Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 31 Ljósm. Emilia KJARVALSSTAÐIR Sýning Þorbjargar og Guðrúnar Svövu Um þessar mundir sýna Þor- björg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir í Vestursal Kjarvalsstaða. Þar sýna þær um 60 verk, málverk og teikningar. Sýning Guðrúnár Svövu er tví- skipt, annars vegar eru þar mynd- raðir, olíumálverk á striga og teikningar, en hins vegar eru þar stök málverk. Þorbjörg sýnir olíu- málverk og teikningar af ýmsum gerðum og stærðum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—22 til 29. þ.m. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sölumaðurinn og Oliver Twist í kvöld og annað kvöld eru sýningar á leikriti Arthur Millers, Sölumaður deyr, og er uppselt á sýninguna í kvöld. Aðsóknin hefur verið mjög mikil að þessari sýningu og uppselt í flest skiptin. Gunnar Eyjólfsson leikur aðal- hlutverkið, Willy Loman sölumann, sem reynir að réttlæta sjálfan sig og hugsjónir sínar þegar honum finnst hann vera lítiis virtur og útskúfað- ur. Margrét Guðmundsdóttir leikur Lindu, eiginkonu hans, sem hvetur hann óspart til dáða í lífsbaráttunni þó svo hún viti að hann lifir í sjálfsblekkingu. Syni þeirra, Biff og Happy, léika Hákon Waage og Andri Örn Clausen. Róbert Arn- finnsson leikur Ben frænda, sem allt virðist geta. Árni Tryggvason leikur nágranna Loman-hjónanna og Randver Þorláksson leikur son hans; þá leikur Bryndís Pétursdóttir glað- væra vinkonu farandsalans og ýmsir fleiri koma við sögu í þessari frásögn af lífi Willy Loman, sölu- manns. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hallur Sigurðsson, Sigurjón Jó- hannsson er höfundur leikm.vndar- innar, dr. Jónas Kristjánsson hefur þýtt leikinn og Áskell Másson samdi tónlistina fyrir sýninguna. Olivcr Twi.st á morgun Barna- og fjölskylduleikritið um Oliver Twist hefur nú verið sýnt tuttugu sinnura og hefur aðsókn verið góð. Ein sýning verður um helgina, kl. 15.00 á morgun, og má nú einungis gera ráð fyrir sýningum á sunnudögum eftirleiðis. Linda og Willy Loman (Margrét Guðmundsdóttir og Gunnar Eyj- ólfsson). Frank van Mens sýnir 14 myndverk í dag opnar hollenskur lista- maður, Frank van Mens, sýningu í Djúpinu við Hafnarstræti. Þar sýnir hann 14 myndverk sem hann gerði á sl. ári en hann hefur í vetur gegnt kennara- starfi við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands. Frank van Mens er 28 ára gamall, fæddur í Harlem í Hol- landi. Áður en hann kom hingað, starfaði hann í tvö ár í Þýska- landi, á Italíu og í Hollandi, þar sem hann teiknaði og lék í hljómsveit, en nú er u.jt.b. ár síðan hann kom til Islands. „Teikningarnar, sem ég sýni nú í Djúpinu, gerði ég að verulegu leyti á fyrstu tveimur mánuðun- um sem ég dvaldist hér á landi. Þær eins og komu upp í fangið á mér. Það má líta á þær sem skóla augans, hugarflugsins, draumsins og veruleikans. Þær eru summa þeirrar reynslu sem ég hef orðið aðnjótandi í þeim löndum sem ég hef dvalist í undanfarin þrjú ár,“ sagði Frank van Mens. Áður hefur listamaðurinn sýnt málverk, teikningar og grafíkverk í nokkrum borgum í Hollandi. P Leitar þú að nytsamri fermingargjöf? Hér eru nokkrar tillögur Stóll: Orlental með sessu kr. 2.690- Stóll: Drottningarstóll með sessu kr. 1.335.- Drottningarborð kr. 573.- Hilla: 85x200 cm. kr. 2.625,- Hilla: 80x160 cm. kr. 1.939.- Margar fleiri geröir. Spegill kr. 398.- Hilla: 80x80 cm. kr. 1.141,- Stóll: Ágústa með sessu Stóll: Veronika með Stóll: Cafó með sessu kr. 748.- sessu kr. 789.- kr. 573,- Rúm meö dýnu: kr. _ 1.894 -90x205 cm. 4. ‘%T- “V Stóll: Filip með sessu kr. Stóll: Eyrún með sessu 625.- kr. 726.- Náttborö: kr. 359.- Hamraborg 3, Kópavogi, s. 42011. Austurstræti 8, Rvk., s. 16366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.