Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
„Kannski breyti ég
asnanum 1 opinn fólksvagn"
samþykkt og við hófumst handa.
Myndin var tíu sinnum þrír metr-
ar að stærð, svo það var nóg pláss.
Við vorum auðvitað mjög ólíkir
innbyrðis, það voru „aksjónmálar-
ar" eins og Kristján Davíðsson og
danskur málari og sænskir, fínleg-
ir dalakofamálarar.
Þetta varð ansi skrýtin mynd.
Það endaði auðvitað með því að
Kristján og þessi Dani máluðu
hana nánast einir. Þeir notuðu
fljótvirkustu aðferðina."
Kom med fígúruna aftur
— En hvað með einstaklinginn
og málarann Einar Hákonarson,
hvað hefur hann málað, á hvaða
leið er hann í sínu málverki?
„Kftir nám í MHÍ hérna heima,
var ég við nám í Svíþjóð nokkur
ár. Þá var abstrakt aðalstefnan ef
svo má segja. Ég hreifst af mynd-
um Englendingsins Francis Bac-
on, sem voru fígúratívar og ég hóf
að nota fígúrur í mínum myndum
og hef gert það síðan. Fyrsta sýn-
ingin mín hér var í Bogasalnum,
1968. Eg held satt að segja að ég
hafi komið með fígúruna aftur inn
í islenska myndlist, eftir nokkra
fjarvist.
Maðurinn hefur verið viðfangs-
efni myndlistarinnar alla tíð.
Formið hefur verið breytilegt, en í
eðli sínu er öll myndlist um mann-
inn, líka hreinar abstraktmyndir.
Framan af voru mínar myndir
jafnan byggðar upp af miklum
innri andstæðum. Það voru sund-
urtættar mannverur annars vegar
og hörð form hins vegar. Ég tefldi
þessu saman í myndunum til að
lýsa firringu og einangrun manns-
ins í fjöldanum.
I fyrstu málaði ég fígúrurnar
mjög frjálslega, en síðar urðu
myndirnar stífari, gengu nærri
því að verða litaðar teikningar, en
fyrir svona fimm eða sex árum fór
ég að reyna að opna þetta allt
meira og gera myndirnar tilfinn-
ingaríkari. Síðan hef ég verið að
losa sífellt meira um formið. Áður
vann ég alltaf skissur mjög ná-
kvæmlega, en nú eru þær bara
hugmyndir, sem ég krota á blað
viðstöðulaust og byggi aðeins á í
stærstu  dráttum.  Með  þessum
hætti verður myndgerðin mun
frjálsari en ella.
Þetta hefur reyndar verið að
gerast úti í heimi núna upp á síð-
kastið. Conceptual-listin, eða
hugmyndafræðileg list, er að detta
niður, en kominn upp kröftugur
expressíónismi í anda þýsku ex-
pressíónistanna, t.d. Emils Nolde.
Þetta er kallað Nýja málverkið.
Hitt er þetta sem íslenskir lista-
menn hafa sumir hverjir kallað
nýlist, sem er undarlegt orð og al-
gert rangnefni, auðvitað.
Það virðist því sem ég sé að
komast í takt við tímann aftur,"
segir Einar og hlær dátt. „Annars
er ómögulegt fyrir menn að vera
að hlaupa á eftir einhverjum ism-
um og tískum. Menn gera þetta á
meðan þeir eru ungir og það er
eðlilegt. En menn verða einhvern
tíma að setjast niður og vinna út
úr þessu ef þeir ætla að gera
eitthvað sem hefur einhverja
vigt."
Ekki ölmusumenn
Einar hafði alltaf annað veifið
skotrað augunum á myndina á
trönunum á meðan við vorum að
tala saman og þegar Kristján Örn
ljósmyndara bar að garði og hann
bað Einar að setja nokkur strik á
myndina, þá fór Einar samstundis
í sloppinn sem eitt sinn mun hafa
verið hvítur sem mjöll en er nú að
miklu leyti eins og expressíónískt
málverk af heiði í helliregni, og
byrjaði að mála.
Það verður til fígúra aftan og
ofan við Jesú á asnanum og það
kemur í ljós eitthvað sem gæti
verið austurlensk jurt, en gæti
líka verið njóli. Einar málar hik-
laust með löngum pensildráttum
og svörtu strikunum fjölgar og
Kristján Örn myndar og myndar.
Síðan hverfur hann á braut og
Einar leggur frá sér heiðasloppinn
og við tökum til við kaffið og sam-
talið á nýjan leik. Hann heldur
áfram að gjóa augunum við og við
á myndina.
Ég spyr hann hvernig það sé að
vera myndlistarmaður á þessum
tímum, í þessu landi.
„Það er nú svona og svona. Þó er
nú búið að setja á stofn Lista-
verkasjóð ríkisins, sem hefur til
umráða eitt prósent af fjárlögum
ríkisins, annað hvort A eða B.
Þessi sjóður ætti að geta skapað
myndlistarmönnum verkefni f
framtíðinni. Mér hefur alltaf þótt
eðlilegra að menn vinni ákveðin
verkefni og fái greitt fyrir þau,
fremur en að vera með styrkja-
kerfi. Listamenn eiga ekki að vera
ölmusumenn. En það er dálítil
saga á bak við Listaverkasjóðinn.
Þannig var, að fyrir þremur ár-
um var ég beðinn um að gera til-
logu að veggskreytingu á nýju
skólahúsi á Lyngási við Safamýri.
Ég gerði það og þetta var nokkuð
stórt verk. Þá var sú regla í gildi
að verja mætti tveimur hundraðs-
hlutum af byggingarkostnaði
opinberra bygginga til listskreyt-
inga. Nú, það var töluverð reki-
stefna útaf þessu í menntamála-
ráðuneytinu og eitthvað var fjarg-
viðrast út af þessu í blöðunum. Á
endanum var tillögum mínum
hafnað. Þetta þótti of dýrt. Það
átti að kosta tíu gamlar milljónir
og var 15—20 fermetra verk.
Þessi 2% -regla hefur lítið verið
notuð, en eftir þessa epísóðu
þarna um árið lögðu þrír þing-
menn fram frumvarp um að regl-
an yrði gerð að skyldu. Það voru
þeir Birgir ísleifur Gunnarsson,
Halldór Blöndal og Ólafur G. Ein-
arsson. Menntamálaráðherra vildi
ekki vera minni karl og lagði að
bragði fram annað frumvarp sem
nú mun orðið að lögum og það var
frumvarpið um Listaverkasjóð-
ínn.
.Allar stefnur
jafn réttháar
„Þetta urðu nú ekki síðustu
viðskipti mín við þann makalausa
menntamálaráðherra,     Ingvar
Gíslason. Ég veit ekki hvort þetta
deilumál um veggskreytinguna
gerði hann tortrygginn í minn
garð eða hvað, en allavega var það
undarlegt þegar hinar dálítið
frægu deilur urðu í Myndlista- og
handíðaskólanum nú fyrir stuttu,
að ég þurfti að leita til Skóla-
meistarafélags íslands til að fá
stuðning til að fá að halda uppi
aga í mínum skóla. Þetta mun
einsdæmi.
Mig langar til að leiðrétta eitt.
Ég hef verið ásakaður fyrir að
vera á móti ákveðnum stefnum.
Þetta er ekki rétt og stríðir alger-
lega gegn minni sannfæringu. En
það er ekki síður andstætt minni
sannfæringu að stofnaðar séu í
listaskólum sérstakar deildir utan
um ákveðnar stefnur. Þar eiga all-
ar stefnur að vera jafn réttháar og
það voru þær vissulega í MHÍ áður
en þessi sérstaka svokallaða „ný-
listadeild" var sett á laggirnar.
Nemendum í MHÍ hefur einatt
þótt það undarlegt við fyrstu sýn,
að þar kenna margir kennarar og
nánast hver með sína sérstöku
skoðun á listinni. En það er ekki
hægt að kenna list með einhverju
einu patenti. Það er einmitt já-
kvætt fyrir unga fólkið að geta
nýtt sér það besta úr hugmyndum
ólíkra kennara."
Það er allt í einu komin kona á
myndina á trönunum.
„Já, ég var búinn að vera að sjá
hana þarna á meðan við vorum að
tala saman, svo ég teiknaði hana
bara. Það vantaði eitthvað þarna."
Við höfum á myndina og hrær-
um í kaffibollunum, svo undir tek-
ur í vinnustofunni. „Annars á
þetta kannski eftir að breytast
mjög mikið þegar ég byrja að
mála þetta. Ég er til dæmis ekki
alveg búinn að ákveða hvort ég á
að láta Jesú horfa fram eða til
baka. Kannski breyti ég asnanum
í opinn fólksvagn," segir Einar og
hlær.
Umtalsvert ógagn
Einar Hákonarson er nú stjórn-
arformaður Kjarvalsstaða. Við
ræðum nokkuð um það.
„Ég hef áhuga á að Kjarvals-
staðir verði alþjóðlegri en verið
hefur. Mér finnst að íslendingar
megi gjarnan líta eitthvert annað
út í heiminn en alltaf til Norður-
landa, þótt þar sé margt ágætt að
sjá. Við höfum jú líka Norræna
húsið til að halda hér uppi nor-
rænni menningu sérstaklega, og
forða okkur frá þessari ímynduðu
amertkaníseringu, sem skandina-
vískir sveitakarlar í menningar-
málum rugla stundum heimskúlt-
úrnum saman við.
Það er nú til dæmis eitt dálítið
hættulegt mál á ferðinni núna
fyrir íslenska myndlist, en það er
það, að nú eru það útlendingar
sem í æ ríkara mæli ráða því
hvaða íslensk list er sýnd á erlend-
um vettvangi. Norræna lista-
bandalagið er orðið miðstýrt kerfi
sem ræður of miklu. Það var Svíi
sem valdi íslensku verkin á nor-
rænu menningarkynninguna í
Bandaríkjunum. Forystumenn
FÍM á undanförnum árum hafa
verið of hallir undir þetta, finnst
mér, og fleirum, og því var það
líka að við tókum okkur saman,
nokkrir menn sem mála hér að
verulegu marki, og stofnuðum
Listmálarafélagið, sem stundum
er kallað „Olíufélagið" en það
stenst nú reyndar ekki alveg, því
sumir okkar mála með akrýllitum.
Þeir listfræðingar sem hér
starfa nú og komið hafa spreng-
lærðir heim á síðustu árum, hafa
líka unnið myndlist hér umtals-
vert ógagn með sérlega neikvæð-
um skrifum um allt sem gert er
hér eða þar um bil. Þessir menn
eru auðvitað vel menntaðir í al-
þjóðlegri listasögu og ættu reynd-
ar að heita listasafnfræðingar, en
þeir vita oft sáralítið um íslenska
myndlistarsögu og ættu að kynna
sér betur þann fróðleik sem Björn
Th. Björnsson hefur sett á bækur
um það efni, nú síðast í stórvirk-
inu, „íslensk myndlist". Þeir gætu
tekið hann sér til fyrirmyndar og
fjallað um íslenska myndlist í
dýpri skilningi."
Breytingar á
KjarvaJsstöðum.
„Það eru fyrirhugaðar ýmsar
breytingar á Kjarvalsstöðum,
bæði innan húss og utan. Hönnun
hússins hefur ekki tekist alveg
sem skyldi. Það er þannig búið að
samþykkja að veggir í sýningar-
sölum verði hafðir hvítir og nú er
beðið eftir tillögum arkitektsins,
varðandi hið mjög svo umdeilda
loft sem fer í taugarnar á öllum
þeim sem sýna þarna. Danirnir,
sem settu upp sýninguna á verk-
um Thorvaldsens, hafa þannig
brugðið á það ráð að búa til hús
utan um sýninguna til að losna við
núverandi veggi og loft.
Nú er stjórnin að vinna vetrar-
dagskrána. Það er mikið happ
fyrir Kjarvalsstaði að hafa Þóru
Kristjánsdóttur     listráðunaut.
Starfsemin hefur orðið mun líf-
rænni eftir að hún tók til starfa.
Og þá ekki bara á sviði myndlist-
ar. Það eru hugmyndir um að
koma upp færanlegu leiksviði
utanhúss, við húsið. Það er nauð-
synlegt að starfsemi þessarar
menningarmiðstöðvar Reykvík-
inga sé sem líflegust og fjölbreytt-
ust.
Mér finnst að borgaryfirvöld
ættu að styðja við bakið á listiðn-
aði hvers konar, því þar eigum við
sívaxandi hóp góðs fólks, sem
stendur erlendum starfsbræðrum
sínum að minnsta kosti á sporði,
en mætir litlum skilningi valdhafa
hér. Við sjáum nú bara hvernig
þetta unga fólk, sem var að setja á
stofn glerverkstæði nú fyrir
stuttu, varð að innrétta það í fjár-
húsi uppi á Kjalarnesi. Borgin
ætti að útvega fólki lóðir undir
byggingar fyrir slíka starfsemi á
hagstæðum kjörum, eða byggja
nýja iðngarða, í stað þeirra sem
verslunin hefur nú yfirtekið að
mestu, sem enn eitt talandi dæmið
um það, hvaða atvinnugreinar
blómstra hér á landi nú á dögum,
og hverjar ekki.
Það var jákvætt framtak hjá
Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis að efna til yfirstandandi
hönnunarsamkeppni, og vonandi
taka nú fleiri við sér."
íslensk grafík
Degi er tekið að halla. Við víkj-
um talinu aftur að Einari sjálfum
og list hans. Ég kem auga á mikla
vél, sem reynist vera grafík-pressa
og spyr Einar um þessa listgrein.
„Eg tók grafík sem hliðargrein í
náminu úti, en hafði áður verið
dálítið hjá Braga í litógrafíu. Ég
kynntist svo annarri tækni, í Sví-
þjóð, ætingu, sem ég heillaðist
„Þeir þurfa einhvern
stuðning til að halda
við skoðunum sínum,
sem hafa fyrir löngu
dregist langt aftur úr
veruleikanum."
„Menn virðast ekki
geta horfst í augu við
sjálfa sig og stöðu
sína í samtímanum."
„Ég var búinn að vera
að sjá hana þarna á
meðan við vorum að
tala saman, svo ég
teiknaði hana bara."
„Eg er mjög hissa á
því, hve margir lista-
menn virðast vera
miklar hópsálir."
„Fólk virðist ekki
hafa neitt til að trúa á
og berjast fyrir þegar
húsið er loks komið
upp."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80