Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 7 Aðalfundur Skóg- ræktarfélags Is- lands á Blönduósi AÐALFUNDUR SkógrækUrfélags íslands hefst í félagsheimilinu á Blönduósi í dag og stendur fram að hádegi á sunnudag. Alls er reiknað meö aö fulltrúar á fundinum og gestir verði um 100 talsins. Meðal gesta er fyrrverandi formaður norska skógræktarfélagsins, Toralf Austin, Laugarásbíó frum- sýnir Grímuna: Frumsýning- artekjur renna til Skálatúns Á MORGUN hefjast sýningar í Laugarásbíói á myndinni „Gríman“ eftir leikstjórann Peter Boganovitsj. Hefur stjórn Laugarásbíós ákveðið að ágóði af frumsýningunni kl. 5 í dag renni óskiptur til vistheimilisins í Skálatúni. Myndin fjallar um táninginn Rocky sem er eðlilegur á allan hátt en vegna kalkmyndunar í höfuðkúpu afmyndast höfuð hans og andlitið verður eins og gríma. Pilturinn fær óspart að finna fyrir hversu miskunnarlaus heimurinn getur verið við þá sem eru öðruvísi en almennt gerist. Móðir hans er drykkfelld og rótlaus en berst þó ótrauð fyrir rétti sonar síns. Með hlutverk móðurinnar fer söngkonan Cher en Eric Stoltz leikur soninn. og sendiherra Noregs á íslandi, Niels Lauritz Dahl. í dag verður fundurinn settur klukkan 10 og síðan taka venjulega aðalfundarstörf við. Á morgun, laugardag, hefst fundur klukkan 9 með erindi Jóns Gunnars Ottós- sonar um rannsóknarstörf í ís- lenzkri skógrækt og kynningu á starfsemi rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá. Síðan er skoðunarferð um Blöndudalshóla í skógarreiti að Gunnfríðarstöðum og Sauða- nesi. Fundarstörfum verður fram haldið á sunnudagsmorgun og lýk- ur fundi síðan um hádegi. Skógræktarmál hafa verið mjög í brennidepli að undanförnu og má í því sambandi nefna framtak Kvenfélagasambands íslands, sem minntist 70 ára afmælis kosninga- réttar kvenna hérlendis með sér- stöku gróðursetningarátaki, og Ungmennafélags íslands. Enn- fremur hafa mörg sveitarfélög gert átak í þessum efnum. Formaður Skógræktarfélags íslands er Hulda Valtýsdóttir. Veðrið: Víða bjart HÆG norðaustanátt mun ríkja á landinu næstu þrjá daga sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni. Víða verður bjart um sunnan- og vestanvert landið en skýjað með súld og jafnvel rigningu á stöku stað á landinu norðanverðu. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, svalara fyrir norðan en hlýrra syðra. Þau voru að setja upp sýningu Septem-hópsins á Kjarvalsstöðum á dögunum. F.v. Hafsteinn Austmann, Guðmundur Benediktsson, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson og Guðmunda Andrésdóttir. Á mvndina vantar Kristján Davíðsson. Fjölbreytt sýning en sver sig þó í ættina við okkur — segir Valtýr Pétursson um sýningu Septem-hússins. Sýningar Septem-hópsins eru löngu orðnar árviss viðburður í menningarhTinu. Á morgun, laugar- dag, kl. 14. verður sú þrettánda í röðinni opnuð á Kjarvalsstöðum og stendur til 15. september. I Septem-hópnum eru þau Guð- munda Andrésdóttir, Karl Kvar- an, Steinþór Sigurðsson, Guð- mundur Benediktsson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson. Þeir Karl og Steinþór taka ekki þátt í sýningu hópsins að þessu sinni, en gestir sýningarinnar eru hins vegar tveir, þeir Hafsteinn Austmann og Jens Urup. „Að þessari sýningu meðtaldri erum við búin að sýna árlega í þrettán ár en hún verður að duga fyrir næsta ár líka, því að næsta sýning verður ekki fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Valtýr Pétursson þegar blaðamaður átti við hann stutt spjall í haustsólinni fyrir utan Kjarvalsstaði þar sem lista- mennirnir voru að leggja síðustu hönd á uppsetningu sýningarinn- ar. „Verkin á sýningunni verða eitthvað um sextíu,“ sagði Valtýr. „Guðmundur Benediktsson er með skúlptúra, Jens Urup sýnir steinda glugga sem hann hefur gert fyrir Sauðárkrókskirkju, Hafsteinn Austmann sýnir málverk og vatnslitamyndir og við hinir ein- göngu málverk. Ég er þarna með fígúratív verk en hinir eru meira abstrakt, en við leggjum ekki áherslu á neinn sérstakann „isma“. Einu sinni vorum við skammaðir fyrir að vera fram- úrstefnumenn, en núna finnst kannski sumum við vera aftur- haldssamir," sagði Valtýr. „Það má kannski kalla okkur síðustu móhíkanana," bætti Val- týr við og kímdi. „Síðan verður hver og einn að leggja sinn skiln- ing í það hugtak.“ VERTU MEÐ! Já, vertu með í hugmyndasamkeppninni um ný vörumerki fyrir fatnað sem framleiddur er í Fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri. Samkeppnin er öllum opin og eru allar hug- myndir vel þegnar, hvort heldur þær eru hugdettur eða betur útfærðar tillögur, í orðum eða línum - eða kannski allt þetta. Efniviðurinn er margþættur þvf verksmiðjan framleiðir föt á konur, karla og börn, til úti- eða inniveru, í starfi eða að leik. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu hugmyndirnar að mati sérstakrar dómnefndar. Pau eru: 1. verðlaun kr. 40.000 2. verðlaun kr. 20.000 3. verðlaun kr. 10.000 Skilafrestur er til 15. september og skulu tillögur sendar Fatadeild Sambandsins, Holtagörðum, 104 Reykjavík, merktar HUGMYNDASAMKEPPNI. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tillögu sem er eða hafna öllum, eins og þar stendur, nota þær sem hljóta viðurkenningu dómnefndar og vinna frekar úr skissum. Vinnum saman vertu með! FATADEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 8 12 66 í I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.