Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986
7
Iðnaðarbankinn:
Varar við gömlum
tékkum úr
IÐNAÐARBANKINN hefur var-
að við að reynt kunni að verða
að setja f umferð gamla tékka,
sem í ógáti lentu f sorpgámi f
vesturbæ Reykjavíkur. Tékkarn-
ir eru bankastimplaðir og því
verðlausir með öllu. Frétt Iðnað-
arbankans er svoliljóðandi:
Allt fram til loka árs 1979 var
sá háttur hafður á í nokkrum tilvik-
um, að tékkar útgefnir af fyrirtækj-
um voru endursendir þessum fyrir-
tækjum, þegar þeir höfðu verið
innleystir í banka. Var þetta gert
að sérstakri ósk fyrirtækjanna.
í síðustu viku bar svo til að eitt
sorpgámi
af þessum viðskiptafyrirtækjum
Iðnaðarbankans, Rafvirkjadeildin
hf., lét frá sér fara tékka útgefna
á árinu 1979 og fyrr. Tékkamir
voru í ógáti fluttir í sorpgám í
vesturbæ í Reyjavík, þar sem þeir
fundust. Þessir tékkar eru banka-
stimplaðir og því verðlausir með
öllu.
Engu að síður vill Iðnaðarbank-
inn hvetja fólk til að vera á varð-
bergi fyrir tékkum af þessu tagi
ef reynt verður að setja þá í umferð
og beinir því til fólks að koma þeim
til Iðnaðarbankans ef það verður
þeirra vart.
Fyrsti ráðherrafundur
EFTA á íslandi frá 1971
Á ráðherrafundi EFTA, frí-
verslunarbandalags Evrópu, sem
haldinn verður á Islandi daganna
4. og 5. júní nk., verður rætt um
starfsemi bandalagsins og þá
sérstaklega samstarfið við Efna-
hagsbandalag Evrópu og er Willy
de Clercq einn af ráðherrum
Efnahagsbandalagsins væntan-
legur hingað til lands, að sögn
Þórhalls Asgeirssonar ráðuneyt-
isstjóra í viðskiparráðuneytinu.
Dagana 3. og 4. júní heldur ráð-
gjafamefnd EFTA fund hér á landi
en í ráðgjafamefndinni, sem er ráð-
herrum og ríkisstjómum aðildar-
þjóða bandalagins til ráðuneytis í
málefnum bandalagsins, eiga sæti
fulltrúar úr atvinnulífí landanna.
Fundi ráðgjafamefndarinnar lýkur
með sameiginlegum fundi hennar
og ráðherra landanna að morgni
4. júní en síðan taka við viðræður
ráðherranna og viðræður þeirra og
Willy de Clercq, 5. júní.
Ráðherrafundur EFTA hefur
einu sinni áður verið haldinn hér á
landi, árið 1971, ári eftir að ísland
gerðist aðili að bandalaginu en þá
gegndi ísland ekki formennsku.
Síðan hefur ísland þrisvar gegnt
formennsku. Sex lönd eiga aðild að
EFTA eftir að Portúgal gekk úr
bandalaginu um síðustu áramót.
Þau em auk íslands, Noregur, Sví-
þjóð, Finnland, Sviss og Austurríki.
Rólegt á skjálftasvæðum
Raunvísindastofnun Háskóla
íslands i samvinnu við jarðeðlis-
fræðideild Veðurstofu íslands
hefur nýlega sent frá sér yfirlit
yfir helstu jarðskjálfta hér á
landi á timabilinu ágúst 1985 til
janúar 1986. Að sögn Páls Ein-
arssonar, jarðskjálftafræðings,
hefur tímabil þetta verið með
kyrrum kjörum víðast hvar á
landinu og engar vísbendingar
væru um stærri skjálfta i upp-
siglingu.
Á Suðurlandi bar helst á skjálft-
um undir Mýrdalsjökli og vom þeir
flestir í ágúst og október. Þessi
árvissa virkni var að þessu sinni
að mestu leyti undir suðvesturhluta
jökulsins. Nokkrir minniháttar
kippir áttu upptök á Reykjanes-
skaga og Suðurlandsundirlendi og
athyglisverður skjálfti varð við
EyjaQallajökul í janúar, segir í
fréttabréfi Raunvísindastofnunar.
Talsverður skjálfti varð á Reykja-
neshrygg í janúar og sömuleiðis var
skjálftavirkni óvenju mikil á Kol-
beinseyjarhrygg. Þar urðu nokkrar
skjálftahrinur, einkum í ágúst og
desember. Á Norðurlandi var
skjálftavirkni lítil í fyrstu en fór
vaxandi þegar á leið. Flestir kipp-
imir áttu upptök sín á skjálftabelt-
inu sem kennt er við Grímsey, en
einnig kvað nokkuð að skjálftum
fyrir mynni Eyjafjarðar. Lítil virkni
var í Mývatnssveit sem og undir
Vatnajökli.
Húsavík:
Katrín Eymundsdótt-
ir í efsta sæti
ÁKVEÐINN hefur verið listi
Sjálfstæðisflokksins við bæjar-
stjómarkosningamar á Húsavík
í vor. Prófkjör fór fram í febrúar
og náðu 8 efstu menn listans
bindandi kjöri. Hörður Þórhalls-
son, forseti bæjarstjórnar Húsa-
víkur, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs í efstu sætum listans,
sem er svohljóðandi:
Katrín Eymundsdóttir, bæjarfull-
trúi,
Þorvaldur Vestmann Magnússon,
tæknifræðingur,
Leifur Grímsson, skrifstofustjóri,
Jón Gestsson, bifreiðaeftirlitsmað-
ur,
Reynir Jónasson, kaupmaður,
Guðrún Sbæbjömsdóttir, skrif-
stofumaður,
Hanna Stefánsdóttir, húsmóðir,
Úlrik Ólason, skólastjóri,
Sigríður Vigfúsdóttir, sjúkraliði,
Einar Gústafsson, sjómaður,
Bryndís Þ. Jónsdóttir, húsmóðir,
Haukur Ákason, rafvirkjameistari,
Guðlaug Ringsted, kaupmaður,
Einar Sighvatsson, framkvæmda-
stjóri,
Hörður Þórhallsson, hafnarstjóri,
Ingvar Þórarinsson, bóksali,
Aðalsteinn Halldórsson, fulltrúi,
Þuríður Hermannsdóttir, húsmóðir.
Bíldudalur
Prófkjör á laugardaginn
Bíidudal
Sjálfstæðisfélag Amarfjarðar Rétt til framboðs hafa allir félag-
hefur ákveðið að efna til próf- ar í Sjálfstæðisfélagi Amarfjarðar.
kjörs vegna framboðs til sveitar- Frestur til að skila inn tilkynningum
stjóraarkosninganna á Bíldudal um framboð rennur út í dag föstu-
laugardaginn 19. þessa mánaðar. daginn 11. apríl. Hannes
Morgunbl&ðið/Bjarai
ívar Gissurarson forstöðumaður Ljósmyndasafnsins og Sveinbjöra
Hilmarsson starfsmaður safnsins sjást hér leggja lokahönd á
uppsetningu ljósmyndasýningarinnar.
Kjarvalsstaðir:
Sýning’ á verð-
launamyndum
Á Kjarvalsstöðum verður
opnuð í dag ljósmyndasýning á
verðlaunamyndum samtaka
fréttaljósmyndara Hvita húss-
in8 fyrir árið 1983. Sýndar
verða 55 ljósmyndir úr 11 efnis-
flokkum eftir 38 Ijósmyndara,
sem vora verðlaunaðar, en
dómnefndinni bárust alls 595
myndir, sem valið var úr.
Samtök fréttaljósmyndara
Hvíta hússins, sem stofnuð voru
1921, hafa árlega verðlaunað
bestu ljósmyndir félaga sinna frá
því Franklin D. Roosevelt var
forseti Bandaríkjanna, en hann
var í hópi dómenda. Árið, sem
verðlaunin eru veitt, eru myndim-
ar sýndar í bókasafni Bandaríkja-
þings. Annað árið er sýningin
farandsýning innan Bandaríkj-
anna en þriðja árið eru myndimar
sýndar erlendis og héðan kemur
sýningin frá Júgóslavíu. Stofn-
félagar samtakanna vom 24 ljós-
mjmdarar, en era nú orðnir yfír
300, sem sinna starfi sínu í öllum
heimshomum. „Ljósmynduram
þykir mikill heiður að fá inngöngu
í samtökin, en það fá einungis
þeir, sem fylgja eða hafa fylgt
forseta Bandaríkjanna eftir á
ferðum hans fyrir sitt blað,“ sagði
ívar Gissurarsonar, forstöðumað-
ur ljósmyndasaftisins.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
stendur til 27. apríl nk.
Auói
er bíll
hinna vandlátu
AUDI er þ»Ýskur toíll
AUDI er íormíctQULr fc>íll
AXJDI er Ýmist meö frctmdrií
eöa ctldrif (Q.nctttro)
AUDI er með zinlc ryóvörn
AUDI er meö lceQstct vindstu.öu.1
íjöldctírctmleiddrct dílct - cd 0.30
AUDI er meö véUDÚnctö í serflokki
Verö írd
kr. 790.000
}.*•. i ■>
.p 47. *■•
$£&*** *• '"'>** - •‘■■'
r--s
HEKLAHF
| Laugawegi 170-172 Sfmi 21240