Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1981 2 1 Hoffellskirkja í Nesjahreppi endurbyggð í sjálf boðavinnu Iioffellskirkja eftir að hún var endurbyKKð i sumar. Iloffelskirkja eins og hún var eftir gagngerar endurbætur 1919 ok 1920. Iloffellið í baksýn. Texti og myndir: Einar Gunnlaugsson, Höfn Hiifn. 18. ánúst. NÚ í sumar var Hoffelskirkja í Nesjahreppi, Hornafirði, endurbyKKÖ. Það hafði lenKÍ verið draumur heimamanna í Iloffelli að kirkjan yrði þar endurbyKKð, ok haíði HelKÍ Guðmundsson, sem lenKÍ bjó á Iloffelli, undirbúið það verk þe^ar hann féll frá á síðast- liðnum vetri. Heimamenn á Iloffelli, ættinKjar þeirra ok vinir tóku síðan saman hönd- um síðastliðið vor ok reistu nýja kirkju, á sama stað ok eldri kirkjan hafði staðið. Til að ná upprunalegu útliti kirkjunnar, var að sögn Guð- mundar Jónssonar bygg- ingameistara á Höfn, stuðst við gamlar myndir af kirkj- unni. Þess má geta, að Guð- mundur var heimamönnum til halds og trausts við byggingu kirkjunnar, einnig má geta Ljósakrónan i Hoffellskirkju er fagur gripur frá árinu 1864. Gísli Arason, safnvörður i Gömlu búð, byKgðasafni Aust- ur-SkaftfellinKa, var fenKÍnn til þess vandasama verks að þræða Ijósakrónuna upp á nýtt fyrir vígsluna. þess að öll vinna við byggingu kirkjunnar var unnin í sjálf- boðavinnu. Að sögn Gylfa Jónssonar í Bjarnanesi, bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir þegar hún var vígð, og má þar til dæmis nefna gjöf þeirra hjóna í Svínafelli í Nesjum, Þóru Guð- mundsdóttur og Sigurbergs Árnasonar, en þau gáfu kirkj- unni fagran rauðan hökul gerðan af Þóru, ásamt rykki- líni. Einnig bárust kirkjunni 4 kertastjakar, kross á altari og útskorin gestabók, ásamt fleiru og vonandi verður það ekki misvirt þó það sé ekki nefnt hér. I Hoffellskirkju eru ýmsir fagrir munir úr gömlu kirkj- unni og má þar nefna kaleik og patínu, sem kirkjunni var gef- ið árið 1866 af þáverandi kaupmanni í Papósi. Einnig eru úr gömlu kirkjunni oblátu- askja úr spæni, prédikunar- stóllinn, ásamt fagurri ljósa- krónu, einnig er kirkjuklukkan frá gömlu kirkjunni, en gamla kirkjan var byggð árið 1864. Síðasta athöfnin sem fram fór í gömlu kirkjunni var útför Leifs Guðmundssonar árið 1970, en hann bjó allan sinn búskap ásamt konu sinni, Ragnhildi Gísladóttur, á Hof- felli. Ragnhildur Gísladóttir andaðist fyrsta laugardag ágústmánaðar og var hún jarðsett er Hoffellskirkja var vígð 11. ágúst síðastliðinn. Við vígslu kirkjunnar var fjöldi gesta. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vígði kirkjuna, en séra Gylfi Jónsson í Bjarnanesi jarðsöng. „Innbyggð" var sérstök sókn og nefndist Hoffellssókn, og hélst sú skipan allt fram á síðasta tug aldarinnar sem leið. Hoffell var um aldir kirkju- staður og annexía frá Bjarna- nesi. í skrá frá árinu 1200 er kirkjunnar í Hoffelli getið meðal kirkna í Skálholtsbisk- upsdæmi, og einnig í máldög- um frá 14., 15. og 16. öld varðandi tekjur hennar bæði af jörðum og jarðarpörtum, sem lagðar voru undir hana í sókninni, og gangandi fé. Kirkjan stendur austast í bæjarþorpinu. Þegar Hoffellssókn var sam- einuð Bjarnanessókn árið 1894, var kirkjan lögð niður til messugerðar. Þáverandi bóndi á Hoffelli, Jón Guðmundsson, keypti þá eignarhlut sóknar- bænda í húsinu og lét það standa. Á árunum 1919—1920 var steypt utan um veggi kirkj- unnar og þak, og var það vel stæðilegt. Síðan kirkjan var lögð niður, hafa þó farið fram útfararathafnir frá Hoffelli og næstu bæjum, en í mjög fá skipti aðrar kirkjulegar at- hafnir. (Sögulegar heimildir um Hoffellskirkju fengnar úr Byggðasögu Austur-Skaftfell- inga ritaðar af Bjarna Bjarna- syni frá Brekkubæ.) Einar, Höfn. Séra Gylfi Jónsson I Bjarnarnesi við predikunarstólinn, en hann er úr gömlu kirkjunni. Þess má Keta að kona séra Gylfa, ÞorKerður SÍKurðardóttir. málaði stólinn ok fórst það vel úr hendi, enda málar prestsfrúin mikið i frítíma sínum. Margeir Einarsson Minningarorð í dag kveðjum við lítinn frænda, Margeir Einarsson, sem fæddist þ. 11. jan. 1980 og átti því aðeins viðdvöl hjá okkur í 19 mánuði. Þessi stutta ævi hans hefur þó haft meiri áhrif á okkur en margar aðrar lengri. Við vorum fljót að eigna okkur þennan litla frænda sem sérstaka nýársgjöf og heimsóknirnar á Hólabrautina urðu óvenju marg- ar. Hann bjó þar með móður sinni á heimili afa og ömmu, óx og dafnaði og heillaði alla með ljóm- andi hreysti og einlægri kátínu sem börnum einum er gefið. Fáir ungir herrar áttu fleiri aðdáendur en hann. Margar fórnfúsar hendur urðu því máttvana og dugðu skammt þegar sjúkdómur gerði um sig hjá Margeiri litla. Það var eins og lífið sneri við, hægt og hægt þokaðist hann burtu frá okkur, við stóðum skelfd álengdar. Mikil barátta var háð hjá læknum og hjúkrunar- fólki, en bar ekki árangur. Mörgum myndum bregður fyrir í huganum frá þessu erfiða tíma- bili og þá fyrst hin takmarkalausa móðurumhyggja sem virðist ná langt út fyrir gröf og dauða. Kærleiksríkt andrúmsloft meðal starfsfólks Barnadeildar Hrings- ins, sem var ómælanleg huggun í vanda þessum. Við þökkum guði fyrir að Mar- geir litli þjáist ekki lengur, en ekki síður syrgjum við af heilum hug að hann fékk ekki dvalist hér lengur, heill og glaður. Við biðjum guð að styrkja foreldrana, ömmur og afa í sorg þeirra. Við minnumst lengi gleðistunda með litla Mar- geiri og kveðjum hann hinstu kveðju. _Flýt þúr vinur í feirri heim. Krjúptu á vexum friðarboöanx fljÚKðu á vænKjum morKunrnðans meir að starfa kuAs um Koim.“ (Jónas llalÍKrimsson) Frændsystkini Hvi var þesNÍ hcóur búinn. barniA kæra. þér hvo skjótt? Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Hann Margeir litli (eins og við kölluðum hann alltaf), systur- sonur okkar, kvaddi okkur aðfara- nótt laugardagsins 22. þ.m., aðeins liðlega hálfs annars árs. Hann hafði þá legið á Barnaspítala Hringsins í sex vikur samfleytt og auk þess meira áður. Margeir litli fæddist 11. jan. 1980. Hann var á heimili afa síns og ömmu ásamt móður sinni og okkur bræðrunum. Hann varð strax það sem allt snerist um á heimilinu og einnig var hann alltaf velkominn á heimili ömmu- systkina hér í Keflavík svo og heimili langömmu- og langafa síns. Mikið var gaman að honum og hann var yfirleitt alltaf kátur og hress. Þó dró ský fyrir sólu er hann var aðeins tveggja mánaða gamall. Þá þurfti hann að gangast undir uppskurð, en var sem betur fór fljótur að ná sér. í u.þ.b. ár var Margeir litli síðan perlan á heim- ilinu, eða þar til að nú í vor að hann þurfti að dvelja langtímum saman á sjúkrahúsi vegna veik- inda. Þessi veikindi, sem voru ekkert skyld þeim fyrri, reyndust alvarlegri en á horfðist í fyrstu. Margeir litli hafði fengið krabba- mein, og þrátt fyrir uppskurði og lyfjagjafir virðist ekkert bíta á þennan illræmda sjúkdóm. Fljót- lega varð nokkuð ljóst að Margeir litli myndi kveðja þennan heim áður en langt um liði. Fjölskyldan og allir ættingjar urðu vitanlega harmi slegnir, en þó stóð Ragn- hildur systir okkar alltaf upp úr. Hún hélt í vonina sem lengst hún gat og vonum við að hún komist eins vel frá þessum harmi og hún bar hann í brjósti sér. Henni, svo og Einari, föður Margeirs, og Maríu, föðurömmu hans vottum við bræður okkar innileg- ustu samúð. Einnig viljum við færa okkar bestu þakkir til starfs- fólks Barnaspítala Hringsins, sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að Margeiri litla mætti líða sem best. Við munum ævinlega minnast Margeirs litla sem glaðlegs og káts lítils frænda, því það var sú hliðin sem hann oftast sýndi okkur. Við vonum aðeins nú að hann sé kominn þangað sem hann þarf ekki að þjást eins og í sinni stuttu viðveru hér. Megi elsku Margeir litli hvíla í friði. Moðurhra'ður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.