Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUC'.ARDAGUR 26. JUNI 1976 Yfirlitssýning á verkum Bar- W böru Arnason I DAG, laugardag, kl. 20.00 verður opnuð yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum á verkum Bar- böru Árnason. Það er maður hennar, Magnús Á. Árnason, og sonur þeirra, Vífill, sem hafa sett upp þessa sýningu til minn- ingar um listakonuna. Á þessari yfirgripsmiklú sýn- ingu eru um 190 verk, grafik, Unnið að uppsetningu sýning- arinnar að Kjarvalsstöðum I gær. vatnslitamyndir, landslags- myndir, vefnaður og aðrir grip- ir eftir Barböru. Flestar myndirnar eru í einkaeign og hafa 77 einstakl- ingar lánað verk á sýninguna en þó munu nokkrar myndir vera tii sölu. Að sögn Magnúsar eru verk frá síðustu sýningu Barböru ekki á þessari, því þeir feðgar vildu ekki sýna sömu myndirn- ar með of stuttu millibili. Barbara stundaði nám í und- irbúningsskóla í Winsester og lauk síðan námi frá Royal Coll- ege of Art, en alla sína ævi starfaði hún hér á landi. Hún var yngsti félagsmaður í Graf- íkfélaginu brezka og í marz s.l. hélt það félag minningarsýn- ingu um hina látnu listakonu, þar sem nýjustu tilraunir henn- ar í grafíklist, vatnslitaþrykk, vöktu mikla athygli meðal kunnáttumanna. I sýningaskrá sem gefin er út i tilefni sýningarinnar segir Að- alsteinn Ingólfsson: „Alveg frá upphafi einkenn- ast verk Barböru af fínlegum en markvissum hrynjandi og umfjöllun hennar er I senn Feðgarnir Magnús og Vífill við málverk af Barböru, sem Magnús málaði 1937. ljóðræn og innileg. Hið volduga og stórkostlega höfðaði ekki til hennar, heldur var það hið smá- gerva, saklausa og uppruna- lega, sem jafnan dró fram hið bezta í Barböru, t.a.m. börn, dýr og gróður. Og allt var þetta túlkað af nærfærni og elsku, sem á ekkert skylt við grátlega viðkvæmni, — virðing er lík- lega lykilorðið hér, virðing fyr- ir öllu sem lifir.“ Eins og áður sagði verður opnunin á laugardag, en fyrir almenning verður sýningin opnuð á sunnudag kl. 14.00. Sýningin verður síðan opin fram til 20. júlí alla daga frá 16.00—22.00, nema sunnudaga frá 14.00—22.00. Nokkur verkanna á sýningunni. HeildaroUusalan minnk- aði um 13 þús. tonn Að þessu sinni útskrifast 48 nýstúdentar frá Menntaskólanum í Laugarvatni. Ljósm. V. Sigurgeirsson. 48 nýstúdentar útskrif- ast frá Laugarvatni HEILDARSALA olíufélag- a <na á bensíni og b’ennsluolíum minnkaði á s ári um rúm 13 þúsund l 'nn eða um 2,53% frá ár- inu á undan. í fyrra nam salan samtals 574 þúsund íonnum. Samkvæmt fréttablaði Olíufé- lagsins Skeljungs eru nokkur at- hyglisverðustu einkenni markað- arins á sl. ári þau, að þrátt fyrir aukna bifreiðaeign stóð bensin- sala að mestu I stað svo að það svaraði til a.m.k. 10% samdráttar i notkun. Gasolia til húsahitunar héit áfram að dragast saman meðan gasolíusala til islenzkra fiskiskipa hefur aukizt aílverulega og nam Hér sést hvernig útsöluverðið á bensfni miðað við 6. maf sl. skipt- ist prósentulega f kostnaðarþætti, og sést þar að innkaupsverðið er rétt um þriðjungur af útsöluverð- inu. um 36% af gasolíunotkuninni í fyrra. Þá hélt flugvélaeldsneytis- sala til erlendra flugfélaga áfram að dragast saman. Nam saian um 18.490 tonnum og minnkaði um rúm 27 % frá árinu á undan. Heildarveita í olíuverzluninni jókst úr 12.829 millj. árið 1974 í 20.125 millj. á sl. ári eða um 57%. Hefur velta þessarar verzlunar- greinar nær fimmfaldast frá ár- inu 1972. Yfir 1000 nýir félagar í Garðyrkju- félagi Islands GARÐYRKJURITIÐ 1976 — árs- rit Garðyrkjufélags Islands — er komið út og er yfir 200 bls. að stærð. I ritinu er fjöldi greina og ann- ar fróðleikur er varðar garðrækt. Meðal höfunda eru Ólafur B. Guð- mundsson, Ingólfur Davíðsson, Einar I. Siggeirsson, Hermann Lundholm og Agúst Þorvaldsson. — í ritinu er og skýrsla stjórnar Garðyrkjufélags íslands 1975 og fréttir frá deildum úti á landi. I skýrslunni kemur m.a. fram að félagar í Garðyrkjufélaginu er nú 3900 og bættust yfir 1000 nýir félagar við á árinu þannig að mik- il gróska er i starfseminni. Skrá er yfir alla nýju félagana í ritinu. Ólafur B. Guðmundsson er rit- stjóri Garðyrkjuritsins, en í rit- nefnd eru Óli Valur Hansson og Einar I. Siggeirsson. MENNTASKÓLANUM á Laugar- vatni var slitið 13. júnl sl. og voru þá brautskráðir frá skólanum 48 nýstúdentar. Alls stunduðu nám við skólann I vetur 184 nemendur 19 bekkjardeildum. Nýstúdentarnir 48 voru úr þremur deildum, 24 úr máladeild, 11 úr eðlisfræðideild og 13 úr náttúrufræðideild. Hæstu eink- unn úr máladeild hlaut Magnús Sigurðsson, Reykjum í Lundar- reykjadal, Borgarfirði, 9,18. I eðl- isfræðideild hlutu hæstu ein- kunnir Bergný Marvinsdóttir, Selfossi, 8,22 og Árni Páll ög- mundsson, Stóru-Sandvik í Sand- vikurhreppi 8,06. Af nemum í náttúrufræðideild hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi Sigurður V. Guðjónsson frá Neskaupsstað, 8,06. I skólaslitaræðu Kristins Krist- mundssonar skólameistara kom m.a. fram að um þgssar mundir er verið að ljúka frágangi á íbúðar- húsi með tveimur íbúðum fyrir kennara skólans og enn er ólokið að ganga að fullu frá kennslustof- um og lóð skólans. Skólameistari tók fram að enn vantaði bæði við- bótarkennsluhúsnæði og fleiri kennaraíbúðir. Námsárangur nemenda í neðri bekkjum skólans er góður en aðsókn að skólanum hefur verið góð á síðustu árum og er þegar fullskipað í skólann á næsta vetri. Félagslíf nemenda hefur I vetur verið með fjölbreytt- asta móti. Fastráðnir kennarar við skóiann í vetur voru 9 auk skólameistara. Við skólaslitin töluðu fulltrúar afmælisárganga. Jóhann Gunn- arsson talaði fyrir hönd 20 ára stúdenta og þeir færðu skólanum að gjöf veglega bókargjöf. Fyrir hönd 10 ára stúdenta talaði Jóhann Briem en 10 ára stúdentar gáfu skólanum vönduð hljóm- flutningstæki. Jóhann Hannes- son, fyrrverandi skólameistari, ávarpaði viðstadda og færði skól- anum að gjöf Þjóðhátíðarútgáfu af Landnámu. Fjölmenni var við skólaslitin og þágu viðstaddir kaffiveitingar á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.