Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979 Núverandi skólastjóri Einar Hákonarson. námsárin, — enginn frýjar Finn- um íhaldssemi á listsýningum, og það sem þeir gera í nýlist, er fram borið af mikilli þekkingu á hand- verkinu og skyldi ekki góð og markviss skólun eiga hér hlut að máli? í stað þess að verið sé að tipla á milli ótal atriða, sem nauðsyn þykir að troða í nemend- ur, en sem þeir eiga sjálfir auð- veldlega að geta tileinkað sér eftir að málfræði listarinnar hefur verið krufin og meðtekin? Myndlista- og handíðaskóli íslands lýkur um þessar mundir fertugusta starfsári sínu, og af þvi tilefni hefur verið stofnað til mikillar sýningar á vinnu nem- enda á liðnu kennsluári að Kjar- valsstöðum og er allt húsið undir- lagt. Jafnframt getur að líta sýn- ishorn nokkurra mynda fyrsta kennara skólans, yfirkennara og seinna skólastjóra Kurt Zier, í enda vestri hliðargangs. Það er vel til fallið að halda slíka sýningu og minnast þessara tímamóta á veg- legan hátt í sýningarhúsinu að Miklatúni. Sýningin er mjög fjöl- breytt, enda gerir hún ðllum þáttum skólastarfsins skil og sem slík dregur hún skýrt fram ein- hæfni hússins og þunglamaleika, en á því má ráða nokkra bót með fjölþættari gerð skilrúma og hlýt- ur að koma að því, að það verði gert. Ég vil strax koma því að hér, að nokkurra vonbrigða gætti hjá mér við fyrsta innlit, því að hér er fyrst og fremst um vetrarúttekt að ræða og er þetta því ósköp almenn og árviss skólasýning, — ekki svo að hún standi ekki fyrir sínu sem slík, því að hér er á ferð með betri sýningum á ársstarfi skólans, sem lengi hefur sést. Heldur það, að ekki hefur verið lagt í að sanka saman nokkru úrvali skólavinnu eldri nemenda, þannig að sýningin hefði að hluta orðið eins konar sögusýning, svo sem ærið tilefni var til. Gamlir nemendur hljóta t.d. að luma á myndum og hlutum, er þeir gerðu í skóla eða utan skóla með nám- inu, en margir þeirra eru meðal þekktustu listiðnaðar- og mynd- listarmanna þjóðarinnar. Þá hefði mátt stækka ljósmyndir frá skóla- starfinu og hafa til sýnis. Slíkt hefði gert sýninguna mun áhugaverðari og jafnframt undir- strikað sérstöðu skólans innan skólakerfisins enn frekar. Sú sér- staða er jafnframt styrkur hans, því að hliðstæðar stofnanir er- lendis teljast hvarvetna með virt- ustu menntastofnunum þjóðfé- lagsins og brýn nauðsyn er á, að skólinn fái sitt eigið sérhannaða húsnæði og komist á háskólastig. Gildi þessa skóla hefur aukist til allra muna á undanförnum árum, m.a. vegna þess að stöðugt verður erfiðara að fá skólavist í hliðstæð- um framhaldsstofnunum erlendis vegna gífurlegrar ásóknar. — Það hefur gengið dapurlega seint að sannfæra ráðamenn þjóðarinnar um gildi myndlistarfræðslu og útbreiðslu almenns þroska á sviði sjónmennta í landinu, vegna þess að menntunin hefur ekki nema að Módelteikning í Myndlista- og kennaradeild á Laugavegi 118 veturinn 1950-'51 liðinu', sem alltaf hefur verið vanborgað, auk þess sem stór hluti kennslustarfsins var iðulega unn- inn í sjálfboðavinnu utan kennslu- tíma og þá einkum, þegar verið var að byggja upp nýjar deildir. Það er kominn tími til að ráða- menn skilji það, að þessum skóla er ætlað að vera yfirbygging allrar myndlistarfræðslu á land- inu og að brýn þörf er á því, að ný lög hans verði lögð fyrir Alþingi og að lög hans á ekki að forma með tilliti til laga annarra fram- hal^lsskóla heldur með tilliti til sérstöðu hans, þýðingu og gildi fyrir þjóðfélagið. Það eru raunar aðeins örfáir þættir hans, sem skara annað framhaldsnám og taka þarf tillit til í nýjum lögum og ekki er rétt, að allir aðrir þættir skólastarfsins líði fyrir þá. — Þetta atriði með hagnýta gildið og frjálsa sköpun á að fara saman innan veggja slíkrar stofn- unar og hvorugt atriðið á að ganga á hluta hins. Það hefur á köflum reynst dragbítur á heilbrigða þró- un innan skólans, að ýmsir for- ráðamenn hans hafa fallið í þá gildru, eins og til að þóknast ráðamönnum, að hygla hagnýtum fögum á kostnað frjálsrar sköpun- ar og jafnframt tekið undir þann villandi framslátt, að menn þyrftu ekki að læra eitt og annað í hinni svokölluðu „málfræði listarinnar" í hinni almennu myndmenntadeild og kennaradeildum, vegna þess að þeir hygðust ekki gerast skapandi listamenn. Þetta er útlend tízku- kenning, sem þegar hefur lifað sig, enda var hún álíka djúprist og t.d. að læra mætti húsagerðarlist við teiknibrettið eingöngu, og teikna svo hús eftir því sem nýjustu tízkustraumar kenndu, án þess að taka tillit til náttúrunnar, rann- saka lögmál hennar, efla sjálf- stæði og skapandi eiginleika. Skyldi slíkt ekki vera þjónkun við þá fáfræði, er skólinn hefur orðið að berjast við frá upphfi, hvað snerti misskilning á undirstöðu- menntun? Markmiðið var skýrt í upphafi, svo sem fram kemur í ummælum forráðamanna hans: Sitjandi fyrirsæta. Málverk úr málunardeild 1978—'79. „Menn komu og vildu t.d. leggja áherzlu á málun og fá að sleppa alfarið við teikningu, slíkum var gert ljóst að nærveru þeirra væri þá ekki óskað innan veggja skól- ans.“ Hér var grundvöllurinn rétt- iegur fundinn og sé þetta íhalds- semi, þá er þetta góð og gild íhaldssemi. I framhaldi af þessu skal þess getið, að Listaháskólinn í Helsing- fors kennir sem aðalgreinar öðru fremur teikningu og málun út hefð um kcnnsluhætti, ætti að hugsa sig um tvisvar, áður en hún varpar þeim fyrir róða vegna einhverrar forvitnilegrar allsherjarlausnar utan úr heimi. Er allsherjarlausnin hefur lifað sig, þá getur tekið langan tfma að ná skólanum aftur upp. Fyrir ári reit ég tvær greinar um stöðu og eðli listaskóla (Mbl. 13. og 26. maí) og ætla mér ekki að endurtaka annað úr þeim Lúðvfk Guðmundsson stofnandi og fyrsti skólastjóri Handfða- skólans litlu leyti sýnilegt hagnýtt gildi. Þessi skóli á sennilega Islands- metið í höfnuðum styrkbeiðnum frá ríki og bæ og hefur margoft verið á heljarþröm fjárhagslega. Það var einungis dugnaður for- svarsmanna hans og áhugi kenn- araliðsins, sem oft hélt í honum lífinu fyrstu áratugina og þá öllu öðru fremur Lúðvíg Guðmunds- son stofnandi hans og fyrsti skóla- stjóri. Ekki má gleyma kennara- Meðal leiknari teiknurum, er f skólann hafa komið, var Hringur Jóhannesson. Hér sést hann að starfi og fylgjast þeir Sigurður Sigurðsson, Lúðvíg Guðmundsson og Valtýr Pétursson með af lifandi áhuga. „Töfrar handrænna starfa og hið mikla þroskagildi þeirra eru fólgnir f þvf, að hvert handbragð, sem unnið er, kveður jafnskjótt upp dóm yfir þeim, sem verkið vinnur, og flytur þann dóm á máli, sem hann skilur" (Lúðvfg Guðmundsson). Hér mætti bæta við, að mynd- listarskóli er stofnun, er seðja á áleitið fróðleikshungur á hlut- lægum grundvelli, og að sú stofn- un, sem skapað hefur sér trausta Bragi Ásgeirsson skrifar um myndlist „Töfrar hand- rænna starfa’ ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.