Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 plurgw Útgefandi nMofeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Mikilvægasta lagagerð Alþingis Kristnitakan árið eitt þúsund skipti sköpum í sögu fslend- inga. Þessi einstæði atburður er greyptur í þjóðarvitund." Þannig hefst greinargerð með tillögu til þingsályktunar, er forset- ar Alþingis og formenn þingflokka flytja, og fjallar um þúsund ára afmæli kristnitökunnar, sem fram- undan er. Tillagan felur forsetum Alþingis að vinna að athugun á því með hvaða hætti verði af hálfu Alþingis minnst þessa gagnmerka afmælis. Lögfesting kristinnar trúar er mikilvægasta iagagerð Alþingis. Það er því óhjákvæmilegt að AI- þingi minnist þeirrar gjörðar að maklegheitum. Þjóðkirkjan og önn- ur kristin trúarsamtök hljóta að sjálfsögðu að minnast upphafs kristni í landinu með sínum hætti. Það verður hinsvegar að gera ráð fyrir því að þingið og kristnir söfn- uðir standi sameiginlega að þjóð- hátíð árið 2000 til minningar um lögfestingu kristinnar trúar. Snemma síðastliðins árs skipaði kirkjuráð Þjóðkirlq'unnar þriggja manna nefnd, kristnitökunefnd, undir forystu biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar. Það er verkefni nefndarinnar að gera til- lögur um tilhögun og framkvæmd afmælishátíðar kristnitöku íslend- inga. Hugmyndir nefndarinnar hafa verið til umræðu á kirkjuþingi. Forsetar Alþingis hafa undanfarið hugað að hlut Alþingis að þessu leyti. Þeir hafa og átt sameiginlega fundi með kristnitökunefnd Þjóð- kirkjunnar. Tillögu þá, sem forsetar þings og formenn þingflokka flytja, verður að skoða sem viljayfírlýsingu um það, að forsetar þingsins haldi áfram athugunum og viðræðum um málið, sem þegar eru hafnar. Því ber sérstaklega að fagna að allir þingflokkar sameinast þannig um hlut Alþingis að þúsund ára afmæli kristnitökunnar. Samstaða þingflokka, sem í til- löggerð þessari felst, er í þeim anda sem sveif yfír vötnum við kristni- töku íslendinga að Lögbergi á Þingvöllum árið eitt þúsund. Þá var niðurstaðan sú, efnislega, að ef við slitum sundur lögin á þjóðarheimil- inu slitum við einnig sundur friðinn. Það var undir þessum merkjum þjóðareiningar og þjóðarfriðar sem Islendingar létu skírast til krist- innar trúar. Það er ekki sízt af þessum sökum sem þorri íslendinga heyrir enn í dag til þjóðkirkju. Vonandi tekst þjóðkirkjunni að halda þann veg á innra og ytra starfí að hún verði þjóðkirkja um langa framtíð. Hinsvegar eiga ein- staklingar að búa við frelsi til að tilbiðja Guð sinn á þann hátt sem trúarsannfæring þeirra og sam- vizka stendur tiL Alþingi hefur mikilvægu hlut- verki að gegna þegar minnst verður upphafs kristni í landinu, merkustu löggjafar þess. Það er vel að friður ríkir um þetta mál á þingi. Sómi þingsins liggur við að framhaldið fari í farveg þess upphafs, sem þessi tillaga til þingsályktunar um þúsund ára afmæli kristnitöku í landinu er. Nýbygging Alþingis Starfsemi Alþingis hefur fyrir löngu sprengt utan af sér hið aldna þinghús við Austurvöll. Hlið- arstarfsemi þingsins fer nú fram í fímm nærliggjandi húsum, sem ekki vóru hönnuð til þeirrar starfsemi er þar fer nú fram. Það var því meir en tfmabært þegar Alþingi ákvað, í tilefni hundrað ára afmælis Alþingishússins 1981, að efnt skyldi til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þings- ins._ Áformað er að fundir Alþingis verði áfram haldnir í Alþingishúsinu við Austurvöll en hliðarstarfsemi margskonar flytjist í fyrirhugaða nýbyggingu í nágrenni þinghússins, sem tengd verður því neðanjarðar. Fagfólki, sem þátt tekur í auglýstri samkeppni, er mikill vandi á hönd- um. í fyrsta lagi verður það að taka tillit til hins aldna þinghúss, útlits þess og stíls. í annan stað verður að taka mið af næsta nágrenni, þar á meðal friðuðum húsum. í þriðja lagi verður að staðsetja bygginguna þann veg, að rými verði á lóðum þingsins í miðbænum fyrir framtíð- arþinghús, ef vilji löggjafans í fram- tíð stendur til þess að reisa slíkt hús. Loks verður þessi nýbygging að hýsa mjög sérstæða starfsemi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, segir efnis- lega í viðtali við Morgunblaðið, sem birt er hér á opnunni í dag, er hann var spurður um kostnaðarhlið þessa máls í tengslum við erfíðleika í ríkis- fjármálum: Það liggja bæði hagkvæmnis- og starfslegar ástæður að hugmyndum um nýbyggingu Alþingis. Það fylgir því ærinn kostnaður að reka þingið í fimm húsum, sem flest henta illa til starfseminnar. Við reistum Al- þingihús af rausn árið 1881, þegar þjóðin var aðeins þriðjungur þess sem hún nú er og fbúar höfuðborgar innan við þijú þúsund. Framtak okkar í dag má ekki minna vera, þegar þessi stofnun á f hlut. Vissulega eigum við, þrefait fleiri og betur efnalega búin, að rísa undir hliðstæðu framtaki og áar okkar fyrir meir en hundrað árum. II Umsjónarmaður Gísli Jónsson 331. þáttur Fyrir skömmu fór ég þess á leit við lesendur þáttarins, að þeir legðu orð í belg um mánaðaheitin gömlu. Nú hef- ur Magnús Jónsson í Hafnar- firði orðið við þessari áskorun, og birti ég megnið af löngu bréfí hans með þeim athuga- semdum sem í hugann kunna að koma: ★ „Ég, sem þessar línur rita, fór einstöku sinnum út á rit- völlinn áður fyrr, en nú er langt um liðið, síðan það var. Svo mikið afþreyingarefni berst að, að maður fær hálf- gert ofnæmi, að ég ekki segi andúð á því, þ.e.a.s. ekki beinlínis efninu sjálfu, heldur einhvem veginn á fyrirhöfn- inni á því að vinza það bita- stæða úr. Þama hafði ég sögnina að vinza með z, í því áliti að hún sé skyld sögninni að vinda, eða einhvers konar latmæli af henni, án þess að ég geti rökstutt það nánar. í þessari „úrvinzun“ minni les ég alltaf þættina um íslenskt mál, og þykja mér t.d. athyglisverðar hugleiðingamar um mánaða- heitin gömlu. Einn mikinn ís- lenzkumann þekkti ég sem sleppti s-inu í orðinu athyglis- verður og vildi láta nemendur sína fara eins að. í mínum hugarheimi er enginn vafí á því, að orðið mörsugur sé mör-sugur, þ.e. sá sem sýgur mörinn, ekki einasta úr skepnunum... heldur nánast úr öllu sem líf- sanda dregur. Þorri er auð- vitað skylt sögninni að þverra. Minnzt var á í 327. þætti að þá hafí föng manna þorr- ið, en ég veit ekki hvort ég get rökstutt það álit mitt að þetta sé eins konar ósk- hyggjuorð. Það er svo að skilja, að þetta tímabil sé gert að persónu og verið að óska þess að vetrarríkið þverri, þ.e. hverfí sem fyrst. Þetta álit er ennþá ofar í huga mín- um í sambandi við næsta tímabil, góuna. Ég held ein- faldlega að það sé persóna sem talað er við í vingjamleg- um tón, eða jafnvel bænartón, um að vera nú góð, sem sagt ekki ströng við fólk og fé, og til enn frekara öryggis og áherslu, eða hvað á að kalla það (vingjamleika?) er hér töluð tæpitunga, þ.e. góa, en ekki góða. Orðið einmánuður er gimilegt til athugunar, en ekki get ég lagt neitt til þeirra mála og raunar heldur ekki um hörpu, skerplu né tví- mánuð. Hin gömlu mánaða- heiti, sólmánuður, heyann- ir og haustmánuður, eru auðskilin og gormánuður stendur sjálfsagt í sambandi við sláturtíð og innyfli sauð- íjár, og ýlir er þegar hvín í vindi og veðri. Ég sagði að skiptingin væri að mínu áliti mör-sugur, en ekki mörs-ugur. En svo hef ég oft hugleitt skiptingu annars orðs, sem ekki er ólík- legt að talað hafí verið um á prenti og það kannske — ég skrifa kannske alltaf með e — oft, þótt ég hafí ekki veitt því athygli. Þetta er orðið morgunsár. Almennt er sjálfsagt álitið að skiptingin sé morguns-ár, sbr._ árla morguns og í Völuspá: Ar var (vas) alda. En einhvem veg- inn fínnst mér að ekki megi alveg útiloka hugtakið sár í þessu tilfelli. Það virðist kannske fjarstæðukennt í fyrstu að hugsa sér morgun- sár. Að vísu telst það venju- lega fremur ánægjuefni, þeg- ar grisja tekur í næturhúmið, en er samt ekki um eins konar sár að ræða, þegar það er rofíð af morgunbirtunni í austri. Og svo er til orðið ljúfsár, með þeim margvís- lega blönduðu tilfínningum, sem á bak við það liggja. En nú vendi ég hér með mínu kvæði í kross og tala um nánast sígilt þref- eða þrætuefni og það er hversu fólk og tvær tegundir húsdýra vanhagar stórlega um orð, jafnframt því hvað ein físk- tegund býr vel, svo að öfunds- vert er, í þessu efni. Það sem ég á við og veldur smekkleysum, gríni, vand- ræðum og útúrsnúningum, er að orðin maður, hestur og hundur eru til bæði í víðari og þrengri merkingu. Þegar sagt er menn og skepnur er orðið menn í víðari merking- unni, en þegar sagt er menn og konur er það í þeirri þrengri. Nú hasla konur sér sífellt víðari völl, t.d. á alþingi, og þolanlegt er að segja um konu að hún sé þingmaður eða alþingismaður, eða a.m.k. fer betur á því en að segja að hún sé alþingis- kona. En sannast að segja er eiginlega hvorugur kostur- inn góður. Um orðin hestur og hund- ur er óþarfí að taka dæmi, því að allir skilja við hvað ég á og þá er aðeins að lokum að minnast á áðumefnda öfundsverða fiskinn. Karlfísk- urinn er rauðmagi, en kven- fískurinn grásleppa, og svo er það orðið sem sjálft er hvorugkyns og notað alveg burtséð frá kyni, sem er orðið hrognkelsi. Eini ágallinn er að það hefur tilhneigingu til að verða að latmælinu hrok- kelsi. í „mannheimi" má notast við orðið fólk oftar en gert er, en ég læt aldrei af öfund minni gagnvart hrogn- kelsunum. Með kveðju." ★ Ég þakka Magnúsi Jóns- syni þetta mikla bréf með frumlegum skýringum og skemmtilegum athugasemd- um. Út af nokkru því, sem þetta bréf geymir, ætla ég að leggja í næsta þætti. En að svo stöddu aðeins þetta: Bréfritari talaði um morg- unbirtuna í austri. Austur er átt hinnar rísandi sólar, skylt t.d. í latínu Aurora=morgun- gyðja og aurum=gull. Af því kemur íslenska orðið eyr- ir sem upphaflega þýddi gull- peningur. Vorgyðja Engil- saxa hét Eastre og hátíð, sem við hana tengdist og komu vorsins, var nefnd svipuðu nafni. Nú er það í ensku east- er og táknar þá hátíð, sem fengið hefur nýtt innihald. Orðið páskar, sem einnig var í gamla daga haft í kvenkyns- gerðinni páskir, er hins vegar að rekja til arameisku og merkir þar lambið, sem títt var að snæða á þeim tímamót- um. Dómnefnd (samkeppni um Inngangur í hús Alþingis við Austurvöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.