Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 19. september - Bls. 49-80
„Þetta
er mitt líf
4
Rætt við Einar Hákonarson listmálara og fyrrverandi skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans
Vinnustofan er stór og björt. Þaö er hátt til lofts. í henni innanverðri er pallur og þaðan er
innangengt í íbúðina. Það bergmálar og minnir þannig á listasafn. Á trönum er stór, hvítur
strigi sem Einar er byrjaður að teikna á. Myndin er af manni sem situr asna og styður annarri
hendi á lend hans og lítur til baka. Það er sérkennileg ró og fegurð yfir myndinni. Fáeinir
svartir pensildrættir á hvítum striga í hvítri vinnustofu, þar sem er bergmál. Úti er rigning
með köflum.
<|r   g var að byrja á
Eþessu í morgun.
Þetta er önnur
myndin í þriggja
mynda röð með
trúarlegu efni. Innreið Krists í
Jerúsalem er stofninn sem ég vinn
út frá í þessari. Háskólinn á
fyrstu myndina. Hún heitir Á
Valhúsahæð. Þar er fólk að taka
Jesú niður af krossinum. Esjan í
baksýn og sjórinn sléttur og blár
eins og hjá Steini. Þetta er fólk
sem við sjáum á götu. Kannski
sóknarnefndin."
Einar sýnir mér ljósmynd af
Valhúsahæðarmyndinni.     Mér
finnst hún skemmtileg. Ég lýsi
hrifningu minni af þessu nýja húsi
sem við stöndum í.
„Það er nú ennþá mikið eftir,
eins og þú sérð," segir Einar um
leið og við göngum upp í íbúðina
að ná í kaffi og bolla. Það er nú
ekkert voðalega mikið eftir, virð-
ist mér, þó liggur stigi ennþá upp í
tómið, risið er ófrágengið. Á
veggjum eru myndir eftir Einar
Hákonarson. Einnig nokkrar eftir
aðra kunna listamenn, Kjartan
Guðjónsson, Magnús Kjartansson
og Braga Asgeirsson. I borðstof-
unni er skemmtileg mynd eftir
Einar af fjölskyldu við matarborð.
Heimilisfaðirinn horfir vöku-
mannsaugum yfir öxl sér og fram
úr myndinni, eins og á óboðinn
gest. Myndin heitir „Hver ert þú?"
Loks komum við okkur fyrir í
vinnustofunni, þar sem nýja
myndin blasir við okkur í hinum
enda hennar. Ég spyr Einar hvað
taki nú við hjá honum, eftir að
hann er hættur sem skólastjóri
Myndlista- og handíðaskólans,
eftir fjögur ár í því starfi og tíu
ára kennarastarf við sama skóla
þar áður.
Landslag, bátar og
kreppa
„Upphaflega ætlaði ég aldrei að
verða skólamaður, en það æxlaðist
nú svona samt og ég hef haft gam-
an af því. Þess vegna ætla ég ekki
að hætta alveg að kenna, þótt það
verði í eitthvað minni mæli. Ég
ætla að halda hér námskeið í
teikningu fyrir almenning. Að
öðru leyti ætla ég að helga mig
málverkinu. Ég hef góða aðstöðu
til að gera hvort tveggja hér. Ég
verð að hafa tekjur af einhverju
til að lifa og ég vil mun frekar
vinna fyrir þeim tekjum með
kennslu, heldur en að eiga það á
hættu að verða peningalega háður
málverkinu, verða háður mark-
aðnum,  láta  peningasjónarmið
stjórna myndgerðinni. Það er allt-
af dálítil hætta á slíku, þegar fólk
lifir á þessu einu."
— Hvað selst?
„Landslagsmyndir, bátamyndir
og kreppurómantík. Kreppuróm-
antík er kannski það nýjasta, bæði
í bókum og myndverkum. Menn
virðast ekki geta horfst í augu við
sjálfa sig og stöðu sína í samtím-
anum.
Enda sér maður að allt frá
stríðslokum hefur sú tilhneiging
verið mjög rík meðal hvers kyns
listamanna, að flykkja sér saman í
einhverja hópa og klíkur, til að
styðja hver við annan í einhvers
konar trú eða pólitík. Sennilega er
þetta vegna þess að þeir treysta
sér ekki til að standa á eigin fót-
um. Þeir þurfa einhvern stuðning
til að halda við skoðunum sínum,
sem hafa fyrir löngu dregist langt
aftur úr veruleikanum.
Margir hafa spurt mig að því,
hvers vegna ég hafi lýst mig
sjálfstæðismann svo opinberlega
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
í vor og því er til að svara að mig
langaði hreinlega til að lýsa yfir
sannfæringu minni. Ég trúi á ein-
staklinginn og ég er mjög hissa á
því, hve margir listamenn virðast
vera miklar hópsálir. Það blasa jú
hvarvetna við sorgleg dæmi þess,
hvernig raunverulegum lista-
mönnum farnast í samfélögum
sem hneppa einstaklinginn í fjötra
í nafni einhverrar fjöldahyggju,
eins og fjöldinn sé ekki einstakl-
ingar. Hitt er svo annað mál, að
listamenn sem kjósa að verða und-
irlægjur ríkjandi valdhafa lifa
jafnan góðu lífi í þessum löndum,
en þeir eru þá bara ekki lengur
raunverulegir listamenn.
Ég ætla að vona að við íslend-
ingar verðum ekki þeirri ógæfu að
bráð eins og frændur okkar Svíar
og Danir, að gera listina að vett-
vangi innihaldslausrar hópsefjun-
ar og niðurdrepandi jafnaðar-
mennsku, sem gelt hefur allt lista-
og menningarlíf í þessum löndum
þannig, að þar eru nánast engir
toppar á neinu sviði.
Það er ekki hægt að mála mynd
i hóp. Ég get sagt þér sögu af því.
Ég fór einu sinni ásamt tveimur
öðrum íslenskum myndlistar-
mönnum á eitthvert seminarium í
Halmstad. Við vorum fulltrúar
FÍM. Það var verið að ræða stöðu
listamannsins í nútímasamfélagi,
eða eitthvað álíka. Þetta var sem
sagt norræn samvinna, tómt
kjaftæði, sem getur verið ósköp
huggulegt. En á þessum fundi fékk
ég þá hugmynd að við fulltrúarnir
ættum að mála stóra mynd í sam-
einingu og þessi tillaga mín var
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80