Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 25 „Margir hafa rang- ar hug- myndir um keramik” Kristjana G. Samper keramikdeild á lokaári. Hún sagðist hafa haft mikið út úr skólavistinni og ekki sjá eftir þeim tíma, sem hún væri búin að verja til náms- ins. „Við vorum sex í deild- inni í vetur, þar af tvær sem útskrifast núna. Við höfum haft nokkuð mismunandi kennara í vetur og tekið fyrir hin ýmsu tilbrigði keramikvinnslu, s.s. rennslu, handmótun, leirlitun o.fl.“ Áhuga á keramiki sagðist Kristjana hafa fengið fyrir u.þ.b. 15 árum, er hún kynnt- ist austurríkiskonunni Heaty Guðmundsson, sem starfaði hér þá um nokkurra ára bil. „Margir hafa þá röngu hugmynd um keramik, að hér sé um að ræða fjölda- framleiðslu á handhægum Kristjana stendur hér hjá verki sínu „Torso af ófrískri konu“ búsáhöldum og ekkert meira. Keramik er viður- kennd listgrein hjá Félagi ísl. myndlistarmanna, sem hlýtur að tákna að hér sé á ferðinni eitthvað meira. Enda má sjá hér á sýning- unni, að fleira er unnið í keramik en bollar og skál- ar,“ sagði Kristjana. Aðspurð um framtíðina sagðist hún ætla að opna verkstæði heima hjá sér í vor. „Ég stefni síðan að því að komast utan til fram- haldsnáms að ári liðnu.“ , ,Handmennta- kennsla lifandi og skapandi starf” SÍKríður G. Valdimarsdóttir. teiknikennaradeild á þriðja ári. Hún sagðist hafa valið teikni- kennaradeildina þar sem hún taldi hana gefa góða innsýn inn í tæknivinnu. „Við fáum réttindi til kennslu í grunnskóla að loknu námi. í deildinni er fen'gist við hin ýmsu kennslufræðiverkefni. Mér hefur líkað námið mjög vel, en tel þó að tveggja ára nám sé ekki nægilega langt. Ég er allavega ákveðin í að bæta við 2 árum í keramikdeild að loknu námi í teiknikennaradeildinni.“ Sigríður sagði sýninguna gefa góðan þverskurð af því, sem nemendurnir væru að fást við. Mikil vinna lægi á bak við sýning- una, bæði við vekin sjálf og einnig við uppsetninguna. Hún sagðist ætla að stunda kennslu að loknu námi. „Handmenntakennsla er áreiðan- lega mjög lifandi og skapandi starf. Kennaraskortur hefur verið á þessu sviði, en úrbóta er að vænta. Samfara því verða gerðar meiri kröfur tH kennara og stefni ég að því að afla mér staðgóðrar menntunar, áður en ég legg út á atvinnumarkaðinn. Þe‘ta er kennsluefni sem ekki má liggja milli hluta í almennu námi.“ Sigríður sagði mikia vinnu liggja að baki sýningunni. Hér stendur hún hjá verkum nemenda teiknikennaradeildarinnar. Eggert heldur hér á eintaki af „væmnu og lélcgu“ efni, sem unnið var í þeim tilgangi að þekkja muninn á góðu og léíegu. deildar útbjuggu í vetur og tók síðan fram möppu, er hann sagði geyma verk, er unnin hefðu verið með þeim fyrirmælum að gera eitthvað nógu væmið og lélegt. „Það var gert með það í huga að við gætum velt fyrir okkur munin- um á góðu og lélegu." Spurningunni um hvað tæki nú við hjá honum svaraði hann: „Ég reikna með að sækja um skólavist erlendis. Ég hef ekki ákveðið hvar, en reikna með að sækja inn á myndlistarbrautina." „Fólk slitnar oft úr tengslum vid fyrra umhverfi” Ari Kristinsson formaður skóla- félagsins og nemandi við nýlista- deild var önnum kafinn við sýn- ingu á kvikmynd, sem var meðal verka nýlistadeildarnema á sýn- ingunni. Hann gaf sér þó tfma tii að spjalla við okkur. Hann sagði félagsstarf í skólan- um ekki vera mikið. „í skólanum er fólk það áhugasamt við námið, að segja má að það sé einnig þeirra félagsstarf. í öðrum skólum leiðist nemendum oft námið og er skiljan- legt að þar sé félagsstarf með blóma. Við skólann eru 170 nemendur og þeir eru hér áreiðan- leg allir við nám af einskærum áhuga á námsefninu." Spurningunni um, hvort það væri rétt að nemendur skólans væru nokkuð sér á parti svaraði hann: „I skólanum er mjög breiður hópur, nemendur eru allt frá 17 til 70 ára gamlir og það er nokkur tilhneiging til þess að fólk einangr- ist. Hér hitta margir í fyrsta sinn hóp fólks, sem hefur sömu áhuga- mál, sömu tilfinningar og það getur orðið til þess að það síitnar úr tengslum við fyrra umhverfi. Ari sagðist vilja nota þetta tækifæri til að benda á hversu ófullnægjandi aðstaða skólans væri. „Húsnæðismálin eru algjör- lega óviðunandi. Fyrirhugað er að breyta skólanum í þriggja ára skóla, í stað fjögurra, en mest er um vert að aðstaða og tækjabúnað- ur sé betrumbætt hið snarasta." „Margir lenda í vandræðum að velja sér framhaldsdeild” Hildigunnur Gunnarsdóttir á öðru ári í forskóla er stúdent frá M.R. og sagði, að u.þ.b. 40% nemenda skólans hefðu lokið stúdentsprófi. Til að fá inngöngu í skólann er þreytt inntökupróf. Aðspurð, hvers vegna hún hefði valið Myndlista- og handíðaskólann til framhaldsnám í sagði hún: „Ég hef haft áhuga á því að gera eitthvað með höndunum frá því ég man eftir mér. Ég er mjög ánægð með skólann og sé ekki eftir að velja hann. Þó er eitt atriði, sem mér finnst að lagfæra megi. Margir nemendur lenda í vandræðum, er þeir ljúka forskóla og velja framhaldsdeild. í forskólanum gefst ekki nægilegt tækifæri til að kynnast því, hvað fram fer í hverri einstakri deild. Þrátt fyrir að okkur gefist tækifæri til að skipta um deild eftir tveggja mánaða veru í framhaldsdeild, þá getur þetta komið sér illa. Vonandi verður ráðin bót hér Hildigunnur sagðist ákveðin í að fara í grafik- deildina á komandi vetri. „Að loknu námi hygg ég á frekara nám erlendis. Þetta er aðeins byrjunin. Ég ætla að vinna í sumar ásamt vinkonu minni við að útbúa dúkkur o.fl., sem við æflum að selja á útimarkaðinum á Lækjartorgi," svaraði Hildigunn- ur spurningu eins skólafélaga síns, sem kom aðvífandi í lok samtalsins. Hildigunnur heldur hér á strengjabrúðu, sem er eitt af verkum hennar á sýningunni. SÉRDEILDIR NÁMSLEIÐIR INNAN MYNDLISTA- GG HANDÍÐASKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.