Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 18. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
fHOTgpnnIfctfeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Jón Helgason
Ieinu ljóða sinna, Til höfundar
Hungurvöku, ávarpar Jón
Helgason skrifara þessa gamla
handrits sem hann er að fást við
og segir honum að hann geri sér
grein fyrir því hve mikilvægan
trúnað hann hafi sýnt sér sem vís-
indamanni:
Þótt enn sé margt sem er illa lest
og aldirnar leifðu skörðu,
er flækjan greidd sem ég gat það bezt,
gamli maður I jörðu.
Það hefur yerið mikilvægt ís-
lenzkum fræðum að eiga að slíkan
mann sem Jón Helgason var. Þessi
fræði hafa ekki farið varhluta af
trúnaði hans. Nú er hann sjálfur
kominn þangað í jörðu sem höfund-
ur Hungurvöku hefur hvílt sem
örlítil ögn af mold, svo enn sé vitnað
í ljóðið, og þær línur sem einna
frægastar eru í skáldskap hans
orðnar að veruleika:
Senn er þess von að úr sessinum minum ég vfki,
senn skal mér stefnt inn f skugganna fjölmenna rfld,
spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði
er það! fáeinum linum á gulnuðu blaði.
Þetta erindi í þekktasta ljóði
Jóns, f Ámasafni, gefur vísbend-
ingu um hvar skáldið og vísinda-
maðurinn vildi helzt að gengið
væri að honum vfsum þegar hann
hyrfi „inn í skugganna fjölmenna
ríki". Þeir sem þekktu Jón Helga-
son vita samt að persónuleiki hans
var svo magnaður að enginn mun
þekkja hann til neinnar hlítar sem
kynnist honum einungis „á gulnuðu
blaði". Jón Helgason var ekki ein-
ungis nákvæmur og glöggur út-
gefandi fornra bóka og mótandi
textaskýrandi þeirra verka sem nú
heyra eilífðinni til heldur gat hann
einnig verið maður augnabliksins
og gengizt upp í því af svo eftir-
minnilegri og leiftrandi innlifun að
engu var lfkara en hann væri allur
þar. Hann var tilfinningamaður
mikill innan við stundum allhrjúfa
skel og kom það bezt í ljós þegar
hann las ljóð sín ljóðræn og kynngi-
mögnuð, en sem flytjandi þeirra
átti hann engan jafningja nema
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
sem gat lesið ljóð sín með þeim
hætti að ógleymanlegt var hverjum
þeim sem á hlýddi.
Krefjandi þátttaka Jóns Helga-
sonar í mannfagnaði gerði hann í
senn fyrirferðarmikinn og eftir-
minnilegan. En samt undi hann
örugglega bezt í einrúmi þar sem
eyðingin hljóða hvislaði á orðlausu
máli og hann heyrði í eyrum berg-
mál horfinna kynslóða. Nú er hann
sjálfur genginn inn í þennan ár-
langa eilífa nið. Líf hans er orðin
saga mikilvægs listamanns, verk
hans þáttur þeirra fornlegu fræða
sem hann helgaði líf sitt. Slíkur
maður getur ekki orðið handfylli
af mold þvi að hann mun enn og
ávallt lyfta huga okkar úr dustinu
svo að enn sé vísað til orða hans
sjálfs.
Enn eitt kvæði sem allir ræktaðir
íslendingar þekkja er Á Rauðsgili
þar sem Jón Helgason var fæddur
og  uppalinn.  Þar  sem  hvönnin
teygist fram yfir gljúfravegg,
engjarósin drúpir, mjaðarjurtin er
mild og skær og heiðarfuglinn
stefnir í suðurátt; þar sem ómur
fossins fléttast við hvern draum;
þar grunar hugann spor eftir lítinn
fót. Og þangað leitaði hugur Jóns
Helgasonar þegar halla tók af degi.
í lok þessa kvæðis sem á rætur í
þeirri íslenzku taug sem stjórnaði
tilfinningalífi Jónasar Hallgríms-
sonar segir Jón Helgason hvert
hugurinn stefni þrátt fyrir langa
útivist í erlendri stórborg innan um
íslenzkar bækur sem bera heims-
menningu vitni: þó að flug heiðar-
fuglsins í suðurátt sé langt áður
dagur dvín er spölurinn heim að
Rauðsgili mun drýgri, en þangað
er samt stefnt þegar haustar.
Reykholtsdalur hefur séð miklar
eikur hníga til foldar. Þar sá Snorri
í axareggina. Og þar sem eitt sinn
var spor eftir lítinn fót geymir nú
Rauðsgil minningu skálds og lista-
manns í vísindum. Útgáfur Jóns
Helgasonar eru til eftirbreytni,
alúðin og verkkunnáttan ungu fólki
til hvatningar, skýringar á forn-
kvæðum hafsjór þekkingar og þýð-
ingar á merkum ljóðum erlendum
skemmtilegur og raunar ómetan-
legur viðauki við það ævintýri sem
íslenzk bókmenning er.
Jón Helgason var fulltrúi gamall-
ar arfleifðar í ljóðum sínum og vís-
indastörfum. Hann var ekki braut-
ryðjandi, hvorki f skáldskap né
fræðimennsku, gekk aldrei á hólm
við gamlar hefðir heldur vann hann
í anda þeirra og reyndi að auka
alin við mikilvægi þeirra. Og það
tókst honum. En lffsstarf hans er
kannski ekki merkilegast fyrir það
heldur hitt að íslenzkur skáldskap-
ur hlýtur að gera meiri kröfur til
skálda sinna eftir að slfkur maður
hefur ort á íslenzka tungu en áður
var og íslenzk fræði eiga einnig
heimtingu á meiri vísindalegri alúð
en áður en hann tók að sýsla þar
um.
Hvað sem líður byltingum, frum-
legri nýsköpun og brautryðjendum
er það í höndum þróunarmanna
eins og Jóns Helgasonar að rækta
garðinn og gera hann þesslegan
að til sóma sé. Það er til fornrar
menningar okkar sem við sækjum
þá næringu sém bezt mun duga á
upplausnartímum eins og þeim sem
nú dynja yfir. Við skulum samt
vona að þessir tfmar séu vorþeyr;
þeir séu vitnisburður um nýjan
gróður.
Minningu manna eins og Jóns
Helgasonar sýnum við mesta virð-
ingu með því að halda ræktunar-
starfinu áfram og sjá til þess að
erlend áhrif breytist f fslenzkan
veruleika eins og verið hefur; að
erlendar jurtir fari vel í garðinum
okkar og beri því vitni að við séum
verðugir arftakar manna eins og
Jóns Helgasonar. Með því sýndum
við í verki þakklæti okkar fyrir líf
hans og störf í þágu þess lands og
þeirrar menningar sem er líftaug
allrar viðleitni okkar og hugsunar.
JON HELGASON
SKÁLD OG PRÓFESS
Innan við múrveginn átti ég löngum mitt sæti,
utan við kvikaði borgin með gný sinn og teti;
hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og f draumi
heyrði ég þungann f aldanna sfgandi straumi.
(ÍAmasafni)
- O -
Hvað er að vera íslendingur?
Því er vandsvarað. Er það að vera
fæddur á íslandi? Er það fólgið í
því að tala íslenzku? Lausnin er
ekki fólgin í því að spyrja svo ein-
faldra spurninga og svara þeim
neitandi. Ætli flókið svarið sé ekki
fremur í skyldleika við hitt, að það
sé að vera aðili að því ævintýri, sem
hófst fyrir meira en ellefu öldum á
eyju nyrzt í hafi, að finna sig tengd-
an sogu og örlögum þess fólks, sem
þar hefur lifað, hugsað, dreymt og
skrifað, að lfta land sitt ástaraug-
um, án þess að þurfa að rökstyðja
það fyrir sjálfum sér eða öðrum,
að skoða árangur þeirrar andlegu
viðleitni, er þar hefur átt sér stað,
sem eign sína, sem hluta af sjálfum
sér, án þess að miklast af því, að
heyra þungann í straumi aldanna,
er íslenzk tunga hefur verið töluð?
- O -
Nú er látinn einn þeirra manna,
sem mestan þátt hefur átt að því,
fyrr og síðar, að ævintýrinu, sem
hófst á íslandi endur fyrir löngu, á
aldrei að þurfa að ljúka, ef við, sem
lifum hann, og afkomendur okkar
göngum þann veg, sem hann vísaði,
en villumst ekki. Jón Helgason var
þjóð sinni og öllu íslenzku ekki
aðeins ómetanlegur vegna þess, að
hann helgaði sig vísindarannsokn-
um á þeim verðmætum, sem eru
íslendingum helgust og stýrt hafa
straumi aldanna í sögu þeirra, ekki
aðeins vegna þess, að hann var eitt
af stórskáldum fslenzkrar tungu og
stuðlaði með þeim hætti að því, að
hún gæti aldrei dáið. Hann var
ekki sfður ómetanlegur vegna
tengsla sinna við landið, sem hann
lifði þó fjarri lengstan hluta ævi
sinnar.
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd f hlýjum garði;
áburð og Ijós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir f hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvfs!
kemur úr Von arskarði.
- O -
Sérfróðir menn í fslenzkum og
norrænum fræðum telja Jón Helga-
son hafa verið í hópi mestu fræði-
Y manna á því sviði, bæði íslenzkra
og útlendra, einkum að því er snert-
ir rannsóknir og útgáfu á miðalda-
handritum. Frá sjónarmiði vísind-
anna hlaut það að teljast happ, að
hann skyldi veljast til starfs á þeim
vettvangi, þar sem þjóðardýrgripir
íslendinga, fslenzku handritin, voru
varðveittir. Þar ruddi hann braut
mjjum rannsóknaraðferðum og 61
upp kynslóð hæfustu fræðimanna á
þessum sviðum. Hitt hlaut að teljast
miður, frá sjónarmiði íslenzkra
fræða á íslandi, að' starfskrafta
hans nyti ekki við hér á landi.
Ég kynntist Jóni Helgasyni ekki
fyrr en ég fór að venja komur mfnar
til Kaupmannahafnar, eftir að ég
tók við forstöðu menntamálaráðu-
neytisins sumarið 1956, vegna við-
ræðna við dönsk stjórnvöld um
afhendingu íslenzku handritanna. í
samráði við ríkisstjórnina hafði ég
valið ráðgjafa hér heima. Það
hvarflaði hins vegar ekki að mér
að setja Jón Helgason f þann vanda
að vera í þeim hópi. Hann var
embættismaður danska ríkisins. Ég
heyrði því hvíslað, að hann væri
ekki áfram um, að handritin yrðu
flutt til íslands, þar eð hann yrði
þá viðskila við þau. Ég átti sjálfur
eftir að reyna, hversu fjarri öllu
lagi sá orðromur var. Á hinn bóginn
höfðu ýmsir vinir mínir sagt mér,
hversu mikil eftirsjá væri að því,
að Jón starfaði ekki hér við Háskól-
ann. Þáverandi forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, var mjög ljóð-
elskur maður. Vissi ég, að hann var
mikill aðdáandi Jóns Helgasonar
sem ljóðskálds. Ég orðaði það einu
sinni við hann árið 1958, hvort
hann mundi styðja það, að stofnað
yrði sérstakt prófessorsembætti
handa Jóni Helgasyni við Háskóla
íslands, án kennsluskyldu. Það
kvaðst hann gera með ánægju, og
samþykkti ríkisstjórnin það. Næst
er ég kom til Kaupmannahafnar
flutti ég Jóni þessi boð. Hann tók
sér umhugsunarfrest. Þegar við
hittumst nokkru síðar, kvaðst hann
betur geta sinnt fræðum sínum með
þvi að starfa áfram f Kaupmanna-
höfn. Á þeim tíma varð að sjálf-
sögðu ekkert um það sagt, hvernig
haridritamálinu mundi lykta.
- O -
Nokkru eftir að danska þjóð-
þingið hafði samþykkt lögin um
afhendingu handritanna árið 1961
samþykkti ríkisstjórnin það öðru
sinni, að bjóða Jóni Helgasyni slfkt
prófessorsembætti hér, en þá var
Ólafur Thors forsætisráðherra. Jón
hugsaði málið. En þegar hann svar-
aði, næst er við hittumst, bætti
hann því við fyrra svar sitt, að
hann teldi sig orðinn of gamlan til
þess að hafa vistaskipti.
Sem betur fer átti ég þess síðar
kost að stuðla að fleiri en einni
heimsókn hans til íslands og á
æskuslóðir í Borgarflrði. Það var
augljóst, hversu hann naut þess að
vera á íslandi.
- O -
I síðasta áfanga viðræðnanna um
afhendingu handritanna voru aðal-
ráðgjafar dönsku ríkisstjórnarinnar
þeir Palle Birkelund ríkisbókavörð-
ur og Peter Skautrup prófessor.
Þeir fóru þess á leit við Jón Helga-
son, að hann tæki um stund þátt í
viðræðunum um ýmis vandasöm
úrlausnarefni. Veit ég, að orð hans
vógu þungt í eyrum hinna dönsku
fræðimanna, og þau áttu mikilvæg-
an þátt í því, að niðurstaða viðræðn-
anna varð á þá leið, að íslendingar
gátu vel við unað.
í framhaldi af þessu var síðan
haldinn lokafundur um málið í for-
sætisráðuneytinu. Eftir var að fjalla
um mikilvægasta handritið, Kon-
ungsbók Sæmundar-Eddu. Viggo
Kampmann forsætisráðherra hafði
verið svo hygginn, og svo velviljaður
íslenzkum málstað, að bjóða Juliusi
Bomholt félagsmálaráðherra og
fyrrverandi menntamálaráðherra til
fundanna, ásamt Jörgen Jörgensen
menntamálaráðherra. Við Viggo
Kampmann og Jðrgen Jörgensen
vissum allir, að Julius Bomholt var
andvígur afhendingu Sæmundar-
Eddu. Hún væri ekki fslenzk menn-
ingareign, heldur samnorræn. Án
hennar hefðu íslendingar ekki talið
handritamálið leyst. Þetta vissi
Viggo Kampmann líka. Fundinum
lauk með samkomulagi um, að
Sæmundar-Edda skyldi afhent ís-
lendingum samkvæmt sérstöku
ákvæði í frumvarpinu.
Að fundinum loknum hafði ég
samband við Jón Helgason og sagði
honum úrslitin. Honum fundust tfð-
indin ótrúlega góð.
.   - O -
Haustið 1971 dvöldum við hjónin
tæpa þrjá mánuði í fræðimannsíbúð
Húss Jóns Sigurðssonar, fyrst gesta
þar. Ég var þá að búa mig undir
að taka aftur við kennslu við Há-
skólann og ljúka við samningu lít-
illarbókar, sem gefin skyldi út á
ensku um vanda þess að vera ís-
lendingur. Svo fór, að það varð að
venju, að Jón Helgason kæmi til
okkar  á  fímmtudagskvöldum.  f
raun og veru varð það þá fyrst, sem
við kynntumst manninum Jóni
Helgasyni og úr varð vinátta okkar
í milli. Áður en ég hitti Jón Helga-
son fyrst 1957, hafði ég heyrt mikið
um hann talað. Sem unglingur hafði
ég kynnst kvæðum hans í ljóðabók-
inni Úr landsuðri og tekið ástfóstri
við þau. Ég hafði einnig kynnzt
fleiri kvæðum hans en þar voru
prentuð. Og ég hafði á stúdents-
árum minum í Þýzkalandi og sfðar
heyrt mikið látið af áhrifamætti
hans yfir fslenzkum stúdentum í
Kaupmannahöfn og vissi, að ýmsir
töldu þau áhrif sumpart ekki til
góðs. Eg undraðist ekki, að sá Jón
Helgason, sem ég kynntist haustið
1971, væri gæddur leiftrandi gáfum
og væri hafsjór af fróðleik um for-
tíð og nútíð, ekki heldur, að frá-
sagnargáfa hans var slík, að ég
hafði aldrei áður kynnzt slfku —
nema ef vera skyldi hjá tengdaföður
mfnum, Vilmundi Jónssyni — við
þessu hafði ég hugboð um, að ég
gæti búizt. Hitt kom mér á óvart,
hversu yfirvegaðir voru dómar hans
allir um menn og málefni, hversu
velviljaður og umtalsgóður hann
var, ekki sfzt í garð þeirra, sem
hann á stúdentsárum sínum hafði
ort um í stríðni. Og ekki sízt kom
mér á óvart, hversu viðkvæmur
hann var. Hefði mig þó sízt átt að
undra það, eftir að hafa kunnað
beztu kvæði hans í áratugi. Líklega
hafði mér orðið það á, eins og fleir-
um, að halda, að skáld geti átt
viðkvæma strengi á hörpu sinni, en
þeir séu ekki harpan öll. En nú sá
ég, að það var Jón Helgason — og
•• Jón Helgason allur — sem ég hafði
kynnzt og lært að meta í skáldskap
hans. Það er eflaust hægt að vera
mikið skáld án þess að vera mikill
maður. En Jón Helgason var hvort
tveggja.
- O -
K.B. Andersen, utanríkisráð-
herra Dana og náinn vinur okkar
hjóna, hafði ráðgert að bjóða okkur
ásamt ýmsum forystumönnum jafn-
aðarmanna í Kaupmannahöfh til
kvöldverðar á Marienborg, en það
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56