Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 226. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						100
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
RÆTT VIÐ SVAVAR GUÐNASON LISTMÁLARA
Fjöllin
eru eins og greinds
manns tuma

eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
Þegar ég heyrði Svavars Guðnasonar
fyrst getið, var mér sagt að hann væri
snakillur klessumálari. Ég vissi engin deili
á manninum og hafði ekki séð verk hans,
svo ég gat þar ekki um dæmt og lét málið
liggja milli hluta. Klessumálari þótti mér
allvirðulegur titill í þá daga og ekki laust
við að svo sé enn.
Svo liðu nokkur ár án þess ég fengi tæki-
færi til að kynnast Svavari Guðnasyni. Ég
hugsaði með mér, að það væri ekkert und-
arlegt, þó leiðir okkar lægju ekki saman,
því ég hafði heyrt að hann væri mjög upp-
tekinn við að segja sögur, já alls konar
sogur af kynlegu fólki og einstæðum at-
burðum: Það er annars einkennilegt, hvað
iistmálurum þykir gaman að segja sogur,
hugsaði ég með mér.
Næst þegar Svavar Guðnason hélt sýn-
ingu í Listamannaskálanum, fór ég þangað
ásamt Ólafi K. Magnússyni Ijósmyndara.
En þá eins og stundum endranær var sam-
vizkan ekki í sem beztu lagi, því förin var
eiginlega farin í því skyni að stríða lesend-
um Morgunblaðsins svolítið með því að
birta mynd eftir þann erkióvin íslenzkrar
menningar, Svavar Guðnason. Þegar við
gengum inn í Listamannaskálann, stóð
Svavar á miðju gólfi — og var að segja
sögur. Við heilsuðum, gengum síðan um
salinn til að velja mynd. Ég sá, að Svavar
gaut hornauga til okkar og var augsýni-
lega ekki um þessa óvæntu innrás íhalds-
ins. Ég heyrði að hann rak í vörðurnar í
miðri frásogn, svo fór hann að pata út í
loftið og gekk loks diróið til okkar og síðan
í kringum okkur eins og silungur, sem
langar í beituna, en þorir ekki: „Hvað var
það fyrir ykkur, drengir?" spurði hann svo
allt í einu með slíkri festu í roddinni, að
engum gat blandazt hugur um, hver þar
réð húsum.
„Ja, við ætluðum bara að fá mynd i
Morgunblaðið af einhverju málverki,"
sagði ég.
Hann sagði ekkert, en horfði á okkur og
hefur fundizt við heldur kothrófslegir, þar
sem við stóðum fyrir framan eina mynd-
ina, óboðnir gestir og alls ekki vel séðir að
auki. Svo hreytti hann út úr sér:
„Það hafa ekki birzt myndir af mínum
málverkum í Morgunblaðinu hingað til,"
sagði hann og ætlaði að ganga inn í hópinn
aftur og halda áfram sögu sinni.
„Hvaða mynd viltu helzt birta í Morgun-
blaðinu?" spurði ég og beit á neðri vör.
„Ég geri ekki ráð fyrir, að Morgunblaðið
vilji birta mynd eftir mig."
Það fauk í mig, og ég sagði upp á blaða-
mannavísu: „Vertu ekki með þessa helvítis
tjöru, af hvaða málverki viltu fá mynd?"
Það færðist bros yfir andlit Svavars
Guðnasonar og hann fór að líta í kringum
sig og athuga myndirnar. Svo gekk hann
að einni og sagði:
„Ja, er þessi ekki ágæt, ætli hún sé ekki
nógu góð í Morgunblaðið?"
Svo þurrkaði hann sér á enninu og fór
með mig til Ástu konu sinnar og kynnti
mig hátíðlega fyrir henni með svofelldum
orðum:
„Hún var þín barnapía, þegar þú varst á
fyrsta ári, forpestandi margar bleyjur á
dag."
Eftir þessa uppljóstrun vorum við Svav-
ar sáttir að kalla.
Fundum okkar bar saman nokkru síðar í
Listamannaskálanum, eða 15. nóvember
1958. Þá gerðist margt sogulegt og hef ég
lýst því á þennan hátt:
Svavar Guðnason er að opna sýningu í
Listamannaskálanum. Ein af myndunum á
sýningunni heitir „Næturútvarp á öræfa-
jökli". Hún mun vera máluð til heiðurs
Jóni Leifs.
Við stóðum fyrir framan þessa ágætu
mynd og virtum hana fyrir okkur. Eg
spurði listmálarann, hvort hann gæti ekki
sagt mér eitthvað sérstakt um hana. Þá
settist hann á dálitlar trétröppur, sem
þarna voru, og ætlaði að grípa til gler-
augnanna.
„Ég er nefnilega nýbúinn að fá þau,"
sagði hann afsakandi.
Svo kallaði hann til Gunnlaugs Schev-
ings og spurði, hvort hann hefði ekki séð
þau.
„Jú, þau liggja hérna á borðinu," sagði
Gunnlaugur.
Svavar sótti gleraugun og settist síðan
aftur á tröppurnar. Hann sneri gleraugun-
um án afláts, svo leit hann á mig og sagði:
„Eitthvað sérstakt? Þegar ég hef lokið
við að mála mynd, þá er ég búinn með
hana."
Svo setti hann upp gleraugun og leit
hvasst á myndina til þess að ganga úr
skugga um að svo væri.
„Já, þá er eg búinn með hana," sagði
hann aftur með áherzlu. „Svo legg ég hana
fyrir daginn, og hann kveður upp sinn
dóm. Ég hef sagt allt, en svo kemur ein-
hver jafnvitlaus og þú og spyr með lokuð-
um augum: „Getið þér ekki sagt mér
eitthvað sérstakt um þessa mynd?" Þá segi
ég: „Nei, myndin er þarna. Mig langar ekki
til að forfúska eða forsimpla hana með
einhverju ómerkilegu blaðri, það heyrir til
litteratúrnum."
Málið var útrætt.
Við gengum út í annað suðurhornið. Þar
eru gamlar myndir, sem áttu einhvern
tímann að skreyta kvæðabækur Kiljans.
Páir þekkja þær og enn færri hafa séð
þær. Listmálarinn gaf þeim nöfn í samráði
við Kiljan, en hinn síðarnefndi er sérfræð-
ingur í slíku, eins og nöfnin bera með sér:
„Hattur á syndlausri hóru heitir þessi."
„Ég sé ekki hattinn," segi ég, „en þarna
eru tvö stór brjóst."
„Hvað er brjóst og hvað er hattur?" seg-
ir Svavar, og það er ekki laust við, að hann
sé dálítið hreykinn af því, hvernig honum
tekst að snúa sig út úr þessu.
Svo bætti hann við:
„En þarna er mynd, sem heitir: Járngrár
víkingur, litirnir kaldir, dálítið annað en
rauði liturinn í haustskógarsinfóninum,
þar er hiti, ástríður ..."
„Já, litir eru mismunandi," segi ég.
„Sumir eru erotískir..."
„Ef þú ætlar að fara að tala um kvenna-
far á þessum stað, þá fer ég fram og fæ
mér einn lítinn, ég vil ekkert forspill-
ingartal við mínar myndir."
Svo fór Svavar fram.
Þegar hann kom inn aftur, var Jón
Bjarnason á Þjóðviljanum í fylgd með
honum. Hann hefur þá farið að sækja sér
liðstyrk, hugsaði ég, en sagði þó ekkert, því
mér sýndist hárið á listmálaranum í úfn-
ara lagi. Hann gekk að stærstu myndinni á
sýningunni.
„Þessi mynd heitir Vetrarbrautin séð
frá tungli," sagði hann með hátíðlegum
raddblæ, sem minnti okkur á, að jólin voru
skammt undan. „Það kom ágætur maður
hérna í dag og skírði myndina. Ég gaf
honum leyfi til þess, af því hann var fullur
og óvenjugáfaður, getur orðið bið á því, að
hann verði gáfaður aftur."
Meðan Ólafur ljósmyndari tók mynd af
listmálaranum, varð mér litið í dyragætt-
ina. Hún stækkaði smám saman, og allt í
einu sá ég langan fingur, sem kallaði
okkur til sín. Við opnuðum hurðina.
„Góði komdu inn," sagði Svavar. „Hér
eru kolvitlausir blaðamenn."
„Já, aldrei of mikið af þeim," sagði
Kjarval og bætti við: „Ég get ekki komið
inn, ég á svo mikið af óuppteknum bréfum
heima, og svo verð ég alltaf hálfvitlaus,
þegar ég fer í samkvæmi, og ekki er ég
betri á málverkasýningum. En heyrðu! Þú
ert að verða íslenzkur í þessari mynd
þarna. Þetta er íslenzk náttúru, bloti, ísa-
brot á Hornafirði."
Kjarval var kominn inn. Það var einhver
titringur í loftinu, það var eins og Vetr-
arbrautin færi allt i einu að snúast.
„Ég er ekki búinn að slá þig út," sagði
Svavar, „en ég hef slegið sjálfan mig út."
Kjarval tók af sér loðhúfuna og sneri
henni við:
„Þetta áttir þú ekki að segja, þetta er
illyrðistónn, mér líkar hann ekki. Þú áttir
að láta mig segja þetta um þig. Svona
framkoma minnir á gamaldags hesta-
mennsku eða fráfærutimabilið eða skútu-
öldina. Annars er ég glaður yfir því að
vera sleginn út. Það er hvfld í því. En nú
skal ég fara með vísu fyrir þig, ég er ekki
viss um nema hún eigi við sýninguna:
í Ijósgeislans ðskri er fantur frjáls,
fyllist uppstiyt mclskuköskri.
— Innantóm þógn í athófn mál.s. —
Er nokkur furoa þó nautinu blöskrí?"
„Þú getur verið ánægður, Kjarval," segi
ég, „nú ert þú búinn að slá Einar Bene-
diktsson út."
„Uss, suss. Þetta máttu ekki segja. Gení-
alitetið er nefnilega frá honum. Samt var
ég 10 ár að gera vísuna, byrjaði á henni í
Berserkjahrauni. Fyrsti prófdómarinn var
Óli P. læknir í Stykkishólmi. Honum þótti
síðasti parturinn beztur. En ég ætla að
AsU og Svavar i heimili sínu ao Háaleitisbraut 111 í
fara, það er ekki víst að Svavar vilji að ég
sé svona lengi."
„Ég ætla að sýna þér eina mynd áður en
þú ferð," segir Svavar. „Ég þarf að hafa
þig hér, blaðamennirnir fara ekki á með-
an, þeir eru eins lífsnauðsynlegir og þeir
eru vitlausir."
„Hvað heitir hún?" spyr Kjarval.
„Hún heitir Tunglskot."
„Nei. ég hef engan áhuga á henni. Nafn-
ið minnir á 1001 nótt. En hvað kallarðu
þessa hér? Það er annars undarlegt, hvað
sumar myndirnar þínar minna mig á
Kjartan Guðjónsson."
„Má ég biðja um annars konar kompí-
ment," svarar Svavar og heldur nú fastar
um gleraugun en áður.
„Já, ætli það sé ekki einhver skyldleiki,
er hann ekki austan úr Hornafirði
líka.,. ? "
Og svo bendir hann á aðra mynd og spyr
um nafn hennar.
„Hún heitir Flughrap," segir Svavar.
„Þetta máttu ekki," segir þá Kjarval og
setur húfuna öfuga á snoðaðan kollinn.
„Ég heyri tóna í þessari mynd, fallega
músík," og svo fer hann að tala um
óskhyggjuna.
„En hvernig lízt þér á að ég kalli hana
Geimtík mætir fugli?"
„Ófært," segir Kjarval. „Hún á að heita
Hreimstaðir."
Svo gekk hann hnarreistur fram að dy-
runum og sagði um leið og hann kvaddi:
„Þetta er góð sýning, þetta er skemmti-
leg sýning á þessum tíma árs. Þetta er
eitthvað frjálst í fjallasal. Sýningin ætti
að heita Frjálst er í fjallasal."
Svo hélt Kjarval heim að lesa bréfin sin,
en Svavar Guðnason fór að segja mér sog-
ur.
Við rifjuðum sumar af þessum sögum
upp, þegar Svavar hélt sýningu í tilefni af
fimmtugsafmæli sínu í nóvember í vetur.
Við hittumst niðri í Listamannaskála og
sátum þar innan um myndirnar og röbb-
uðum saman um heima og geima.
„Það er bezt að við tökum upp þráðinn
frá því í fyrra," sagði Svavar. „Þú manst
eftir honum Kjarval, þegar hann kom í
gættina og fór að tala um ísabrot á Horna-
firði. Kjarval er skemmtilegur, ég þekki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128