Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 204. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978
11
Jjm  HjáOrlygi
Sigurðssyni listmálara
á Kjarvalsstöðum ,
hrifningu
augna
bliksins-
allt í einu segir lávaxinn maður
sem stendur við hliðina á mér í
sömu erindagjörðum. „Eg hef
einhversstaðar séð þig áður", og ég
minnti forsetaefnið á að ég hefði
tekið kvikmynd um hann, en þar
með voru bunurnar liðnar hjá."
Þetta þótti Örlygi svo heimilislegt
að hann tók eina hviðu með hnykk.
„Það er bara tilviljun hvað af
myndunum mínum er á þessari
sýningu," sagði Örlygur. „Þetta eru
olíu-, acryl-, vantslita- og litkrítar-
myndir, blýants- og blekteikningar.
Þetta eru stemmningar frá íslandi,
Danmörku,     Bandaríkjunum,
Frakklandi,  Miðjarðarhafinu  og
hreint úr öllum áttum."
Og það er ekkert verið að tala úr
tómum kofunum, því að maður
getur rennt við í Laugarneshverf-
inu, á Akureyri, í siglingu á Signu
eða hjá skagfirskum merakóngum
og þarna eru á ferðinni myndir af
einstaklingum eins og séra Jóni
Saxófón, Sigurði Berndsen, Arnþóri
Jenssyni á Eskifirði, Sverri Har-
aldssyni og þarna eru Jökull
Jakobsson, Þórður á Dagverðará,
Skúli Halldórsson, Halldór Péturs-
son, Einari ríki, séra Matthías í
kaffi hjá Maríu á Barði, Steingrím-
ur bæjarfógeti frá Gaut og margir
margir fleiri sem gustað hefur af.
Það fer ekkert á milli mála að
það er líf og fjör í kring um Örlyg
Sigurðsson, akureyrskan gæðing og
íslenzkt eldfjall af alvörustærð.
„Ég vona að fólk líti inn hérna
hjá mér," sagði Örlygur þegar hann
fylgdi mér út á hlað Kjarvals-
staða," ég er að skemmta fólki með
þessari sýningu og mér finnst að
málaralistin í dag þurfi á húmor að
halda. Það er verið að skamma
prestana fyrir að tala fyrir tómum
kirkjum og margir málarar kvarta
yfir dræmri aðsókn að sýningum.
Þetta er þeim sjálfum að kenna, því
að þeir sem gleyma gamanseminni
ríma ekki við mannlífið og þetta
sést bezt á mér, aldrei hef ég þurft
að kvarta.yfir áhugaleysi fólks á
verkum mínum."
Bláklukkur II
(Campanula)
Steinhæða-.
klukkur
ÍSLENSKA
BLÁKULKKAN
(C.rotundifolia) er alþekkt
og oft flutt í garða. Hún er
ein algengasta plöntuteg-
und á Austurlandi en frem-
ur sjaldgæf annarsstaðar á
landinu. Þetta er þeim mun
furðulegra þar sem þessi
tegund hefur óvenjulega
stórt úrbreiðslusvæði um
alla     Norður-Evrópu,
Siberíu og norðanverða
Norður-Ameríku,     þ.e.
hringinn í kringum hnött-
inn á breiðu belti. Enda er
hún mjög breytileg og
flokkuð í tugi deilitegunda.
Sumar þeirra eru jafnvel
taldar sérstakar tegundir
og veldur þetta oft mis-
skilningi og nafnaruglingi.
Ýmis þessara erlendu af-
brigða munu vera hér í
ræktun og eru blóm þeirra
oft  stærri  en  ísl.  blá-
lengi í blóma síðari hluta
sumars  og  er  venjulega
þakin blómum.
SMÁKLUKKA       (C.
cochlearifolia — C. pusilla)
er önnur mjög algeng stein-
hæðaklukka. Hún vex um
mikinn hluta Evrópu í
háfjöllum og minnir tals-
vert á ísl. bláklukkuna.
Smáklukkan er þó öll þétt-
vaxnari og lægri og með
ólíkindum blómsæl svo
manni finnst stundum að
ekki væri vanþörf á að
grisja blómin svolítið.
Klukkurnar eru litlar,
hangandi og álíka víðar og
þær eru langar, með stutta
krónuflipa. Þær eru oft
fölbláar eða ljósfjólubláar
og einnig er til mjög fallegt
hvítt afbrigði. Smáklukka
þarf sólríkan stað.
ALPAKLUKKA (C. pulla)
er langt frá því að vera síst
þeirra sem þegar voru
nefndar. Hún er talsvert
ólík þeim því hún myndar
Hjartaklukka (C. carpatica)
klukkunnar. Afbrigði með
hvít blóm er jafnvel fall-
egri en aðaltegundin.
HJARTAKLUKKA (C.
carpatica) er lágvaxin teg-
und og ættuð eins og nafnið
bendir til úr Karpatafjöll-
um og mun hafa verið tekin
í ræktun í Englandi árið
1774. Þetta er ein af þeim
allra auðveldustu í ræktun
en verður þó fallegust þar
sem sólar nýtur vel.
Laufblöðin eru lítil og<
hjartalaga en blómin all-
stór, skállaga og upprétt.
Þau eru oft ljósblá en líka
eru til dekkri afbrigði og
einnig afbrigði með hvít
blóm. Þessi afbrigði hafa
fengist með því að velja
óvenju fallega einstaklinga
úr fjölda fræplantna.
Hjartaklukkan   stendur
þétta breiðu af smá blað-
hvirfingum með örlitlum
glansandi egglaga laufblöð-
um. Úr hverri blaðhvirf-
ingu kemur 5—8 sm langur
blómstöngull með fáeinum
litlum laufblöðum og einni
hangandi klukku sem er
löng og mjó dökkrauðfjólu-
blá á lit. Hún er ákaflega
dugleg að blómstra og er
meðal þeirra tegunda sem
stendur lengst í blóma um
mitt sumar.
Henni líður auðsjáanlega
best í rökum jarðvegi og
skríður þá mikið. Hún er
líka ein þeirra tegunda sem
getur orðið allt að því eins
falleg á skuggsælum stað
og má því nota hana á
ýmsa aðra staði en í stein-
hæð.
H.S.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36