Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 51 Sjötugídag: Elsa Sigfúss konsertsöngkona Elsa er fædd í Reykjavík 19. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru próf. Sigfús Einarsson tóa- skáld og kona hans Valborg, fædd Hellemann, sem bæði gerðu tón- listina að ævistarfi sínu. Þau voru gefin saman í hjónaband 17. maí 1906 í Kaupmannahöfn og fluttust þá þegar til Reykjavíkur, þar sem þau kenndu bæði söng, og auk þess kenndi Valborg píanóleik, en Sigfús á harmoníum og tónfræði. Eins og gefur að skilja, hlaut Elsa undirstöðumenntun í tónlist hjá foreldrum sínum, píanóleik hjá móður sinni og tónfræði hjá föður sínum. Elsa segir í viðtali í Morgun- blaðinu 19. september 1958: „Sjálf byrjaði ég að læra á celló. Eg hafði alltaf þessa djúpu rödd og söng öll lög áttund neðar en venja er til, svo engum datt í hug, að ég gæti orðið söngkona, nema Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara og mömmu. Þau trúðu því, að eitt- hvað væri hægt að gera úr svona rödd. Á þeim tíma þótti altrödd ekki „fín“. Engin þótti söngkona, sem ekki hafði háa rödd. Það var ástæðan til þess, að ég fór til Danmerkur til að iæra cellóleik og innritaðist í Konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn árið 1928. En það var heldur ekki gott, því hendur mínar eru svo smáar, að ég hefði aldrei orðið verulega góður cellóleikari. Frú Dóra Sigurðsson hvatti mig til að snúa mér að söngnámi og varð hún kennari minn en cellóið hafði ég meðfram." Árið 1932 útskrifaðist Elsa frá Tónlistarskólanum með ágætis- einkunn. Árið 1933 hélt hún sína fyrstu tónleika í Oddfellowhöllinni í Kaupmannahöfn og vakti þá þegar almenna athygli með fram- komu sinni, og eftir það var hún oft nefnd „stúlkan með flauels- röddina". Fyrir þessa tónleika hlaut hún verðlaun frá Berlingske Tidende, og sama ár hlaut hún danskan styrk til framhaldsnáms í Dresden. í Erlangen í Bayern var hún valin til að syngja alt-hlut- verkið í „Messiasi" eftir Hándel. Islenzkan styrk hlaut hún 1946 til framhaldsnáms í London. I Þjóð- leikhúsinu í Reykjavík söng hún hlutverk Prince Orlofskys í „Leðurblökunni" eftir Strauss, en það hlutverk er venjulega flutt af altröddum. Árið 1956 hlaut Elsa Tage Brandt-styrkinn, en hann er veitt- ur til utanfarar listakonum, sem skara fram úr, sérstaklega í meðferð danskrar tungu. Aðeins tvær íslenzkar konur hafa hlotið hann, þær Anna Borg og Elsa Sigfúss. Þykir það einn mesti heiður, sem konu hlotnast þar í landi. Þessa atburðar var getið í fjölda dagblaða og tímarita í Danmörku. í Politiken segir í þessu sambandi: „Hin hljómmikla dökka contraalt-rödd hennar er ef til vill ekki svo mjög sterk, en það, sem kann að skorta á raddstyrkinn, bætir hún upp með afburða tónnæmi og smekkvísi." Þegar Elsa söng í fyrsta sinn í danska útvarpið, vakti hún slíka athygli, að með fádæmum má teljast, og streymdu þá þegar tilboð til hennar frá flestum grammófónútgáfum í Danmörku. Hún hefur sungið inn á plötur hjá Pholyphon, His Masters Voice, Columbia, Tóno, Fálkanum, Hljóð- færahúsi Reykjavíkur o.fl. Plötur hennar hafa selzt í þúsundatali. Hún hefur sungið í útvarp í Osló, Stokkhólmi, Helsinki, Haag og London. Naumast þarf að taka það fram, að í hvert sinn er Elsa var hér á ferð, hélt hún tónleika, ávallt fyrir fullu húsi, svo voru vinsældir hennar miklar. I „Utvarp Reykja- vík“ kom hún sem velkominn vinur, og er þar til fjöldi platna, sem forráðamenn stofnunarinnar hafa beðið hana að syngja inn á. í danska útvarpinu var hún heima- gangur. Árið 1961 var Elsa sæmd íslenzku fálkaorðunni fyrir kynn- ingu á íslenzkri tónlist erlendis. Fjöldi blaða og tímarita hefur flutt greinar og viðtöl við söng- konuna innan lands og utan. Skulu hér birtar fáar línur úr nokkrum þeirra frá Danmörku. í Radio- bladet 22. september 1950 skrifar Haagen Hetsch: „Ef spurt væri, 75áraídag: Guðfinna Árnadóttir 75 ára er í dag frú Guðfinna Árnadóttir, Gnoðarvogi 20, ekkja Kristins Bjarnasonar frá Ásí. Hún er fædd 19. nóvember 1903, að Grund í Vestmannaeyjum, yngst af 5 börnum hjónanna Jóhönnu Lárusdóttur og Árna Árnasonar er þar bjuggu. Guðfinna giftist Kristni Bjarna- syni frá Ási í Vatnsdal og bjuggu þau að mestu í Eyjum til ársins 1940 að þau *hófu búskap að Borgarholti í Biskupstungum, og bjuggu þau þar í 10 ár, en fluttust þá til Reykjavíkur, þar sem hún hefur átt heimili síðan. Þau hjón eignuðust 4 dætur, sem allar eru giftar og afkomendur nær þrír tugir. Guðfinna missti mann sinn 12. júlí 1968. Síðan hefur hún búið ein í íbúð sinni og unnið úti af sínum alkunna dugnaði þar til á þessu ári, þrátt fyrir að hún hefur ekki gengið heil til skógar að undan- förnu. Alia tíð frá því að ég kynntist Guðfinnu hefur hún verið mjög áhugasöm fyrir ferðalögum um landið sitt og sem betur fer hefur hún getað veitt sér það, þó hin síðustu ár hafi hún ekki átt gott með að hreyfa sig mikið um, þá hafa niðjar hennar veitt henni þá ánægju. Hún hefur ætíð verið mikjð fyrir margmenni, enda alin upp í fjölmennu sjávarplássi og nýtur hún sín best í hópi ættingja og vina. Nú þegar hún á orðið svo erfitt með að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir ótrúlega þrautseigju kemur í hug mér máltæki það sem hún viðhefur oft eftir gamalli sam- ferðakonu sinni á lífsleiðinni, er sagði: „Berið þig mig í skvaldrið því þar uni ég mér best.“ Svo sannarlega vona ég að Guðfinna fái aftur sína fyrri heilsu, því alltaf er hún jafn andlega hress. Ég of fjölskylda mín óskum henni allra heilla á þessum afmælisdegi og í framtíðinni. Guðfinna tekur á móti gestum í félagsheimili AKOGES Brautar- holti 6, eftir kl. 8 í kvöld. Sigurður Axelsson. hvaða söngkona ætti stærsta hlustendahóp hér í landi, mundi svarið án efa verða Elsa Sigfúss. Hennar dökka og flauelsmjúka rödd, ásamt sérlega fágaðri meðferð ljóðs og lags, hefur hrifið eldri og yngri, hvort sem hún flytur háklassíska tónlist eða dægurlög." Erik Abrahamsen, prófeossr í tónlistarvísindum við Kaup- mannahafnarháskóla, skrifar um hljómleika Elsu -í „Nationalti- dende" 24. febr. 1937, m.a. þetta: „Hendes Stemme er helt noget for sig selv. Man horer ikke Mage til flojelsblod og samtidig metall- isk Timbre her i Kobenhavn, vist heller ikke i det ovrige Europa. Foredraget er en besynderlig Blandning af Forbeholdenhed, bunden Varme — og Varmen selv! Det hele er forunderlig Enhed af Tilbageholdenhed og Hengiven- hed, af Sonoritit og Slorenhed, Kunstnerisk Finhed over de klass- iske Arier, Inderlighed over Schubert og Brahms, Ungdom- mens nære Indleven í den nyere Tids Sange af Wolf, Heise og Einarsson. Sidstnævnte er Elsa Sigfúss Fader, Domorganisten i Reykjavík, der beskedent var sat sidst paa Programmet. Maaske er det netop Island, der taler til os igennem denne hede Forbeholdenhed, som er Kende- tegnet paa Elsa Sigfúss Kunst. Der er Ensomhed i hendes Sang. 0boens Trang til Meddelelse, men dog Angsten for at give af sig selv.“ Elsa á kjördóttur, Eddu Sigfúss, sem er fædd 4. desember 1941. Þessi dóttir hefur fært Elsu mikla lífshamingju, því að hún er í alla staði vel af guði gerð. Ef til vill má segja að það sé merkileg tilviljun, hvað Edda hefur góða tónlistar- hæfileika. Hún hefur ágæta mezzosópran-rödd og hefur stund- að söngnám árum saman við ágætum árangri, þó hún hafi ekki beinlínis ætlað sér að verða söngkona. Mér þykir ekki ólíklegt að margur hugsi til Elsu í dag með þakklátum huga fyrir alla fegurð- ina, sem hún hefur gefið okkur með söng sínum. Heimilisfang hennar er: Buddingevej 330 1. th., 2860 Seborg, Dánmark. Sigrún Gísladóttir. Sólvallagötu 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.