára afmæli skólans. 1 frétt frá skrifstofu forseta Is- lands segir, að forsetinn rnuni verða viðstaddur á háskólahátið- inni i Björgvin hinn 25. april. Forsetahjónin fara utan á föstu- dagsmorgun og munu koma heim síðdegis á mánudag. F ermingarstúlka ÞU, sem í ógáti tókst brúna flauelskápu nr. 36 og skildir eftir eins kápu nr. 34 við altarisgöngu I Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. apríl sl„ hringdu i sima 71772.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.