Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 25 Altaristafla lítil, sem nií er í Stóra-Núpskirkju, en var upphaflega í Steinholtskirkju. Steinholtskirkja er nú ekki lengur til, en áður var Stóri-Núpur annexía frá Steinbolti. Þar var um skeið prestur síra Daði Halldórsson, barnsfaðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, og mun Daði því oft haft töflu þessa fyrir augum. til Reykja víkur í gær Ekki voru þó allir ánægðir með grip- inn, og er Tómas Sæmundsson, einn Fjölnismanna, þjónaði kirkjunni, lét hann töfluna fara. Barst hún þá til Háfskirkju í Djúpárhreppi og síðar til Þykkvabæjarkirkju, og síðan aftur á þessari öld til Keldna á ný. Ámundi smiður átti víða heima á sinni tíð, hann var til dæmis um skeið starfandi vefari við Innréttingar Skúla fótgeta í Reykjavík. Hann átti um hríð heima í Langholti í Hruna- mannahreppi, en hann lést í Gufu- nesi. Tafla Ámunda í Keldnakirkju reyndist í gær svo kyrfilega niður njörfuð á vegg kirkjunnar, að ekki reyndist unnt að ná henni niður án hættu á tjóni. Var hún því skilin eftir að sinni, en ráðgerður annar leiðang- ur fyrir opnun sýningarinnar. íburðarmikill skírnarfontur Frá Keldum var haldið að Odda, hinu fornfræga kirkju- og höfðingja- setri, til að ná í annan grip eftir Ámunda smið. Það er skírnarfontur stór og mikill, gerður árið 1804. Hann Séra Stefán Lárusson, prestur í Odda, við skírnarfontinn, sem Ámundi smiður gerði árið 1804, og enn er notaður. Fonturinn er meðal muna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Altaristaflan eftir Ásgrím Jónsson íStóra-Núpskirkju. Ákveðinn maður mun hafa setið fyrir er listamaðurinn málaði Krist, en á myndinni má einnig sjá svipmót Hreppamanna, sumra nafnkenndra segja kunnugir. Á myndinni eru Sigfinnur Þorleifsson, sóknarprestur, (Lv.) og jóhannes S. Kjarval, arkitekt. Mál og myndir: Anders Hansen og Emilía Björg Björnsdóttir mun vart eiga sér hliðstæðu hérlendis eða erlendis segir Björn Th. Björns- son, ekki þó endilega fyrir fegurðar- sakir, heldur þess hve hann er furðu- lega gerður. Hann ber um margt svip- mót síns tíma, er í einskonar rókokkó- stíl, en þó með íslensku bændasniði. Ofan á skírnarfontinum er stór hjálmur, sem taka þarf af þegar skál- in er notuð, en ofan á hjálminum er fuglsmynd, er táknar heilagan anda, tákn skírnarinnar. Ævaforn kirkjuklukka frá Mosfelli í gær kom einnig til Kjarvalsstaða ævaforn kirkjuklukka frá Mosfells- kirkju í Mosfellssveit. Ekki er ná- kvæmlega vitað um aldur hennar að sögn Björns Th., hún mun ekki vera frá frumkristni á íslandi, en þó lík- lega frá því á 13. öld eða í byrjun þeirrar 14. Sést aldur hennar á lagi hennar, hún er útflá í laginu. Björn kvað uppruna óvissan, líklegast væri að hún væri þýsk, en gæti þó allt eins verið ensk eða frönsk. Klukkuna taldi dr. Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, hljómfegurstu klukku á landinu. Klukka þessi kemur mjög við í Inn- ansveitarkroniku Halldórs Laxness. Er kirkja var lögð niður á Mosfelli og flutt að Lágafelli, vildu bændur á Hrísbrú ekki una því að kirkjuklukk- an forna færðist þangaö. Var hún því geymd á Hrísbrú uns aftur reis kirkja á Mosfelli, og þar er klukkan nú. — Ekki munu Hrísbrúingar þó vilja una við þá útgáfu, er Innansveitarkronika gefur um geymslustað klukkunnar á Hrísbrú, en ekki er ætlunin að bland- ast inn í þær deilur hér. Björn Th. kvað þetta alls ekki elstu klukku á landinu. Sú elsta er geymd á Þjóðminjasafninu, og mun einnig verða á sýningunni nú. Það er klukka frá Hálsi í Fnjóskadal, frá því á 12. öld. „Sú klukka hefur hringt við eyr- um Guðmundar biskups góða, er hann var að alast upp á Hálsi," sagði Björn Th. Margt annarra muna verður sem fyrr segir á sýningunni, og verða þeim gerð nánari skil í Morgunblaðinu næstu daga. - AH Frá afhendingu bátsins í dag. Taldir fra vinstri: Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Ásbjörn Sigurjónsson og sonur hans, Sigurjón Ásbjörnsson. Fáninn, sem deilunnu olli, sést til hægri. Morgunblaðið/RAX. sonar á Álafossi, þegar umrætt atvik átti sér stað. Það var bróðir Sigur- jóns, Einar Pétursson, sem var um borð í bátnum, en báturinn, sem er lítill kappróðrabátur, hafði bláhvíta fánann við hún í skut. Öldin okkar greinir svo frá atburð- um: „Skipverjar á Fálkanum sjá til ferða Einars með hvítbláa fánann og lætur skipstjóri þegar manna bát og sendir undirforingja sinn sem fyrir- liða til þess að handsama manninn og koma með hann yfir í varðskipið. Veit Einar ekki fyrr en bátur frá varðskipinu veitir honum eftirför, og þegar kallfæri er milli bátanna, bið- ur undirforinginn hann að nema staðar. Gerir Einar það og bíður komu Dana. Segja þeir honum að yf- irmaður varðskipsins hafi boðið þeim að færa sér hann og biðja hann að róa til varðskipsins. Rær Einar þangað og er þar leiddur fyrir yfir- manninn Rothe að nafni. Skýrir hann Einari frá því, að skylda sín bjóði að taka af honum fánann og muni hann afhentur bæjarfógeta. Að svo mæltu var Einari sleppt...“. Um viðbrögð Reykvíkinga er mað- al annars svo frá sagt í Öldinni: „Fregnin um þetta barst eins og eld- ur í sinu um bæinn á skammri stundu, og urðu allir harla undrandi yfir atferli varðskipstjórans. Leið heldur ekki á löngu þar til nokkur breyting sást i bænum. Dannebrog hafði blakt víða um bæinn í heið- urskyni við skipin, en nú fækkaði hinum dönsku fánum smaft og smátt, og litbreyting sást á lofti. Blá- hvítir fánar komu upp í stað hinna. Urðu umskiptin svo gersamleg er á daginn leið, að varla sást danskur fáni uppi, en íslenskir fánar blöktu hvarvetna við hún. Margir komu upp hjá sér nýjum fánastöngum í skyndi, og þröng var alls staðar, þar sem hægt var að fá bláhvíta fána keypta, enda gengu þeir fljótt til þurrðar." Þá segir einnig í öldinni, að all- margir ungir menn hafi fengið sér fána og róið með þá út á höfnina til að athuga hver viðbrögðin yrðu. Þeirra á meðal var Sigurjón Péturs- son, sem réri út á umræddum bát með stóran íslenskan fána í skut. Mættu þeir þá skipstjóra varðskips- ins á Ieið til lands. Meðan Rothe skipherra ræddi við fulltrúa ráð- herra, en ráðherra var ekki við, var mynduð fánaborg um styttu Jóns Sigurðssonar og sungin ættjarðar- ljóð. Þegar skipherra fór aftur til skips var honum fylgt eftir og látin ganga milli raða bláhvítra fána. Er niður á bryggju var komið, voru tveir fánar látnir hallast saman. „Varð skipherra að ganga undir fánana og beygja sig lítið eitt, því að þeim var haldið lágt,“ segir í Öldinni um þenn- an atburð. Um kvöldið boðuðu þingmenn bæj- arins til borgarafundar í barnaskóla- portinu, þar sem svofelld ályktun var samþykkt: „Fundurinn mótmælir eindregið hervaldstiltektum „Fálk- ans“ á Reykjavíkurhöfn í morgun, sem bæði ólögmætum og óþolandi." Svohljóðandi tillaga frá Bjarna Jónssyni frá Vogi var einnig sam- þykkt: „Fundurinn telur sjáifsagt, að hér eftir verði einungis íslenskur fáni dreginn að stöng hér í bænum og væntir þess að svo verði um land allt“. Fáninn sem tekinn hafði verið, var sendur bæjarfógeta eins og sagt hafði verið. 12. júní 1922 færði Sigur- jón Pétursson Þjóðminjasafninu fán- ann að gjöf. Nú er báturinn einnig komin í eigu safnsins og er hann gef- inn safninu á afmælisdegi Sigurjóns, sem hefði orðið 95 ára í gær, þann 9. mars. Þakkaði Þór Magnússon þjóð- minjavörður gjöfina og hvað ástand bátsins vera til fyrirmyndar eftir svo langan tíma og bera vott um að hann hefði verið vel varðveittur. Báturinn hefði í upphafi verið lakkaður, en væri nú málaður og væri ætlunin að færa hann í sitt upprunalega horf. Ásbjörn var spurður hvaðan bát- urinn væri kominn: „Faðir minn keypti bátinn úti í Englandi. Hann var mikill íþróttamaður og þar hafði hann séð kappróðra stundaða, en þetta er kappróðrabátur eins og sjá má og hann æfði sig mikið á hann. Hann gaf mér síðan bátinn, þegar ég var ungur og frá 1936—43 notaði ég hann talsvert, meðal annars réri ég tvisvar, þrisvar sinnum til Reykja- víkur á 17. júní. Ég var þá alltaf með einhvern með mér og ég man það til dæmis að einu sinni fórum við sam- an til Reykjavíkur, ég og Guðmundur Þorgeirsson, sem þá vann á Álafossi, en er nú strætisvagnastjóri. Við komum heldur seint til að taka þátt í stakkasundinu í höfninni, en í baka- leiðinni hvessti og gerði vont í sjó- inn. Á Viðeyjarsundi rétt fyrir utan Kleppsspítalann, nærri landi, fyllti bátinn snögglega og skipti engum togum að hann sökk undir okkur. Við náðum fljótlega fótfestu í fjörunni og gátum náð bátnum og dótinu í land. Ég hef alltaf geymt bátinn vel. Þegar ég fékk hann, lak hann svo ég þétti hann og málaði, en hann var lakkaður og ég vona að safnið færi hann í sitt upprunalega horf. Margir hafa sóst eftir honum, sem ekki hafa þekkt sögu hans, en þegar pabbi gaf mér hann, sagði hann: „Farðu vel með hann strákur og láttu hann ekki af hendi.“ Hann gaf safninu fánann og mér finnst að báturinn eigi hér heima líka, svo að allir megi eiga hlut í honum," sagði Ásbjörn Sigur- jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 57. tölublað (10.03.1983)
https://timarit.is/issue/119062

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

57. tölublað (10.03.1983)

Aðgerðir: