Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
MYRTUR BISKUP
-------------------Sagt frá morðinu á Jóni Gerrekssyni biskupi í Skálholti 1433-
Það er grimmilegur dauödagi að vera
tekinn og settur í poka og kastað útí á
til að drukkna. Þau urðu örlög Jóns
Skáiholtsbiskups Gerrekssonar við Brú-
ará árið 1433 fyrir ríflega 550 árum.
Hver var þessi biskup? Hvað hafði
hann til saka unnið að hljóta svo hræði-
legan dauðdaga? Hverjir myrtu hann?
Af hverju hlutu þeir enga refsingu? Af
hverju hlaut maður, sem dreginn var út
úr Skálholtskirkju og drekkt á þennan
pínlega hátt, veglegasta greftrarstað á
Islandi? Af hverju átti hann sér óvini?
ERKIBISKUP í
UPPSÖLUM
Ekki er nákvæmlega vitað hve-
nær Jón Gerreksson fæddist en
það er talið hafa verið einhvern
tíma um 1378 í Ðanmörku. Hitt er
kunnugt að hann var af tignum
ættum, náskyldur einum af aðal-
ráðgjöfum Margrétar drottningar.
Sjálfur minntist hann á, að hann
hafi notið vináttu Eiríks konungs
af Pommern allt frá barnæsku.
Eftir nám, sem hann stundaði
bæði í Prag og í París, komst hann
í stöður heima í Danmörku. í
gegnum frændskap sinn og vin-
áttu við Eirík, gerðist Jón skjótt
kanslari þessa æskuvinar síns og
árið 1408 gerðist hann erkibiskup i
Uppsölum í Svíþjóð að undirlagi
danska konungsvaldsins, sem
tryggja vildi þar ítok sín og at-
kvæði um stjórn kirkjumála.
Það gekk þannig til f Noregi og
Svíþjóð um þessar mundir að inn-
lendir menn urðu að þoka fyrir
Dönum og Þjóðverjum þegar emb-
ætti voru annarsvegar, en Jón
reyndist að sogn ágætur erkibisk-
up. Hann var viðkynnilegur og at-
orkusamur stjórnandi en einþykk-
ur stórbokki í aðra röndina og þá
djarfur og harðskeyttur krafta-
verkamaður og dýrlingur. Svo
virðist sem hann hafi verið ósínk-
ur á fé í Uppsölum, haft um sig lið
sveina (eins og seinna á íslandi),
haldið góðar veislur og miklar og
verið stórvirkur í byggingafram-
kvæmdum.
Gekk nú Jóni allt í haginn þar
til hann tók að sér að verja og
hlífa af óskiljanlegri þrjósku og
einstrengishætti ekkju að nafni
Halleka, sem var forrík og ekki við
eina fjölina felld í ástamálum. Eru
ekki tök á að rekja náið þá örlaga-
ríku atburði, sem gerðust í lífi
Jóns eftir að Helleka leitaði til
hans, en svo hélt Jón Gerreksson á
málum að hann var á endanum
lýstur margfaldur brotamaður við
skírlífisreglur kirkjunnar og vorið
1422 úrskurðaði páfinn i Róm Jón
óhæfan til allrar æðri klerklegrar
þjónustu. Með því varð hann að
segja af sér erkibiskupstign. Var
Jón þá konungi gagnslaus orðinn f
valdabaráttunni í Svíþjóð, en hylli
hans hélt hann samt sem áður.
Fór nú lítið fyrir Jóni næstu
fjögur árin eða þangað til nafni
hans skaut upp í Páfagarði 1426,
en þá gerðist það að Martin V. gaf
út bréf um að Jón erkibiskup Ger-
reksson skyldi nú taka við bisk-
upsdæmi f Skálholti. Ekki er vitað
fyrir hverra tilverknað páfi veitti
Jóni Skálholtsbiskupsdæmi á ís-
landi þar sem lítið var f húfi hjá
„óþjóðalýð" eins og það heitir í
bréfi páfa, en auðvelt er að geta
sér til um að þar hafi bernskuvin-
urinn, Eiríkur af Pommern, skipt
sér af málum. Hvað sem þvf líður
höfðu örlogin beint Jóni upp að
Islandsströndum, þaðan sem hann
átti ekki afturkvæmt.
Á ÍSLANDI
Jóni Gerrekssyni mun hafa ver-
ið falið að rétta við hrapandi gengi
Norðurlandakonunga á íslandi.
Það var nokkrum erfiðleikum
bundið fyrir þá að stjórna hér-
lendis sunnan úr Danmörku á
þessum árum. Um 1415 breyttist
Norður-Atlantshafið úr norsku yf-
irráðasvæði í enskt. Samgöngur á
milli Noregs og íslands fjöruðu út
og tengslin héðan rofnuðu að
mestu við norsk-dönsku ríkis-
heildina. íslenskir stórhöfðingjar
áttu í litlum erfiðleikum með að
leggja leið sina um England og
koma þar vörum sínum á markað.
Skálholts- og Hólabiskupar höfðu
getað leyft sér að sitja á Norður-
löndum í sæmilegum fagnaði,
meðan Norðurlandamenn satu
einir að kolunum. En þegar sigl-
ingar frá Norðurlöndum til Is-
lands tóku að bregðast og útflutn-
ingsverslun íslendinga komst f
hendur erlendra manna, áttu bisk-
upar ekki annarra kosta völ en að
sitja á Englandi eða hér norður f
dumbshafi.
Áður en Jón kom hingað til
lands kom hann við á Englandi og
var kallaður sendifulltrúi konungs
í Danmörku. í Englandi fékk hann
stjórnina til að viðurkenna forna
réttarstoðu norsku skattlandanna
í samfélagi ríkjanna, sem fól í sér
að enskum væri bannað að sigla til
eylanda norska ríkisins. Sem
Skálholtsbiskup var Jón f leiðinni
allmikill skreiðarframleiðandi og
reyndi hann að tryggja sig sem
best hann gat áður en hann hætti
sér hingað til lands.
Hann kom til íslands árið 1430
og virðist sem honum hafi verið
allvel tekið af flestum en þegar
hann tók við Skálholti hafði eng-
inn biskup setið þar í rúman ára-
tug. Þegar biskupsstólar voru
þannig auðir gátu stórhöfðingjar
öðlast rétt til fhlutunar um mál-
efni þeirra og fjármálastjórn bisk-
upa létu þeir sig miklu skipta ef
þeir gátu. Hefur Jón með komu
sinni eflaust þrengt kost ýmissa
höfðingja og þá kannski ekki síst
Jóns Vilhjálmssonar, Englendings
og biskups á Hólum. Jón G. kom
hér á sínu eigin skipi og ekki einn
síns Iiðs, heldur fylgdu honum
„margir sveinar þeir er danskir
létust vera".
Þetta lið hans hefur vakið
nokkra úlfúð meðal landsmanna
ef marka má alþingissamþykkt
frá árinu 1431, en í henni eru
„danskir og svenskir" menn úr-
skurðaðir landrækir og hver sá,
sem hefði slíkan lýð á sfnum veg-
um hérlendis landráðamaður við
konung. Talið er lfklegra að Jón
hafi ráðið þessa menn f þjónustu
sína og tekið þá með sér til ís-
lands, en að konungur hafi sent þá
með honum til halds og trausts.
Er liklegt að sveinarnir hafi orðið
óheillavaldar og alið á tortryggni
og fjandskap á milli Jóns og ls-
lendinga. Kröfðust íslendingar
þess að Jón sendi sveina sína utan
en hann taldi sig ekki vera bund-
inn af alþingi og svo var komið um
1432 að Jón sat i hópi meintra
sakamanna í Skálholti, orðinn
landráðamaður við konung að
dómi fslenskra höfðingja.
AREKSTRAR
Ýmislegt bendir til þess að ís-
lendingum og þá sérstaklega
sunnlenskri alþýðu hafi líkað vel
við Jón biskup. „Landsfólkið var
nokkuð bráðþýtt við biskupinn,"
eins og höfundur Nýja annáls
kemst að orði. Um böðla Jóns var
kveðið:
Ólafur hinn illi,
biskupa spillir;
þó gjörði Jón enn verra;
hann sá ráð fyrir herra.
Er sagt um boðulinn Jón að
hann hafi orðið að fara f lfkaman-
um til andskotans eftir dauðann.
Alþýða dæmdi hann slfkan ill-
virkja að hvorki jörð né vatn vildi
við honum taka. Þá má einnig
nefna sem dæmi um hug margra
íslendinga til Jóns, að honum var
veittur hinn veglegasti legstaður á
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96