Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGCST 1984 87 ÁFÖRNUM VEGI Skemmtileg og óvenjuleg tilviljun „Tyrkja-Gudda“ fyrir Vestmannaeyjabæ Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistakona vinnur um þess- ar mundir að útiverki af Guð- ríði Símonardóttur eða svokall- aðri „Tyrkja Guddu", fyrir Vestmannaeyjabæ. Vífilfell hf. hefur veitt Ragnhildi aðstöðu til að vinna að verkinu og fékk ljósmyndari að koma og mynda Ragnhildi að störfum nú fyrir helgina. Ragnhildur hélt eins og margir vita sína fyrstu einkasýningu að Kjarvalsstöð- um í apríl sl., en hún hefur tek- ið þátt í samsýningum áður. Þegar Tyrkja Guddu lýkur stefnir Ragnhildur að því að fara í frekara nám til Banda- ríkjanna. Ragnhildur Stefánsdóttir hélt sína fyrstu einkasýningu að Kjarvalsstöð- um í apríl sl. ... .v/"' v' *..* Morpunbladið/Bjarni Ragnhildur að vinna að Tyrkja-Guddu. Daniel West Við Daniels og West Donna West við Donnu og West götu. götu. Samuel West við Samuel og West götu. Fyrir skömmu var fjölskylda nokkur úr Seljahverfínu á ferðinni í Kaliforníu þar sem hún varð fyrir einkennilegri tilvíljun. Fjölskyldufaðirinn, Dennis West, er amrískur og því er ættar- nafnið West. Hinir meðlimir fjölskyldunnar eru Marta, móðirin, og Samuel 10 ára, Donna 8 ára og Daníel 7 ára. Þegar fjölskyld- an einn daginn var úti að aka tóku þau eftir því að aðalgatan sem þau óku eftir hét West. Ekki nóg með það heldur voru þrjár götur í röð sem skáru West og voru það göturnar Samuel, Donna og Daniel, þ.e. nöfn barnanna þriggja. Skemmtileg og óvenjuleg tilviljun svo ekki sé meira sagt. Annars látum við bara myndirn- ar tala. Fjölskyldan mun dvelja í Ventura rétt fyrir norðan Los Angeles í vetur en snúa heim í Seljahverfíð með vorinu. grg Við setninguna í forsetaembættið voru að vonum margir viðstaddir til að óska forseta vorum, Vigdísi Finnboga- dóttur, til hamingju. Að sjálfsögðu var dóttir forsetans, Ástríður, viðstödd og var þessi skemmtilega mynd tekin af þeim mæðgum að lokinni athöfn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - II (12.08.1984)
https://timarit.is/issue/119768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - II (12.08.1984)

Aðgerðir: