Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 Dr. Hallgrímur Helgason: I Mbl. 12. des. sl. birtist grein Sigurðar Olafssonar, „1 Dofrans höll“. Snýst hún í kjarna sfnum um andstæðurn- ar popp-músík og klassísk tón- Iist. Er þar vakirt máls á vanda, sem steðjar að samfélagi nú- tímans og vert er að gaumgæfa. Þetta vandamái er tslendingum sérstaklega skylt að hugleiða, þar sem þeir, tónmenntalega séð, enn eru ung og óhörðnuð þjóð, með enga klassíska arf- leifð í ríki tóna, einungis alin á fornum dönsum, rimnakveð- skap, tvísöng og skrúðfærðum sálmasöng gegnum raðir alda. Listmúsík er svo ungt fyrir- bæri, að hún enn er ekki orðin partur af þjóðarsögu. Æska sem skortur á reynslu Vegna þessa æskuástands kemur fram sérstaða. Aldalang- ur skortur á samneyti við list- músík leiðir af sér vöntun á reynslu, sem aftur háir eðli- legri og nauðsynlegri dóm- greind. Afleiðing þessa verður Ioks vanþróaður smekkur. Sam- neyti okkar hefir verið hvað nánast við mælt mál og rítað. Tónlist, byggingarlist og mynd- list hafa orðið útundan á veg- ferð sinni sem ritlist. Auðvelt er að beizla athygli reynslulítílla og möta smekk þeirra, því að fátt veit fyrr en reynt er. Skiptir þá miklu, að tilgangur áhrifavalds sé göður, hann miði að auknum persónu- þroska, sé uppbyggjandi í sam- félagslegum skilningi. Sé hann aftur á móti miðaður við þau sjónarmið, er einkum snerta augnabliksespi sem plakat fyrir söluvöru, þá er hætt við að fánýti sé fram borið, er hefti persónuþroska og geti staðið samfélagslegri uppbyggíngu fyrir þrifum. Tónmenntun og popp-músík Öll félagsleg samtök tón- mennta, kórar og hljóðfæra- flokkar, auk konsert- listamanna, vinna að samfélags- legri uppbyggingu. Þau gefa meðlimum verðug verkefni til að leysa og flytja á hljómleik- um fyrir alla þá, er hlýða vilja á áheyrilega músik í sigildum búningi samkvæmt listrænum kröfum. Oft er menningarauki að slíkum samkomum. En furðulegt má teljast, ,hve til- tölulega lítið af æskufólki sæk- ir þesskonar mannamót. Svo augljós sem þessi stað- reynd er, því hörmulegri verð- ur orsökin, nefnilega skortur á tónmenntalegu uppeldi í skóla- kerfi landsins. Æskulýður þjóð- ar fær ekki þá tilsögn í tón- menntum, sem krefjast verður í menningarþjóðfélagi. Þar sem nú uppvaxandi íslendingar hljóta enga reglubundna inn- sýn í heim sígildrar listar, skapa þeir sér sinn eigin tón- heim, nefnilega lög unga fólksins. Aður fyrr, allt fram að 2. þriðjungi þessarar aldar, voru öll venjuleg lög sameigin- leg fyrir bæði yngra og eldra fólk. Aðgreining þekktist hér engin. Nú er hinsvegar popp- og rokk-músík einskonar sér- neyzla fyrir yngra fólk. Popp-músík (list-hugtak er hér fráleitt) á sér tilvist nær eingöngu i hljóðritun á hljóm- plötur. Prentaðar útgáfur i þessari grein eru næsta fáséð- ar. Hér skilur á milli slagara millistríðstímans (1919—1939) og popp-laga nútímans. Slagarar fengust nótnaprentað- ir í hljóðfæraverzlunum og sá- ust oft á píanóum í heimahús- um. Margir þeirra urðu þannig vinsæl almenningseign (t.d. Tóta litla tindilfætt, Litli vin), og einnig íslenzk tónskáld gerðu þeim góð skil (Karl Ottó Runólfsson, Árni Björnsson). Hér stendur popp nútímans langt að baki slagaranum, enda mun mikið af því aðeins vera snarstefjað á hljóðfæri, oft með litlum undirbúningi, stundum jafnvel fyrst á upptökustund í iðbóli (stúdíó-framleiðsla i tvennum skilningi). Fútúrismi og tæknimenning Eitt aðaleinkenni nútímans er háværð. k'útúrisminn (fram- tíðarstefna ) á 2. tug þessarar aldar hóf fyrstur upp merki hennar. Músíkin skyldi endur- spegla nútímalíf með öllu þess háværa skrölti, véldunum og verksmiðjudrunum. Bruitisminn (franska bruit = hávaði) tók við og viðurkenndi hávaðastefnu fútúristanna. Um miðja öld kemur loks fram konkret músík og innlimar hverskyns hljóð sem nothæft efni í tónsmið. Eftir að allar gáttir hafa þannig verið opnaðar heldur óbeizlaður hávaði einnig inn- reið sina í danssali og sam- komustaði. Aukin tæknivæðing ýtir undir þessa þróun, og nú geta þrír menn með hjálp hljóð- mögnunar auðveldlega fram- leitt hljóðbylgjumagn á við hundrað manna venjulega hljómsveit. Þessi ærslanna fyrirgangur á að tákna líf og fjör en verður oft skaðlegur lífi og fjöri. Styrkleiki við visst mark veldur líkamlegum sár- sauka, og þá er voðinn vis, að heyrnartaugar skaddist, enda heyrist þá ekki lengur manns- ins mál. Músík og uppeldisgildi hennar Þar sem tæknimennmg síféllt færist í aukana, verður bættu uppeldi jafnan vandi á höndum. „Samfélagið verður — að Iíta á það sem skyldu sína að sinna þörfum barna og ungl- inga ekki síður en fullorðinna", segir Stefán Briem í nýútkom- inni timaritsgrein MM. Sé þess- um ummælum snúið að tón- menntum, þá verður vöntunin auðsæ. Alltof margir nemendur geta enn komizt gegnum allt skólakerfið án þess að hafa fengið minnsta pata af gerð nótnaskriftar eða samræmi tóna, jafnvel án þess að kunna algeng ættjarðarlög og texta þeirra. Langflestir hafa þörf til að tjá sig í tónum eða meðtaka tönrama tjáningu og óþroskað tónna'mi má miklu frekar rekja til uppeldis en upplags. Tónmennta- legt uppeldí sem sögu- leg nauðsyn Sigurður Olafsson segir í framangreindri grein sinni: „Ekkert myndi vænlegra til árangurs en að gerbreyta tón- listaruppeldi barna og unglinga með stóraukinni kennslu og fræðslu frá byrjun skólaskyldu- aldurs á grundvelli sígildrar tónlistar. Þá opnast smám sam- an innsýn í hógværan unað þess bezta, sem mannsandinn lætur eftir sig á þessari jörð“. Hér er vissulega vel kveðið á um upp- eldisgildi það, sem fegurðin í sér felur. Þö má samt ahfrei einblína um of á fagurfræði- lega upplifun eina saman, held- ur undirstrika einmitt mikil- vægi þess að taka músik í þágu þjóðaruppeldis: gera músík að fastri grein i skólalífi, þar sem hún gegnir margþættu hlut- verki í og utan kennslutíma (námsgrein, skemmtiefni). Hér afsannast þá rækilega, að lis< sé til vegna listar, þvi að um leið og hún er tekin í þjónustu skól- ans stendur hún í þjónustu lifs- ins. Leggja verður sérstaka áherzlu á „musikalitet" eða tónvís sem lifandí sálræna tján- ingu. Nú eru skólamál í deiglunni. Einhliða böknámsstefna virðist vera að syngja sitt siðasta vers. Það væri ofreusn við músíkina að nota hana sém lausnarorð í þeim vanda, sem skólinn á nú við að etja. Þó stendur hún nær þvi en margt anhað námsefni, því að hún getur eflt auðugra innra líf nemenda þar sem jafn- vægi helzt milli þekkingar ann- arsvegar og anda, sálar og til- finningar hinsvegar, að við- bættri líkamlegri leikni, sé hljóðfæraleikur stundaður. Þesskonar tónmenntastefna ætti að geta gjörbreytt öllu skólalífi. Tónmenntastefna viðurkenn- ir músík sem óhjákvæmilegt uppeldisafl. Hún sér samræmi tóna endurtjáð i sál iðkanda eða hlustanda. Regluhneigð þessa samræmis verður að ímynd og raunmynd fegurðar, sem eykur siðgæðislegan þroska sérhvers einstaklings. Félagsleg samræming við iðkun samsöngs og samleiks inriprent- ar öllum aðilum virðingu fyrir mætti samtaka og þeim aga, sem þar með útheimtist. I sam- stilltum höpi radda og hljóð- færa þroskast eðlilega félags- lund og jafnframt löngun til þess að styðja hollan félagsskap listar þar sem einstaklingi vex ásmegin fyrir tilstilli heildar. Tónmenntastefna gerir það að frumskilyrði almenns skóla- kerfis, að músík sé beitt, til þess að allir kraftar mannsins nái að þróast, ekki aðeins eftir- tekt, minni, kunnátta, þekkíng og lærdómur, heldur einníg til- finning, fagurfræðilegur skiln- ingur og siðgæði. Framtíð íslenzkrar tónlistar Víða er nú vöntun í íslenzk- um skólum á tilsögn í tón- menntum. Þar sem engin tón- menntakennsla fer fram er ekki hægt að búétst við þvi, að upp vaxi menn sem siðar fái áhuga á klassískri tónlist né iðki listræna músik sér til upp- byggingar og ánægju. Vegna þekkingarskorts skapast ekki skýr dómgreind, og er þá í laup- ana lagt, hvert smekkur hneigist, og varnarlaus verður margur blekkingu að bráð. Islendingar eru ung smáþjóð með gamlan menningararf. Skylt er þeim að hlúa vel að þeim gróðri og gæta þess jafn- framt að örva til lifs allan ný- gróður, sem til menningar heyrir. En menning er harpa með mörgum strengjum og ekki tjóir að leika aðeins á einn þeirra. Sakir þess seiðmagnaða krafts, sem tónninn frá örófi alda býr yfir, hljótum við að kappkosta, að sem allra flestir öðlist hlutdeild að þeim töfra- mætti hversdagslífs. Þessvegna er það í rauninni óhæfa að úti- loka mestan hluta íslenzkrar æsku frá því að kynnast og meðtaka eilífðarverðmæti tón- listar frá sérhverju þróunar- skeiði sögunnar, ýmist með fræðslu og hlustun eða í söng og leik, því að framtíð íslenzkr- ar tónlistar ræðst í barnaskóla. Svo lengi sem auðnin blasir þar við, svo lengi er þess ekki að vænta, að upp rísi blömlegt músíklíf sem sterkur menn- ingarþáttur né heldur neitt meistaraverk sem framlag Islands til heimsins. Bætt tónmenntauppeldi í grunnskóla er krafa, sem aldrei má hvika frá. Af því leiðir sjálf- krafa aukinn hljóðfærakostur, fleiri söngkórar og hljóðfæra- flokkar og almenn aðsókn að listrænum hljómleikum. Enn- fremur rísa þá af grunni sér- byggingar fyrir tónmennta- skóla, sérstök músikbókasöfn og blómstrandi tónritaútgáfa. Þá getur hver stærri staður lands haft á að skipa eigin hljómsveit og úrvals söngfélagi og höfuðborgin stært sig af alíslenzkri áhöfn aðalhljóm- sveitar og íslenzkum aðalstjórn- anda. Þá getur og Háskóli íslands verið þungamiðja í öll- um fræðilegum og visindaleg- um greinum með eigin deild músíkvísinda. Þá hljómar íslenzkt lag aftur meðal syngj- andi fjölskyldu ásamt annarri heimilismúsík, og Bach og Beethoven verða heimilisvinir i staðinn fyrir bíó og brennivin. Þessu takmarki er hægt að ná. Það er alls engin öraunveruleg draumsýn, heldur nauðsyn og möguleiki íslenzkrar þjóðar. Tónmenntað land er tryggt athvarf, ekki aðeins fyrir út- breiddan söng og hljóðfæra- leik, heldur einnig fyrir mann- bætandi andrúmsloft þar sem af göfugri rót ríkir sönn gleði, leidd fram af þúsundum syngj- andi radda og hundruðum spil- andi handa. Þessum aðstæðum, frá sjónarhóli hins skapandi tónlistarmanns, hefír læri- meistari minn, Paul Hindemith, lýst einna bezt í riti sinu, „Bach, skuldbindandi arf- leifð“. Hann segir: „Hafi tón- verki tekizt að beina allri vit- und okkar að því sem göfugt er, þá hefir átt sér stað það sem bezt er allra hluta. Hafi tón- skáld svo mikið vald yfir verki sínu, að það fái áorkað því sem bezt er, þá hefir hann öðlazt það sem æðst er allra hluta." Dr. Ilallgrímur Helgason. Mörg eru geð guma 11 11 Um bók Agústs Vigfússonar Ágúst Vigfússon: Mörg eru geð guma. Sagt frá samtíðarmönnum. Bók- in er 192 síður. Ægisútgáfan gef- ur bókina út. Þegar ég hóf lestur bókarinnar, bjóst ég við að hafa sama hátt á og venjulega, nú orðið, að lesa aðeins það sem máli skiptir en láta hitt lönd og leið, það sem ekkert er- indi á við mig. En þegar ég hafði lesjð upphafið á þessari bók, gat ég ekki hætt eða hlaupið yfir Frásögnin hélt mér föstum vk efnið. Orðmælgi og óþarfama: varð þar ekki á vegi minum. Ein- hvern veginn hefur höfundur lag á því að hrífa lesandann með sér strax í upphafi og láta hann hafa nóg að hugsa. Stíllinn er léttur og leikandi og frásögn höfundar og hverrar per- sónu sem hann er að kynna, renna ljúflega saman eins og tveir læk- ir, sem mætast og renna saman án þess að kliðurinn breytist í þeim farvegi sem þeir renna saman um. Slíkt er list sem fáum er gefin. 1 þessum mannlýsingum Ágústs Vigfússonar er góður samhljómur og traustvekjandi frásagnarhátt- ur. Ykjulaus glettni höfundar í sumum tilvikum gerir frásögnina lifrænni og um leið skemmtilegri. Svo vill til að sá er þetta ritar hefur nokkur kynni af tveim per- sónum er koma við sögu hjá höf- undi og þykir sem þeim mönnum sé nokkuð rétt lýst. Óneitanlega leikur manni nokkur hugur á að vita hver persónan er, sem rætt er um, en höfundur verður ekki sak- aður um siðgæðisskort, enda gam- all barnakennari og með mikla lífsreynslu að baki. Oft þarf lítið til að særa viðkvæma menn. Það er ávallt nokkur ábyrgðarhluti að opinbera fyrir allri þjóðinni Ágúst Vigfússon hversdagslega hætti úr einangr- aðri byggð eða gluggalitlum ein- setumannskofa. Þeir sem lifa sínu lífi að mestu einir eða í fámenni hafa ekki gert ráð fyrir því að lenda á spjöldum sögunnar, eins og stundum er sagt. Nei, Ágúst Vigfússon gætir þess vandlega að særa ekki sína leikbræður er hann mætti á leikvangi lífsins. Þó hafur hann lag á að draga fram býsna athyglisverðar myndir. Minningar frá liðnum stundum eru stundum geymdar en ekki gleymdar. Höfundur virðist hafa næmt eyra og auga fyrir skapgerðarein- kennum manna. Hinn lærði klerk- ur og hin ólærða, fórnfúsa sveita- kona, skilja bæði eftir hjá honum aðdáanlega eiginleika, hvort á sínu sviði, og utangarðsmaðurinn með sínar snjáðu bækur sem hann hefur bjargað úr rústum síns óðals, þar á meðal ljóðum Bólu-Hjálmars, fær skráða sína harmsögu i þessari bók. Vonandi á höfundur þessarar bókar eftir að láta meira frá sér fara. Guðm. Guðni Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.