Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Rœttvið Einar Hákonarson listmálara — Ég hef aldrei verið upp á það kominn hvort myndirnar seljast eða ekki. Afkoma mín hefur nefnileKa aldrei oltið á því að þær seljist því að ég hef alltaf haft fastar tekjur af annarri vinnu. Ekki svo að skilja, að ég sé ekki ánægður þegar einhver vill kaupa myndir eftir mig. Bæði er það auðvitað ánægjuefni að fólk skuli vilja hafa þær hjá sér og peningar koma sér ekki síður vel fyrir mig en aðra. En salan er sem sé ekki aðalatriði, sagði Einar Hákonarson listmálari og skólastjóri þegar við heimsóttum hann fyrir helgi til að spjalla við hann um myndlist og lífsbarátttuna almennt, en Einar opnaði málverkasýningu á Kjarvalsstöðum um sfðustu helgi. merkileg og norræn samvinna sjálfsögð og góðra gjalda verð er nauðsynlegt fyrir okkur að skyggnast lengra og verða fyrir áhrifum annars staðar frá, ekki sízt Bandaríkjunum þar sem myndlist stendur með hvað mestum blóma um þessar mund- ir. Þá á ég eftir að nefna það verkefni, sem ég hef ekki sízt áhuga á en það er að bæta aðstöðuna í skólanum sjálfum. Við verðum að bæta við tækja- búnað — fá fullkomnari tæki. Nú er verið að taka í notkun keramik-verkstæði í skólanum, sem er mjög fullkomið — svo fullkomið og vel úr garði gert að ég efast um að á betra verði kosið. Textíl-deildina þarf að búa miklu betri og fullkomnari tækjum en nú eru fyrir hendi,og svo mætti lengi telja. Möguleik- arnir eru óþrjótandi og allt er þetta framkvæmanlegt, en allt kostar þetta auðvitað peninga. Ekki endilegar einhverjar svim- andi fúlgur, en ég held nú að enginn þurfi að sjá eftir þeim peningum þegar þeir fara að skila afrakstri. Til að skýra þetta ofurlítið betur skulum við halda okkur við keramikina. Við eigum góða leirkerasmiði, vel menntaðá og hugkvæma, sem geta búið til afbragðs hluti. Vandamálið er bara það, að þeir hafa ekki nægilega góða aðstöðu þannig að vinna þeirra er of dýr til þess að framleiðslan geti orðið í stórum stíl. Afleiðingin er sú að hér eru allar búðir fullar af innfluttu dóti, sem hefur það eitt fram yfir góða hluti, að það kostar litla peninga. Mér er sagt að hingað sé flutt in keramik fyrir 300 milljónir á ári. Með skynsamlegri vinnubrögðum, sem aðeins er hægt að koma á með betri aðstöðu, væri hægt að stórlækka verð á leirmunum, þannig að fólk upp til hópa gæti keypt þá og haft þá til daglegs brúks. Sama er að segja um textíl, eða vefjarlist. Við eigum nóg af ágætum vefurum, en vinna þeirra er líka of dýr til þess að verkin geti orðið hvers manns eign. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að taka upp hagkvæmari vinnubrögð. A þessari tækniöld er ekkert sjálfsagðara en að láta vélar vinna hluta verksins, — vandað- ur hlutur þarf ekki að missa neitt af gildi sínu við það. Hér eru ógrynni flutt inn af alls konar taui, sem stenst fyllstu kröfur, sem gerðar eru til gæða og hönnunar. Þetta er útaf fyrr — Yfirleitt hefur það verið kennsla, sem ég hef unnið við. Kennsla er krefjandi og lýjandi starf, en hún er líka skemmtilegt viðfangsefni. Myndlistinni hef ég svo sinnt eftir því sem tök eru á — aðallega eru það nú helg- arnar og sumarfrí, sem fara í •þetta. — Þú nefnir kennslu, en hefur þitt daglega líf ekki breytzt töluvert við að taka við skólastjórn Myndlista- og handíðaskóla íslands? — Nei, ég finn í rauninni ekki mikinn mun á því að stjórna þessari stofnun og því að sinna kennslu einvörðungu. Munurinn er náttúrulega í því fólginn fyrst og fremst að nú ræð ég meiru en áður, og það á alveg ljómandi vel við mig, segir Einar og hlær. — Eg er nefnilega svo ráðríkur. — Ætlarðu að vera skóla- stjóri lengi? — Nei, það hef ég aldrei hugsað mér. Þetta er annað árið, sem ég er skólastjóri, og það eru ákveðnar breytingar, sem ég hef hug á að gera á skólanum. Því fyrr sem þær komast í fram- kvæmd þeim mun fyrr hætti ég, svo ef það eru einhverjir sem vilja losna við mig þá er hentug- asta leiðin kannski sú að ýta undir slíkar breytingar. En gam- anlaust, — þá er ég þeirrar skoðunar, að það sé bezt fyrir alla aðila að menn séu ekki mjög lengi í einu í svona störfum. Það er langtum betra að fá nýtt blóð við og við, annars fer varla hjá því að um stöðnum verði að ræða. Slíkt er ekki sízt varasamt í skólum. — Hvaða breytingar eru það helzt, sem þú vilt koma á i skólanum? — Það er ýmislegt í sambandi við námstilhögun. Það er til Listamannahverfið í Breiðholti. Lengst til hægri er hús Einars Hákonarsonar og konu hans, Sólveigar Hjálmarsdóttur, en aðrir listamenn í hverfinu eru: örn Þorsteinsson, Helgi Gislason, Leifur Magnússon, Ingunn Eydal, Steinunn Bergsteinsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson og Björgvin Haraldsson. (LjÓ8m. EœlUaj Menningin er víðar en í bókum og mgndarömmum sig ágætt, en meinið er bara það að innfluttar vörur geta aldrei haft sama gildi fyrir íslendinga og íslenzkar vörur. Menning er nefnilega víðar en í bókum og myndarömmum — menning set- ur svið á allt umhverfið, og við eigum að kappkosta að íslenzk menning verði uppistaðan í um- hverfi okkar en ekki einungis lítill hluti af ívafinu. — Einu sinni bjóstu í gömlu timburhúsi í Hafnarfirði. Er þetta nýja hús tákn um borg- aralega velmegun? — Ætli það ekki. Nei, ætli það sé ekki tákn þess að við Sólveig vorum búin að fá okkur fullsödd af gömlum húsum. Við vorum reyndar komin með tvö gömul timburhús í Firðinum upp á okkar arma, en svo var þetta einfaldlega orðið of erfitt og of dýrt. Ég hef alltaf haft mikið dálæti á gömlum húsum og hef það enn, en þeir, sem taka sér fyrir hendur að gera þau upp og halda þeim við eins og þarf, vita hvað þeir hafa að gera. Megin- ástæðan fyrir því að við fórum að byggja hér var samt sú, að húsnæðið í Hafnarfirði hentaði okkur orðið illa. Ég þurfti til dæmis að flytja vinnustofuna tíu sinnum á jafnmörgum árum, og var búinn að fá meira en nóg af því. Kostirnir við að hafa vinnu- stofu í sambandi við heimilið eru augljósir, en lengi vel var vanda- málið það að skipulagsyfirvöld vildu ekki leyfa byggingu á húsum, sem gátu rúmað vinnu- stofu myndlistarmanns. Það féll ekki inn í rammann — þessi lágreistu hús með flötu þökun- um, sem hvarvetna blasa við. Að lokum var þó fallizt á að veita nokkrum listamönnum leyfi til að byggja á þessu svæði hér — við erum átta í nokkurs konar þyrpingu. I námunda við húsin eru, auk garða, blettir ætlaðir fyrir listaverk, þannig að þetta getur orðið ákaflega skemmti- legt með tímanum, ekki bara fyrir okkur, sem hér búum, heldur alla sem leið eiga um, sagði Einar Hákonarson að lok- um. - Á.R. dæmis verið að lengja nám í sérdeildunum en við það styttist nám í undirbúningsdeild. Ég er líka að reyna að koma á skipu- lögðum nemenda- og kennara- skiptum við Norðurlönd og reyndar fleiri lönd. Það er gífur- lega mikið mál að reyna að rjúfa þessa einangrun, sem við búum við. Að sumu leyti er auðveldara að skipuleggja svona skipti í samvinnu við Norðurlöndin, en við megum líka vara okkur á því að binda okkur ekki of mikið við þau. Þótt norræn menning sé Einar Hákonarson í nýju vinnustofunni í húsi sínu að Vogaseli 1. Mótin, scm sjást á myndinni, eru af veggskreytingu í Hólabrekkuskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.