Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4    B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1986
55 ár innan prcntsmiöjuveggja:
Tæknibreytingarnar
eru geipilega miklar
Viðtal við
Sigurpál
Þorkelsson
„Breytingarnar eru
geipilega miklar frá því
að ég kom fyrst í
prentsmiðju fyrir tæpum
55 árum og þar til ég nú
geng út úr prentsmiðju
Morgunblaðsins, sem
hefur alla nýjustu
tækni." Þannig farast
orð Sigurpáli Þorkelssyni
prentara, sem nú um
áramótin hætti stórfum
svo sem lög gera ráð
fyrir sjötugur að aldri.
Sigurpáll er setjari og
hefur því upplifað alla þá
miklu tæknibyltingu sem
orðið hefur á því starfi
frá því að handaflið vann
allí setjaraverkið í
prentsmiðjunni, árin sem
vélsetjarinn sat við að
styðja á bókstafi
leturborðsins svo þeir
spýttust saman í
alsköpuðum blýlínum út
úr vélinni og þar til hætt
var við blýsetninguna
alfarið og tekin upp
tölvusetning, sem nú er
ríkjandi og búin að
þróast og taka
breytingum í áratug.
Arið 1973 var blýið kvatt og Ijóssetning tók við f prentsmiðju Mbl. ásamt offsetprentun. Hér sitnr Sigurpáll vin
rittölvuna. í fyrstu kom letrið á gatastrimla eins og sést á myndinni, en þeir eru nú longu horfnir.
g hefi þó
ekki verið
á flakki,
þvl aevi-
starfið er
unnið inn-
an veggja í
aðeins tveimur prentsmiðjum,
byrjaði 14 ára gamall í Siglufjarð-
arprentsmiðju árið 1929. Foreldrar
mínir, Þorkell S. Svarfdal skip-
stjóri og Jóhanna Kristjánsdóttir,
höfðu flutt þangað frá Dalvík og ég
er fæddur á Siglufirði. Nei, ekkert
okkar systkinanna hefur kallað sig
Svarfdal, en við vorum 14 talsins,
þar af 12 á lífi ásamt móður okkar,
sem er 93ja ára gömul. Ég held að
það hafi verið mest tilviijun að ég
lenti í þessu starfi. Ég var í kvöld-
skóla og eiganda prentsmiðjunnar,
Henrik Thorarensen, vantaði snún-
ingapilt. Kreppan kom svo þarna
rétt á eftir og maður var heppinn
Það þótti mikil framför þegar setjararnir hættu að tína hvern bókstaf úr hólfum og raða þeim saman með handafli og
fóru að vélsetja textana. Þurftu ekki annað en styðja á bókstafi leturborðsins í heljarmiklum vélum, línurnar skutust
svo steyptar í blý út úr þeim. Hér er Sigurpáll við eina setjaravélina, en við borðið eru aðrir að raða brýspöltunum
saman í form i sfðurnar.
að hafa vinnu yfirleitt. Ég lenti því
ekki einn einasta dag í atvinnu-
leysi. Fór að læra prentiðnina og
tók það bóklega í Iðnskóla Siglu-
fjarðar veturinn 1937—38, var eini
prentneminn í skólanum. Satt að
segja held ég að ég hafi ekki verið
kauplaus einn einasta dag alla
mina starfsævi. Að vísu var kaupið
lágt, en á þessum árum höfðu allir
lágt kaup. Þegar ég útskrifaðist
hafði ungur og drífandi maður,
Sigurjón Sæmundsson, keypt
prentsmiðjuna með öllu draslinu,
sem var gamalt og fornfálegt og
dreif hana upp. Og nú er þar tækni-
lega fullkomin prentsmiðja. Setj-
aravél var þó ekki keypt fyrr en
1939 og ég byrjaði að vinna við
hana um leið og hún kom. Þetta
þótti alveg geipileg framför.
„Verkefnin voru næg í prent-
smiðjunni, gefin út fjogur pólitfsk
blöð á staðnum þótt ekki kæmu þau
út reglulega nema Siglfirðingur,
blað sjálfstæðismanna, sem kom út
einu sinni í viku. Jafnaðarmenn
gáfu út Neista, Framsóknarmenn
Einherja og kqmmablaðið hét
Mjölnir. Efnið í öll þessi blöð setti
maður og ég fékk þá alveg ofnæmi
fyrir pólitík og sennilega við allir,
þvi aldrei var talað um pólitfk í
prentsmiðjunni. Maður stóð við let-
urkassann, tók hvern einasta bók-
staf og raðaði honum með handafli
upp í línur.
„Svo lá leiðin suður 1943. Mig
langaði til að breyta til og þangað
lá straumurinn. Þetta var á striðs-
árunum og miklu meiri aukavinnu
að fá í Reykjavík. Ég réð mig sem-
sagt í ísafoldarprentsmiðju, sem
þá var f Austurstræti og prentaði
m.a. Morgunblaðið. Lengi vel feng-
um við fastakaupið greitt frá fsa-
foldarprentsmiðju en aukavinnuna
hjá Morgunblaðinu, fengum sem-
sagt tvö launaumslog. Morgunblað-
ið átti setjaravélarnar. Þetta var
svo að skilið 1946 og ísafoldar-
prentsmiðja fór upp í Þingholts-
stræti með bókaútgáfuna. Mig
minnir að Lesbók hafi þó verið
prentuð þar upp frá í einhvern
tíma. Ég varð eftir í Morgunblaðs-
prentsmiðjunni, sem var áfram í
gamla húsinu við Austurstræti þar
til flutt var í nýja húsnæðið í Aðal-
stræti, og hefi verið þar allar götur
síðan. Sigfús Jónsson var þá og um
langan tima framkvæmdastjóri.
En Valtýr Stefánsson og Jón
Kjartansson ritstjórar og síðar
einnig Sigurður Bjarnason. Þótt
húsnæði væri ekki stórt á „gamla
Mogga" þá þótti okkur þar ekki
þröngt. Fólkið var færra og allt
andrúmsloftið persónulegra. Mað-
jr þekkti alla, skrifstofufólk og
blaðamenn. Blaðið var fyrst 12 síð-
jr og þegar það stækkaði upp i 16
jfður fengum við prentararnir sér-
¦itakan bónus, og höfum raunar
illtaf verið yfirborgaðir síðan.
Launin í blaðaprentsmiðjum eru
Ifka hærri en í bókaprentsmiðjum,
>nda fannst mér alltaf líflegra og
Ijölbreyttara að setja blaðaefni en
leiðinlega reyfara og skáldsögur.
Að vísu er meiri spenna og hraði í
blaðaprentsmiðju þvi alltaf er ver-
ið að keppast við að gefa út blað
morgundagsins, en ég hefi alltaf
rerið heilsugóður og kaus þá heldur
hraðann og vaktavinnuna en róleg-
heitin. Lengst af voru vaktirnar frá
kl. 8 að morgni til 5 síðdegis eða frá
5 og fram á nóttina, til kl. 1 eða 2
og jafnvel stundum miklu lengur.
Eg taldi það ekkert eftir mér, enda
gaf það vel í aðra hönd og ég lærði
snemma að fara vel með fé. Hefi
alltaf átt mitt skuldlaust.
Það kemur fram í tali okkar, að
Sigurpáll hafði þegar komið sér
upp eigin ibúð þegar hann fór að
búa 1951, tveimur kjallaraíbúðum
frekar en einni. Kona hans er
Svava Aradóttir og þau eiga fallegt
heimili á Birkimel 10B. Það vekur
athygli hve mikið er af bókum í
kring um Sigurpál. Hann kveðst
snemma hafa gengið í bókafélögin
og þótt ekki sé hann langskóla-
genginn þá kveðst hann lesa Norð-
urlandamálin og ensku sér að
gagni. í uppvexti hans á Siglufirði
var þar ailt fullt af Norðmönnum,
töluð svokölluð skandinavíska, svo
það kom af sjálfu sér að komast
niður í Norðurlandamálum. Og frá
upphafi lagði Sigurpáll sig eftir að
læra vel íslenska réttritun og is-
lenskt mál, svo hann segist ákaf-
lega sjaldan hafa þurft að fletta
upp orði í orðabók til að skrifa það
rétt. Taldi slíkt tilheyra starfi setj-
arans. En þegar haft er orð á því að
prentarar hafi líklega verið betur
að sér í íslensku máli hér áður fyrr,
vill Sigurpáll ekki meina það, segir:
„Það er alls ekki rétt. Einstaka
maður skaraði fram úr. Orð fór af
slíkum mönnum, en þetta voru
bara einstaklingar. Skólinn hefur
alltaf lagt of litla áherslu á íslenskt
mál og gerir það enn.
Siðustu árin kom þessi þekking á
íslensku máli sér vel, því Sigurpáll
var siðustu árin við prófarkalestur
auglýsinga á Morgúnblaðinu. En
áður hafði hann tekið þátt í tolvu-
byltingunni, sem hélt innreið sína
á vinnustað hans 1973. Þá hætti
Morgunblaðið við blýsetninguna og
tók upp tölvusetningu og offset-
prentun. Þar með var hlutverki
vélsetjarans lokið. Margir eldri
prentarar hafa þá eflaust velt því
fyrir sér hvort þeir væru reiðubún-
ir til að taka til við ljóssetninguna
og yfirgefa blýið. En eftir 34ra ára
starf við vélsetningu breytti Sigur-
páll Þorkelsson til og lærði með-
ferð innskriftarborðs með skermi.
Hann segist ekkert hafa kviðið
þeim breytingum, enda hafi sú
vinna að mörgu leyti verið léttari
en setning úr blýinu og að auki
mun hreinlegri. Þá lét hann hafa
eftir sér í blaði prentara: „Ég er
ánægður með að hafa lært þessi
nýju vinnubrögð. Þetta er ekki eins
erfitt og margir virðast halda.
Okkur er nauðsynlegt að fylgjast
með og taka upp nýja tækni og
vinnubrögð. Tæknibreytingar og
ýmsar framfarir eru stórstfgar og
verða í náinni framtfð. Á þessu
sviði verðum við að halda vöku
okkar til þess að halda prentvinn-
unni innan stéttarinnar."
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36
B 37
B 37
B 38
B 38
B 39
B 39
B 40
B 40