Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 255. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1984
„Gæti orðið staðfesting
á réttmæti frjálsræðis
í vaxtamálum"
— segir Ragnar ()n undarson bankastjóri
Iðnaðarbankans um stofnun verðbréfasjóða
„VIÐBRÖGÐ Iðnaðarbankans við
stofnun verðbréfasjóða eru jákvæð.
Við teljutn að enda þótt þeir verði
væntanlega keppninautar bankanna
þá leiði starfsemi þeirra til þess að
verðbréfamarkaðurinn bér á landi
verði sta'rri og fullkomnari," sagði
Ragnar Önundarson, bankastjóri
Iðnaðarbanka íslands hf. í samtali
við blaðamann Mbl. þegar leitað var
álits hans i fregnum um stofnum
verðbréfasjóða  bér  á  landi  aem
Lögreglan kvödd að bandaríska sendiráðinu:
„Sprengjan" reyndist
vera konfektkassi
LÖGREGLAN í Reykjavík var
kvödd að bandaríska sendiráðinu á
annan dag jóla vegna gruns um að
sprengju hefði verið kastað inn í
sendiráðið. Maður hafði komið að
sendiráðinu og þegar öryggisvörður
opnaði dyr sendiráðsins, þá var
pakka kastað inn á ganginn. Örygg-
Góð kirkjusókn
KIRKJUSÓKN var mjög góð í
Reykjavík um hátíðarnar, einkum
á aðfangadagskvöld. Fylltust þá
kirkjur víða þannig að fólk mátti
standa. Milli sjö og átta hundruð
manns voru við messu í Bústaða-
sókn og um sjö hundruð í Dóm-
kirkjunni, en Dómkirkjan tekur
um 500 manns í sæti. Um eitt þús-
und manns voru við messu í Lang-
holtskirkju, en þetta eru fyrstu
jólin sem messað er í henni, en
kirkjan var vígð í haust.
isvörðurinn setti pakkann út vegna
hins sérkennilega framgangsmáta
við afhendingu pakkans og var hugs-
anlegt talið að sprengja væri í hon-
um.
Lögreglan fór með pakkann út í
Örfirisey. Þar var pakkinn opnað-
ur og kom dýrindis konfekt í ljós,
en pakkinn var merktur: „með
jólakveðju..." frá tilteknum
manni í Reykjavík. Þykir nú ljóst
að ekkert illt hafi búið að baki
afhendingu pakkans.
Póstkassi sprengdur
8PRENGJU var í gærkveldi komið
fyrir í póstkassa á horni Laugarteigs
og Gullteigs og kassinn sprengdur af
veggnum sem hann var festur á.
Átta til tíu bréf voru í kassanum og
lirunnu þau nokkuð, en voru ekki
alveg óþekkjanleg.
Atburðurinn   átti   sér   stað
skömmu eftir klukkan átta. Ljóst
þykir að það var ekki kínverji sem
olli sprengingunni, þar eð kraftur-
inn í henni var það mikill. Ekki
hafði í gærkveldi tekist að hafa
upp á sökudólgunum. Talið er
póstkassinn sé ónýtur.
MorgunblsAið/RAX
Mmtthías Á. Mathiesen bankamálaráðberra, afhendir Tómasi Árnasyni,
nýskipuðum Seðlabankastjóra skipunarbréf sitt.
Tómas Arnason skip-
aður seðlabankastjóri
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Matthías Á. Mathiesen, skipaði í gær Tómas
Árnason, fyrrverandi ráðherra, bankastjóra við Seðlabanka íslands, frá og
með I. janúar 1985. Jafnframt sagði Tómas af sér þingmennsku í gær. Sæti
hans á þingi tekur Jón Kristjánsson, félagsmálastjóri á Egilsstöðum.
Tómas Árnason er fæddur á
Hánefsstöðum í Seyðisfjarðar-
hreppi N-Múlasýslu, 21. júlí 1923.
Stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1945 og cand. juris frá
Háskóla  íslands  1949.  Fram-
haldsnám við Harvard School of
Law í lögfræði. Sat fyrst á þingi
sem varamaður 1956 og var al-
þingismaður Austurlands frá
1974. Fjármálaráðherra 1978-79
og viðskiptaráðherra 1980—83.
safna munu áskriftum og framlögum
með útgáfu hluta- og skuldabréfa,
sem aftur verður ávaxtað með kaup-
um á verðbréfum á hinum frjálsa
verðbréfamarkaði.
„Starfsemi verðbréfasjóðanna
mun leiða til meiri fjárfestinga í
verðbréfum og lækkandi ávöxtun-
arkröfu á markaðnum þegar fram
líða stundir. Frá okkar bæjardyr-
um séð er stofnun sjóðanna frek-
ari staðfesting á réttmæti frjáls-
ræðis í vaxtaákvörðunum bank-
anna því að án vaxtafrelsis verða
bankar og sparisjóðir ekki sam-
keppnisfærir um apariféð.
Á siðastliðnum 20 árum hefur
orðið mjog ör þróun í Bandaríkj-
unum á sviði verðbréfasjóða og
hafa mikil viðskipti færst frá
bönkunum til sjóðanna vegna þess
að stjórnvöld hafa ekki gert bönk-
uniim kleift að keppa við verð-
bréfasjóðina. Ég tel að íslenskir
bankamenn geti því litið á tilkomu
þessara nýju keppinauta sem ein-
hverskonar staðfestingu á rétt-
mæti frjálsræðis í vaxtamálum,"
sagði Ragnar einnig.
Frá mótmælastöðunni við sovéska sendiráðið f gær.
MonrunblaSio/Frioþjófur
Grimmilegum hernaði
í Afganistan mótmælt
„VIÐ UNGA fólkið þekkjum ekki af eigin raun þær hörmungar er fylgja
stríði. Og við ættum og hljótum að vera þakklát fyrir það, en þetta má ekki
verða til þess að við sofnum á verðinum. Dæmin höfum við svo víða í
kringum okkur þar sem farið er með ófriði og yfirgangi. í Afganistan sjáum
við dæmi um þetta sem er kannski skýrara en nokkuð annað sem við
þekkjum í dag: Algjör lítilsvirðing gagnvart hlutleysi og sjálfstæði þjoðar."
Þannig mælti Stefán Kalmansson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands,
við upphaf mótmælastöðu við sovéska sendiráðið í Reykjavfk síðdegis í gær.
Andmæltu menn þar fimm ára innrásarstríði sovéska hersins gegn Afgönum.
Þrjú félög ungra sjálfstæð-
ismanna, Heimdallur Reykjavík,
Týr Kópavogi og Stefnir Hafnar-
firði, Friðarhreyfing fram-
haldsskólanema, Vaka, félag lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, Varðberg
og Afganistanefndin á Islandi
stóðu fyrir mótmælunum. Safnað-
ist hópur manna við skrifstofu-
byggingu sovéska sendiráðsins í
Garðastræti og stóð þar með log-
andi kyndla frá kl. 17.30 til 18.00.
Að loknu ávarpi Stefáns Kal-
Karl
Þorsteins í
3.—5. sæti
KARL Þorsteins er í 3—5
sæti á Evrópumeistaramóti
unglinga í skák sem haldið
er í Groningen í Hollandi,
þegar sjö umferðum er lokið
og mótið rúmlega hálfnað.
Hann gerði í dag jafntcfli v ið
hollenska skákmanninn
Nijboer, og er ásamt honum
og DeWit með 5 vinninga.
Efstur er Romero frá
Spáni með 6 vinninga og í
öðru sæti Hellers frá Svíþjóð
með 5%, en þeir tefldu inn-
byrðis í gær og sigraði Sví-
inn. Var það fyrsta tap Rom-
eros, en hann sigraði Karl í
5. umferð.
Karl vann Horwarth frá
Ungverjalandi í 4. umferð og
Ko/.ul frá Júgóslavíu í 6 um-
ferð og gerði jafntefli í gær
eins og fyrr sagði. Áttunda
umferð verður tefld í dag og
er líklegt að Karl fái Hellers
frá Sviþjóð sem andstæðing,
en Hellers er aðeins 15 ára
að aldri.
manssonar knúði hann og Sigur-
björn Magnússon, formaður
Heimdallar, dyra á húsi sendi-
ráðsins. Lögreglumaður fylgdi
þeim upp tröppurnar. Sendi-
ráðsmenn opnuðu og buðu þeim
Stefáni og Sigurbirni inn. Dvöld-
ust þeir nokkra stund á fundi með
fulltrúum Sovétstjórnarinnar og
afhentu þeim eftirfarandi bréf til
ríkisstjórnar Sovétríkjanna:
„Fyrir fimm árum notuðuð þér
jólahátíð kristinna manna til að
ráðast inn i nágrannaríki yðar,
Afganistan. Upp frá því hafið þér
háð grimmilegan hernað gegn
íbúum landsins með þeim afleið-
ingum að ein milljón Afgana hef-
ur fallið og á fimmtu milljón
manna hefur hrakist í útlegð.
Við, sem hér erum saman komin
við  sendiráð yðar  í  Reykjavík,
mótmælum harðlega þessu sví-
virðilega athæfi yðar gegn hinni
fátæku og hugrökku þjóð í Afgan-
istan. Við krefjumst þess að þér
farið að samþykktum Sameinuðu
þjóðanna og kallið innrásarherinn
tafarlaust til baka svo Afganir
megi á ný njóta friðar og frelsis í
landi sínu."
í fundarlok skýrði Sigurbjörn
Magnússon frá því að fulltrúar
Sovétstjórnarinnar i sendiráðinu
hefðu ekki tekið bréfið upp. Að
sögn sendiráðsmannanna væri
bréfið ihlutun i innanrikismál
Sovétríkjanna. Þegar þeir voru
minntir á ítrekuð andmæli alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna
gegn innrásinni og kröfum þjóða
heims um brotthvarf sovéska her-
aflans úr Afganistan, sögðu sendi-
ráðsmennirnir að sovéski herinn
hefði verið sendur til landsins
fyrir eindregin tilmæli stjórn-
valda í Afganistan og hyrfi þaðan
ekki nema að ósk Barbak Karmal,
forsætisráðherra Afganistan.
Sjá greinina Afganir sameinað-
ir í baráttu gegn Rússum bls.
18 og forystugrein á bls. 28.
Eldsvoði að Armúla 24:
Tveir piltar handteknir
vegna gruns um íkveikju
TVEIR piltar voru handteknir laust eftir hidegi í gær vegna rannsóknar
Rannsóknarlögreglu rfkisins á upptökum eldsvoða að Armúla 24 í Reykjavfk
í fyrrinótt. Litlu munaði að stórtjón yrði þar, en öryggisgæsluvörður frá
Securitas varð þess var rétt um klukkan 05, að rúða hafði verið brotin í
húsinu og var eldur laus í stigagangi. Hann tilkynnti stjórnstöð Securitas
um.svifalau.st um eldinn og var slökkviliði og lögreglu þegar í stað gert
viðvart.
brotin var í hurð í anddyri og var
blóðslóð upp stigaganginn.
Eldur logaði í stigagangi á 2.
hæð í húsinu og var að breiðast út
á hæðirnar, þegar slökkviliðið
kom á vettvang. Mikill reykur var
í húsinu, en eldur hafði læst sig i
plasteinangrun í þaki og er ljóst
aö húsið hefði orðið alelda á
skammri stundu, ef ekki hefði ver-
ið brugðist svo skjótt við sem raun
ber vitni. Slökkviliðið réðst til at-
logu við eldinn og tókst að slökkva
hann á tiltölulega skammri
stundu.
Ljóst þykir að um íkveikju sé að
ræða. Blóð var á rúðunni, sem
„Tjón hjá okkur hefur ekki verið
metið, en sót og reykur lagðist á
mörg dýr og viðkvæm tæki," sagði
Helgi Agnarsson, eigandi prent-
þjónustunnar Korpus í samtali við
Mbl. „Á næstu dögum kemur í ljós
hve skemmdir eru miklar, en ég
vil þakka Slökkviliðinu og öryggis-
gæslumanni Securitas að ekki fór
verr. Þeir brugðust skjótt við og
var eldurinn slökktur á skammri
stundu," sagði Helgi Agnarsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56