Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 Hjónaminning: Hannes Elísson og Guðrún Guðbjörnsdóttir Hannes Fæddur 19. apríl 1892 Dáinn 25. apríl 1984 Guðrún Fædd 24. maí 1892 Daín 11. apríl 1974 Hannes afi dáinn. Þau tíðindi komu okkur afkomendum hans ekki mjög á óvart, því veikindi höfðu dregið mjög úr lífsþrótti hans síðustu vikurnar enda var hann orðinn 92 ára þegar hann lést. Minningarnar sækja á og eru allar samtvinnaðar nöfnum þeirra beggja. Hannes afi og Guðrún amma voru mjög samrýnd og ein- hver ævintýraljómi hvílir yfir heillaríku lífshlaupi þeirra. Hannes afi var fæddur að Ber- serkseyri í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi þann 19. apríl 1892. For- eldrar hans voru Gróa Herdís Hannesdóttir og Elís Guðnason sem þar bjuggu. Hannes var næst- elstur átta systkina og eru nú tveir bræður hans á lífi, Bæring búsettur í Stykkishólmi og Ágúst búsettur í Reykjavík. Guðrún amma var fædd á Kol- beinsstöðum í Miklaholtshreppi 24. maí 1892. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir og Guð- björn Bjarnason. Þau fluttu síðar að Sveinsstöðum utan Ennis og bjuggu þar upp frá því. Þar ólst Guðrún upp í hópi sex systkina og var hún elst þeirra. Nú er Sigrún ein á lífi þeirra systkina og dvelur á Hrafnistu í Reykjavík. Hannes og Guðrún gengu í hjónaband 12. október 1913. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau í Fjarðarhorni í Eyrarsveit, seinna á Vaðstakksheiði utan Ennis og seinustu árin fyrir vestan bjuggu þau á Hellissandi, þar sem afi vann aðallega við verslunarstörf. Árið 1940 fluttu þau frá Hellis- sandi til Reykjavíkur. Þau eignuðust átta börn, tveir synir létust í æsku og elsti sonur- inn Elís lést 1954, þá aðeins 37 ára. Eftirlifandi börn þeirra eru Helga, Berta, Reynar, Hallveig og Richard öll búsett í Reykjavík. I Reykjavík bjuggu afi og amma fyrst á Spítalastíg, seinna á Kveðjuorð: Á annan dag páska síðastliðinn var vor í lofti á Suðurlandi. Loks eygðu menn betri tíð eftir langan og erfiðan vetur. Það var eins og nýtt líf væri að hefjast, en það er jafnan svo þegar jörð fer að grænka og farfuglarnir fara að láta til sín heyra. Við hér á norð- urhjara heims fögnum hverjum vísi að vori og sumri, af hinu höf- um við nóg. En mitt í umræðum þessa dags, um væntanlegt sumar og sólríka daga bar skugga á. Okkur sam- starfsmönnum á Litla Hrauni barst andlátsfregn. Einn af sam- starfsmönnum okkar, ólafur Ottósson á Selfossi, lést snögglega þennan dag aðeins 46 ára að aldri. Okkur var enn einu sinni ljóst hversu torráðin lífsgátan er, og hversu lífsganga okkar er óviss. Við þekkjum aðeins daginn í dag en ekki daginn á morgun, hann gæti orðið dagur eilífðarinnar. Ólafur var Austfirðingur að uppruna en flutti fyrir allmörgum árum til Suðurlands og átti lengst af heima á Selfossi með frávikum þó. Ólafur var vélvirki að mennun Snorrabraut, í Breiðagerðisskóla og seinast á Bergþórugötu. Eftir að afi kom að vestan starf- aði hann við verslunarstörf í Verðanda og í Kjötbúð Norður- mýrar í mörg ár. Þá varð hann húsvörður í Breiðagerðisskóla þegar hann var byggður og með- hjálpari í Grensássókn í mörg ár. Hann vann þessi störf fram yfir áttræðisaldur, enda var heilsa hans góð á þessum árum. Það sem mér er efst í huga við lát afa míns er þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að um- gangast þessar góðu manneskjur sem höfðu af svo miklum fróðleik og hjartahlýju að miðla fáfróðu borgarbarni. Þau fæddust inn í heim ís- lenskrar bændamenningar fyrir síðustu aldamót og lifðu þær stórbrotnu breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á fyrri hluta þessarar aldar og kunnu því frá ýmsu að segja. Guðrún var greind og sérstök kona. Hún var mjög bókelsk, kunni ógrynni af sögum og ljóð- um, og var ágætlega hagmælt. Hún skildi því vel ævintýraheim barnssálarinnar, og var alltaf til- búin að ausa af fróðleiksbrunni sínum þegar barnabörnin komu í heimsókn. Einnig var hún sér- staklega listræn hannyrðakona. Ég minnist þess að þegar ég var í gagnfræðaskóla, var kennarinn að hvetja okkur nemendurna, sem stundum gekk illa að læra utanað skólaljóðin, með frásögn af gam- alli konu sem hann þekkti og kunni utanað heilu rímna- og þulubálkana. Það kom svo á dag- inn að þetta var hún Guðrún amma mín, sem hann var að vitna til. Hannes var karlmenni að burð- um á sínum yngri árum eins og hann átti kyn til. Hann var sér- stakt prúðmenni og snillingur í samræðulist, heimsmaður og hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Ætíð var hann hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Afi hélt sér mjög vel fram á seinustu ár. Ég minnist þess hve léttilega hann sveiflaði sér á bak hesti þegar hann skrapp eitt sinn í og stundaði lengi þau störf sem tengd eru þeirri iðngrein, svo sem vélgæslu á fiskiskipum og á verk- stæðum í landi. Hann var einn af þeim sem gekk óskiptur til verka, þar var ekkert annað hvort eða. Það gilti jafnt hvort verið var við vélgæslu eða önnur störf úti á rúmsjó, eða haft var fast land undir fótum og þá við margvísleg verkefni sem starfið útheimti. Um nokkurt skeið hafði Ólafur starfað sem fangavörður, lengst af á Litla Hrauni, en um tíma sem forstöðumaður við vistheimilið að Kvíabryggju. En dvölin vestra var ekki löng, hann kaus að hverfa aftur til Suðurlands og hefja aftur störf á Litla Hrauni. Þar höfum við kynnst honum sem ötulum starfsmanni, sem öllum vildi hjálpa og öllum vildi liðsinna, jafnt frjálsum sem ófrjálsum. Honum var eðlislæg greiðasemi við samborgara sína. Kristin trú- arbrögð kenna okkur að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Heldur gengur flestum illa að skilja það, og eiga erfitt með að sætta sig við þá kenningu, en við verðum að trúa því að þetta séu sannindi sem við getum í engu breytt. reiðtúr með okkur feðgum, þá kominn á áttræðisaldur. Það er bjart yfir minningunni um jólaboðin sem afi og amma héldu okkur barnabörnum sínum og öðrum ættingjum og vinum í Breiðagerðisskóla, þegar afi var þar húsvörður. Þá var oft kátt í koti. Enda höfðu þau mikla ánægju af því að taka á móti ætt- ingjum og vinum. Það var erfitt hjá afa þegar amma lést 11. april 1974, því þau höfðu alltaf verið mjög samrýnd. Þá fann ég sárt til með afa mín- um. í þessu sambandi leitaði á hugann erindi úr kvæðinu „Ferða- lok“ eftir listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson. Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali. Ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Afi var svo lánsamur að til hans kom önnur Guðrún. Guðrún Ein- arsdóttir sem sá um heimili hans og hjúkraði honum í veikindum hans næstu árin. Hún annaðist hann af mikilli nærgætni og kostgæfni og stendur fjölskyldan í mikilli þakkarskuld við þá góðu konu. Arið 1981 fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem afi lést 25. apríl sl. Guðrún dvelst þar enn við sæmilega heilsu. Á Hrafnistu sá um velferð afa Jón Bjarni Þorsteinsson læknir, gamall bekkjarbróðir minn, sem lét sér sérstaklega annt um gamla manninn. Á hann þakkir skildar fyrir góð störf svo og allt hjúkrun- arlið á sjúkradeild Hrafnistu. Nú þegar Hannes afi er allur, En staðreyndin er hinsvegar sú að trúverðugur og góður þegn þjóðfélagsins er horfinn til feðra sinna langt fyrir aldur fram, og fjölskyldan hefir misst traustan heimilisföður. Ég votta konu hans, Elísabet Sigurðardóttur, og börn- um þeirra hjóna svo og allri fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð og hluttekningu við fráfall Ólafs Ottóssonar. Útför hans fór fram í gær frá Selfosskirkju. Steindór Guðmundsson getum við sem eftir lifum glaðst yfir því að nú eru þau aftur sam- an, Hannes og Guðrún. Eins og segir í barnabókinni „Bróðir minn 37 Ljónshjarta", hafa sálir þeirra mæst í landinu „Nangiala", þar sem er eilíft sumar og friður ríkir manna á meðal. Þegar sonur minn, sex ára, heyrði um lát langafa síns tók hann því þunglega og sagðist vilja fylgja honum til „Nangiala", en okkar tími kemur seinna. Ég lýk þessum fátæklegu línum með lokaerindi Jónasar úr kvæð- inu Ferðalok: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Blessuð sé minning Hannesar afa og Guðrúnar ömmu. Bjarni Reynarsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Lindargötu 18, Siglufiröi, sem lést i Sjúkrahúsi Siglufjarðar að morgni 27. apríl verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju kl. 14.00 laugardaginn 5. maí. Sigríöur Guöjónsdóttir, Emil H. Pétursson, Ragna Ragnarsdóttir, Sólrún Magnúsdóttir, Erling Jónsson, Guójón B. Magnússon, Jóhanna Stefénsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guömundur J. Guömundsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUOMUNDSDÓTTIR fré Eyri, Ingólfsfiröi, Hringbraut 78, Hafnarfirði, verður jarösungin frá Fossvogsklrkju föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Steinn Guömundsson, Béra Ólafsdóttir, Árni Guðmundsson, Ágústa Haraldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Stefén Gunnlaugsson, Ólafur Guömundsson, Borghildur Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓNAS S. JAKOBSSON, myndhöggvari, Hétúni 10, lést 29. april. Jarðarförin fer fram frá kirkju Filadelfíusafnaöarins föstudaginn 4. maí kl. 15.00. Guöbjörg Guöjónsdóttir, Daníel Jónasson, Ase Jónasson, Dóra M. Jónasdóttir, Ernst Olsson, Guójón Jónasson, Jenný Hendriksdóttir, Ríkaröur B. Jónasson, María Árnadóttir, Rebekka Jónasdóttir, Yngvi Guónason, Guöný R. Jónasdóttir, Hinrik Þorsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. t Þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUNNBJARGAR SESSELJU SIGUROARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ingvar D. Eiríksson, Agnes K. Eiríksdóttir, Þorbjörg H. Eiríksdóttír, Sigurður Eiríksson, Eygló Gunnarsdóttir, Óli Jörundsson, Bjarni Einarsson, Sigurhanna V. Sigurjónsd. t Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og jarö- arför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HJALTAJÓNSSONAR fré Viöiholti. Ólína Eiríksdóttir, Þrúöur Hjaltadóttir, Krístín Hjaltadóttir, Höröur Hjaltason, Eiríkur Hjaltason, Árný Hjaltadóttir, Guöbjörg Hjaltadóttir, Eygló Hjaltadóttir, Auöur Hjaltadóttir, Hlífar Hjaltason, og Helgi Magnússon, Ásmundur S. Guömundsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Lionel Levesque, Haraldur Óskarsson, Halldór Ólafsson, Jón Þór Guöjónsson, Sigríöur Helgadóttir barnabörn. Ólafur Ottós- son fangavörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.