Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 280. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaösins 350 farast í jarð- skjálfta í N-Yemen Manama, Bahrain, 13. desember. AP. STJÓRNVÖLD í Norður-Yemen hafa hafið miklar aðgerðir til björg- unar fjölda fólks sem lokaðist inni i heimkynnum sínum af völdum meiriháttar jarðskjálfta í landinu í dag. Talið er að um 350 manns hafi látizt í jarðskjálftanum og mikið eignatjón varð þegar fjöldi þorpa jafnaðist við jörðu. Jarðskjálftinn, sem stóð í 40 sekúndur, var svo kraftmikill að sprunga myndaðist í fjalli í nágrenni við höfuðborgina Sanaa. Forseti landsins hefur hvatt alla þegna landsins til að hjálpa hundruðum slasaðra. Bæjarstjórnarkosningar í Portúgal: Stjórn Balsemaos situr áfram þrátt fyrir tap Lissabon, 13. desember. AP. PINTO Balsemao, forsætisráðherra Portúgals, sagði í dag að stjórn sín myndi sitja áfram þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hefðu tapað fylgi i bæjarstjórnakosningum. Balsemao viðurkenndi að tap stjórnarflokkanna væru sér vonbrigði en hins vegar breyttu þau engu um stöðu ríkis- stjórnarinnar sem hefði þingmeiri- hluta að baki sér. Mario Soares, leiðtogi jafnað- armanna sem sitja í stjórnarand- stöðu, sagði að úrslitin væru van- traust á ríkisstjórnina og henni bæri að fara frá. Flokkur Soaresar bætti við sig umtalsverðu fylgi og fékk rúm 30% atkvæða að því er nýjustu spár bentu til í kvöld. Stjórnarflokkunum var hins vegar spáð tæplega 45% atkvæða. Búizt var við því að kommúnistaflokkur- inn fengi um 20% atkvæða. Þessar kosningar eru hinar fyrstu sem fram fara í Portúgal frá því Balsemao tók við völdum við Enn barizt í Líbanon Beirút, 13. desember. AP. BARDAGAR mögnuðust í dag milli kristinna hægri manna í Líbanon og vinstri sinnaðra múhameðstrúar- manna, drúza, í nánd við Beirút. Tal- ið er að 29 hafi látið lífið í bardögun- um og 62 særzt. Rúmlega 130 hafa látizt i bardögum þessara aðila und- anfarnar sex vikur. fráfall Sa Carneiros í desember 1980. Ekki er gert ráð fyrir þing- kosningum í Portúgal fyrr en á ár- inu 1984. Jaruzelski hershöfðingi hlýðir á ræðu Jablonskis forseta Póllands við setningu pólska þingsins í gær. (Símamynd ap.» „Yfirlýsing Jaruzelskis á aðblekkjaVesturlönd“ Varsjá, Kaupmannahöfn. 13. desember. AP. LEIÐTOGAR SAMSTÖÐU, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Pól- landi, sögðu í dag, að yfirlýsingar pólsku stjórnarinnar um að slakað yrði á herlögunum í landinu væru einungis ætlaðar til að slá ryki í augun á fólki á Vesturlöndum. Bogdan Lis, einn af framá- mönnum í Samstöðu í Gdansk, sagði í viðtali sem útvarpað var á laun, að fyrir yfirvöldum vekti eingöngu að fá stjórnir Vestur- landa til að draga úr efnahagsleg- um refsiaðgerðum gegn Póllandi og auðvelda landinu að fá ný er- lend lán. Lis sagði, að enda þótt hluta herlaganna yrði að formi til aflétt, hefðu stjórnvöld náð því markmiði sínu að banna Sam- stöðu. Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi Póllands, tilkynnti í ræðu i gær, að herlögum í landinu yrði að mestu aflétt um áramót. Jafn- framt yrði ýmsum pólitískum föngum, sem lítið hefðu af sér brotið, veitt uppgjöf saka. Hins vegar yrði við haldið ýmsum ráð- stöfunum, sem ætlað væri að tryggja innra öryggi landsins og hið sósíalíska hagkerfi þess. Jaruzelski sagði, að pólska þjóð- in væri komin yfir það versta. Síð- asta ár hefði verið Pólverjum erfið prófraun sem þeir hefðu staðist. Hins vegar lægju óvinir enn í leyni, innra sem ytra. Pólska þingið, sem kom saman til funda í dag, mun á laugardag fá til lokaafgreiðslu ákvarðanir stjórnarinnar um þá þætti herlag- anna, sem fella á úr gildi. í dag er ár liðið frá því herinn tók völdin í Póllandi og herlög voru sett. Margt þykir benda til að Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, muni í vikunni fara opinberlega gegn stjórninni í Póllandi og boða til útifundar í Gdansk til að minnast verkamanna, sem létust í mót- mælaaðgerðum fyrir 12 árum. Urban, upplýsingamálaráðherra pólsku stjórnarinnar, sagðist í dag ekki hafa fengið neina umsókn um heimild til að halda útifund í Gdansk ogslíkri umsókn yrði ekki vel tekið. Tveir fyrrum leiðtogar Sam- stöðu, sem nú eru búsettir í Kaup- mannahöfn, sögðu í dag, að hin frjálsa verkalýðshreyfing mundi halda áfram að dafna í Póllandi og grafa undan einræðisstjórninni Pólland: Refsiaðgerðum Banda- ríkjanna ekki aflétt Róm, 13. desember. AP. GEORGE Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er Umfangsmikil rannsókn á Ítalíu: Búlgaría bendluð við tilræðið við páfa og ýmsa hryðjuverkastarfsemi Róm, 13. desember. AP. ÍTÖI.SK YFIRVÖLD vinna nú kappsamlega að því að upplýsa dularfull tengsl glæpamanna á Ítalíu við Búlgaríu. Ýmislegt þykir benda til þess að þeir sem hugðust myrða Jóhannes Pál páfa II í maí í fyrra hafi tengst útsendurum Búlgariustjórnar og sama er að segja um ræningja banda- ríska hershöfðingjans Dozier. Heimildarmenn herma, að umfangsmikið eiturlyfja- og vopnasmygl tengist þessu máli. Stjórnmálasamband Italíu og Búlgaríu hefur mjög versnað undanfarið í kjölfar þess að rannsókn á máli þessu hófst og hafa ríkisstjórnir beggja land- anna kvatt heim sendiherra sína. Hin opinbera fréttastofa í Búlgaríu hefur lýst því yfir, að allt tal um tengsl Búlgaríu við glæpi á Italíu sé „óvinveitt og út í hött“. Tveir ítalskir dómarar, sem fara með rannsókn þeirra mála, sem hér um ræðir, komu saman í borginni Trento í dag til að sam- ræma rannsókn málanna. ítalsk- ir stjórnmálamenn lýstu í dag hver af öðrum yfir hneykslun sinni og undrun yfir fréttum um að Búlgaríustjórn skuli skipu- lega og fyrir milligöngu hryðju- verkamanna hafa unnið að því að grafa undan stjórnarfarinu í landinu. Dozier hershofOingi Jóhannes !,íll II Tyrki nokkur, sem handtekinn hefur verið vegna smygls á vopn- um og eiturlyfjum, hefur stað- hæft að smyglinu tengist Tyrkir og Búlgarar og hefur hann boð- ist til að gefa upp nöfn þeirra sem við málið eru riðnir. Þá hefur verið upplýst, að ítal- inn Luigi Scricciolo, sem lengi starfaði fyrir verkalýðsfélög á Ítalíu og var handtekinn nýlega fyrir njósnir og hryðjuverka- starfsemi, hefur njósnað fyrir Búlgaríustjórn í sex ár. Ríkisstjórn Amintore Fanfan- is, sem nýlega tók við völdum á Ítalíu, hefur ákveðið að fram skuli fara umræður í ítalska þinginu nk. mánudag. Einn af leiðtogum kristilegra demókrata í þinginu, Erminio Pennacchini, segir í blaðagrein um helgina, að morðtilraunin á páfa, ránið á Dozier hershöfð- ingja og fleiri atburðir af sama toga eigi rætur að rekja til ákvarðana sem teknar hafi verið í æðstu stjórnum annarra landa. staddur í Róm, sagði í kvöld, að frá refsiaðgerðum Bandaríkja- stjórnar gegn pólsku stjórninni yrði ekki fallið í bráð þrátt fyrir yfirlýsingar um að herlögum í Póllandi yrði í meginatriðum af- létt um áramót. Shultz sagði á fundi með fréttamönnum í Róm að ekkert marktækt hefði enn heyrzt eða sézt frá pólskum yfirvöldum vegna þessa máls, sem gerði það að verkum að Bandaríkja- stjórn sæi ástæðu til að gera breytingu á stefnu sinni gagn- vart Póllandi. Shultz upplýsti að hann hefði rætt ástandið í Póllandi við Jóhannes Pál 2. páfa og hefðu þeir skipzt á skoðunum um málið. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að beita Pólverja refsi- aðgerðum fyrir ári voru sett þrjú skilyrði fyrir því að frá aðgerðunum yrði fallið. Sleppa yrði öllum pólitískum föngum í landinu, aflétta herlögunum og taka upp raunhæfar viðræður við kaþólsku kirkjuna í landinu og verkalýðsfélögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.