Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 Bjartsýnisverðlaun Bröstes: Þorgerður Ingólfsdóttir tók við verð- laununum f gær Bjartsýnisverðlaun Bröstes voru af- hent í 3. sinn í Kristjánshöfn í Kaup- mannahöfn síödegis í gær, en verð- launin hlaut Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi kórs Hamrahlíðarskóla. Þorgerður tók i móti verðlaununum, sem eru að upphæð 25 þúsund danskar krónur, en þessi verðlaun eru afhent einu sinni á ári til íslensks listamanns, sem hefur sýnt bjartsýni í starfi sínu, að því er segir í fréttatilkynningu um þetta efni. íslenska dómnefndin hefði ákveðið að veita Þorgerði Ingólfsdóttur verð- launin að þessu sinni, vegna braut- ryðjendastarfs hennar með skólakór sem varð fyrirmynd skólakóra, ekki aðeins á íslandi, heldur víðar. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, hélt aðalræð- una við verðlaunaafhendinguna. Hann hóf mál sitt með því að vitna í bjartsýnisorð Halldórs Laxness um að bráðum komi betri tið og blóm i haga, sæta langa sumardaga. Þessi orð nóbelsskáldsins fléttaði Gylfi inn í þakkarorð til Peter Bröste, og sagði að hann sem frumkvöðul verð- launanna mætti telja bjartsýn- ismann. í ræðu sinni fjallaði Gylfi um Þor- gerði Ingólfsdóttur, sem stofnaði blandaðan kór menntaskólanema, sem ekki er aðeins fremstu röð slíkra kóra á íslandi, heldur hefur hann og unnið til margvíslegrar við- urkenningar á alþjóðavettvangi. Sagði Gylfi að það unga fólk sem Þorgerður hefur unnið með, hefði náð árangri sem hefði gert það bjartsýnna í trúnni á lífið og fram- tíðina og þar með hefði tónlistin orð- ið uppspretta gleði og ánægju. Ennfremur ræddi Gylfi um tengsl tónlistarinnar við tæknivæddan heim nútiðarinnar og sagði að nú skipaði listin mikilvægari sess en áð- ur í sögunni. Tónlistin væri full af fegurð, hún færði yl þar sem kalt væri, breytti slæmu í gott, lýsti upp f myrkrinu og gerði fátæka ríka. Gylfi lauk ræðu sinni á þann veg að Þor- gerður Ingólfsdóttir þjónaði tónlist- inni af bjartsýni, og af drengskap sínum hefði Peter Bröste ákveðið að styrkja slíka bjartsýni. Þorgerður Ingólfsdóttir flutti hlýleg þakkarorð og kór undir stjórn Steen Lindholm söng islensk og dönsk lög, verðlaunahafanum til heiðurs. Þá barst heillaóskaskeyti frá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, þar sem hún sagði að hún tæki þátt i verðlaunaafhend- ingunni f huganum og þakkaði hún fyrir þann innblástur sem Peter Bröste hefði gefið íslenskum lista- mönnum, með þvi að stofna til bjartsýnisverðlaunanna. Landshappdrætti Sjálfstæðisfiokksins: Dregið á morgun Á MORGUN verður dregið í Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins, sem staðið hefur yfir síð- ustu vikur. í happdrættinu eru í boði 26 stórglæsilegir ferðavinn- ingar. Mjög áríðandi er að sem hestur árangur náist í happdrætt- inu og eru allir þeir, sem fengið hafa senda miða, hvattir til að gera skil nú þegar. { Reykjavík er skrifstofa happ- drættisins opin frá kl. 9 til 22 í Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, Háa- leitisbraut 1, sími 82 900. FrétUtilkynning Batamerki iní-mánaöar komiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.