Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 40
ÆNGIR? Aætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjöröur I (ijögur — Hólmavik Búöardalur — Reykhólar I Hvammstangi — Flateyn—Bildudalur | Stykkishólmur —Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-6ött0 & 2-60-66. FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1975 : \wm BeriÖ j ! BONDEX11 mEBi á viöinn > j J málninglf ||| — Leit bar engan árangur llellissandi, 23. apríl. ÞAÐ slys varð hér kl. 16 í dag, að mann tók út af vélbátnum Vonin 11. SH-199. Skeði þetta 2,5 sjómíl- ur úti af Rifi, en þá var báturinn að leggja netatrossu. Einn skip- verjanna flæktist í færi og dróst með því útbyrðis. Fjöldi báta hefur nú leitað í 5 klukkustundir, en leitin hefur engan árangur borðið. Skipverjar náðu til að skera á færið þegar manninn tók út og sáu þeir hann stuttu seinna i sjón- um. Köstuðu þeir þegar til hans bjarghring, en í þann mund sem maðurinn var að ná honum sökk hann. Sæmilegt veður var á miðum Breiðafjarðarbáta í gær V—SV kaldi og svolitil alda. Fréttaritari. Lézt eftir bruna MAÐliRINN, sem slasaðist alvar- lega í bruna í húsi við Hraunbæ fyrir nokkru síðan, lézt 1 fyrrdag af sárum sínum. Hann hét Gisli Fyland til heimilis að Hraunbæ 96 Reykjavík. Hann var fæddur 23. marz 1949 og því 26 ára gam- all. tífsli var ókvæntur og barn- laus. Nánari atvik voru þau, aðeldur kom upp i herbergi sem maðurinn svaf í aðfararnótt föstudagsins 11. apríl s.l. Þegar tókst að bjarga manninum hafði eldurinn slokkn- að vegna ioftleysis en maðurinn reyndist hafa hlotið mjög alvarleg brunasár auk þess sem lungun munu hafa sýkzt af reykjarsvæl- unni. Lá hann á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins og lézt þar í fyrramorgun. Ljósmynd Ól.K.M. SÝNING A KlNVERSKUM GRAFÍKMYNDUM — var opnuð á Kjarvalsstöðum í gær, að viðstöddum mörgum gestum. Á myndinni má sjá, talið frá vinstri: Jónas Kristjánsson, forstöðumann Handritastofnunarinnar, hr. Kristján Eldjárn, for- seta íslands, Birgi Isleif Gunnarsson borgarstjóra og konu hans, Sonju Bachmann, Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóra, forsætisráðherrahjónin Geir Hallgrímsson og Ernu Finnsdóttur og sendiherra Kina á íslandi, Chen Tung. Nánar segir frá sýningunni á bls. 3 í blaðinu í dag. Friðrik vann Bellon og er í 4. sæti FRIÐRIK Olafsson er nú kominn f fjórða sæti á skákmótinu í Las Palmas á Kanaríeyjum eftir að hann sigraði Spánverjann Bellon í 39 leikjum f 14. og næst sfðustu umferð mótsins í gærkvöldi. Ljubojevic heldur enn stöðugri Hver vi 11 ekki vakna við fagr- an söng lóunnar á fyrsta degi sumarsins? Þeireru vafalaust margir, en því miður verða þeir sem búa í borg að líkind- um að sætta sig við það að heyra ekki þennan söng. Þessi fallega lóa sem við sjáum hér á myndinni stillti sér upp fyrir framan hann Sigurgeir okkar í Eyjum í gær, svona til að minna hann á sumarið. forystu á mótinu en í gærkvöldi gerði hann jafntcfli við Petro- sjan. Önnur úrslit urðu að Tatai vann Debarnot, Hort vann Rodriguez og jafntefli varð hjá Visier og Fernandez. Biðskákir urðu hjá Andersson og Pomar og Tal og Cardoso. Mecking sat hjá f gær. Staðan á mótinu er nú þessi: 1. Ljubojevic 10'A vinninga, 2.—3. Mecking og Hort 9,5 v., 4. Friðrik 9 v., 5.—7. Tal, og Andersson 8 v. og biðskák og Petrosjan 8 v. 8. Tatai 5 v., 9. Bellon 5'á v. 10.—11. Framhald á bls. 22 Fá 100 kr. rir síld- arkílóið í Danmörku NOKKUR íslenzk síldveiðiskip eru nú farin til veiða í Norðursjó, en ekki hefur almennt frétzt um veiði frá þeim. Hins vegar hafa borizt þær fréttir frá Hirtshals og Skagen að nú sé mjög gott verð að fá fyrir síld. 1 þessum tveimur sildarbæjum voru seldir 6000 kassar af sild á laugardag og Framhald á bls. 22 ty Taka sykurinnflytj- endur á sig skellinn? — Tapið allt að 123 millj. kr. MIKILL styrr hefur staðið sfðustu daga vegna skyndilegrar lækkunar á sykri á heimsmarkaði og lækkaðs útsöluverðs f verzlun- um hér. Stærstu sykurinnflytj- endur Islands munu hafa gert samninga um kaup á 1500 tonnum af sykri á meðan verðið var I hærra lagi, en þá var hvert tonn selt á 1400 dollara tonnið — hæst komst það talsvert yfir 2000 dollara tonnið — eða um 210 þús. kr. Nokkuð af þessu magni er þegar komið til landsins, en sumt er verið að afgreiða eftir því sem samningar segja til um. Ekki er ljóst hvernig hinir stærri sykur- innflytjendur bregðast við þess- um vanda, en Morgunblaðið hefur fregnað, að þeir ætli að taka á sig skellinn, sem verðlækk- uninni nemur, en hún verður að meðaltali um 550 dollarar á tonn eða yfir 82 þús. ísl. krónur. Sumir hafa velt vöngum yfir því, hvers vegna innflytjendur Landeigendafélag Svartsengis: Upplýsingar um stærðir og landfræðileg mörk vantaði EINS OG Morgunblaðið sagði frá í gær, hafa forráðamenn H'ta- veitu Suðurnesja, áhuga á að láta bora tiiraunaholu í svokölluðum Eldvörpum, ef samningar takast ekki brátt við landeigendui Svertsengis. Af þessu tilefni sneri blaðið sér til Jónasar Aðal- steinssonar hrl., lögmanns land- eigenda, og spurði hann hvað væri að frétta af samningamál- inu. Jónas sagði i upphafi, að land- eigendum hefði borizt tilboð frá hitaveitu Suðurnesja 9. apríl s.l. 1 tilboðið hefði t.d. vantað upplýs- ingar um stærðir og landfræðileg mörk þess lands sem Hitaveitan ýmist óskaði eftir að kaupa eðai leggja kvaðir á. Einnig hefði vant-, að upplýsingar um efni kvaðanna og fleira af þessu tagi. Vegna þessarar vöntunar, hefði Hitaveit- unni verið ritað bréf þann 21. þessa mánaðar þar sem beðið er um upplýsingar og svarið að sjálf- sögðu ekki borizt enn. „Varðandi fréttina í Morgun- blaðinu í gær, vill stjórn landeig- endafélagsins taka fram, að hún treystir að sjálfsögðu stjórn hita- veitunnar fullkomlega til að stjórna fyrirtækinu á þann hátt, sem hagkvæmast er fyrir þá mörgu aðila, sem koma til með að Framhald á bls. 22 hafi fest kaup á þetta miklu magni í einu. Skýringin mun vera sú, að sykurspekúlantar um ailan heim sögðu að sykur ætti ekki eftir að lækka i verði og enn- fremur, að hann yrði ófáanlegur eftir stuttan tima. Heildarinnflutningsverð umræddra 1500 tonna af sykri er samkvæmt framangreindu um 315 milljónir króna. Ef inn- flytjendur neVðast til að lækka verð pr. tonn um rösklega 82 þús. krónur þá tapa þeir 123.7 milljón- um króna á þessari skyndilegu verðlækkun. Hins vegar mun ekki vera alveg ljóst, hvernig innflytjendur standa undir þessu mikla áfalli, og eiga þeir eftir að taka ákvörðun um það. Island sambands’- laust um tíma í gær — Báðir sæstrengirnir bilaðir UM tfma f gærmorgun varð sam- bandslaust að mestu við umheim- inn en þá voru báðir sæstrengirn- ir, sem liggja til landsins, úr sam- bandi og eru reyndar enn. Eftir hádegi var hægt að koma á sam- bandi með einni loftlfnu til Lundúna og síðdegis með einni til Kaupmannahafnar. Þannig mun sambandið verða þangað til búið verður að gera við Ice-Can streng- inn, en það verður að Ifkindum sfðdegis í dag. Hins vegar mun Scott-Ice sennilega ekki komast í gagnið fyrr en eftir vikutfma eða svo Þorvarður Jónsson, verk- fræðingur hjá Landsimanum, tjáði Morgunblaðinu i gær, að Ice- Can væri búinn að vera bilaður frá því þann 30. janúar. Is hefur verið yfir bilunarstaðnum þangað til í þessari viku að viðgerðarskip komst á staðinn og lýkur viðgerð eftir þeim upplýsingum, sem Landsíminn hefur, í dag. Scott-Ice bilaði hins vegar um kl. 5 í fyrra- morgun. Sú bilun er 100 mílur norður af Færeyjum og nær öruggt er talið að togari hafi dreg- ið yfir strenginn og við það hafi Framhald á bls. 22 Reynt að ná Hvassafelli flot a a laugardag NÚ ER unnið dag og nótt að þvf að undirbúa Hvassafell undir það að vera dregið á flot, og ef allt fer samkvæmt áætl un á að reyna að draga skipið á flot á laugardag. Hjörtur Hjartar, fram kvæmdastjóri skipadeildar Framhald á bls. 22 Tók út þegar verið var að leggja netin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.