Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 45 óhætt sé að fullyrða það, að sam- vinna okkar við tslendinga hafi verið einkar jákvæð hingað til og við lítum björtum augum til fram- tíðarinnar í þessum efnum," sagði Silvano da Luz. Fiskveiðiaðstoð íslendinga á Cabo Verde hefur falizt i því að láta landsmönnum í té afnot af rs. Bjarti, 200 smálesta stálskipi, ásamt veiðarfærum, til fiskleitar, veiðitilrauna og kennslu. Rs. Bjartur kom til Cabo Verde 7. júni 1980. Áður en skipið fór áleiðis suður, lágu fyrir þær upplýsingar að brynstirtla (hrossamakríll) væri við eyjarnar í miklu magni og beindist mestur áhugi að því að landsmönnum yrði kennt að veiða þá fisktegund í nót. Val á skipi til verkefnisins var raunar við þetta miðað og veiðarfæri að mestu. Fyrsta misserið var svo einkum leitað brynstirtlu, en skemmst er frá því að segja að hún hefur ekki fundist í veiðanlegu magni. Hugs- anlegar skýringar eru taldar vera þær, að göngur séu árstíðabundnar og e.t.v. ekki árvissar, eða að um sé að ræða sama stofn og ofveiddur hefur verið við Máritaníu. Ekki er þó hægt að fullyrða neitt um þetta efni fyrr en eftir mun lengri rann- sóknir, jafnvel nokkur ár. Nú eftir sl. áramót hafa einkum verið gerðar veiðitilraunir með fremur takmörkuðum togveiðibún- aði skipsins og veiddur sá fiskur sem fundizt hefur. Eru það aðrar fisktegundir en hér fást — en matfiskur engu að síður og ríkir ánægja með árangurinn þótt afli í veiðiför sé lítill á íslenskan mæli- kvarða. Hafa Cabo Verde-menn þreifað fyrir sér um útflutning á þessum fiski ferskum flugleiðis til markaða í Suður-Evrópu og er það ein af framtíðarvonum þeirra. Árangur verkefnisins Fiskleit rs. Bjarts er fyrsta skipulega heildarkönnunin á fiski- miðum við Cabo Verde sem gerð er með fullkomnum tækjum af reynd- um fiskiskipstjórum. Safnað hefur verið töluverðum upplýsingum um veiðislóðir við eyjarnar. Ennþá er samt aðeins um frumkönnun að ræða. Niðurstöður hennar fela þó nú þegar í sér hagnýta þekkingu, m.a. hafa þær sýnt að túnfiskur er meiri við eyjarnar en áður var tal- ið. Áður var getið fisktegunda sem veiðzt hafa í vörpu, en einnig hefur fundizt á grunnsævi meðfram ströndum smár makríll, sardinella o.fl. Skiptir þetta síðastnefnda verulegu máli, þar sem vöntun á beitufiski háir vexti túnfiskveið- anna, langmikilvægustu greinar sjávarútvegs á eyjunum. Nokkur hópur Cabo Verde-manna, sem unnið hefur á skipinu, hefur lært til verka við nóta- og togveiðar, veiðarfæraviðgerðir o.fl., auk til- sagnar í siglingafræðum. Aðstoðin snýst um að kanna og meta sem nákvæmast að hve miklu leyti Cabo Verde-menn, sem hlutu sjálfstæði fyrir aðeins 6 árum, geta bætt úr mikilli örbirgð sinni með eflingu fiskveiða í næstu framtíð. Kanna þarf til hlítar, hvar fisk sé að finna og hvaða veiðiaðferðir henti bezt. Landgrunn eyjanna er lítið og kann því svo að fara, að minna reynist vera um fisk þar en menn vildu. Engu að síður er ljóst að fiskveiðar Cabo Verde má auka til verulegra muna. Cabo Verde-menn leggja því mikið upp úr því að það undirbún- ingsverk, sem nú er hafið, verði leitt til lykta og hafa lagt áherzlu á að íslendingar annist það. Framtíðarhorfur Vegna framlengingar aðstoðar- innar til næstu 4 ára er í undirbún- ingi smíði fiskiskips sem er sér- hannað til veiða við Cabo Verde og í þróunarríkjum. Ætlunin er að nota skipið að nokkru leyti til túnfiskveiðanna, en að öðru leyti til þess veiðiskapar sem íslenzku rannsóknirnar og fisktiiraunirnar sýna fram á að hægt sé að stunda þar syðra. Hefur skipaverkfræð- Jón R. Hjálmarsson Þórður Tómasson Fanný Sigurðardóttir ritar Minningabrot úr ævi Sveinbjargar Sveinsdóttur sem var rangæsk að uppruna en fluttist út í Vest- mannaeyjar eins og fleiri Rangæ- ingar og varð að sjá sér þar far- borða, einstæð móðir tveggja barna. Lífið var bæði hrjúft og hart, og í raun og veru ósambæri- legt við nokkuð í nútímanum. Auðvitað var þá til gott fólk, rétt eins og nú. En þeir, sem stóðu höllum fæti í þjóðfélaginu, fengu ekki síður að kenna á brestum þess og iilu innræti þar sem það leyndist. Saga Fannýjar er skrumlaus, vel stíluð og vafalaust dagsönn. Erfið ferðalög 1918 heitir þáttur sem Jón R. Hjálmarsson skráði eftir Sigurði Tómassyni á Bark- arstöðum í Fljótshlíð. Sigurður kveður árið hafa verið »eftir- minnilegt fyrir margra hluta sak- ir og markaði tímamót í búskap bænda að minnsta kosti í Skafta- fellssýslu og einnig að verulegu leyti hér í Rangárvallasýslu vegna þeirra náttúruhamfara* sem þá dundu yfir og sögumaður getur um fyrr í þættinum. Að lokum er svo stuttur þáttur, Um Búkollu, eftir Friðrik Guðna Þórleifsson og kvæðið Til Gissurar í Sclkoti eftir Ólaf Ingimundarson. Að vanda er höfgur blær fortíðar og þjóðfræða yfir þessu riti og vona ég að það lifi sem lengst og haldi áfram að verða vettvangur rangæskra skálda og fræðimanna — eða annarra sem telja sig hvor- ugt en geta sagt og vilja segja frá einhverri þeirri reynslu sinni eða annarra sem telja má þess virði að hún sé fest á blað og látin á þrykk út ganga. Og geymd til fróðleiks og skemmtunar komandi kynslóð- um. Frá undirritun samnings íslendinga og Cabo Verde-manna um þróun fiskveida. Samninginn undirrituðu Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra íslands og Silvano da Luz utanríkisráðherra Cabo Verde. Hjá þeim standa íslenzkir embættismenn og embættismenn frá Cabo Verde. ijósm. ólafur k. Magnússon. ingur, Þorsteinn Már Baldvinsson, verið á Cabo Verde og vonast til þess að skipið verði tilbúið síðla á næsta ári. Nú standa fyrir dyrum viðræður við Cabo Verde-menn um tilhögun og efnisþætti aðstoðarinnar í næsta áfanga meðan beðið er eftir að nýja skipið komist í gagnið. Hef- ur verið óskað tillagna frá þeim, jafnframt því sem uppi eruj^msar hugmyndir af hálfu þeirra íslend- inga sem starfað hafa að verkefn- inu. Aðstoðin við Cabo Verde hefur, þrátt fyrir byrjunarörðugleika, skilað raunhæfum árangri. Ætla má að áframhaldandi aðstoð geti orðið til vaxandi gagns og flýti fyrir því að Cabo Verde-mönnum takist að kanna og nýta til hlítar fiskveiðimöguleika sína. Silvano da Luz utanríkisráðherra Cabo Verde ásamt túlki sínum. Ljóum. Mbl. ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.