Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hvaðan skyldi Al- þýðublaðinu koma sú vizka, að „verkalýðshreyf- ingin hefur enn einu sinni boðið samstarf en núver- andi ríkisstjórn hefur ekki virt það tilboð svars, frekar en önnur af svipuðu tagi sem henni hafa verið gerð,“ eins og segir í forystugrein Alþýðublaðs- ins í gær? Hvers vegna er svona 'vitleysa borin á borð fyrir þjóðina? Sannleikur- inn er nefnilega sá, að það hefur um langt árabil verið ein helzta þungamiðjan í stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins að hafa beri sem nánast samráð við verkalýðssamtökin í land- inu, sem og við hinn aðila vinnumarkaðarins, vinnu- veitendur. Þær ríkisstjórn- ir, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt sæti í og verið í forystu fyrir hafa ekki látið sitja við orðin tóm í þessum efnum. Það er t.d. alkunna, að mestan hluta viðreisnar- tímabilsins var mjög náið samráð milli viðreisnar- stjórnarinnar og forystu- manna verkalýðssamtak- anna. Þar var ekki um formlegt samband að ræða, heldur óformlegt samráð, sem hins vegár skipti miklu og réð kannski úrslitum um, að þjóðinni tókst að ráða bug á þeim vandamálum, sem upp átti Alþýðuflokkurinn aðild að viðreisnarstjórn- inni. Þegar núverandi ríkis- stjórn var mynduð, lýsti Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra yfir því, að ríkisstjórnin vildi hafa sem nánast samráð við verka- lýðssamtök og. vinnuveit- endur og enginn sanngjarn maður getuf haldið því fram, að ekki hafi verið staðið við þau orð. Haustið 1974, þegar ríkisstjórnin gerði ákveðnar efnahags- ráðstafanir, fóru fram ítar- leg samtöl milli forystu- manna ríkisstjórnar og verkalýðssamtaka og óþarft er að hafa mörg orð um þá staðreynd, að ríkis- stjórnin, og forsætisráð- herra sérstaklega, höfðu mjög náið samráð við forystumenn verkalýðs- vallaratriði í stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar á næstu mánuðum að hafa sem nánast samráð við aðila vinnumarkaðarins. Það er þess vegna á mikl- um misskilningi byggt, þegar Alþýðublaðið heldur því fram í forystugrein, að ríkisstjórnin hafi ekki virt svars tilboð frá verkalýðs- hreyfingunni um samstarf. Þvert á móti hafa forsvars- menn ríkisstjórnarinnar á þessu hausti átt persónu- legar og óformlegar við- ræður við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og enginn vafi leikur á því, að vilji ríkisstjórnarinnar stendur til þess að eiga slfkt samstarf við verka- lýðshreyfinguna á næstu mánuðum, enda væri sá stjórnmálamaður blindur, Samstarf ríkisstjórnar og yerkalýðshreyrfingar komu á árunum 1967—1969. Segja má, að náið samband hafi tekizt milli viðreisnarstjórnar og forystumanna verkalýðs- samtaka, þegar júní- samkomulagið var gert 1964 og ’því var haldið áfram allt stjórnartímabil viðreisnarstjórnarinnar. Þetta ætti Alþýðublaðinu að vera vel kunnugt, enda samtakanna allan siðastlið- inn vetur, þegar gera þurfti margvíslegar ráð- stafanir í efnahagsmálum. Það vita forystumenn verkalýðssamtakanna best sjálfir, að ríkt tillit var tekið til óska þeirra og ábendinga, m.a. í sambandi við skattamál, og það er auðvitað alveg ljóst, að það hlýtur að verða grund- sem ekki gerðl sér grein jfyrir því, að útilokað er að ná tökum á þeim miklu efnahagsvandamálum, sem að okkur steðja, nema í nánu samstarfi við hin voldugu almannasamtök á vinnumarkaðnum, verka- lýðssamtökin og samtök vinnuveitenda. Hitt er svo aftur fróðlegt íhugunarefni, hvenær og á tímum hvaða stjórna, bezt samstarf hefur tekizt milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar. Því er gjarn- an haldið fram af flokkum, sem nefna sig verkalýðs- flokka, eins og Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi að hagur launþega sé ekki tryggður nema þessir flokkar eigi aðild að ríkis- stjórn og þátttaka þeirra í ríkisstjórn sé trygging fyr- ir því, að tekið sé nægilegt tillit til sjónarmiða verka- lýðssamtakanna. Það er mikið efamál, hvort feng in reynsla staðfestir þessa skoðun. Bæði á tímum fyrri vinstri stjórnar og hinnar síðari, var næsta áberandi að mjög takmark- að samband var milli þess- ara vinstri stjórna, sem hinir svonefndu verkalýðs- flokkar áttu aðild að og vgrkalýðssamtakanna. Og óhikað má fullyrða, að það óformlega samstarf, sem tókst milli viðreisnar- stjórnar og verkalýðssam- taka frá 1964—1971 var mun nánara og betra held- ur en samskipti verkalýðs- hreyfingarinnar við bæði fyrri og seinni vinstri stjórn. Þess vegna er það mikið efamál, sem sumir halda fram, að aðild þess- ara svokölluðu verkalýðs- flokka að ríkisstjórnum séu forsenda fyrir góðu samstarfi ríkisvalds og verkalýðshreyfingar. Þvert á móti virðist reynsl- an sýna, að því geti verið þveröfugt háttað. Mætti það gjarnan verða mönn- um nokkurt umhugsunar- efni á næstu vikum og mánuðum. Séra Jónas Jónasson: ÍSLENSKIR ÞJÓÐHÆTTIR. Isafold. Rvík 1975. Séra Jónas Jónasson, sem seinna kenndi sig við Hrafna- gil, fæddist 1856. Hann las undir skóla hjá mektarklerkn- um séra Hjörleifi Einarssyni í Goðdölum og varð samferða Einari, syni hans, til inntöku- prófs. Hann lenti því í bylgju raunsæisstefnunnar, varð sjálf- ur liðtækur smásagna- og skáld- sagnahöfundur, en til ritsins Is- ienskir þjóðhættir safnaði hann . á efri árum eftir að hann hafði látið af prestskap og var orðinn kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Ekki vannst honum tími til að ganga frá því verki, féll frá áður. Allmörgum árum eftir dauða hans var ungur fræðimaður, Einar Ólafur Sveinsson, ráðinn til að búa það undir prentun hvað hann ann- aðist af mtkilli prýði og kom það fyrst út 1934. Nú hefur Isafold sent það frá sér í fjórðu prentun þó það standi hvergi á bókinni; þar stendur aðeins þriðja útgáfa. Rit þetta skilst gerr ef hafður er í huga mennta- og starfsferill Jónasar Jónassonar. Raunsæis- stefnan var óvægin í dómum og krafðist þess að aðskiljanleg lífsins tilbrigði væru skoðuð með rannsakandi auga. Sveita- rómantíkin skyldi útlæg ger en hlutlæg náttúruvfsindi hafin til vegs. I reyndinni leiddi þetta margan höfund út í gagnstæðar öfgar. Ljótleikinn var dreginn fram og ýktur. Á yngri árum fór Jónas Jónasson ekki var- hluta af þess konar öfgum. Á efri árum leit hann víðsýnni augum á hlutina án þess þó að hann slægi af rannsóknar og nákvæmniskröfum raunsæis- stefnúnnar. Þjóðháttalýsingar hans eru þvf áreiðanlega samd- ar — enda þótt hann væri ekki Þetta mun víst sagt á öllum tfmum. Um dauðann segir Jónas: „Hver, sem deyr, tekur 3 andköf eða andvörp í and- látinu; þegar hann hefir tekið 3 andvarpið, er hann áreiðanlega dáinn, en enginn skyldi trúa þeim, sem ekki sést taka fleiri én tvö.“' Fagnaðarefni er að Islenskir þjóðhættir skuli aftur vera fáanlegir. Mest af efni bókar- innar er prðið fornöld fyrir sjónum ungs fólks og yngra en miðaldra. Enginn skyldi gerast svo djarfur að fjölyrða um lífið í gamla daga nema hafa áður lesið eða , að minnsta kosti blaðað i Islenskum þjóðháttum. Þó sams konar efni megi draga saman eftir ýmsum öðrum leiðum er það svo mjög á vfð og Jónas Jónasson frá Hrafnagili dreTFT'blöðum og bókum að Horfnir þjóðhættir Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON sérmenntaður fræðimaður í þeirri grein — samkvæmt bestu vitneskju og samvisku, hvorki fegraðar né afskræmd- ar. Einmitt það gefur bókinni gildi. Af vinnubrögðum realist- anna hafði hann lært að smá- atriðin f lífinu hafa líka gildi, mikið gildi, og að heildin er samsett af fjölda smáatriða. Islenskir þjóðhættir urðu feikilega vinsæl bók strax eftir útkomu fyrir fjörutíu árum. Þá skírskotaði hún að nokkru leyti til Iifandi reynslu — lífshátta sem hver og einn þekkti af eigin sjón og raun. Nú horfir öðru vísi við. Þessir „íslensku þjóðhættir“ eru svo gersamlega úr sögunni að einungis alelsta núlifandi kynslóð seilist með minni sínu til lokaþáttar hinna fornu lifnaðarhátta sem margir hverjir höfðu tfðkast öldum saman og þekktust hér og þar fram undir 1940 en eru nú með öllu horfnir. En höfundur Islenskra þjóðhátta var nógu gamall til að geta stuðst við eigin reynslu og minni. Hann hafði þekkt fólk sem mundi siglingaleysið á tímum Napóleonsstyrjaldanna svo dæmi sé tekið. Og í stórum dráttum var gamli tíminn enn við lýði í æsku hans. Skemmtilegastur þykir mér fyrsti hluti bókarinnar, Daglegt Iíf. Þar segir meðal annars um óþrifnað Islendinga fyrrum: „Það verður ekki betur séð en sú óheillatrú'hafi komizt inn hjá þjóðinni á verstu tímunum, að sóðaskapurinn og óþrifn- aðurinn væri happadrjúgur til auðs og efna. „Saursæll maður er jafnan auðsæll" er gamalt orðtæki." I kafla, sem heitir Vinnufólk- ið, segir Jónas: „Þegar kom fram á 19. öldina, einkum eftir hana miðja, fór kaupgjald tpjög að hækka og viðurgerningur við fólk stórum að batna; en ekki vildi það tolla betur í vistunum fyrir það, og ekki fór dyggð og trúmennsku fram við það.“ erfitt mundi reynast að henda reiður á hverju einu þegar á þyrfti að halda ef rit séra Jónasar væri ekki til, en annað heildarrit af þessu tagi hefur ekki verið tekið saman. Sérmenntaðir þjóðháttafræð- ingar kunna ef til vill að beita „vísindalegri“ aðferðum nú á dögum en Jónas frá Hrafnagili fyrir sextíu árum. En þeir njóta ekki þeirra forréttinda að vera fæddir skömmu eftir miðja nítjándu öld og eiga þess ekki í eilífðinni kost að sjá, heyra og reyna það sem hann upplifði og lýsti síðan í bók sinni. Hún verður því ávallt undirstöðurit á sínu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.