Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 34
’ 34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Minning: Jón G. Kjerúlf Fæddur 14. desember 1891 Dáinn 16. febrúar 1986 Jón fæddist að Fljótsbakka í Eiðaþinghá í N-Múlasýslu. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Kjerúlf, bóndi, bróðir Þorvarðar Kjerúlf, læknis og alþingismanns en kona Guðnmundar var Vilborg Jónsdóttir frá Kleif í Fljótsdal. Bjuggu foreldrar hans lengst af að Hafursá í Skógum á Héraði og við þann bæ var Guðmundur jafnan kenndur. Foreldrar hans áttu 8 i böm, en 6 þeirra komust til fullorð- j insára og var Jón þeirra elstur. A lífí eru Sólveig, ekkja Gunnars Jóns- sonar, spítalaráðsmanns a Akur- eyri, Guðbjörg, ekkja Odds Kristj- ánssonar, byggingameistara á Akureyri og Andrés búsettur að Reykholti í Borgarfírði. Látin er Anna gift Sveini Páls- syni, kaupmanni og bónda í Hábæ í Vogum á Vatnsleysuströnd, þau bæði látin. Sigríður er gift var Guðmundi Guðmundssyni frá Freyshólum í Skógum. Jón fór til náms við Gagnfræða- skólann á Akureyri og brautskráð- ist þaðan gagnfræðingur vorið 1913. Eftir það var hann á búi foreldra sinna, en fékkst á vetrum við önnur störf svo sem bókarastarf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Árið 1937 fer Jón að búa á Hafursá, næsta bæ við Hallorms- stað og er þar allt til vors 1944. Meðan Jón bjó á Hafursá stund- aði hann meðal annars komrækt, einn sá fyrsti á Héraði er það reyndi. En vegna legu Hafursár við Hallormsstaðaskóg og góðra veður- skilyrða tókst þessi komræktartil- raun vonum framar. Þann 6. september 1941 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína Guðlaugu Pétursdóttur frá Eski- fírði. Þau eignuðust 3 böm, Þór- unni, gift David P. Ivey forstjóra á Askville í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum og eiga þau 2 böm. Pétur, iögmaður búsettur í Garðabæ, kvæntur Hafdísi Ágústs- dóttur og eiga 3 böm. En yngst er Vilborg gift í Neskaupstað, Jens Nielsen, sjómanni og eiga þau 2 böm. Þá ólu þau hjónin upp dóttur Vilborgar, Guðlaugu Jóhannsdótt- ur, að 10 ára aldri. Ennfremur ólu þau upp Ástu Haraldsdóttur, syst- urdóttur konu hans. Hennar maður er Hjálmar Sveinsson, verkstjóri, búsett í Reykjavík. Árið 1944 flytur fjölskyldan fyrst til Eskifjarðar, en síðan á Reyðar- íjörð og fer Jón þá að starfa við verðgæslu og jafnframt gegnir hann tollgæslustörfum. Við störf þessi var Jón þar til hann hætti fyrir aldurs sakir og síðar flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur og bjuggu hin síðari ár að Laug- amesvegi 80. Jón var greindur maður, unni skáldskap, hafði mikinn áhuga a öllum jarðargróðri og gróðurvemd og sýndi það í verki með umbótum á Hafursá. Auk starfa þessara starfaði hann í skattanefnd og sat í hreppsnefnd Vallahrepps, var prófdómari við bamapróf og var endurskoðandi við Kaupfélag Héraðsbúa um árabil. 011 störf sín rækti hann af sam- viskusemi og skyldurækni og fórust þau vel úr hendi. Hann naut trausts samtímamanna sinna og virðingar, og það sýndu þeir með því að velja hann til ýmissa trúnaðarstarfa. Jón var hógvær í allri framkomu, mjög fróður, góðviljaður, nærgæt- inn við alla erhann átti samskipti við, glaðvær á góðri stundu en óá- reitinn, því vinsæll. Jón var gæfu- maður, naut mjög góðrar heilsu allt til hins síðasta. Mesta gæfa Jóns frænda míns held ég þó að hafí verið að hann eignaðist góða, greinda og hjarta- hlýja konu er bjó honum gott heim- ili og annaðist frábærlega um hann er aldur færðist yfír, en Jón var 94 ára er hann lést. Kvaddur er gegn maður. Eg og bræður mínir erum í sér- stakri þakkarskuld við þau hjón, því að er foreldrar okkar voru orðin ellihrum og sjúk, tóku þau Jón og Guðlaug að sér heimili þeirra á Reyðarfírði, en við systkinin vorum búsett fjarri og gátum því ekki komið við þeirri umönnun er með þurfti, en foreldrar okkar vildu ekki flytjast burt af Reyðarfírði. Onnuðust þau um foreldra okkar af mikilli góðvild og nærgætni og mun þeim það seint fullþakkað. Ég votta Guðlaugu, bömum hennar og öllum ástvinum dýpstu samúð. Útför Jóns fer fram frá Laugar- neskirkju, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Margrét Þorsteinsdóttir Til foldar er hniginn háaldraður heiðursmaður og löngum ævidegi lokið. Fáein kveðju- og þakkarorð skulda ég þessum gamla góðvini mínum. Kynni okkar voru um tíma náin og góð, þegar ég stjómaði skóla í heimabyggð okkar og hann var þar prófdómari. Ljúft er mér nú að þakka þau ágætu samskipti við leiðarlok, því þó báðir væru skapríkir og héldu fast á sínu, þá varð okkur aldrei sundurorða um þau mál, sem þar skiptu einhveiju, þ.e. árangur nemendanna eða árangursleysi, sem blessunarlega var mjög miklu sjaldgæfara. Öður máli gegndi, þegar stjóm- málin bar á góma, þar gat rimman orðið óvægin og hörð en málefna- leg, en það sem bezt var, að í lokin var sætzt heilum sáttum og hlegið að öllu saman. Jón G. Kjerúlf var prýðilega greindur, ágætlega máli farinn, gat verið hnyttinn vel og kryddaði frá- sögn og ræðu gamansemi og smellnum smásögum. Hann var málafylgjumaður og fylgdi Framsóknarflokknum að málum, heill og óskiptur og lagði samvinnustefnu og flokki sínum óspart lið, þó okkur vinum hans þætti hann máske setja óþarflega ákveðið jafnaðarmerki þar á milli. En sannfæring hans var sterk og ekki heiglum hent að lenda í kapp- ræðum um þá sannfæringu við Jón. Einlægni hans í þessum efnum dró enginn í efa. Um æviferil og ýmis störf Jóns mætti skrifa langt mál, búskap hans og komræktartilraunir, starf hans að verðlagseftirliti, sem var aðalstarf hans um mörg ár, skrif- stofu- og bókhaldsstörf hans, enda t Hjartkær dóttir okkar, fósturdóttir, systir og mágkona, GUÐRÍÐUR KRISTÍN BERG, Vallarbraut 1, Akranesi, veröur jarösungin miðvikudaginn 26. febrúar frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Jónína ísleifsdóttir, Kjartan Berg, Halldór Grímsson, Skúli Berg, Anna Guðmundsdóttir, Maria Berg, Sigurður P. Guðmundsson, Þorlákur Halldórsson, Þóroddur Halldórsson. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur vináttu við andlát og útför STEINUNNAR LÁRU JÓNSDÓTTUR. Við biðjum ykkur öllum blessunar í náð Jesú Krists. Fyrir hönd systkina og vina. Guðbjörg Tyrfingsdóttir, Leó Viggó Johansen, Ljónsstöðum. talnaglöggur vel og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Eg hlýt hins vegar að staðnæmast við próf- dómarastörf hans, enda þekkti ég þau bezt og þau lýsa innri manni Jóns ágæta vel. I fyrsta lagi gilti það, að rétt skyldi vera rétt. Hins vegar sat sanngimi og umhyggja gagnvart nemendunum í öndvegi, alveg sér- staklega þeim lakar settu, þar lagði hann sig í framkróka með að fínna það jákvæðasta út úr hlutunum. „Það er nú góð meining á bak við þetta svar,“ sagði hann stund- um, þegar eitthvað skorti nú á um nákvæmni í svömm. Hann tók sárt, þegar verst gekk og við vomm samtaka um að fara um það lakasta sem mildustum höndum án þess að í nokkm væri rangt við haft, enda hafði hann á því andstyggð. Mér er það líka minnisstætt, þegar hann sagði við kennara, sem var að býsnast yfir lélegum árangri nemenda í prófí: „Einkunnir segja stundum meira um kennarann en nemenduma." Hreinskilni skorti hann hvergi. En hjartalagið var gott, það sannast ærið oft, þegar hugað var að árangri þess erfíðis, sem að baki prófúm liggur. Fyrir það máttu margir vera þakklátir og ég fékk skýrari og heilsteyptari mynd af manninum, sem ég mat því meir sem ég kynntist honum nánar. Fyrir þau kynni og mörg skemmtileg samtöl, m.a. eftir að hingað suður kom, hlýt ég að þakka. Æviúttekt skyldi þetta aldrei vera. Aðrir mér bærari munu þar um fjalla. Örstutt kveðja í önn dagsins verður að nægja. Eg flyt einlægar samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu til allra aðstandenda hans. Aldamótakynslóðin er sem óðast að kveðja. Bjartsýni hennar og baráttugleði mættum við taka til fyrirmyndar og afrek hennar öll í okkar þágu ber að þakka. Góður fulltrúi hennar er nú genginn. Þar ríkti trúin á landið, gögn þess og gæði og saman fór hugsjón mannræktar og alhliða uppbyggingarstarfs. Þar var mann- gildið ofar öðru sett. Þannig minnist ég Jóns Kjerúlf og mætra sam- skipta við hann, þar sem hlýja hjartans setti mark sitt á úrskurði alla. Fyrir það eru færðar góðar þakkir nú við leiðarlok. Blessuð sé minning Jóns G. Kjer- úlf. Helgi Seljan Nýbygging Alþingis í tveimur áföngnm: 1 t 1 / f f \ Efnt tíl samkeppni um gerð og skipulag í tilefni af 100 ára afmæli Alþingishússins hefur Alþingi samþykkt að efna til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starf- semi þingsins. Verði samkeppnin við það miðuð að heimkynni Alþingis verði áfram í hinu aldna þinghúsi við Austurvöll, svo og í byggingum i næsta nágrenni þess. Fyrri áfangi fyrirhugaðrar nýbyggingar, sem rísa á við Kirkjustræti, vestanvert við Alþingishúsið, á að hýsa þing- nefndir, þingflokka, skrifstofu Alþingis, bókasafn, skjalasafn, mötu- neyti, ræðuritun, tölvuvinnslu, sjónvarpsupptöku og útgáfu Alþingistíð- inda. Síðari áfangi, sem standa á við Tjamargötu, hýsir skrifstofur þingmanna, sextíu talsins. í húsrýmisáætlun fyrri áfanga er gert ráð fyrir að tengsl nýbyggingar við Alþingishúsið verði sunnan þess og til vesturs, þannig að þau liggi úr kjallara Kringlunnar yfir í nýbygg- inguna. í ráðgerðum neðanjarðargöngum er fyrirhuguð kaffistofa, aðstaða til blaða- og tímaritalesturs, upptökuherbergi fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þ.e. aðstaða fyrir viðtöl fréttamanna við þingmenn. Með tilliti til fyrirhugaðra nota Tjöminni", ef slíkt kemur til ákvörð- þarf nýbyggingin að vera sem næst Alþingishúsinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Al- þingi. „Þó má nálægð húsanna ekki vera til lýta fyrir útlit Alþingis- hússins, svo að stíll þess fái að njóta sín eftir sem áður.“ Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tengd Alþing- ishúsinu með neðanjarðargöngum. Þá þarf að „gæta þess við staðsetn- ingu nýbyggingarinnar að möguleik- ar verði fyrir hendi til að reisa nýtt Alþingishús á lóðarspildum þeim sem Alþingi hefur yfir að ráða á svæði því sem markast af Templara- sundi, Kirkjustræti, Tjarnargötu og unar síðar meir. Þegar nýbyggingin verður tengd við Alþingishúsið er stefnt að því að gerðar verði nokkrar breytingar á innra fyrirkomulagi Alþingishúss- ins. Hugmyndin er að herbergjaskip- an og frágangur innanhúss verði færður sem næst upprunalegri gerð og er það verkefni ekki hluti af kunngerðri samkeppni. Á neðstu hæð hins aldna þinghúss er ráðgerð- ur móttökusalur Alþingis fyrir gesti þess og setustofa fyrir þingmenn. Á þriðju hæð er ráðgerð stórbætt aðstaða fyrir fréttamenn, m.a. vinnu- og setustofa þeirra. Samkeppnin fer fram eftir sam- keppnisreglum Arkitektafélags ís- lands. Rétt til þátttöku hafa allir meðlimir þess. Skiladagur er 12. maí nk., en ráðgert er að dómnefnd Ijúki störfum fyrir miðjan júní 1986. Verðlaun verða samtals kr. 2.750.000.-, þar af fyrstu verðlaun kr. 1.100.000.- Dómnefnd skipa forsetar þingsins: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Salome Þorkelsdóttir og Ingvar Gíslason, Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgar- skipulags, og arkitektamir Helgi Hjálmarsson, Hilmar Þór Bjömsson og Stefán Benediktsson. Starfsemi Alþingis er nú í fimm húsum, auk hins aldna þinghúss: Vonarstræti 8 og 12, Þórshamri, Skjaldbreið og Skólabrú 2. Þessi fímm hús verða ekki nýtt af þinginu, eftir að fyrrgreind nýbygging kemst í notkun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um niðurrif neins af þessum húsum. Sjálft heyrir hið aldna þing- hús við Austurvöll til friðaðra húsa. Alþingishúsið við Austurvöll, sem byggt er fyrir meir en hundrað árum, er eina húsið, sem hannað hefur verið og byggt sérstaklega fyrir Alþingi fslendinga, j).e starfsemi þess. Þar var Háskóli Islands til húsa Hið rúmlega hundrað ára þinghús við Austurvöll ásamt næsta ná- grenni. Neðst til vinstri á myndinni sjást nokkur hús við Kirkju- stræti, sem verða að hverfa ef og þegar fyrri áfangi nýbyggingar Alþingis, sem nú hefur verið efnt til samkeppni um, rís af grunni. Síðari áfanginn, skrifstofur þingmanna, er ráðgerður við Tjarnar- götu. Nýbyggingin verður tengd hinu aldna þinghúsi með neðanjarð- argöngum. og Landsbókasafn í eina tíð, ásamt löggjafarsamkomunni, og sambúðin áfallalítil. Fyrir tíu árum, eða svo, vóru uppi hugmyndir um að leysa húsnæðis- vanda þingsins með „smábygging- um“ á lóðum Alþingis, m.a. að reisa slíkt sérhús fyrir fundarsali þingsins (nýtt þinghús). Hugmyndir um nýtt þinghús munu og hafa verið settar fram 1917 og þá jafnvel gerð frum- drög að slíku húsi, en í hvorugt skipti komust mál á ákvörðunar- né framkvæmdastig. Heildarnettóstærð fyrri áfanga nýbyggingar er samtals 3.427 fer- metrar, nettóstærð, en við þá stærð „má bæta 25—35%, sem eru gangar, anddyri og tenging við Alþingishús og þess háttar". Síðari áfangi ný- byggingar (skrifstofur þingmanna) verður að nettóstærð 1.684 fermetr- ar, „sem við má bæta allt að 20% í ganga og þess háttar“, segir í frétta- tilkynningu. Þá segir loks að „þar sem sam- keppnisverkefnið er í kjama mið- borgarinnar og í nágrenni friðaðra bygginga verði lögð megináherzla á aðlögun að umhverfinu og tengsl við Alþingishúsið, auk þess að tillit verði tekið til sveigjanleika og hagkvæmn- issjónarmiða. Lögð er áherzla á að fyrri áfangi byggingarinnar verði sem heillegastur þannig að hann horfi við sem fullbúinn væri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.