Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ1980
i "i   m   mmMMP
III. grein
Þegar kom fram á árið 1940 var
staða Breta ákaflega slæm, að
ekki sé sterkara til orða tektö —
og hún átti eftir að versna.
Winston Churchill var orðinn
flotamálaráðherra en friö-
þægingarstefna Chamberlains,
forsætisráðherra og Halifax lá-
varðar, utanríkisráðherra réð enn,
þrátt fyrir stríðsyfirlýsingu.
Raunar má segja að stríðsrekstur
Bandamanna á þessum tíma, hafi
verið að forðast bein átök við
Þjóðverja. En þá ber líka að hafa í
huga, að herir Bretlands og
Frakklands voru mjög vanbúnir.
Pólland féll, þegar kom fram á
vorið féllu Noregur og Danmörk
— ekkert virtist geta stöðvað hina
þýzku stríðsvél.
I maí 1940 réðust Þjóðverjar inn
í Holland og Belgíu og þaðan inn í
Frakkland. Ekkert stóðst fyrir
þýzku leifturárásinni. Frakkar
horfðu sljóum augum yfir Rín frá
Maginot-línunni, sem endanlega
átti að stöðva þýzka innrásarheri.
Þjóðverjar hins vegar lögðu aldrei
til atlögu við Maginot-línuna —
þeir t óku sveig framhjá henni í
gegn um Belgíu og Holland. Belg-
ar höfðu byggt Eben Emael —
virki 1932. Það átti að vera
mikilvæg víglína gegn árás og var
hugsað sem framhald Maginot-
línunnar. Bygging virkjanna var
gerð með hliðsjón af reynslunni
frá í fyrri heimsstyrjöldinni. En
árið 1940 voru aðrir tímar —
þýzkir fallhlífarhermenn einfald-
lega lentu á þökum þessara neðan-
jarðarvirkja og köstuðu reyk-
sprengjum inn um loftræstirör
hinna rammgerðu virkja —
belgískir hermenn streymdu í þús-
undavís upp úr virkjunum með
hendur fyrir ofan höfuð. Snilli
Þjóðverja virtist eiga sér fá tak-
mörk, en var von að Þjóðverjar
vissu hvernig bezt var að vinna á
Eben Emael-virkinu, sem hafði
kostað Belga offjár — þýzkir
verktakar höfðu unnið við bygg-
ingu þeirra átta árum áður!
Þjóðin snýr sér
til Churchill
Belgía féll - Holland féll -
Frakkland féll og á fjórða hundr-
uð þúsund brezkir hermenn voru
strandaglópar í Dunkirk. Þjóðin
snéri sér til Winstons Churchill til
að leiða hana út úr þessum
ógöngum.
Fyrsta verkefniö var að bjarga
hermönnunum frá Dunkirk eftir
fall Frakklands. Hvert skip, hver
bátur, hver einasta smákæna var
notuð til að flytja brezka hermenn
yfir Ermasundið. Það tókst að
bjarga hermönnunum. 33.226 her-
menn voru fluttir yfir Ermasund-
ið. í brezkum blöðum var flóttinn
kallaður „kraftaverkið við Dun-
kirk" en Churchill var ómyrkur í
máli og sagði að Bretar hefðu
beðið alvarlegan hnekki í baráttu
sinni gegn nazismanum.
Enn voru til menn í Bretlandi,
sem vildu semja frið við Þjóðverja
Heinz Guerdian, hershöfð-
ingi — stjórnandi leift-
urstríös Þjóöverja inn í
Frakkland, Holland og
Belgíu. í forgrunni eru her-
menn við dulmálsvél —
taugamiðstöö leifturstríös-
ins. Guerdian vissi ekki aö
Bretar höföu yfir slíkri
dulmálsvél aö ráöa, og
unnu sleitulaust, nótt og
dag við að lesa dulmál
Þjóöverja, þó hægt gengi.
Eben-Emael virkin. Þjóð-
verjar lentu í fallhlífum á
þaki þeirra og köstudu
reiksprengjum inn og
hundruö Belga komu út
meö uppróttar hendur.
DULARFULLI
STEPHENSON
Sir William Stephenson var yfirmaður leyniþjón-
ustu Breta vestanhafs í síðari heimsstyrjöldinni.
Leyniþjónusta hans teygði anga sína víðs vegar
um heim. Hann var heiðraður af bæði Bretum og
Bandaríkjamönnum fyrir störf sín í síðari heims-
styrjöldinni. Sir William Stephenson er af
íslenzku bergi brotinn, móðir hans var íslenzk.
vegna þess að baráttan væri
vonlaus. Þeirra á meðal var Hali-
fax lávarður, sem enn var utan-
ríkisráðherra. Hann lagði til að
samið yrði nú, því betri samningar
fengjust þá, en eftir 3 mánuði.
Hægt yrði að semja um sjálfstæði
Bretlands, sagði Halifax og
Mússolíni var reiðubúinn að ger-
ast milligöngumaður.
Bretland átti að fá að halda
sjálfstæði sínu. ítalir fengju
Möltu í Miðjarðarhafinu og frjálst
spil þar. Ef Bretar fettu ekki
fingur út í hernaðarbrölt Þjóð-
verja og ítala og gæfu þeim
Mið-Austurlönd og Afríku eftir,
þá  væri   hægt  að  tryggja  frið.
Þetta var tillaga Mússólínis. Hali-
fax beitti sér fyrir þessu
samkomulagi. „Hefði verið samið
við Þjóðverja og ítali þá, hefði
ekki liðið á löngu þar til barátta
okkar gegn nazismanum hefði
orðið and-brezk sagði Stephenson
síðar.
Stephenson til
Bandaríkjanna
„Þú veist hvað þú verður að
gera. Við höfum rætt þetta frá
öllum hliðum. Þú verður sérlegur
fulltrúi minn í Bandaríkjunum.
Og þú munt njóta þess valds og
þeirra áhrifa, sem ég hef þar,"
sagði ChurchiM þegar hann bað
Stephenson að fara til Bandaríkj-
anna til að .afla stuðnings við
málstað Breta þar og setja leyni-
þjónustu á laggirnar. Stephenson
vissi, að honum höfðu verið falin
óvenjumikil völd og sjálfstæði.
Hann átti að stjórna brezku leyni-
þjónustunni í Bandaríkjunum og í
rauninni miklu meira: Hann átti
að ráðast gegn óvininum, hvenær,
og hvar sem hann sá ástæðu til án
þess að þurfa að ráðfæra sig við
herráðið. Sárafáir áttu að fá
vitneskju um hvers eðlis starf
hans vestanhafs yrði.
Churchill   hafði   raunar   áður
rætt um að senda Stephenson til
Bandaríkjanna, þegar hann var
flotamálaráðherra. „Við þörfn-
umst gulls. Við eigum ekkert, vitið
þið það," hafði hann sagt nánustu
samstarfsmönnum sínum — bæði
mönnum úr hernum, leyniþjónust-
unni og eins þeim borgarlegu
mönnum, sem voru reiðubúnir að
starfa fyrir Bretland og sáu hætt-
urnar sem að steðjuðu. Og
Churchill hélt áfram: „Við þörfn-
umst fylgis mesta iðnaðarveldis
heims. Segið þeim, að við séum
reiðubúnir að berjast. Við erum
ekki gungur. Með guðs hjálp kann
svo að fara að Bandaríkin komist
hjá því, að stríðið komi að þrösk-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48