Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 IMfagtniliIftfcifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 15 kr. eintakiö. „Voldugasti fjöl- miðill þessa lands“ Arni Gunnarsson, þing- maður Alþýðuflokksins og fyrrum fréttamaður út- varps, ritaði forystugrein í Al- þýðublaðið 16. júní 1982 og snerist hún um Morgunblaðið og stöðu þess meðal íslenskra fjölmiðla. Þar sagði meðal annars: „... Er það engu að síður staðreynd að Morgun- blaðið er nú einn voldugasti fjölmiðill þessa lands, ef ekki sá allra voldugasti. Ætla má, að um 150 þúsund íslendingar lesi Morgunblaðið á hverjum einasta degi og sjaldan eða aldrei hefur útbreiðsla, stærð, auglýsingamagn í Morgun- blaðinu verið meira en nú. Flestar líkur benda til þess að Morgunblaðið sé áhrifameiri fjölmiðill en útvarp og sjón- varp. Ástæðan er einfaldlega sú, að sérfræðingar þykjast hafa komist að þeirri niður- stöðu að betur komist til skila það sem menn lesa svart á hvítu, heldur en það sem þeir sjá og heyra í fjölmiðlum." Þessi orð Árna Gunnars- sonar eru rifjuð upp nú í til- efni af fjölmiðlakönnun Sam- bands íslenskra auglýsingast- ofa sem birt var í síðustu viku. í þeirri könnun felst ekki mat á því atriði sem Árni gerir að umtalsefni, hvort það hafi meiri áhrif á menn að lesa um mál svart á hvítu eða sjá atvik á skjánum, sjá og heyra menn gefa yfirlýsingar eða hlusta á talað mál í útvarpi. Erfitt er að slá nokkru föstu um þetta og móta algilda reglu. Og víst er að sjónvarp og útvarp eru miklu áhrifameiri miðlar til skyndimótunar á almennings- áliti ef þannig má að orði kom- ast en dagblöð. Þessir miðlar ljósvakans vekja hins vegar fljótt hjá mönnum leiða sé dagskrá þeirra eða mat á at- burðum of einhæft, og kerf- issjónarmið opinberrar einok- unarstarfsemi á síst af öllu heima í fjölmiðlastarfi opinna þjóðfélaga. Þess vegna kemur ekkert á óvart þótt íslensku ríkisfjölmiðlarnir eigi í vök að verjast og er skiljanlegt hvers vegna starfsmenn þeirra óttast svo mjög afnám ríkis- einokunarinnar og raun ber vitni, þegar þeir halda ekki einu sinni í við dagblað. Fjölmiðlakönnun auglýs- ingastofa staðfestir það sem Árni Gunnarsson segir um út- breiðslu Morgunblaðsins og afnot tug og jafnvel hundruð þúsunda fslendinga af blaðinu á hverjum degi. Það, sem kem- ur kannski mest á óvart þegar menn rýna í tölurnar í fjöl- miðlakönnuninni, er að sjá, að töluvert færri horfa til dæmis á fréttir sjónvarpsins dag hvern en lesa Morgunblaðið. Á landinu í heild er Morgunblað- ið lesið af 69,83% landsmanna en á fréttir í sjónvarpi horfa 63,85% til 65,27% eftir dögum. Fyrir utan fréttir ræðst það vafalaust mest af því hvað efni sjónvarps fær víðtæka kynningu til dæmis í Morgun- blaðinu hve mikill fjöldi fólks horfir á viðkomandi þátt. Og miðað við almenna útbreiðslu Morgunblaðsins og mikinn lestur þess er enginn vafi á því, að blaðið er betri auglýsingamiðill en bæði sjón- varp og útvarp. í þessu efni er ekki unnt að vera með saman- burð við önnur lönd, því það þekkist tæpast í hinum opnu þjóðfélögum Vesturlanda að dagblað njóti jafn almennrar útbreiðslu og Morgunblaðið. í þessum löndum eru sjónvarps- auglýsingar besta leiðin til að ná til sem flestra neytenda, hér á landi er það Morgun- blaðið. Um þessa staðreynd verður ekki deilt eftir nýjustu könnun Sambands íslenskra auglýsingastofa. Vandi verð- lagsstjóra Skúli Jónsson, fulltrúi Vinnuveitendasambands íslands í verðlagsráði, skýrði frá því hér í blaðinu í gær, að hann líti ekki þannig á að ráð- ið standi að baki verðlags- stjóra í síðustu lögbannsað- gerðum gegn borgarstjórn Reykjavíkur og þeirri ákvörð- un að kæra borgaryfirvöld fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins. Af hálfu verðlags- stjóra, meðal annars í auglýs- ingu hér í blaðinu, hefur verið látið í það skína, svo að ekki sé meira sagt, að aðgerðir hans séu aðeins afleiðing af ein- róma áhuga verðlagsráðs á því að framfylgja lögum og rétti í landinu. Hér á þessum stað hefur að vísu verið á það bent, að í störfum sínum fylgi verð- lagsráð ekki þeirri meginreglu að allir séu jafnir fyrir lögun- um. Skúli Jónsson skýrir og frá því að verðlagsstjóri hafi verið búinn að senda fjölmiðlum fréttatilkynningu um afstöðu verðlagsráðs áður en ráðið fjallaði um hana. Þetta sýnir að svo sannarlega er þörf á að upplýsa fleiri fleti í starfs- háttum verðlagsráðs, sem tek- ur mikilsverðar ákvarðanir er varða hag almennings. Hvern- ig er til dæmis með fundar- gerðir ráðsins? Liggja þær fyrir staðfestar strax að fundi loknum? Kirkjulislarsýning á Kjarvalsstöðum: Gömul og ný listaverk af trúarleg- um og kirkjulegum toga byrjuðu í gær að streyma til KjarvalsstaAa, vegna mikillar kirkjulistarsýningar sem þar verAur opnuA hinn 19. þessa mánaAar og stendur fram yfir páska. SafnaA hefur veriA merkum munum úr kirkj- um víAa um land, og einnig var lista- mönnum boAiA aö senda inn ný verk til sýningarinnar. MeAal merkra muna, sem I gær komu til Kjarvals- staða, var altaristafla Ásgríms Jóns- sonar úr Stóra-Núpskirkju og skírnar- fontur úr Oddakirkju á Rangárvöllum frá 1804, eftir Ámunda smið Jónsson. Kirkjulistarnefnd skipa þeir Jó- hannes S. Kjarval tilnefndur af Arki- tektafélagi íslands, sr. Gunnar Kristjánsson frá Prestafélaginu og dr. Björn Th. Björnsson listfræðingur frá Bandalagi isl. listamanna. Jó- hannes fór í gærmorgun austur að Stóra-Núpi, Keldum, Odda og Hraun- gerðiskirkju, til að ná i gripi á sýning- una. í Stóra-Núpskirkju er fyrrnefnd altaristafla eftir Ásgrfm Jónsson. Björn Th. Björnsson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að eftir að Ásgrímur kom heim hafi hann oft dvalið sumarlangt hjá séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi, og hafi þá verið fært í tal við hann, að hann gerði altaristöflu fyrir kirkjuna. Ás- grímur mun hafa verið alllengi með verkið, en hann lauk þvf árið 1912, og síðan þá hefur taflan verið á Stóra- Núpi. Myndin er hins vegar máluð í húsinu Vinaminni við Mjóstræti í Reykjavík. Altaristafla Ámunda á Keldum Frá Stóra-Núpi hélt leiðangur Jó- hannesar að Keldum á Rangárvöllum, þar sem til stóð að ná f altaristöflu eftir Ámunda smið Jónsson, sem gerð var árið 1792. Björn Th. segir töfluna hafa verið gerða fyrir Keldnakirkju á sfnum tíma. og hafi hún þótt dýr. Báturinn sem tekinn var í Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann að hún, kominn í eigu Þjóðminjasafns „Varð skipherra að ganga undir fánana og beygja sig lítið eitt, því þeim var haldið lágt“ — segir f Öldinni okkar ÞJÓÐMINJASAFNINU var í dag af- hent að gjöf, bátur sá er var tekinn af danska varðskipinu Islands Falk í Reykjavíkurhöfn, fyrir að hafa uppi bláhvíta fánann svonefnda, undanfara núverandi þjóðfána okkar. Atvik þetta átti sér staA 12. júni 1913, fyrir tæpum 70 árum og er frægt í íslandssögunni. ÞaA leiddi af sér hörð viAbrögð Reyk- víkinga, svo sem lesa má um f sagn- fræðibókum og óumdeilanlegt er, aö 22. nóvember sama ár er gefinn út kon- ungsúrskurður um íslenskan sérfána og um skipun nefndar til að gera tillög- ur um gerð hans og liti. Þarna er þvf um að ræða ekki ómerkan atburð í sjálfstæðisbaráttunni. Það var Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi, sem afhenti Þjóðminja- safninu bátinn, en báturinn var í Sigurjón Pétursson og Einar Pétursson árið 1912, ári áður en umræddur atburð- eigu föður hans, Sigurjóns Péturs- ur á sér stað. íslendingar róa út að varðskipinu með bláhvíta fána á lofti, segir í myndatexta þessarar myndar, sem tekin er úr Öldinni okkar. Kirkjuklukka M13. öld og skírnarfontur M1804 flutt Björn Tb. Björnsson meÓ kíukkunn góðu frá Mosfelli, sem Róbert Abraham taldi hljómfegurstu kirkjuklukku á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.