Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 Frá Skapta Hallgrímssyni og Reyni Eiríkssyni í Hlíöarfjalli: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1982 25 Leióinlegt veður setti svip sinn á sjöundu Andrésar andar-leikana á skíðum sem fram fóru um helgina „ÞETTA hefur að mestu leyti gengið ágætlega, það hafa að vísu orðið smá útúrdúrar vegna veðurs," sögðu ívar Sigmundsson og Gísli Kr. Lórenzson mótsstjórar Andrésar andar-leik- anna er blm. rabbaði við þá að mót- inu loknu. Leiðinlegt veður setti svip sinn á leikana að þessu sinni. Að vísu var rjómaveður fyrsta keppnis- daginn, síðastliðinn fimmtudag, en á Ibstudag og sérstaklega á laugardag- inn var mjög leiðinlegt veður. Þurfti að grípa til þess ráðs að hætta við seinni ferð í sumum greinum og voru lyftur lokaðar um tíma í Hlíð- arfjalli á laugardaginn. „Við höfum nú lent í enn verra veðri með And- résar-leikana,“ sögðu þeir ívar og Gísli. „Þá þurfti að fresta allri keppni og síðan var keppt í öllum greinum á einum degi. Við byrjuðum klukkan 8 um morguninn og vorum að til kl. 11 um kvöldið. Þeir síðustu þurftu að keppa í myrkri. Þá voru að vísu mun færri keppendur." Nú þurfti að hætta við keppni í stökki vegna veðurs en að sögn Ivars ákvað Andrésar andar- nefndin að hafa þá keppni um næstu helgi. Þeir félagar sögðust hafa heyrt Gísli Kr. Lorenzson hjá fararstjórum hinna ýmsu hópa að leikarnir hefðu verið í fastari skorðum í fyrra en núna. „Þetta er rétt og stafar af því að ívar Sigmundsson við fengum sumar þátttökutil- kynningarnar svo seint núna og vissum því ekki hve yrðu margir á leikunum. Þeir urðu töluvert fleiri en við höfðum reiknað með. Þegar hér eru um 500 manns, keppendur, fararstjórar og starfsmenn, þá er nauðsynlegt að ná að skipuleggja allt mjög nákvæmlega. Tímasetn- ingar rugluðust t.d. í stórsviginu vegna þess að mun fleiri keppend- ur voru í flokkunum en við höfðum reiknað með.“ Hve langur er undirbúningur- inn fyrir svona stórt mót? „Það er farið að hugsa um næsta mót strax að því síðasta loknu. Segja má að undirbúning- urinn standi yfir í heilt ár nú orð- ið.“ Að þessu sinni voru ekki neinir erlendir keppendur á leikunum. Að sögn mótsstjóranna yrðu ör- ugglega einhverjir erlendir gestir hér á ferðinni næsta ár. „Við fengum fyrirspurn nú rétt áður en þessir leikar byrjuðu frá Skotlandi um möguleika á að senda keppendur þaðan en við gát- um ekki tekið við þeim núna vegna þess hve fyrirvarinn var stuttur. Þá er einnig líklegt að norskir keppendur láti líka sjá sig á næsta ári,“ sögðu þeir félagar. Sverrir Ragnarsson, 10 ára, frá Ak- ureyri. „Æfi næstum á hverjum degi“ „AUÐVITAÐ ætlaði ég mér að vinna í dag, en það tókst ekki, því miður,“ sagði Sverr- ir Ragnarsson frá Akureyri, en hann lenti í 2. sæti í stór- svigskeppninni. Hann sagðist hafa byrjað að keppa á Andr- ésar andar-leikunum þegar hann var 5 ára. „Ég hef aldrei unnið á þessu móti, en oft lent í 2.-5. sæti. Mér hefur gengið vel í vetur, unn- ið 6 mót, þ.á m. á Húsavík og þá vann ég bikarkeppnina hér á Akureyri í 10 ára flokki.“ Sverrir sagðist æfa næst- um á hverjum degi og keppa um aðra hverja helgi. Hann æfir líka handbolta og fót- bolta, en sagði að skemmti- legast væri á skíöunum. „Þetta er skemmtilegasta mótið, því það er miklu meiri harka á því en hinum,“ sagði Sverrir. — sh Sólveig Gísladóttir Akureyri. Tvö- faldur sigurvegari í alpagreinum. „Ætla aö reyna að veröa eins góö og Sten- mark“ SÓLVEIG Gísladóttir frá Ak- ureyri sigraði tvöfalt í 11 ára flokki, þ.e.a.s. í svig og stór- svigi, og var hún að vonum kampakát, þegar bim. hitti hana að máli. „Þetta er í fjórða skipti, sem ég keppi á Andrésar- leikum og finnst mér það alltaf ofsalega gaman. í fyrra vann ég í fyrsta skipti á Andrésar-leikum, en þá si- graði ég í stórsvigi. Ég hef æft mjög vel í vetur og var ákveðin í að gera mitt besta til að vinna á þessu móti, og það tókst. Ég er ákveðin í að æfa skíði í framtíðinni og ætla að reyna að verða jafn- góð og Stenmark, því hann er uppáhalds skíðamaðurinn minn.“ — re Kristín Sveinbjörnsdóttir, 9 ára, frá Dalvík. Mer finnst mjög gaman á skíðum í STORMINUM á laugar- daginn hitti blm. Kristínu Sveinbjörnsdóttur, 9 ára, frá Dalvík. Hún sagðist æfa tvisvar í viku og einnig stundum um helgar. „Mér finnst mjög gaman á skíð- um,“ sagði hún. „Ég hef keppt dálítið á Dalvík, en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á Andrésar andar-leika. Ég vona, að mér gangi vel í seinni ferð stórsvigsins á eft- ir,“ sagði hún. Ekkert varð þó úr þeirri ferð, þar sem hætta varð keppni vegna veð- urs og var því tími úr fyrri ferð látinn gilda um endan- lega röð. — sh Sigrún Haraldsdóttir, 6 ára, frá Nes- kaupstað. Mikið ævintýri að keppa hér „ÉG VARÐ Austurlands- meistari í svigi 8 ára og yngri í vetur,“ sagði Sigrún Har- aldsdóttir frá Neskaupstaö, sem er aðeins 6 ára gömul, er undirr. spjallaði við hana og móður hennar í Strýtu á laug- ardaginn. Að þeirra sögn er mjög gott skíðaland við Nes- kaupstað, í Oddsdal, og þangað fer Sigrún á skíði um helgar, en æfir annars ekki. I>ær mæðgur sögðu, að mikið hefði aukist að krakkar á Neskaupstað færu á skíði, en ekki væru margir sem kepptu á Sigrúnar aldri. „Það er mikið ævintýri fyrir hana að koma og keppa hér,“ sagði móðir hennar, og bætti við að vel gæti farið svo, að hún kæmi aftur. — sh Hwbráar ^ritwr- tnkartnr Pálína Guðrún frá Húsavík fékk góða afmælisgjöf Nokkrir af keppcndum frá Bolungarvík ásamt fararstjórunum Halldóri Kristinssyni og Sigurði Bernódussyni. Fararstjórar Bolvíkinga: „Andrésar andar-leikarnir toppurinn á vetrarstarfinu“ „SKÍÐAAÐSTAÐA hjá okkur á Bolungarvík er ekki nógu gód, skíóalandið er frekar lélegt, en það er mikill áhugi hjá bæjarbúum að koma uppi góðri aðstöðu. Við erum með góða lyftu í bænum, en getum ekki notað hana nema 1—2 mánuði á ári vegna snjóleysis. Þá erum við með 2 færanlegar lyftur að auki,“ sögðu Halldór Kristinsson og Sigurður Bernódusson, fararstjórar krakkanna frá Bolungarvík á Andrésar andar-leikunum. Alls voru 13 keppendur frá Bolungarvík. „Áhugi á skíðaíþróttunum er töluvert mikill á Bolungarvík," sögðu þeir félagar. „Bærinn keypti snjótroðara í vetur og hefur hann lagt brautir og við það hefur áhugi almennings aukist mjög mikið, og þá ekki síst á göngunni. Við höfum ágætis göngu- land.“ Fram kom í máli þeirra, að oft væri erfitt að stunda skíðaíþróttina vegna veðurs á þeirra heimaslóðum. Hvernig undirbúa krakkarnir sig? „Þau hafa nú bara æft sjálf í vetur, hafa ekki haft neinn leiðbeinanda. Á hverjum vetri eru haldin þrjú mót fyrir þau og þar að auki fara þau á Vestfjarðamótið. En Andrésar andar-leikarnir er hápunkturinn á vetrarstarfi þeirra, það er langskemmti- legasta mótið fyrir þau. Af hverju skyldi það vera? „Hér eru bestu brautirnar og besta skíðalandið," skaut einn keppendanna inn í. Nú eru væntanlega margir sem sitja heima? „Já, þetta er ekki nema lítill hluti þeirra krakka sem stunda skíðin. Við veljum þau sem hafa náð bestum árangri í vetur og þeir fá einnig að fara með sem hafa verið áhugasamastir og stundað íþróttina best.“ — sh ■ Þrjár fyrstu í göngu 12 ára stúlkna. F.v. Ósk Ebenesardóttir, Isaf., Auður Ebenesardóttir, ísaf., og Guðrún Valgeirsdóttir frá ísaf. Þrjár fyrstu í göngu 12 ára frá Isafirði ÞRJÁR FYRSTU, sem komu í mark í 12 ára flokki stúlkna í göngu, voru allar frá ísafirði, og tvær fyrstu m.a.s. tvíburar. Heita þær Auður Kristín og Ósk Ingibjörg Ebenesersdætur §§ og sú þriðja heitir Guðrún Anna Valgeirsdóttir. „Við höfum oft keppt á svigskíðum,“ sögðu þær er blm. tók þær tali er þær voru komnar í mark, „en erum aðeins með í göngunni núna. Við vorum líka á Andrésar andar-leikunum í fyrra og kepptum þá í göngu. Við æfum nú ekki mikið og það er mjög misjafnt eftir vikum hve mikið. Við byrjuðum að æfa gönguna aftur núna í febrúar i vetur fyrir þetta mót,“ sögðu þær stöllur, eldhressar eftir keppnina. PÁLÍNA Guðrún Bragadóttir frá Húsavík sigraði í 7 ára flokki í stór- svigi á fimmtudaginn, en hún átti einmitt afmæli þann dag, varð 8 ára. Eftir að undirritaöur hafði óskað henni til hamingju með daginn, var hún spurð um keppnina. Hún sagðist ekkert frekar hafa búist við þvi að fara með sigur af hólmi. Hún hefði æft og keppt nokkuð mikið í vetur á Húsavík en aldrei unnið, en orðið i öðru sæti nokkrum sinnum. Hún sagði, að það væri erfitt að keppa á Húsavík, því þar þyrfti hún að keppa i flokki 8 ára og yngri. Pálina sagðist hafa byrjað á skíðum þegar hún var 5 ára og byrjað að keppa 6 ára. — Mér fínnst mjög gaman hér á Andr- ésar andar-leikunum og vonast til að komast aftur á þá næsta ár, sagði afmælisbarnið að lokum. Pálína Gísladóttir Sæmundur Stefánsson eyri, sem varð annar, hafði aðeins 5/hhi hluta úr sekúndu lakari tíma en Sæmi. „Ég keppti fyrst á Andrésar andar-leikunum 1978 og sigraði þá í svigi. Ég hef keppt á hverjum leikum síðan og baráttan í mínum flokki hefur alltaf verið milli mín, Jóns Ingva og Ólafs Sigurðssonar frá ísafirði. Ég hef æft ágætlega í vetur, næstum á hverjum degi, og bjóst ajveg eins við því að vinna núna. Ég varð í 1. sæti á Flug- leiðamótinu um daginn.“ Eru ekki Andrésar andar-leik- arnir skemmtilegasta mótið sem þið takið þátt í? „Ég bjóst alveg eins viö því aö vinna“ — sagöi Sæmundur Árnason, sigurvegari í flokki 11 ára í svigi „ÞETTA var erfið braut, hún var heldur kröpp,“ sagði Sæmundur Árnason frá Ölafsfírði, sigurvegari í svigi 11 ára, er blm. ræddi við hann er úrslit voru kunn á fimmtudaginn. Keppni í þessum flokki er gífurlega hörð og Jón Ingvi Árnason, Akur- „Jú, það finnst mér. Litlu krakk- arnir hlakka líka mjög mikið til að keppa hérna á þessu móti.“ Á föstudaginn bætti Sæmundur annarri skrautfjöður í hatt sinn er hann sigraði í stórsviginu. — sh Jón Yngvi Árnason, Akureyri, á fullri ferð í sviginu. Hann náði öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Göngukapparnir Magnús Eiriksson og Guðrún Pálsdóttir ásamt stelpunum. Stelpunum finnst mikiö sport að standa í þessu ALLIR skíðaunnendur ættu að kannast við Magnús Eiríksson og konu hans, Guðrúnu Pálsdóttur, en þau hjónin urðu bæði íslandsmeist- arar í skíðagöngu á landsmótinu sem fram fór fyrir skömmu. Þau voru mætt á Andrésar andar-leikana með dóttur sina og einnig systur Guðrúnar og kepptu þær báðar í göngu, flokki 9 ára og yngri. Ester, systir Guðrúnar, er 9 ára, en Hulda, dóttir þeirra hjóna, er aðeins sjö ára. Er undirritaður spjallaði við þau hjón, sögðu þau, að þær hefðu byrjað að keppa í vetur, það væru þó nokkur mót á Siglufirði fyrir þessa litlu krakka. Aðstaðan væri góð og ekki mjög langt frá bænum. Hafa þær æft mikið fyrir mót- ið? — Nei, þær æfðu núna síðustu vikuna fyrir mótið undir leiðsögn okkar. Þær hafa aldrei keppt áður á Andrésar-leikunum, en þeim finnst mjög mikið sport að standa í þessu. Það má búast við því að þær komi hér aftur til keppni á næsta ári, sögðu þau. — sh Yngsti keppandinn í göngunni var sex ára HANN var ekki hár í loftinu hann Hlynur Tuliníus frá Akureyri, yngsti keppandinn í göngukeppninni, að- eins 6 ára að aldri. Er blaðamaður spjallaði við hann eftir aö keppninni lauk, sagðist hann vera rétt að byrja á gönguskíðum og aldrei hafa keppt áður. — Ég hef aldrei verið í neinum íþróttum áður, en kannski ætla ég að keppa áfram í göngu, sagði hann. Hann sagðist hafa farið fyrst á skiði er hann var 4 ára og hefði verið dálítið á skíðum fram að þessu. — sh „Þriðji sigur minn í svigi á Andrésar andar-leikunum“ — segir Vilhelm Már Þorsteinsson, 10 ára, frá Akureyri VILHELM Már Þorsteinsson frá Akureyri sigraði í svigi 10 ára og varð þriðji í stórsviginu. „Þetta er í sjötta skiptið sem ég keppi á Andrés- ar andar-leikunum og í fjórða skiptið sem ég vinn. Einu sinni í stórsvigi en nú í þriðja skiptið í svigi,“ sagði Vilhelm, er blm. spjallaði við hann. Ertu mikið á skíðum? — Já, æfingar eru þrisvar í viku og auk þess fer ég alltaf einu sinni til tvisvar í viku á skíði utan þess. Þá eru alltaf mót hér heima um aðra hverja helgi. Ég hef æft í 5 ár og finnst mjög skemmtilegt á skíðum. Ég gerði mér vonir um að vinna í sviginu og það tókst. Annars hef- ur alltaf verið hörð keppni í þess- um flokki milli mín, Sverris Ragn- arssonar, Akureyri, og Adda Kalla frá Isafirði, sem sigraði í stórsvig- inu. — sh Vilhelm Már Þorsteinsson, 10 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.