Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 225. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MOkGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
fitoriMínáD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
263. þáttur
Enn hef ég fengið Pálsbréf,
sem betur fer. Enn birti ég úr
því margar glepsur með at-
hugasemdum og leturbreyting-
um, og enn birti ég vísu Páls
Helgasonar um bögumælta
blaðamenn, með öllum sömu
fyrirvörum og áður um málfar
blaðamanna. Nýjasta vísa Páls
er þannig:
Blaöamanna busa stétt
brestur vit og snilli
íslenskt mál að orða rétt
og öðlast þjóðar hylli.
Að sjálfsðgðu er blaða-
mönnum boðið að svara fyrir
sig. En hyggjum svo að efni
Pálsbréfs að öðru leyti.
Flest dæmin sem Páll tók að
þessu sinni, tíu talsins, eru um
rangar beygingar og fallarugl-
ing. Verður þessu öllu til skila
haldið hér á eftir.
1. „Leigou út efni, sem tekið
var upp á hinn ýmsasta máta."
Hér auðkennir umsjónarmað-
ur orðmyndina ýmsasta. Orðið
ýmis er óákveðið fornafn, en í
tilvitnuðu málsgreininni var
það beygt eins og lýsingarorð
og stigbreytt. Nóg væri að
segja á ýmsan máta, en þyki
mönnum það slappt, er eina
leiðin að velja áhrifamikið lýs-
ingarorð í staðinn, segja t.d. á
hinn margvíslegasta eða fjöl-
breytilegasta máta, og væri
reyndar ekki verra að segja
hátt í stað máta.
2. „Benthaus og sonur hans
Achim, sem er alveg eins útlits
og foour hans." Þarna hefur
höfundur ruglast í beygingu
orðsins faðir. Einhver er eins
útlits og faðir hans. Aukaföll í
eintölu af orðinu faðir eru hins
vegar öll föður, en fleirtalan er
feður og beygist feður, um feo-
ur, frá feðrum, til feðra. Með
sama móti beygjast fjögur
önnur frændsemisorð: bróðir,
móðir, systir og dóttir
3. „ ... en sektir þeim mun
hærri ef einhvers er ábóta-
vant." Þarna finnst okkur Páli
að ætti að vera þágufall, eín-
hverju, en höfundi er vorkunn,
því að lýsingarorðið vanur =
skortandi, laus við, tekur ein-
mitt með sér eignarfall. Þann-
ig getur okkur orðið oros vant
og í Hávamálum segir að óvit-
ur maður hlægi fyrirlitning-
arhlátri að öllu nema sjálfum
sér. Hann viti ekki hitt, sem
hann þyrfti þó að vita, að hann
sé ekki „vamma vanur", þ.e.
vammlaus.
4.-5. „Líklegt er talið að kú,
sem ráfað hefur upp á járn-
brautarteinana, hafi valdið
járnbrautarslysinu mikla."
Margoft hefur verið fjallað um
sérkennilega beygingu orð-
anna ær og kýr og fornyrðisins
sýr = gylta. Þarna átti auðvitað
að standa kýr, en höfundur
fréttaklausunnar er harður á
sinni beygingu og heldur
áfram: „Mitchell sagði ekki
sannað að kúin hefði valdið
slysinu." Hér er aftur nefnifall
og ætti því að vera kýrin.
6. Loksins miskunnuðu hjón
sér yfir okkur." Hér hefur
komið þágufall í stað þolfalls.
Menn miskunna sig yfir
náungann.
7. „En manni hlakkaði alltaf
til kvöldvakanna og þótti mik-
ill skaði ef þær féllu niður."
Þarna er einum staf ofaukið.
Mann hlakkaði til o.s.frv.
8. „Eins og er langar mig það
ekki." Eðlilegra mál væri: Eins
og er langar mig ekki til þess.
9. „Grein þessi vakti mikla
athygli, sérstaklega fyrir
opinská ummæli Sæmundar
Kjartanssonar settan yfirlækni
deildarinnar." Þarna á að
halda áfram í eignarfalli eftir
mannsnafnið. Það verður að
vísu hart undir tönn í fram-
burði, en skaðar varla í rit-
máli: „Ummæli Sæmundar
Kjartanssonar setts yfirlæknis
o.s.frv.
10. „Það má ekki meina
íbúum við Eyjafjörð réttinum
til að taka sjálfstæða afstöðu
til staðreynda." Ef nota á
sögnina að meina á annað
borð, eru undirstrikuðu orðin
óþörf og að sjálfsögðu til lýta.
Hins vegar mætti segja að það
ætti ekki að svipta íbúa við
Eyjafjörð réttinum o.s.frv.
Ekki linnir staglstíl og
tuggu, því miður. Nokkur
dæmi sem flest hver skýra sig
með leturbreytingum einum:
1. „Með eftirtöldum mat-
sölustöðum í Reykjavík getur
Land fyllilega mælt með viö
viðskiptaménn sína."
2. „Þetta er stærsta knatt-
spyrnumót, sem haldið hefur
verið í knattspyrnu á landinu."
3. „Verðlaun í mótinu voru
einstaklega glæsileg í mótinu."
Betra hefði verið að tvítaka
minna og hafa á fyrir í.
4. „í messu í dómkirkjunni
mun biskup íslands, herra Pét-
ur Sigurgeirsson, messa." Og
verður nú ekki messufall.
5. „Sjálfur er hann tilbúinn
að klára smíðina sjálfur, verði
ekki aðrir til þess." Vonandi
verður ekki úr þessu sjálfskap-
arvíti. Hitt mundi víst flokk-
ast undir listræna klifun, þeg-
ar stendur í Grógaldri: „Sjálf-
ur leið þú sjálfan þig"!
Svolítið fleira úr Pálsbréfi,
og þá fyrst víti til þess að var-
ast að rugla saman sögnunum
að rækja og rækta. Dæmið er
svona: „En þegar mamma var
á lífi, ræktaði hún tengsl við
alla þá Asíubúa, sem hér
voru." Og: „Þó hann hefði ekki
ræktad tengslin við Finnland
..." Ekki þykir okkur Páli
þessi ræktun til fyrirmyndar.
Að vísu er það líka á takmörk-
unum, að rækja tengsl við ann-
að fólk, enda þótt menn ræki
frændsemi og vináttu og séu
að því leyti ræktarsamir frem-
ur en ræktunarsamir.
Að síðustu úr Pálsbréfi og
skilji nú hver sem vill og getur:
„Það er t.d. mun betra að
heilbrigðismálaráðherra, svo
dæmi sé tekið, reyni að skrúfa
fyrir eyðslukranana í heil-
brigðisráðuneytinu en hann sé
ekki að þvælast með rörtöng
heima í eldhúsi."
Að lokum eru svör við
tveimur spurningum. Orðið elf-
ur = fljót, beygist svo: elfur, um
elfi, frá elfi, til elfar, flt. elfar,
um elfar, frá elfum, til elfa.
Feikilegur er skylt orðum eins
og fíkn, fíkinn og sögninni að
fíkjast á = langa í. Þetta er 1.
hljóðskiptaröð og y i feikilegur
kemur ekki til greina.
BJARG
FASTEIGNAMIÐLUN
Goöheimum 15, símar:
68-79-66
68-79-67
Opið í dag frá 13—16
3ja herb. íbúðir
ALFTAMYRI
Góö 3ja herb. íbúö ca. 78 fm á
2. hæö. Góö sameign. Suður-
svalir.
HRAUNBÆR
Ca. 100 fm íb. á 2. hæö. Tvö
stór svefnherb., góð stofa.
Stórt aukaherb. á jaröhæö.
Verð 1700 þús. Skipti á stærri
eign æskil. Góöar greiöslur í
milligjöf
4ra—5 herb. íbúðir
HRAUNBÆR
Góð 4ra—5 herb. íb. ca. 115
fm. Aukaherb. í kj.
HRAUNBÆR
5 herb. ca. 140 fm. Suðursvalir
Þvottahus og búr innaf eldhúsi.
Laus strax.
Sérhæðir
SELVOGSGRUNN
130 fm efri sérhæö. 3 svefn-
herbergi, góö stofa, ca. 40 fm
svalir. Verö 2,7 millj.
Raðhús
HRAUNBÆR
Fallegt raöhús ca. 146 fm. Stór
stofa, 4 svefnherb. Þvottahús
innaf eldhúsi. Góöur bílskúr.
Skipti möguleg á 3ja herb. íbúö.
KLEIFARSEL
Vandað 160 fm raöhús. Góö
stofa, 4—5 svefnherb. Innb.
bilskúr. C-innr. baöst.loft. Skipti
á 4ra herb. íbúö möguleg.
Einbýlishús
HRYGGJARSEL
Glæsilegt einb.hús viö Hryggj-
arsel ca. 230 fm. Stórar og
glæsilegar stofur, 4 svefnherb.,
gott baö. Á jarðhæö er ca. 60
fm einstakl.íb. meö sérinng.
Stór tvöf. bílskúr. Skipti mögul.
á 4ra—5 herb. íb.
SELJAHVERFI
Eitt af glæsil. raöhúsum borgar-
innar, ca. 230 fm. 4 svefnherb.,
glæsil. stofur, tvöf. innb. bílsk.
Uppl. aöeins á skrifst.
__________Skúli Blarnason hðl.     _____
Þú svalar testiaiþörf dagsins
á^íöum Moggansf
FJOLUGATA
Vorum aö fá í einkasölu þetta glæsilega elnb.hús í
hjarta borgarinnar. HúsiÖ getur losnað fljótlega.
Upplýsingar gefur:
Opiðfrál—3
f^ Húsafell
Abalsttnnn Pétursson
(Bæpnmbahúimi) *iirri~~8!b'éa BergurGubnasonMl
t~^^^^^^M FASreiGffASAU) LaoghoMsvýgillS
Hólmgaröur — Lúxusíbúö
Glæsileg 3ja herb. lúxusíbúö í einu vandaöasta 2ja
hæöa fjölb.húsinu i bænum. Vandaóar innr. Sauna í
sameign. Góóur garöur. Góö leikaöstaöa fyrlr börn.
Lágur hússjóður. Hentar jafnt ungu sem eldra fólki.
íbúöin veröur til sýnis frá kl. 14.00—16.00 í dag.
Ákv. sala. Verö 2 millj.
jg
Gimli -
Þórsgötu 26.
Sími 25099
Opid kl. 1—3 sunnudag
Atvinnuhúsnædi
Verslunarhúsnæði: 200 fm versl.húsn. á einum af
betri versl.stööum borgarinnar. Laus í mars nk.
Nánari upplýsingar veitir:
^iFASTEIGNA %
r=J MARKAÐURINN
1  '       Óftíntgötu 4, tfmar 11540 — 21700.
Jón Guðmunds*. nölustj., Stafán H. Brynfótfss. sölum.,
Laó E. Löva lögfr , Magnús Guftlaugsson Iftgfr.
26933
ÍBÚÐERÖRYGGI
Yfir 15 ára örugg
biónusta
Opiö frá 1—4
2ia herbergia íbúðir
Kjartansgata: Gullfalleg 70
fm íbúð á 1. hæð. Ákv. sala.
Verö 1500 þús.
Vesturberg: 65 fm falleg ib.
Ákv. sala. Verö 1350 þús.
Vesturgata: 2ja herb. 60 fm
góö íb. á 2. hæö í steinhúsi.
Verð 1400 þús.
3ja herbergja íbúðir
Fannborg: 85—90 fm íb.
Stórar svalir. Bílskýli. Verö
2.000 þús.
Spóahólar. 85 fm jaröh.
Húsið er nýmálaö aö utan
og sameign nýl. tekin í
gegn. Verð 1650 þús.
4ra herbergja ibúðir
Austurberg: 105 fm góö
jaröhæö. Furuinnr., sér
þv.hús. Verö 2,1—2,2 millj.
Safamýri: Snyrtil. 4ra herb.
105 fm íb. á 2. hæö. Ný
eldh.innr., nýir ofnar, bílsk.
Verð 2,6—2,7 mlllj.
5 herb.
Hulduland: Snyrtileg 5—6
herb. íb. á 1. hæð um 130
fm. Góðar innr., 2 svalir,
sérþvottahús og búr innaf
eldhúsi. Verð 2800 þús.
Álagrandi:      Stórglæsil.
4ra—5 herb. íb. á 3. hæö,
130 fm. Laus nú þegar. Verð
3,1—3,2 milli.
Serhæðir
Nýbýlavegur: 155 fm íbúö á
2. hæð. Geymsla á hæö. Ný
tcppi á öllu gólfi, hiti sér.
Verö 3400 þús.
Granaskjól: 135 fm stór-
glæsil. íb. á 1. hæð. 3
svefnherb., 2 stofur, stórt
hol, nýtt gler, 30 fm bílsk.
Bein sala. Laus nú þegar.
Verð 3.280 þús.
Eínbyh
Heiðarás: Vönduö eign á
góöum staö, 250 fm á 2
hæöum, bílsk., stórar stof-
ur, 4 svefnherb. Verö 6,7
millj. Fæst i skiptum fyrir
minni eign.
Fjólugata: 270 fm einb. á 3
hæöum. i dag 3 íbúöir.
Miklir      breytingamögul.
Teikn. á skrifst. Verö 7,5—8
millj.
Garðaflöt: 230 fm einbhus.
Hæð + 20 fm kj. 6 herb.,
tvöf. bílsk., parket í stofu,
sérinng. í kj. Verö 5,5 millj.
Vantar
2ja herb. íbúo víðsvegar um
bæinn.
5 herb. íbúöir í Seljahverfi
2ja—3ja herb. íbúftir í vest-
urbæ.
Lítift einbýli á einni hæö í
grónu hverfi.
Serhæft í grónu hverfi.
ióurinn'
Haffwitr 20 | MM3,
(Ptýia hútwnu ttó Imkptioig)
Jðn Mfjnúfj>on  Kdl.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48