Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 18
18 líÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Pílagrímsför til íslands 70 árum eftir lífgjöfina „Segðu þeim að ég sé eilíflega þakklátur íslendingum fyrir björgunina þegar ég varð skipreika 1912 og allar hlýlegu móttökurnar á bæjunum, sem við komum á í Öræfasveitinni og eftir björgunina á leiðinni til Reykjavíkur á hestum,“ sagði Yves Le Roux eða Yves frændi eins og hann er gjarnan kallaður franski sjómaðurinn sem varð skipreika á Skeiðar- ársandi fyrir 70 árum, þegar franska skútan Áróra fórst nálægt Ingólfshöfða. Hann er hingað kominn, 88 ára gamall, í nokkurs konar pílagrímsför. Með honum eru Jean Le Roux, bæjarfulltrúi í Paimpol og mikill áhugamaður um minjar frá þessum tíma Islandssjómannanna frönsku, og kjarnorku- eðlisfræðingurinn Louis Jauneau. Þrátt fyrir háan aldur var Tonton Yves (Yves frændi á bretónsku) ákafur í að komast austur á sanda, þar sem honum var bjargað 1912. Útgefandi sjálfsævisögu hans, sem út kom í íslenskri þýðingu Jóns Oskars í vetur undir nafninu „Yves frændi, Islandssjómað- ur“, Baldur Stefánsson í Steinholti hf., og Lily kona hans, svo og vinkona gamla mannsins og undirritaður blaðamaður Mbl. efndu því til ferðar austur í Öræfi og allar götur austur að Eystra-Horni, þar sem minningar eru á hverju strái um franska skútusjómenn, skipsströnd og í kirkjugörðunum sjó- mannagrafir þeirra sem ekki sneru aftur. Satt að segja var varla búist við því að hægt yrði að uppfylla ósk gamla franska sjómannsins um að finna á leið okkar fólk á bæjum, sem hann hefði getað hitt fyrir 70 árum. En á Hofi í Öræfum er Magnús bóndi Þorsteinsson; 84ra ára gamall, sem mundi vel eftir strandmönnunum af Áróru frá Paimpol, kvaðst muna eftir því eins og það hefði gerst í gær þegar hann kom í Sandfell eftir að búið var að bjarga þeim og þeir sátu þar allir í hóp. ís Þorsteinsson bóndi i Hofi í ÖrKfum. Og ifingum fyrir lífgjöfinal — Ég man vel eftir ykkur skipbrotsmönnunum af Aróru 1912, sagði Mi franski sjómaðurinn Tonton Yves faðmaði hann að sér: Þaklta ykkur 1 Ba'rinn i Sandfelli er horfinn. í kirkjugarðinum stendur bara eftir steinn með iletruninni: Hér stóð Sandfellskirkja til 1914. En fjallið upp af bænum, sem Presturinn sr. Jón Jóhannessen gekk upp i með sjónauka sinn og si strönduðu skútuna Áróru, befur ekki breyst Nú 70 irum síðar stendur franski sjómaðurinn, sem presturinn bjargaði, í túninu. Le Meur bæjarfulltrúi í franska bænum Paimpol og mikill ihugamaður um tíma frönsku íslandssjómannanna er hér að taka kvikmynd af ströndinni við Eystra Horn, en þar fóru upp 5 franskar skútur í óveðri 1873. Fjöldi sjó- manna fórst, en 31 sjómaður kom einmitt upp yfir þennan kamb og si bæinn Horn inni í víkinni. Man Árórustrandið fyrir 70 árum „Lofaðu mér að faðma þig,“ sagði Yves gamli og kyssti Magnús á báð- ar kinnarnar. Þarna urðu fagnað- arfundir og þeir fóru að rifja upp þessa febrúardaga 1912, þegar franska skútan Áróra strandaði, og sjómennirnir allir björguðust upp á strondina milli Skeiðarár og Núps- vatna, þar í hópi, yngsti skipverj- inn, Yves Le Roux, 18 ára gamall. „Ég var þá unglingur og hafði verið sendur ríðandi héðan heiman frá Hofí að prestssetrinu Sandfelli," sagði Magnús, — þá voru allir frönsku sjómennirnir af Áróru þar hjá prestinum, sr. Jóni Jóhannes- sen, sem bjargaði þeim,“ segir Magnús. „En sr. Jón talaði mörg tungumál. Þeir hópuðust í kringum hestinn minn, sem gefin var tugga á hlaðinu. Ég man hvað mér varð starsýnt á klossana, sem þeir voru á, með þykkum trésólum og yfirleðrið, sem náði upp á læri, neglt við sólann með þéttum nögl- um. Slíkt hafði ég aldrei séð fyrr. Þegar þeir settust að borðinu, höfðu þeir við hliðina á diskinum sínum harða brauðsnúða, sem þeir höfðu tekið með sér úr skipinu, og maul- uðu með öllum mat.“ „Já, hvort ég man eftir hestun- um,“ sagði Tonton Yves. Ég datt þrisvar sinnum að minnsta kosti af baki á leiðinni neðan af strandstað og upp að Sandfelli og Svínafelli, því okkur var skipt á þessa tvo bæi. Ég lenti á Svínafelli og hafði auð- vitað aldrei komið á hestbak. Á eiii- um stað sökk hesturinn í. Ég var skelfingu lostinn þegar fæturnir á mér námu við jörðu. Svo reif hest- urinn sig upp úr og reis upp á end- ann, en ég sat eftir á jörðinni. Við vorum heldur ekki vel klæddir. Til að verjast kulda vorum við allir reyrðir með snærum utan um buxn- askálmarnar og ermar og um mittið og ekki liðlegir við að komast á bak. En það var tekið svo vel á móti okkur á bæjunum.” Magnús Þorsteinsson segist muna vel eftir Fransmönnunum, sem voru þarna á bæjunum tveimur í 10—12 daga meðan safnað var hestum til að flytja þá áfram. Þeir voru þá oft á gangi að heimsækja hver annan og töluðu mikið. Þetta var raunar ekki eina strandið sem Magnús átti eftir að kynnast. Hann segist muna milli 10 og 20 strönd á þessum slóðum. Oft var hann síðar vaktmaður fyrir sýslumann á strandstað. í gömlu torfkirkjunni á Hofi í Ör- æfum eru tvær kirkjuklukkur úr strönduðum skipum, önnur ensk en hin úr franskri skútu. Og við kirkjuhornið hvílir i garðinum a.m.k. einn franskur sjómaður. Magnús segir okkur að Áróru- strandið hafi verið talið gott strand þar í sveit, enda rak rauðvínstunn- ur og ýmislegt nýtilegt, þegar skút- an fór að liðast í sundur. Tonton Yves segir að þeir hafi getað farið á strandstað meðan þeir voru í Sandfelli og Svínafelli og náð í flesk og brauð. Strandið varð 21. febrúar. Fjórum dögum seinna sá Maigrat skipstjóri að skipið var orðið fullt af sandi og 2. marz úr- skurðuðu hann og umboðsmaður eiganda á strandstað að þaö væri ónýtt. Um borð voru 10.700 þorskar, 2.000 grömm af hrognum og 400 að- rir fiskar. Auk þess að tapa aflahlut heillar vertíðar, misstu þessir fá- tæku skipsmenn fatnað sinn. Á leiðinni austur höfðum við komið við að Núpsstað, og í aðra gamla torfkirkju, sem Tonton Yves mundi eftir. Þar höfðu frönsku sjó- mennirnir farið um á 20 daga ferð ríðandi til Reykjavíkur. Yfir vötnin þurfti að flytja þá á hestum. Þá var hinn frægi Hannes póstur á Núpsstað traustur fylgdarmaður yfir Núpsvötnin. Nú hittum við Eyjólf, son Hannesar, sem þá var aðeins 5 ára gamall og man vitan- lega ekki atburðinn. En Yves faðm- ar hann samt innilega og þakkar honum. Ekki stönsum við á Svína- felli, þar sem upplýsingar hafa fengist um að þar sé áreiðanlega enginn lengur sem muni atburðinn 1912 og 18 ára franska skipreika sjómanninn. Og ekki höfum við heldur spurnir af ungu stúlkunni fallegu sem hafði fært honum súkkulaðibollann, sem hann gleym- ir aldrei, á Víkurbæjum, eins og hann segir. Hefur síðan þótt það merkilegt og dæmi um fátæktina heima að hafa á íslandi fengið fyrsta súkkulaðibollann, kominn frá Frakklandi sem átti súkkulaðiframleiðslunýlenduna Kamerún. í leit að þessari stúlku hafði ég fyrir 2 árum hringt að Hnausum eftir tilvisun og talað þar við gamla konu, sem ekki mundi eftir þessum strandmönnum, sem höfðu farið um. Svo að ungu stúlk- una með súkkulaðibollann finnur Yves sjálfsagt ekki hérna megin. Vináttubönd sjómanns og björgunarmanns Bærinn Sandfell í Öræfum er nú horfinn, var jafnaður við jörðu. Eft- ir standa tóftirnar og stórt fallegt tré, en í kirkjugarði steinn með ájetruninni: „Hér stóð Sandfells- kirkja til 1914.“ Að baki gnæfir fjallið, sem presturinn, sr. Jón Jó- hannessen, gekk upp á með kíkinn sinn góða og sá niðri á söndunum möstrin af Áróru. Nú, 70 árum síð- ar, gengur gamli Yves Le Roux þarna um, svolítið dapur á svipinn: „Ég er að hugsa til allra þeirra sem voru með mér,“ segir hann. „Sér- staklega til sr. Jóns Jóhannessen, þessa góða prests sem kom með vinnumanninn sinn, Eyjólf Eyj- ólfsson, niður á strandstaðinn. Þá vorum við fegnir. Miklu seinna eða um 1950 náði sjómaðurinn Yves Le Roux aftur sambandi við sr. Jón. Konan hans, sem var kennari, hafði þá á nokkr- um mánuðum lært erlent mál, esp- eranto, og gegnum auglýsingu í blaði esperantista á íslandi 1951 komust þau hjónin í samband við sr. Jón Jóhannessen. í bréfi sem hann skrifaði í framhaldi af því til Tonton Yves lýsir presturinn, sem kveðst hafa verið í Sandfelli frá 1905 til 1912, erfiðum aðstæðum á söndunum og við ströndina. Hann lýsir þessum febrúardegi 1912 þeg- ar hann sá ofan af fjallinu skip, sem virtist svo nærri landi að það gat ekki verið eðlilegt: „Ég flýtti mér heim, lét leggja á hesta og hélt þegar í stað niður á ströndina. Leið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.