Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 251. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1977
Vegamál í brennidepli hjá FÍB
Landsþing F.I.B. 1977 og um-
boðsmannaráðstefna var haldin
dagana 19. og 20. nóvember f
Kópavogi.
Þingforseti var kjörinn Guð-
mundur Jóhannsson og ritari Þór-
arinn Óskarsson. Formaður Fé-
lagsins Eggert Steinsen flutti
skýrslu stjórnar.
Aðalmál þingsins voru vega-
mál. Hafði verið kjörin sérstök
vegamálanefnd til undirbúnings
þessa málaflokks, en formaður
nefndarinnar var Sveinn Torfi
Sveinsson verkfræðingur. Fram-
sögumenn um vegamál voru:
Valdimar Kristinsson, viðskipta-
fræðingur hjá Seðlabankanum,
Tómas H. Sveinsson viðskipta-
fræðingur og Valdimar J.
Magnússon framkvæmdarstjóri.
F>amsógumenn ræddu um tekj-
ur ríkisins af bifreiðum og rekstr-
arvörum til þeirra, en þær eru
áætlaðar um 15,8 milljarðar á yf-
irstandandi ári á móti 5,7 mill-
jörðum sem varið er til vega. Rætt
var það ófremdarástand í sam-
göngumálum á landi og Ieiðir sem
hægt er að fara til að koma þeim í
viðunandi horf á næstu 10—15
árum. I Ijós kom, að ríkið þarf
aðeins að gefa eftir hálfa umfram-
skattheimtu af bílum til að gera
það mögulegt.
Fjörugar umræður urðu um
þetta mikilvæga hagsmunamál
þjóðarinnar og fundarmenn sam-
mála um að Alþingi hefði brugð-
ist skyldu sinni í stefnumórkun
samgöngumála á undanförnum
árum. Ekki yrði lengur unað
áframhaldandi tómlætís í þessum
málaflokki sem væri undirstaða
efnahagsþróunar í landinu og í
reynd raunhæfasta leiðin til að
Einbýlishús Kópavogi
Höfum til sölu stórt einbýlishús við Hlé-
gerði. Möguleiki á tveim íbúðum með sér
inngangi. 60 fm. bílskúr. Góður staður.
Sigurður Helgason, hrl.
Þinghólsbraut 53, Kópavogi.
Sími 42390 kvöldsími 26692.
\      26933
'•• Verzlunarhúsnæði
, við Hafnarstræti/Lækjartorg
I
l
Til sölu er húsnæði fyrir eina
verzlun í húsinu Hafnarstræti
22. Þeir sem áhuga hafa eru
beðnir að hafa samband við
.  okkur hið fyrsta.
*            ___ _
)   Heimas. 35417
aðurinn
£   Austurstræti 6 sfmi 26933  Jón Magnússon hdl.
29555
Miðvangur — Hafnarfirði
2ja — 3ja herb. 60 ferm. sérstaklega falleg
íbúð. Gott verð, útb. aðeins 5 — 5,5 millj.
Rauðilækur 2 herb. 64 ferm.
íbúðin er á 2. hæð, rúmgóð stofa og herb. stórt
eldhús, yfir íbúðinni er mjög gott geymsluris
gæti verið herbergi. Bílskúr fylgir útb. 5 — 5,5
millj.
írabakki 4ra herb.
auk herb. í kjallara, mjög falleg íbúð á 1. hæð.
Útb. 7,7 — 8 millj.
Nýlendugata 3ja herb. 80
ferm.
útb. 3,5 millj.
Höfum kaupanda að 2ja herb. íbúð, íbúðin má
vera í Hraunbæ, Breiðholti, Austurbænum.
Höfum kaupanda að 3ja — 5 herb. góðri íbúð í
Austurborginni  með  bílskúr  á  1.—2.  hæð.
Mikil útb.
Höfum kaupanda að góðu viðlagasjóðshúsi í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ.
Höfum  kaupanda  að einbýlis- eða  raðhúsi í
Austurborginni. Útb. um 16 millj.
fh
EIGNANAUST
Laugavegi 96 (við Stjömubíó) Sími 2 95 55
soi.i M. HjörturGunnarsson, LárusHelgason, Sigrún Kröyer.
LÖ<iM. Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.
færa byggðirnar svo saman að at-
vinnulif og þjónustustarfsemi i
landinu geti þróast á hagkvæman
hátt fyrir þjóðarheildina.
Framsögumaður um umferðar-
og öryggismál var Arinbjörn Kol-
beinsson læknir. Gerðar voru
ýmsar samþykktir um þau mál.
Á þinginu var Valdimar J.
Magnússon kjörinn heiðursfélagi
í viðurkenningarskyni fyrir mjög
mikil störf i þágu félagsins sl. 20
ár.
Framhald ábls. 21.
Þörungavinnslan:
12 milljón kr. rekstrarafgangur
Heimamanna h.f. er sýndargróði
því ef tekið væri tillit til vaxta og afskrifta
væri tap verksmiðjunnar 150-155 millj. kr.
AÐALFUNDUR Þörungavinnsl-
unnar h.f. var haldinn að Mjólk-
urvöllum, félagsheimili Reyk-
hólasveitar, 19. þessa mánaðar.
Þegar formaður fráfarandi
stjórnar, Vilhjálmur Lúðvíksson,
setti fundinn voru mættir 38 karl-
menn, bæði hluthafar, svo og
starfsfólk verksmiðjunnar, en
það sat fundinn f boði stjórnar
Þörungavinnslunnar með fullu
málfrelsi. Vilhjálmur bað lög-
mann verksmiðjunnar, Ragnar
Aðalsteinsson, að stjðrna fundin-
um.
Fundarstjóri gaf forstjóra verk-
smiðjunnar, Ömari Haraldssyni,
orðið og flutti hann skýrslu, um
rekstur Heimamanna sf. á verk-
smiðjunni í sumar, en eins og
lesendum mun í fersku minni
voru hin raunverulegu fjárráð
tekin af stjón Þörungavinnslunn-
ar í vor og fengin Heimamönnum
s.f. f hendur. Miðað við aðstæður
gekk rekstur verksmiðjunnar vel
í sumar og varð rekstrarafgangur
rúmar 12 milljónir króna. Tima-
kaup öflunarmanna (gengis-
manna) var að meðaltali 1500 kr.
á klukkustund en fór upp i kr.
2300 á klst. hjá þeim, sem skilaði
inn mestu þangi.
Einnig minntist Ömar á þara-
þurrkun, sem nú stendur yfir, og
gengi hún ágætlega, en þurrefnis-
magn væri miklu minna og þar af
leiðandi minni afköst. Heitavatns-
skorturværi mikill.
Næstur talaði Vilhjálmur Lúð-
víksson og sagði hann að vel hefði
verið unnið á öllum vígstöðvum i
sumar en ekki væru öll kurl kom-
in til grafar. t raun og veru væri
gróði Heimamanna s.f. sýndar-
gróði, þar sem verksmiðjan hefði
ekkert tekið tillit til afskrifta og
vaxta og mundi tapið á árinu
nema 150 til 155 milljónum króna,
en þar af væru 120 milljónir af-
skriftir. Stjórnin hefði, að því er
Vilhjálmur sagði, leitað eftir þvi
að skjóta stoðum undir fyrirtæk-
ið, svo að það gæti borið sig fjár-
hagslega; m.a. með því
1)  að stuðla að því að verk-
smiðjan næði fullri afkastagetu
(til þess að það sé hægt, þarf
meira heitt vatn, en það fæst með
nýrri borholu);
2)  auka þangöflun og tvöfalda
þangmagnið.
3)  nýta verksmiðjuna til þurrk-
unar á smáfiski (loðnu) i marz til
mai (Ioðnan er seld í hundafóður
og ef gott verð fæst fyrir hana);
4)  að leigja M.s. Karlsey til
vöruflutninga þegar skipið er
ekki að störfum fyrir verksmiðj-
una;
5)  nýta verksmiðjuna til þara-
þurrkunar, þegar þangskurðar-
tíma lýkur ár hvert;
6) vinna að því að afla nýrra
markaða fyrir afurðir verksmiðj-
unnar;
7)  framleiða áburðarvbkva úr
þörungum (en það er auðvelt og
tilraunir hafa sýnt fram á að slík-
ur vökvi er ágætis áburðarefni og
kemur seltan ekki að sök).
Þeir Ölafur E. Ólafsson og Vil-
hjálmur hafa ferðast um Breiða-
fjarðarsvæðið og fengið góðar við*
tökur um afnot af þangfjörum. Þó
eru tvær til þrjár jarðir alveg
lokaðar ennþá, en þær eru Mið-
hús í Reykhólasveit og Hvallátur í
Flateyjarhreppi. Margar jarðir
eru með takmörkunum. Vilhjálm-
ur taldi að sýnt væri að bændur
hefðu ekkert að óttast.
Næst kvartaði Vilhjálmur und-
an gagnrýni á stjórn þörunga-
vinnslunnar og þó einkum frá
Dagblaðinu. Vilhjálmur sagði að
sýni af vörum Þörungavinnslunn-
ar sýndu að þær væru um 25
prósent betri en frá öðrum verk-
smiðjum, sem notuðu eld til
þurrkunarinnar. Enda væru vör-
ur frá Þörungavinnslunni i sér-
stökum gæðaflokki. Þá lagði Vil-
hjálmur fram rekstraráætlun
fyrir árið 1978 og hljóðaði hún
upp á 223 milljónir króna i tekjur
og rekstrarafgangur áætlaður 55
milljónir.
Þá var lýst stjórnarkjöri: Frá
iðnaðarráðuneytinu voru þessir
menn skipaðir til eins árs: Jón
Sigurðsson, Vilhjálmur Lúðvíks-
son efnaverkfræðingur og Stein-
grímur Hermannsson þingmaður.
En Ólafur E. Ólafsson og Ingi-
garður Sigurðsson voru sjálf-
kjörnir fulltrúar Heimamanna.
Það sem vekur athugli við þess-
ar kosningar er að fjórir af fimm
stjórnarmönnum, sem iðnaðráð-
herra tók af fjárráðin í vor, eru
settir inn í störf sin aftur, en
einum vikið frá og ekki var það
tekið fram að hann hefði sjálfur
beðist undan endurkosningu.
Hins vegar verður að líta svo á að
Jón Sigurðsson sé i meiri tengsl-
um við fjármálakerfi þjóðarinnar
en annars eru vegir stjórnmál-
anna órannsakanlegir.
Þá kvaddi öflunarstjóri Þör-
ungavinnslunnar, Bragi Björns-
son, sér hljóðs. Hann taldi nauð-
synlegt að sá sem sæi um öflun
kynni eitthvað til sjóverka. En
hann og Sigurður Hallsson efna-
verkfræðingur mundu vera þeir
menn, sem skriðið hefðu mest um
fjörur Breiðafjarðar. Bragi taldi
stjórnina alltof værukæra i störf-
Framhald á bls. 21.
10 ára vígsluafmæli Ólafsvíkurkirkju:
A 2. þús. kirkju-
gestir yfir daginn
Ólafsvik. 21. nóv.
SL. SUNNUDAG var haldið upp á
10 ára vígsluafmæli Ólafsvikur-
kirkju, en hún var vígð hinn 19.
nóv. 1967. Barnamessa var kl. 11
og kl. 14 var hátiðarmessa.
Sóknarpresturinn, séra Árni
-Bergur Sigurbjörnsson, prédik-
aði, en tveir fyrrverandi sóknar-
prestar hér þjónuðu fyrir altari,
þeir séra Magnús Guðmundsson
fyrrverandi prófastur og séra
Hreinn Hjartarson. Kirkjukór
Olafsvíkurkirkju söng undir
stjórn Bjargar Finnbogadóttur.
Biskupinn yfir tslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, ávarpaði
söfnuðínn og sömuleiðis séra
Magnús Guðmundsson. Eftir
messu bauð sóknarnefnd til kaffi-
samsætís  i  Safnaðarheimilinu.
Síðdegis var svo hátíðarsamkoma
í kirkjunni. Þar söng kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og
einnig söng kórinn við barnaguðs-
þjónustuna. Kirkjan var þétt
skipuð i öll þrjú skiptin og munu
á annað þúsund manns hafa kom-
ið i Ólafsvíkurkirkju þennan dag.
Mikil ánægja var með komu gest-
anna til Ólafsvíkur og þá ekki sízt
komu kórs Hamrahliðarskólans,
sem lagði á sig erfitt ferðalag.
Hákon Hertevig teiknaði Olafs-
víkurkirkju og virðist enginn
hlutlaus í mati sínu á fegurð
kirkjunnar, en flestum þykir hún
fögur, enda eitt veglegasta Guðs-
hús á landinu. Fo^maður sóknar-
¦mefndar er Alexander Stefánsson.
— Helgi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32