Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Ólafsvík: Ólafsvík, 21. mars. SIGURVÍK SH 117, 66 tonna bátur, tók í gær upp net sín því aflamark hans er fyllt. Sigurður Valdimars- son, skipstjóri og eigandi Sigurvíkur, sagði aðspurður að viðmiðunarárin þrjú hefðu verið erfið hjá útgerð hans ýmissa orsaka vegna, m.a. langvarandi sjúkravistar hans sjálfs. Því væri kvóti bátsins lágur eða um 200 tonn af þorski og 40 tonn af ýsu ásamt öðru smálegu. Þetta aflamark væri nú fyllt, ítrekun ráðuneytis: Matsreglur óbreyttar Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ítrekað það við Framleiðslueftirlit sjáv- arafurða, að við fískmat skuli reglum ekki breytt frá því sem verið hefur. í framhaldi þess hefur framkvæmda- stjóri Framleiðslueftirlitsins sent mats- mönnum bréf, þar sem þeir eru beðnir um að haga störfum sfnum í öllum að- alatriðum í samræmi við þau vinnu- brögð, sem stunduð voru í febrúar síð- astliðnum. enda þótt alls ekki hefði verið hafður kraftur á sjósókninni, raunar hálfgert dútl, farið í róður kl. átta og verið í landi 3—4 á dag- inn. Hvað við tæki þá 9 mánuði sem eftir lifa ársins væri vandséð. Kolaveiði í dragnót kæmi helst til greina, en þá mætti þorskur ekki koma í aflann. Hér í ólafsvík eru fleiri bátar að fylla kvóta sinn og enga at- vinnu að sjá fyrir fjölda sjómanna og snarminnkun hjá fiskverkunar- fólki. Miklar áhyggjur hafa menn af þessum málum og efasemdir um að kvóti geti verið réttlát leið til aflatakmörkunar. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að bátar hættu veiðum 20. mars, þegar vertíð er í hámarki og ekkert annað fyrir stafni. Erum við ekki að vanþakka þá guðsgjöf sem birtist í góðri fiskigengd í ár? - Helgi Morgunblaðið/KÖE. Atkvædi talin í atkvæðagreiðslu BSRB í gærkvöldi, en 57,5% talinna atkvæða samþykktu samingana. Kristján Thorlacius eftir að BSRB hafði samþykkt kjarasamningana: Fyrsti báturinn er búinn með kvótann „Félagsmenn vilja sætta sig við þennan samning“ Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það lægi fyrir að matsreglum hefði ekki átt að breyta og við það yrði staðið. Hann byggist við því, að þarna hefði verið einhver misskilningur á ferðinni og í ein- hverjum tilfellum virtist fiskur hafa verið metinn samkvæmt nýjum regl- um. Það yrði nú leiðrétt. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið einnig við Jónas Bjarnason, fram- kvæmdastjóra Framleiðslueftirlits- ins og Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra LÍÚ og og eru viðtölin við þá birt á bls. 2. „ÉG ER sáttur við þessa niðurstöðu miðað við aðstæður og úrslitin komu mér alls ekki á óvart,“ sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, í gærkvöldi eftir að 57,5% aðildarfé- laga bandalagsins höfðu samþykkt kjarasamningana, sem undirritaðir voru þann 29. febrúar. Skömmu eftir kl. 22 í gærkvöldi tilkynnti Hörður Zóphaníasson, formaður kjörstjórnar, úrslit í at- kvæðagreiðslunni. Af þeim at- kvæðum, sem þá höfðu verið talin greiddu 5.336 atkvæði með samn- ingunum eða 57,5%, 3.710 voru á móti eða 40%. Auðir seðlar voru 210, ógildir 21. Alls eru þetta 9.277 atkvæði og 77,3% kjörsókn. 200—300 atkvæðum var haldið eftir og verður þeim blandað sam- an við atkvæði, sem enn kunna að vera á leið til höfuðstöðva BSRB í pósti. Að þeim atkvæðum með- töldum er talið líklegt að kjörsókn nái 80%. „Hin mikla þátttaka í atkvæða- greiðslunni, sem nálgast að vera svipuð og í Alþingiskosningum, er samtökunum mikill styrkur," sagði Kristján Thorlacius enn- fremur. „Úrslitin eru ótvíræð. Fé- lagsmenn vilja sætta sig við þenn- an samning. Á fundum þeim, þar sem samningarnir hafa verið kynntir, kom þó greinilega fram, að það eru aðstæðurnar í þjóðfé- laginu, sem fólk miðar við. Menn leggja líka mikla áherslu á að rík- isstjórnin láti af kjaraskerðingar- ráðstöfunum sínum og aðrir en launafólk taki á sig sinn hluta af byrðunum. Því miður lofar af- staða stjórnvalda í skattamálum ekki góðu. Ef svo heldur fram er hætt við að friður á vinnumarkaði verði úti áður en langt um líður." „Félagar eiga alltaf síðasta orð- ið í kosningum um kjarasamninga og úrskurði þeirra verðum við að hlíta," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasamtaka Is- lands, en samtökin beittu sér hvað mest fyrir því innan BSRB að kjarasamningarnir yrðu felldir. „Þetta var önnur niðurstaða en ég og meirihluti félagsmanna minna kaus. Ég hef aldrei lagt það fyrir mig að spá um úrslit, en verð þó að játa að ég átti von á að munurinn yrði minni en raun bar vitni, sagði Valgeir Gestsson." Siglt á leiguskip Hafskips BERIT, finnskt leiguskip Haf- skips, lenti í ásiglingu í fyrri- nótt við franskt eikjuskip, er það var á leið frá Helsinki í Finnlandi til íslands. Nánari tildrög voru þau að ís er á þessum slóðum, og var Berit á siglingu eftir rennu í ísnum, er franska skipið, Mount Louis, sem er um 8.000 tonn, sigldi á það, aftan til á bakborða. Rekkverk frá miðju og aftur úr skemmdist og yfirbygging sömuleiðis. Þá skemmdust einnig tveir gám- ar, en leki kom ekki að skip- inu eins og óttast var í fyrstu. Berit sneri aftur til Helsinki til að láta kanna skemmdir og er hún þar nú. Ekki er ljóst hversu mikið skipinu kemur til með að seinka vegna þessa óhapps. Ljóst þykir að Berit ber enga ábyrgð á óhappinu. íslenskar gúrkur í verslanir Gúrkuuppskeran hjá gardyrkju- bændum er að hefjast og eru fyrstu gúrkurnar þegar komnar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki fyrr ea í næstu viku sem uppskeran hefst al- mennt að sögn Níelsar Marteins- sonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Fram undir þetta hafa innfluttar gúrkur verið á markaðnum og kostað 105 kr. kílóið, en fyrsta verð á þeim íslensku er 95 kr. kílóið, en búist er við því að það lækki fljótlega. Fyrsta verð á gúrkun- um í fyrra var 70 kr. kílóið. Níels sagði, að ekki væri von á að tóm- atar kæmu á markað fyrr en í maí. Myndirnar tók Þórhallur Bjarnason er fyrstu gúrkurnar voru skornar í garðyrkjustöðinni Laugalandi í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.