Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÍJST 1986
7
Rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guðbjarnason, veitir gjöfinni
viðtöku.
Háskóla íslands færð bók að gjöf
Sögusýning opnar á Kjarvalsstöðum:
Reykjavík í 200 ár
- svipmyndir mannlífs og byggðar
MAGNE Lerheim, forstjóri Há-
skólans í Björgvin, færði nýverið
Háskóla Islands gjöf í tilefni 75
ára afmælis háskólans. Gjöfin er
fagurlega myndskreytt norsk
þýðing Dr. Gustavs Storm á
Heimskringlu. Þýðing þessi kom
fyrst út, árið 1899 en hefur lengi
verið ófáanlcg.
1 TILEFNI af 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar hefur Lions-
klúbbur Reykjavikur (elsti
Lionsklúbbur landsins) stofnað
sérstakan afmælissjóð til styrkt-
ar blindum og sjónskertum. Gert
er ráð fyrir fjárveitingum úr
sjóðnum 5. hvert ár.
I stjórn sjóðsins er fulltrúi frá
Reykjavíkurborg auk fulltrúa
Lionsklúbbsins.
í dag, 14. ágúst, er 35 ára af-
mæli Lionsklúbbsins og þar með
Magne Lerheim gat þess við af-
hendingu að sér þætti það sérstak-
lega við hæfi að afhenda einmitt
þessa gjöf, þar sem Heimskringla
væri skýr vottur um frændsemi
Norðurlandamanna og uppspretta
þeirrar sögulegu hefðar sem mótast
hefði á Norðurlöndunum.
Lionshreyfingarinnar á íslandi. Á
meðal stofnenda klúbbsins voru
Magnús Kjaran, heildsali, Sigurður
Bjarnason, fyrrum sendiherra,
Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri,
Páll Ásgeir Tryggvason, sendi-
herra, Hersteinn Pálsson, fyrrv.
ritstjóri, Guðbrandur Magnússon,
forstjóri Áfengisverslunar ríkisins,
og Einvarður Hallvarðsson, starfs-
mannastjóri.
Formaður Lionsklúbbs Reykja-
víkur er Þórir Þorbjömsson.
SÝNINGIN „Reykjavík í 200 ár
— svipmyndir mannlífs og
byggðar" verður opnuð á
Kjarvalsstöðum laugardaginn
16. águst kl. 18.00.
Á sýningunni er að finna ljós-
myndir af Reykjavík allt frá elstu
tímum og málverk og teikningar
frá fyrstu áratugum Reykjavíkur-
borgar. Einnig verða til sýnis
gömul skjöl, munir og minjar. Þá
er sýning á skipulagi Reykjavík-
ur, kort og líkön og er þar í fyrsta
sinn til sýnis tillaga að nýju aðal-
skipulagi Reykjvíkurborgar.
Á sýningunni hefur verið reynt
að endurskapa þann anda sem
ríkti í Reykjvík fyrr á öldinni og
hefur í þeim tilgangi verið smíðuð
krambúð í gömlum stíl, og fyrir
framan einn sýningarsalinn er
sandvirki eins og tíðkuðust á
hernámsárum. Við inngang
Kjarvalsstaða er Tryggvi Hansen
að vinna að torfhleðsluverki eftir
Magnús Tómasson og ber það
heitið „Tvennir tímar".
Margt verður til skemmtunar
fyrir sýningargesti og ber þar
fyrst að nefna leikþáttinn „Flens-
að í Malakoff“ sem Brynja
Benediktsdóttir og Erlingur Gísla-
son hafa sett saman. Koma þar
fram Qórir leikarar: Edda Þórar-
insdóttir, Saga Jónsdóttir, Karl
Ágúst Úlfsson og Erlingur Gísla-
son. Auk þeirra koma við sögu
leiksins ungir leikarar og hljóð-
færaleikarar: Grétar Skúlason,
Eyþór Amalds, Benedikt Erlings-
son og Kristín Guðmundsdóttir,
en þessi fjögur síðastnefndu hafa
einnig það starf að gæta sýning-
arinnar, veita upplýsingar og
skemmta með hljóðfæraleik og
söng. Tónlist fyrir leikþáttinn út-
setti og samdi Finnur Torfi
Stefánsson en búninga og leik-
mynd gerði Margrét Magnúsdótt-
ir. Leikþátturinn er 30 mínútur
að lengd og er sýndur á virkum
dögum kl. 21.00 en á laugardög-
um og sunnudögum kl. 16.00.
Á sýningunni verða einnig aðr-
ar uppákomur, Vísnavinir og
Harmonikkufélagið svo eitthvað
sé nefnt. Þá verða fluttir fyrir-
lestrar á sýningunni um helgar
undir titlinum „Reykjavíkurspjal 1“
og verða þeir alls tólf. Fyrirlesar-
ar verða meðal annars Auður
Auðuns, Hrafn Pálsson, Ludvig
Hjálmtýsson, Þórarinn Þórarins-
son, Ingibjörg Benediktsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson rektor,
Jóhanna Sveinsdóttir og Bragi
Kristjánsson.
Framkvæmdastjóri sýningar-
innar er Magnús Tómasson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson er for-
maður sýningarnefndar. Sýning-
arskrá gerðu Guðjón Friðriksson
og Sigurður Tómasson. Sýningin
stendur til 28. september og verð-
ur opin alla daga frá kl. 14.00-22.
00.
Margt verður til skemmtunar á 'sýningunni og er þar helst að
nefna leikþáttinn „Flensað í Malakoff" sem Brynja Benedikts-
dóttir og Erlingur Gislason hafa tekið saman. Þessi mynd var
tekin á æfingu og eru aftast frá vinstri: Brynja Benediktsdóttir
leikstjóri, Finnur Torfi Stefánsson sem útsetti og samdi tónlist
og Erlingur Gíslason og Karl Ágústsson. Við borðið sitja Edda
Þórarinsdóttir og Saga Jónsdóttir og fremst á pallinum eru Ey-
þór Arnalds, Grétar Skúlason, Benedikt Erlingsson og Kristín
Guðmundsdóttir.
Lionsmeim:
Styrkja blinda
og sjónskerta