Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Til varnar Dallas Hinrik Bjamason, einn dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, mætti í kaffi hjá þeim morgunút- varpsmönnum í gærmorgun og upp- lýsti að senn hyrfi Dallasið af skján- um. Ekki vildi nú dagskrárstjórinn upplýsa hlustendur um hvort hin ást- kæra, samlynda stórfjölskylda á Southfork-búgarðinum væri að eilífu horfin frá íslandsströndum, en ég er ekki alveg viss um að Hinrik og félag- ar geri sér grein fyrir hversu alvarleg ákvörðunin um að hvfla sjónvarps- glápendur á Dallas er í raun og veru. Eg hef að vísu engar tölfræðilegar staðreyndir að styðjast við er ég fullyrði að hinn vikulegi Southfork skammtur sé nánast sáluhjálparatriði fyrir fjölda fólks, en ég vil minna á sfmaspjall Páls Þorsteinssonar á dögunum en þar létu sjónvarpsáhorf- endur óspart í ljós álit sitt á dag- skránni. Þegar ég lít yfir dagbókina frá þeim útvarpsdegi þá sé ég að Dallas átti hugi fjölmargra og að lokum sönn saga úr hversdagslífinu er sannar hin níu líf Dallasdellunnar. Miðaldra kona hér í bæ átti afmæli á dögunum. í tilefni dagsins bauð hún bömum sínum til dýrindis kvöld- verðar á ónefndu veitingahúsi. Yngsta dóttirin (17 ára gömul) lauk ekki við eftirréttinn því hún mátti ómögulega missa af Dallas! Naflastrengurinn Ég er sum sé hræddur um að ákvörðunin um að skera á nafla- strenginn góða er liggur milli íslands og Dallasborgar geti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar enda best það kjöt, sem beini er næst. Ég er til dæmis viss um að Flosi lítur afar alvarlegum augum á þetta mál því hvaðan á hann að heyja efni í sinn: Viku- skammt þegar Dallasdellan hverfur af skjánum? Máski hringir hann í Ingmar Bergman er kvað sitja þessa stundina á eyju sinni vel birgur af Dallasmyndböndum? Lausnin fundin? Ég sé aðeins eina lausn á þessu máli og hún er nú að við framleiðum sjálfír okkar Dallas. Af nógu er að taka. Hvað til dæmis um þá staðreynd að hér hanga á herðatrjám í óneftid- um sölubúðum pelsar er kosta árslaun verkamanns, þá á ég við brúttóárs- laun áður en skattar og skyldur við samfélagið er hvfla náttúrulega fyrst og fremst á verkamönnum þessa lands koma til sögunnar. Einhvers staðar finnast Súellenur til að bera slíka pelsa. Nú og eigum við ekki sætustu dúkkur heimsins á lager slík- ar er passa prýðilega í sólstóla inni- sundlauganna? Þær geta ekki allar með tölu verið háðar einkaleyfislög- unum? Það er svo aftur stór spuming hvort við eigum slíkan bóg í leikara- safninu er veldur J.R. Máski fengist þessi eini sanni til að hlaupa í skarðið svona til að byija með og geta ekki meðleikaramir babblað á ensku rétt eins og popparamir sem hafa margir hveijir lýst því yfir að þeir eigi auð- veldara að tjá sig á því máli en hinu ástkæra ylhýra? Ég held að slíkir þættir þyrftu ekki að kosta svo mikið í það minnsta hvað varðar sviðsbúnað því eigum við ekki nóg af „South- forkum" og ekki þarf einu sinni að breyta skiltum sumra matsölu- og veitingastaðanna og ekk’i skortir okkur Benza, eða BMWaffa, og ég hef gmn um að hér finnist jafnvel Rolls ef vel er að gáð. Ég sé aðeins eitt ljón í veginum og það er hún Teresa blessunin er svífur eins og ósýnilegur engill yfir Ewingteppin. Og þó, er ekki nóg af slíkum stúlkum er pússa hér glös utan texta? Þá er bara að hefjast handa Hinrik eða sýnist þér ekki allt til reiðu? Ólafur M. Jóhannesson Gesta- gangur ■■■■ Eftir að vin- Ol 00 sældalisti hlust- 1 — enda rásar 2 er kunnur í kvöld, kemur Ragnheiður Davíðsdóttir með þátt sinn, Gestagang, kl. 21.00. Gesturinn að þessu sinni verður Sveinn Sæmundsson sölustjóri hjá Flugleiðum og fyrrum blaðafulltrúi sama fyrir- tækis. Þá hefur Sveinn einnig fengist við bókaút- gáfu, m.a. ritað tvö bindi um Guðmund Kjæmested skipherra sem komið hafa út fyrir jól tvö undanfarin ár. Sveinn Sæmundsson Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í hópi þriggja meðlima hljómsveitarinnar „Commodores" í Sydney í Ástral iu í desember sl. Frá vinstri eru auk hennar: D.J. Nicolas sem er Breti og kom í stað Lionel Richie, þá Wiliiam King og Milan Williams. Spjall og spil — viðtal við Commodores ■■■■ Þáttur Ástu -| a 00 Ragnheiðar Jó- hannesdóttur, „Spjall og spil“, er á dag- skrá rásar 2 í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Asta ræðir við meðlimi bandarísku hljómsveitarinnar Commodores, en þá hitti hún í desember sl. á hóteli i Sydney, Ástralíu. Commodores vom á hljómleikaför um Ástralíu og Asíu fyrr í vetur til að fylgja hljómplötunni „Nightshift" úr hlaði en hljómsveitin er aðallega þekkt fyrir svokallaða „Tamla Motown“-tónlist eða blökkumannatónlist. Hljómsveitin hefur starfað saman í ein 17 ár og sagði Ásta að þeir virtust enn í fullu Qöri. Hinn þekkti sólóisti Lionel Richie starf- aði með Commodores fram til ársins 1982 og kom þá í staðinn breskur hljómlist- armaður, D.J. Nicolas. Hinir fjórir em þó allir Bandaríkjamenn. Viðtalið snýst m.a. um feril þeirra, breytingar á hljómsveitinni í gegnum árin og viðhorf hlustenda í hinum mismun- andi heimshlutum. Hljómsveitin hefur áunnið sér 22 gullplötur og sex platínum plötur, en það em hvor tveggja tónlistar- verðlaun, sem veitt em í Bandaríkjunum. Hljóm- sveitin sló í gegn í fyrra með lagi sínu „Nightshift" og flestir muna eflaust eftir lagi þeirra „Three times a lady“ auk þess sem þeir gerðu tónlist í kvikmyndina „Thanks God it’s Friday". Poppgátan ■■■■ Poppgátan hefst 09 00 á rás 2 kl. 23.00 £ð—■ í kvöld, en það er spumingaþáttur um tón- list í umsjá Jónatans Garð- arssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. Keppendur í þættinum em þeir Skúli Helgason háskólanemi og þáttagerð- armaður á rás 2 og Halldór Ingj Andrésson eigandi Plötubúðarinnar. Eftir þennan þátt verða tveir þættir eftir í undanúrslit- um keppninnar. UTVARP FIMMTUDAGUR 23. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veöurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Fílsunginn" eftir Rudyard Kipling, Kristín Ól- afsdóttir les fyrri hluta þýð- ingar Halldórs Stefánsson- ar. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.05Málræktarþáttur. Endur- tekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Lesið úrforystugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ég man þá tíð" Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar a. Þrjú lög op. 81 fyrir strengjasveit eftir J.P.E. Hartmann. Emil Temanyi stjórnar strengjasveit. b. Sænsk rapsódía eftir Hugo Alfén. Fíladelfíuhljóm- sveitin leikur; Eugene Or- mandy stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar c. „Finlandia", tónaljóð eftir Jean Sibelius. Fíladelfiu- hljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stjórnar. d. Tveir sinfónískir dansar eftir Edvard Grieg. Hljóm- sveit Bolshoj-leikhússins í Moskvu leikur; Fuat Mans- urov stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 »l dagsins önn - Neyt- endamál. Umsjón: Siguröur Sigurðarson. 14.00 Miðdegissagan: „Ævin- týramaöur", - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra Gils Guðmundsson tók samanogles(16). 14.30 Áfrívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri.) 15.15 Frá Suðurlandi. Um- sjón: Hilmar Þór Hafsteins- son. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist tveggja kyn- slóöa. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Islenskur tónlistarmað- ur i Danmörku. Gísli Helga- son ræðir við Kristin Vil- helmsson. (Áður útvarpaö 17. september í haust.) 20.30 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Há- skólabiói - Fyrri hluti. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacuillat. Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir. a. Tvær rómönsur eftirÁrna Björnsson. b. „Poem" eftir Ernest Chausson. c. „Tzigane" eftir Maurice Ravel. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.25 „Vertu Ijóðinu góöur'' Símon Jón Jóhannsson tek ur saman þátt um Ijóðskáld- ið Stefán Snævarr. 21.50 Tónleikar 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar 22.25 Fimmtudagsumræöan - Launþegahreyfing: Sam- staða eða sundrung. Um- sjón Elías Snæland Jónsson 23.25 Kammertónleikar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. án FIMMTUDAGUR 23. janúar 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- SJÓNVARP i 19.10 Ádöfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.20 Sagaafsnyrtingunni (En do-historie) Stutt barna- og unglinga- mynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö.) 19.30 Litlu ungarnir (Smá fágelungar) Finnskur barnaballett sem sýnir fyrstu ferð nokkurra fuglsunga út í heiminn með ungamömmu. Tónlist: Pirjo og Matti Bergström. Dansar: Margaretha von Bahr. Ungir ballettnemar dansa FOSTUDAGUR 24. janúar ásamt tveimur fullorðnum dönsurum. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Skonrokk Innlendur poppannáll 1985 — siðari hluti. Umsjón: Pétur Steinn Guð- mundsson. 21.45 Kastljós Þátturum innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 22.20 Derrick Lokaþáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.20 Seinni fréttir 23.25 Steingeit eitt (Capricorn One) Bandarísk bíómynd frá 1978. Leikstjóri Peter Hyams. Aðalhlutverk: Elliott Gould, James Brolin, Hal Holbrook, Karen Black, Telly Savalas og fleiri. Fyrsta mannaða geimflaug- in á að lenda á Mars og allt virðist ganga samkvæmt áætlun. Reyndar er geim- ferðin aöeins blekking og fréttamaður einn leggur sig í lífsháska til að afhjúpa hana. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 01.30 Dagskrárlok. son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 (gegnumtíöina Þáttur um íslenska dægur- tónlist i umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einusinniáðurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíösdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Poppgátan Spurningaþáttur um tónlist í umsjá Jónatans Garðars- sonar og Gunnlaugs Sig- fússonar. Keppendur í þessum þætti eru Skúli Helgason og Halldór Ingi Andrésson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar i þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP Svæöisútvarp virka daga vikunnar frá mánu degitilföstudags. REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.