Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 Karl Símonarson skipstjóri -Minning Fæddur 16. 11. 1926. Dáinn 12. 04. 1976. Þegar hefsf úr hafi húmsins mikla rönd. daginn nóttin nemur, næóir yfir lönd, langur vetur leggur lönd og höf í hönd. Það dró dimmt sorgarský yfir hug hinna fjölmörgu vina og ætt- ingja er sú hörmulega fregn barst hinn 12. april s.l. að Karl Símon- arson skipstjóri og útgerðarmað- ur hefði farist er skip hans m/b Alftanes sökk skammt undan Grindavík á heimleið úr fiski- róðri. Það virtist næsta ótrúlegt að hann sem var svo kraftmikill og atorkusamur og þaulreyndur í baráttunni við úfinn sæ, skyldi verða að lúta í lægra haldi. Karl Símonarson var fæddur í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1926, og var einn af fjórtán börn- um þeirra heiðurshjóna Símonar Guðmundssonar og Pálínu Páls- dóttur. Símon er dáinn fyrir nokkrum árum en Pálfna dvelur nú á Hrafnistu i Reykjavík. Karl ólst upp hjá foreldrum sín- um í Vestmannaeyjum til sextán ára aldurs en hóf þá störf við sjómennsku og varð það hans að- alstarf alla tíð, fyrstu árin var hann á hinum ýmsu skipum og þótti með afbrigðum laginn og dugmikill sjómaður, en árið 1959 fer hann í sjómannaskólann og öðlast réttindi til skipstjórnar og upp frá þvf var hann skipstjóri á fiskiskipum, fyrst með skip fyr- ir aðra, en siðustu ellefu árin var hann með eigið skip. Hann var kappsfullur og sæk- inn en ætíð hinn gætni og ábyrgi stjórnandi og þeir menn sem til hans réðust í skipsrúm vildu ógjarnan við hann skiljast, enda voru mannkostir hans og dreng- lyndi slíkt að þeir sem kynntust honum hlutu að laðast að honum. Arið 1950 kynntist hann eftir- lifandi konu sinni, Jóhönnu Arn- ljóts, fæddri i Reykjavík 22. apríl 1929, dóttir sæmdarhjónanna Sig- urðar Ingimars Arnljótssonar og Jóhönnu Lilju Jóhannesdóttur, þau er bæði látin. Þau Karl og Jóhanna hófu bú- skap i Reykjavík en árið 1958 flytjast þau til Grindavíkur og bjuggu þar upp frá þvi. Þeim varð þriggja barna auðið. Elstpr er Birgir Smári, f. 15. októ- ber 1951, kvæntur Jósefínu Ragn- arsdóttur; næst er Lilja Jónína, f. 5. janúar 1954 gift Edvald Lúð- víkssyni; yngstur er Þrúðmar, 5 ára, f. 1. september 1970. Heimili þeirra hjóna Karls og Jóhönnu einkenndist alla tíð af hlýleika og myndarskap, þeim var báðum snyrtimennskan í blóð borin, enda bar heimili þeirra íbúunum fagurt vitni. Þó að Karl þyrfti vegna starfs síns að vera oft fjarri heimili sínu og fjölskyldu þá hygg ég að vand- fundinn væri betri heimilisfaðir og nærgætnari eiginmaður en hann var. Undirritaður naut þeirrar gæfu að vera Karli heitnum samtíða síðustu tuttugu og fimm árin og vil ég telja það mannbætandi að kynnast slíkum manni eins og Karl Símonarson var. Þessi orð verða ekki miklu fleiri, það væri hægt að skrifa mikið mál um lifsstarf manna eins og Karls en minningin um hann mun lifa í vitund okkar vina hans og fjölskyldu. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, ættingjum og vinum innileg- ustu samúð. Við verðum að trúa þvi að allir hlutir hafi einhvern tilgang og reynum að sætta okkur við það sem að höndum ber, þvi öll mannanna ráð eru í hendi þess er lífinu ræður. Ari Sigurðsson. „Örskjótt þrýtur æviskeið", Eða svo finnst okkur, og erum oft fyrirvaralaust minnt á það. Þannig var það er m/b Alftanes GK 51 fórst hér tæpar .3 sjómílur undan Hópsnestá, og samferðar- maður minn og félagi um langt árabil, Karl Simonarson, skip- stjóri, fórst með skipi sínu, ásamt stýrimanninum, Ottari Reynis- syni. En svo er forsjóninni fyrir að þakka, að einstaklega tókst til um björgun annarra skipverja, 6 að tölu, sem allir komust frá borði og ýmist á kjöl skipsins sem hvolfdi, eða náðu í farvið, og fleyttu sér á, þar til að fáum mínútum liðnum er m/b Hrafn Sveinbjarnarson II. GK 10 bar að og skipstjóranum Pétri Guðjóns- syni og hans áhöfn tókst með snarræði og festu að bjarga þeim öllum. Karl Símonarson skipstjóri var fæddur í Vestmannaeyjum, á Eyri, 16. nóvember 1926, og var því tæpra 50 ára er hann hvarf með skipi sínu í djúpið. Foreldrar hans voru þau hjónin Símon Guðmundsson, útgerðarmaður, ættaður undan Eyjafjöllum, og kona hans (Jóhanna) Pálína Páls- dóttir ættuð frá bænum Eyri við Isafjarðardjúp. Hann ólst upp í Vestmanna- eyjum hjá foreldrum sínum til 16 ára aldurs, en flutti þá til Reykja- víkur með þeim. Systkinahópur- inn var stór, 14 alls, 4 bræður og 10 systur, og má nærri geta, hvort ekki hefur oft verið erfitt með svo stóran barnahóp, sem var að vaxa úr grasi á árunum 1930—1940, sem voru einhver þau erfiðustu ár, sem gengið hafa yfi'r íslenzku þjóðina á þessari öld. Kunnugir hafa sagt mér, að faðir og móðir hafi oft lagt svo hart að sér til að framfleyta slnum stóra hópi, að með eindæmum þótti en það dugði varla til. Það geta kannski þeir einir skílið og trúað er voru komnir nokkuð til vits á þeim tíma, því þá brugðust helztu markaðssvæði okkar fyrir fisk, og aðstaða okkar tslendinga til að ná sem hagstæðustu verði fvrir fiskinn var öll I molum, og urðu þvi árin 1930 og næstu ár á eftir þung I skauti þjóðarinnnar og ekki sízt þeirra er sjávarsíðuna byggðu og áttu alla afkomu sína og sinna undir sjávarafla og verð- mætum hans. Var þetta tímabil þungbært hinum ungu hjónum og ofviða í bili, sem svo mörgum öðrum á þeim tima, en áfram var haldið og barizt til þrautar. Börnin urðu Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, OLGEIRS GUÐJÓNSSONAR Hellisholtum Hrunamannahr. Svanborg Guðmundsdóttir Garðar Olgeirsson Karl Olgeir Garðarsson Anna E. Ipsen Ásgeir Eyþór Garðarsson + Móðir okkar ÓLÖF Þ. BLONDAL fyrrv. húsmæðrakennari Ásvallagötu 4 lézt á Landspítalanum miðvikudaginn 26 maí Sveinbjörg Kjaran Sigríður Broberg. Faðir okkar + TRYGGVI GUNNSTEINSSON, bifreiðarstjóri Tryggvastöðum, Seltjarnarnesi verður jarðsungmn frá Neskirkju, mámudaginn 31 maí kl 1 3 30. Blom vmsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu mmnast hans er bent á Björgunarsveitma „Álbert" Seltjarnarnesí eða Hjartavernd Fyrir hönd vandamanna Sólveig Tryggvadóttir. Halldóra Tryggvadóttir. + Hjartkær sonur okkar og faðir INGVAR KOLBEINN INGASON Austurbrún 6, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju mánudaginn 31 maí klukkan 1 3 30 Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á kristniboðssjóð Fíladelfiusafnaðarms Jóhanna Kolbeinsdóttir, ingi Ólafsson Kristján Þór Ingvarsson, Jóhanna I. Ingvarsdóttir. + Maðurinn mmn SIGURJÓN JÚNÍUSSON, frá Rútstöðum, Gnoðarvog 22, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju mánudaginn, 31 maí kl 3 Hallbera Sigurðardóttir og börnin. + Minnmgarathöfn um eiginmann minn, KARL SÍMONARSON skipstjóra Borgarhrauni 9. Grindavik, sem fórst með M/b Álftanesi 12 april s I , fer fram frá Grindavikur- kirkju 29 maí kl 2 e h Fyrir mina hönd. barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vanda- manna Jóhanna Sigurðardóttir. fulltíða og fóru snemma til vinhu og léttu undir við heimilishaldið. Þá var ekki kömin til nein sú samhjálp, er I dag gildir I íslenzku þjóðfélagi. Frá Vestmannaeyjum fluttust þau og Karl með þeim árið 1942, og þá til Reykjavikur. En um vet- ur 1943 er hann fyrst á sjó og þá hér I Grindavík. Man ég vel eftir þvi. Þá var Grindavík fólksfá og aðstaða öll erfið. Við vorum þá enn að meginhluta á opnum skip- um (trillum). Þá þekkti maður hvert andlit, jafnt aðkomumenn (vermenn) sem heimafólk, enda var ég þá enn á sjó. Ekki kynntist ég Karli mikið I fyrstu, en létt- leiki og ánægja með tilveruna sýndist mér skína út úr þessum unga manni þá þegar, en þeim góðu eiginleikum hans kynntist ég mjög náið siðar á lífsleiðinni. A tímabilinu frá þeim vetri sem hér greinir og þar til 1958, er hann settist fyrir fullt og fast að I Grindavík, stundaði hann sjó á bátum, togurum og um tíma á strandferðaskipinu Esju. Var hann þá ýmist á skipum frá Vest-j fjörðum, Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Einn bræðra Karls fluttist til Grindavíkur um 1950 enda kvæntur grindvískri konu, en það er Einar Símonarson út-1 gerðarmaður og núverandi for- maður Utvegsmannafélags Suðurnesja, og var hann honum áreiðanlega sem „eldri bróðir“. En árið 1952, 10. október. kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur frá Akureyri, og veit ég, að það var hans mikla gæfa I lífinu, enda voru þau samhent I öllu, og jafnt hvort á móti blés eður ei. Stofn- uðu þau fyrst heimili I Reykjavlk og bjuggu þar I 6 ár, eða þar til hann flutti til Grindavíkur alfar- inn, sem fyrr segir árið 1958. Þau • höfðu byggt sér sitt eigið hús að Borgarhrauni 9 hér I bæ, og búið vel og notalega um sig þar. Eignuðust Karl og Jóhanna 3 börn, þau Birgi Smára, sem kvæntur er Jósefínu Ragnars- dóttur og eiga þau 2 börn og búa hér I Grindavík, Lilju Jónu, sem er gift Eðvald Lúðvíkssyni, eiga þau 1 barn og eru búsett I Kefla- vik og Þrúðmar litla sem er aðeins 5 ára og var hann oft með föður sínum, er þvi varð við komið enda mjög hændur að honum. Karl var hér skipstjóri á ýmsum bátum fyrir aðra, til dæmis á m/b Óðni, m/b Þorsteini, m/b Baldvin Þorvaldssyni o.fl., og var hann mannasæll. Gætinn og farsæll stjórnari og manna líklegastur til að bæta með sinni lifandi aðgæzlu og öruggu stjórn á sjó vankanta eóa slæma sjóhæfni þeirra skipa er hann stýrði. Þvi það er stað- reynd að skip eru mjög misjöfn- um kostum búin i þeim efnum. Hugur Karls sem margra annarra ungra manna stóð til þess að eignast sjálfur sitt eigið skip. Sá draumur varð að veruleika árið 1964, er hann kaupir m/b Álftanes GK 51 I samfélagi við vélstjórann Þorkel Árnason, hinn ágætasta mann, og er okkur Grindvikingum að góðu einu kunnur. Þeirra samstarf I útgerð stóð I 9 ár eða þar til 1973, er Þorkell, sökum heilsubrests, varð að hætta sjósókn, og um tima öllu starfi. Tók þá Karl einn við öllum forráðum jafnt á sjó og landi og hóf hann miklar endurbætur á útgerðinni. Oft var þröngt um hjá honum eftir mislukkaðar vertíðir, sem er nú svo títt orðið síðan fiskur fær ekki að vaxa eðlilega, og koma siðan fullvaxinn hér á miðin. Slíkt er raunasaga okkar íslendinga, en þegar svo stóð á, og hann kom og leitaði liðs, fór hann jafn glaður og bjartsýnn frá manni, hvort sem maður gat le.vst hans vanda þá þegar, síðar eður ei. Það var hans sterka og mjög svo drengilega hlið, bjartsýnin, trúin á það góða i öllu og öilum. Varð mér oft hugsað til þess, er við höfðum rætt saman um landsins gagn og nauðsynjar. Ef allir bæru slíkan hug í brjósti væri þá heimurinn ekki betri en hann er i dag? Hin erfiða vertið í vetur, með stormum, hretviðrum og ýmsri annarri óáran er að steðjaði, varð honum auðvitað þung í skauti sem og öðrum hér um slóðir, en hann barðist til þrautar þar til yfir lauk, og lagði líkams- og sálarorku alla í starfið, „af engum er heimtandi meir“. Hans siðustu samskipti við okkur i landi var hin glaðlega rödd hans i talstöð- inni. „Ég verð í landi eftir hálf- tíma.“ En sú landtaka varð annars staðar, og er ég þess full- viss, að þar hefur hann komið jafn brosandi og ávallt er hann kom að landi hérna megin. Þá er ég ekki í neinum vafa um, að þar hefur honum verið vel tekið. Hér lauk hans ævistarfi, sjómennsku. Er nú sár harmur kveðinn að eftirlifandi konu, börnum, barna- börnum, tengdabörnum, systkin- um og háaldraðri móður, sem komin er hátt á níræðisaldur og dvelur nú á Hrafnistu, en kært mun hafa verið millum þeirra. Sendi ég þeim öllum samúðar- kveðjur og bið þess, að allt það góða megi styðja þau og styrkja nú og um alla framtið. Tómas Þorvaldsson, Gnúpi, Grindavík. Jón Agnars - Minning Jón Agnars forstöðumaður Lög- gildingarstofunnar lést á Land- spítalanum 21. mai s.l., 65 ára að aldri. Ég undirrituð kynntist Jóni fyrir rúmum tveim árum, er ég hóf störf hjá þeirri stofnun. Undanfarið ár hefur Jón átt við mikil og erfið veikindi að striða og þurft að vera á sjúkrahúsum af og til, en þrátt fyrir það var hann alltaf hress í tali og mátti sem minnst minnast á veikindi hans. Jón var sterkur persónuleiki, með sínar ákveðnu skoðanir sem hann hélt fast við, þrátt fyrir það var hann þannig að maður hlaut að bera virðingu fyrir honum og þykja vænt um hann. Jón var duglegur í sínu starfi og það var gaman að vinna með hon- um. Hann hafði góða kímnigáfu og var skemmtilegur í viðræðum. Hann hafði mikinn áhuga á leik- list og tónlist og fór oft í leikhús og á tónleika meðan heilsan leyfði. Ég votta börnum hans samúð mína. Aðeins þessi fáu orð með þakklæti fyrir okkar stuttu en góðu viðkynningu. Blessuð sé minning hans. R.B. Útlaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.