Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 FÆKKAR UM EINA GRÝLU KFTIK áreiAanlegustu heimildum höfum viA fregnaA aA Grýlurnar séu á ný orAnar fjórar eftir aA Bára (írímsdóttir, nýi gítarleikarinn, sagAi skiliA viA þær eftir skamma veru. Eftir því sem Járnsíðunni harst til eyrna kvað Bára þetta aldrei hafa átt almennilega við sig og því hætt. Hins vegar hefði þetta verið ágæt reynsla. Ekki tókst að hafa upp á Ragnhildi Gísladóttur, for- sprakka Grýlanna, til að fá þetta staðfest. Þrjár stuttar Anti Nowhere League tapaði í vikunni máli sínu fyrir rétti. Var þar tekið til umfjöllunar hvort rétt væri að banna lag þeirra „Streets of London", sem var eitt f.vrsta stökk þeirra til frægðar og frama. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að texti lags- ins, sem hafði verið eilítið stað- færður, væri hinn mesti sori og hæri því að eyðileggja upplagið, sem lögreglan gerði upptækt fyrr í sumar. Verjendur ANL lögðu áherslu á að texti lagsins væri ekki hættulegri en efni víð- lesnasta sunnudagsblaðs Bret- anna, „News of the world“, en ekki var tillit tekið til þess. - O — Chris Squire, sem áður lék með Yes og þótti góður sem slík- ur þar, hefur tilkynnt stofnun nýrrar hljómsveitar. Ber hún nafnið Cinema, eða Kvikmynda- húsið eins og það myndi útleggj- ast á móðurmálinu. Með honum í sveitinni verða tveir fyrrverandi meðlimir Yes, Alan White trommari og upprunalegi hljómborðsleikarinn Tony Kaye, auk gítaristans Trevor Rabin. — O — Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir er Dire Straits búin að gefa út sína fjórðu plötu og nefnist hún „Love over gold". Þetta er fyrsta breiðskífa Dire Straits, sem Mark Knopfler „pródúserar". Platan er einnig merkileg fyrir þær sakir, að tveir nýir meðlimir ,gítarleikar- inn Hal Lindes og hljómborðs- leikarinn Alan Clarke, koma í fyrsta sinn fram á plötu með sveitinni. Á plötunni er aðeins að finna fimm lög, sem samtals eru 40 mínútur að lengd. Þrumuvagninn á fullri ferð í bílskúrskrílinu á Mcistaravöllum. Allt annaó ocj nútímalegra hljóð komið i Þrumuvagninn Innviðir æfingaskúrsins á Meistaravöllum kannaðir nánar „ÞaA má eiginlega segja að við sé- um að nálgast nútímann miklu meira en verið hefur“ sögðu þeir Þrumuvagnsdrengir er Járnsíðan leit við í bílskúrnum hjá þeim á Meistaravöllunum fyrir nokkrum dögum. Ohætt er að taka undir orð þeirra sjálfra því allt annað er að hcyra í hljómsveitinni nú en var. Með þáttöku sinni á „Mela- rokkinu" má segja að þáttaskil hafi orðið á ferli Þrumuvagns- ins. Hann virðist búinn að hlaupa af sér hornin og stefnan hefur verið tekin á þyngra, þétt- ara, taktfastara og beinskeytt- ara rokk. Það rokk, sem fólk í dag vill hlusta á. Ekki aðeins virðist Þrumu- vagninn hafa hleypt heimdrag- anum og skilið gamalt efni að mestu eftir í skúffunni, heldur er ekki vafi á að hljómsveitin hijómar mun meira „original" en hún gerði áður, þótt eflaust kunni slík ummæli að orka tví- mælis þegar vitnað er til þunga- rokkssveita. Eiður virðist leggja sig fram um að þurrka Plant-áhrifin úr söng sínum, þótt aldrei geti hann gert neitt að því þótt rödd- in líkist á stundum rödd goðsins fræga. Einar hefur breytt veru- lega um „sánd“ á gítarnum og virðist einbeita sér meira að því að taka eigin sóló í stað þess að „kópíera" annarra. Þá var ekki að heyra annað en breyting hefði orðið á trommuleik Eyjólfs. Óþarfa „breikin" svo gott sem horfin og áherslan lögð á þéttan trommuleik. Trommuleikur Brynjólfs er samur við sig og traustur. Ef marka má þau lög, sem Járnsíðan fékk að berja eyrum í bílskúrnum góða, er hér um um- talsverða breytingu að ræða hjá Þrumuvagninum. Tilkoma ann- ars gítarleikara hefur gert það að verkum að Einar getur beitt sér mun meira í sólóum en áður og vafalítið á sá nýi, Örn Sig- mundsson, eftir að láta heyra betur í sér. „Það væri annars fúlt ef engin breyting yrði hjá okkur" sögðu strákarnir. „Tilkoma nýs manns í hljómsveitina hefur gert það að verkum, að ,menn mæta til leiks á æfingum með öðru hugarfari. Þetta er eins og viss blóðgjöf. Við ákváðum að skipta um mál á textunum úr íslensku yfir í ensku því móðurmálið féll ein- hvern veginn ekki nægilega vel að lögunum" bættu þeir við. „Það var okkur góður skóli að gefa út þessa plötu. Hún sýndi okkur að vissu leyti hvar við stóðum og við getum síðan mið- að við hana þegar farið er út í gerð annarrar, sem við stefnum hiklaust að, ef við fáum útgef- anda“ sagði Eiður Örn. „Það má e.t.v. segja að okkar tónlist verði nú aðgengilegri og þá um leið seljanlegri en áður. Það er samt ekki ætlunin að fara að gera tónlistina að einhverri söluvöru. Fyrr hætti ég nú í þessum bransa, en að kasta öll- um hugðarefnum fyrir róða til þess eins að geta selt tónlistina" sagði Eiður ennfremur. „Erlend bönd hafa náð að slá í gegn fyrst og fremst vegna þess að þau höfðu óbilandi trú á sjálf- um sér. Ég held að við verðum að fylgja þeirri stefnu líka“ skaut Eyjólfur, trommari inn í. Éins og við nefndum á Járn- síðunni fyrir nokkru stefnir Þrumuvagninn að því að að vera kominn á götuna um mánaða- mótin. Er ætlunin að heimsækja skólana og kynna nýtt efni þar. Þessa stundina æfir sveitin af kappi fjórum sinnum í viku í 2-3 tíma í senn svo ekki ætti samæf- inguna að vanta þegar heyrist í vagninum á ný. Nýr umboðsmaður hefur tekið við störfum hjá hljómsveitinni og heitir sá Sigurjón Marísson úr Keflavík. Þeir sem hefðu áhuga á að ráða hljómsveitina til sín geta haft samband við hann í síma 92-1049. PINK FLOYD HEFUR LAGT UPP LAUPANA Ein frægasta rokksveit heims fallin í valinn Flest þykir nú benda til þess, að Pink Floyd, einhver allra frægasta og vinsælasta rokksvcit undanfarinna ára, sé búin að leggja upp laupana. llndanfariA hafa verið öflugar sögusagnir i kreiki þess efnis, en ekki fengist stadfestar. Nu virðist sem bassaleikar- inn, Roger Waters, sem manna mest hefur mótmælt þessum orðrómi, sé búinn að sætta sig við orðinn hlut og að Pink Floyd sé öll, í þeirri mynd sem verið hefur. Hljómborðsleikar- inn, Rick Wright, er hættur og trommarinn, Nick Mason, fylg- ir vafalítið á eftir. Þá standa þeir eftir Waters og Dave Gilmour, gítarleikari sveitarinnar. Waters hefur gefið til kynna að hann muni starfa áfram með Gilmour, en þá væntanlega ekki undir nafninu Pink Floyd. Pink Floyd hóf feril sinn seint á sjötta áratugnum. Hljómsveitin var þá eins skip- uð og nú nema hvað Syd Barr- ett lék á gítar í stað Gilmour. Fyrstu plötur sveitarinnar, The Piper at the Gates of Dawn, A Saucer Full of Secrets og Ummagumma þóttu nokkuð misjafnar, en engum leyndist þó að þar fóru menn með nýjar hugmyndir í rokkinu. Flestum ber saman um að platan Dark Side of the Moon mcð Pink Floyd sé eitt það heilsteyptasta, sem rokksveit hefur látið frá sér fara. Meist- araverk hafa margir viljað nefna plötuna og víst er að hún slagar hátt í það. Mikil breyt- ing varð á „sándinu" hjá hljómsveitinni (Alan Parson kom þar mjög við sögu) og að vissu leyti má segja að þær til- raunir, sem hljómsveitin var að gera á Ummagumma, hafi gægst upp á yfirborðið á nýjan leik, en kraftmeiri og um leið með textum. Animals og Wish You Were Here fylgdu í kjölfarið og síðan kom The Wall, sem margir vilja ennfremur nefna meist- araverk. Ef að líkum lætur hef- ur The Wall verið lokaverkefni sveitarinnar og vissulega verð- ugur bautasteinn. Pink Floyd. Fré vinstri: Gilmour, Wsters, Mason og Wright. Pendergrass kominn á stjá EKKI VITUM við það fyrir víst hvort nokkur lesenda Járnsíðunn- ar vissi af því þegar Teddy Pend- ergrass, söngvarinn góðkunni að „westan“, lenti í hinu versta bíl- slysi fyrr á árinu. Urðu afleiðingar slyssins þær, að Pendergrass lamaðist niður að mitti og hefur síðan orðið að fara um í hjólastól. Var lengi vel óttast að hann myndi aldrei syngja aftur. Pendergrass er nú laus af sjúkrashúsinu eftir sex mánaða dvöl og er staðráðinn í að leggja ekki árar í bát. Hefur hann hafið raddþjálfun að nýju og lætur hafa það eftir sér að söngferlin- um sé ekki aldeilis lokið þrátt fyrir þetta slys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.