Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986
31
Frá opnun Listahátíðar unga fólksins á Kjarvalsstöðum.
Kjarvalsstaðir:
Listahátíð unga fólksins
lýkur á sunnudagskvöld
LISTAHÁTÍÐ unga fólksins
stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum
á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur. Hátíðinni lýk-
ur á sunnudagskvöld kl. 22.00.
í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30
koma nemendur úr Hagaskóla og
fara með eftirhermur og sýningar-
flokkurinn Kisa sýnir hreyfilist.
Annað kvöld, föstudag, á sama
tíma, flytja nemendur úr Æfínga-
skóla KHÍ leikritið „Partý" eftir
Odd Bjömsson. Á laugardag kl.
15.00 kemur íslandsmeistarinn í
diskódansi, Helena Jónsdóttir, og
sýnir diskódans og Máni Svavars-
son leikur framsækna rafmagns-
tónlist. Á lokadegi hátíðarinnar sem
er á sunnudaginn koma dansarar
frá Listdansskóla Þjóðleikhússins
kl. 15.00 auk þess sem Strengja-
kvartett frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík flytur nokkur lög.
Allir eru velkomnir á hátíðina og
er aðgangur ókeypis.
Sáifræóistöóin
Námskeið
BÖRNOG SJÁLFSTRAUST
Lærðu að þekkja persónuleg viðbrögð þín og kynntu
þér árangursríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi barna.
---------------- Efni námskeiðs: ----------------------
• Samskipti fullorðinna — áhrif á börn
• Hver eru æskileg/óæskileg viðbrögð fullorðinna
• Staða barns í fjölskyldu — samband systkina
• Nýjar leiðir: — að minnka árekstra
' — að auka samvinnu
— að styrkja sjálfstraust
Leiðbeinendur
sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Innritun og nánari upplýsingar
í síma Sálfræðistöðvarinnar:
687075 milli kl. 10 og 12 fh.
iMtogmi&lfitoffe
Metsölublaó á hverjum degi!
Þetta er auglýsing frá
Mæðrabúðinni
Utsala
afsláttur
Mikið úrvai af barnafatnaði á 0—6 ára. Peysur frá
395 kr. Jogging frá kr. 450. Buxur frá kr. 490.
Bankastræti 4, sími 12505