Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Nostalgía hvunndagsins Myndlist Bragi Ásgeirsson Þegar Karólína Lárusdóttir sýndi á Kjarvalsstöðum árið 1982 vakti sýning hennar mjðg mikla athygli og fékk hinar bestu við- tökur sem ung listakona getur yfír höfuð óskað sér. Nú er hún komin aftur og sýn- ir á sama stað 86 myndverk, aðallega í olíu og vatnslit en einn- ig nokkrar grafík-myndir og teikningar. Það er mikill dugnað- ur og einlægni, sem einkennir vinnubrögð Karólínu, sem málar endurminningar sínar frá íslandi en hún hefur verið búsett í Eng- iandi sl. 22 ár. Segja má, að hún sæki mynd- efni sitt aðallega í hvunndaginn og þá einkum hinar notalegu hlið- ar hans. í myndum hennar, og þá aðallega vatnslitamyndunum er sterkur Ijóðrænn blær og hér þykir mér list hennar tvímæla- laust rísa hæst. Karólínu tekst að bregða upp hrifmiklum svip- myndum úr einfaldleikanum í samþjöppuðu formi þar sem fer lítið fyrir óþarfa smáatriðum. Hér er öll áhersla lögð á heildaráhrifín. Ég vil nefna hér myndir máli mínu til áréttingar svo sem „Leynifélagið" (5), Fólk og stein- ar“ (6), Grýlur á Öskjuhlíð" (14) og „Kolakrani" (15). En svo eru einnig annars konar vatnslita- myndir, sem einnig hrífa svo sem „Bláar öldur“ (19), „Jarðbrot" (20), „Jarðverur" (21), „Hæðin“ (22), „Landbrot" (37), „Jarðlög" (38) og „Blá mynd“ (57). En ann- ars verður mér einna minnisstæð- ust litla myndin „Kvöldbirta" (30), þar sem einfaldleikinn er einna mestur og heillegastur. Karólína þarf vissulega ekki að leita á vit smáatriðanna til að ná fram sterkum og lifandi áhrifum og það er merkilega mikið líf í myndum hennar. Jafnframt bera þær vitni mikilli fágun og ágætri skólun og eðlilega er hér um að ræða enska skólann í vatnslita- tækni en hún er jú útskrifuð frá Ruskin-listaskólanum í Oxford auk þess sem hún hefur numið grafíska tækni við Barking Col- lege of Art í London. Að þessu sinni sýnir hún lítið af grafík-myndum og þær búa ekki yfír sömu fjölbreytni né blæ- brigðaríkidómi og ýmislegt í þeirri tækni á fyrri sýningu hennar en teikningarnar staðfesta hennar lipru hönd. Yfir myndum Karólínar Lárus- dóttur er léttur blær og yndis- þokki, sem eðlilega hrífur almenning. Myndefnið sækir hún í fólk og dularfullar fígúrur í landslagi en það er vinsælasta myndefnið í íslenzkri list í dag svo sem margur veit og ekki sakar dálítið af dularfullri, óræðri róm- antík. í slíkum myndum er bókstaflega ekkert sem getur hneykslað viðkvæmar sálir eða komið róti á sálarlíf manna. Svo ég víki að fleiri myndum, sem mér þykir ástæða til að nefna tel ég eftirfarandi fram: „Kuldi“ (41), „Hvíta teppið" (42), „Kvöld- stund“ (65) og málverkið „Maður með fínan hatt“ (49). Annars þykja mér málverkin ekki nálægt því eins hnitmiðuð í útfærslu og vatnslitamyndirnar, sem ég hér hef nefnt þar sem allt er slétt og klárt í flestum tilvikum. Það er vandvirknin og einlægn- in, sem ég tel aðal listar Karólínu Lárusdóttur ásamt fijóu hugar- flugi. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ,<S^ Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 V'*lc#Ar tV VI Á meöan þú lest þessa auglýsingu veröa til 60 Ijósrit í U-BIX Ijósritunarvélum á íslandi. Aö meðaltali eru það 5 Ijósrit á sekúndu, allan daginn, allan ársins hring. Það er vegna þess að U-BIX Ijósritunarvélarnar eru öflugar og hraðvirkar, hljóðlátarog einfaldar í notkun og hafa lága bilanatíðni. U-BIX Ijósritunarvélarfást í 12 mismunandi útfærslum, eru með sjálfvirka lýsingu og yfirleitt allt það er prýðir góðar Ijósritunarvélar. Þess vegna er U-BIX sjálfsagður kostur þegar Ijósritun er annars vegar. U-BIX LJÓSRITUNARVÉLAR VERÐFRÁ........KR. 72.000 stgr. Helstu söluaðilar: Bókaversl. Jónasar Tómassonar ísafiröi • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga hJf. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum Hörð samkeppni löngu áður en Mikli garður opnaði eftír Gunnar Snorrason í Morgunblaðinu 24. október síðastliðinn ritar Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar grein undir yfirskriftinni „Jafn- ræðishugsjón á borði — mismunun í orði“ þar rekur Þröstur raunir sínar vegna þess að framkvæmd- um við byggingu húss í Mjóddinni (nágrenni KRON) undir áfengis- útsölu mun vera hætt og þar með engin áfengisútsala á þeim stað. Þröstur segir meðal annars að fjármálaráðherra sýni íbúum Breiðholts, Kópavogs, Hafnar- fjarðar og Garðabæjar fyrirlitn- ingu með slíkri ákvörðun. Ég vil benda á í því sambandi hvað viðvíkur íbúum Breiðholts að það eru til verslunarmiðstöðvar í Breiðholti sem hæglega geta tekið að sér slíka útsölu. Þröstur Ólafs- son segir í umræddri grein að það vakni upp sú spuming hvort ekki beri að gefa verslun með áfengi fijálsari innan þeirra marka sem talin er skynsamleg. Ég er sammála greinarhöfundi hvað þetta snertir. Það verður að teljast harla óeðlilegt svo ekki sé fastar að orði kveðið að ríkisvald- ið geti ákveðið það fyrirfram hvert straumur fólks beinist í viðskipta- erindum einungis með því að ákveða fáar útvaldar áfengisútsöl- ur. Mér stendur alveg á sama hvort staðurinn heiti Mjódd eða Kringla, þessir staðir eiga ekki að hafa einkarétt á slíkri sölu. Mín skoðun er sú að ÁTVR eigi einungis að hafa með höndum heildsöludreifíngu á áfengi en síðar með ákveðnum takmörkun- um þó, eigi smásöluaðilar að selja vöruna til neytenda eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar og víðar. Eg tel það einnig fráleitt að ríkisvaldið skuli fjárfesta tugum milljóna í kaup á fasteignum fyrir útsölustaði á áfengi. Aður en ég skil við áfengisþáttinn í grein Þrastar vil ég láta þá ósk í ljós að þessi útsölumál á áfengi eigi eftir að breytast í framtíðinni. Það er óvirðing við fólk að ætlast til að það renni eins og fé Gunnar Snorrason „ Við munum veita sam- keppnisaðila okkar harða samkeppni í verði og þjónustu. Ef okkur tekst það eftir- leiðis sem hingað til þurfum við ekki að ótt- ast framhaldið.“ í rétt á tvo eða þrjá útsölustaði í höfuðborginni til að kaupa sér rauðvínsflösku með hamborgar- hryggnum eða sherry-flösku í baksturinn. Ég get ekki skilið svo við umrædda grein að ég vitni ekki í skrif greinarhöfundar þar sem hann segir orðrétt: „Með Miklagarði urðu mikil umskipti í smásöluverslun á höfuðborgar- svæðinu og langt út fyrir það, bæði í verðlagi og þjónustustigi. Sú harða samkeppni sem oft er vitnað til á höfuðborgarsvæðinu á rætur sínar að rekja til opnunar Miklagarðs og styrkleika sam- vinnuverslunarinnar hér en ekki öfugt." Eg hef áður lesið svipaðar full- yrðingar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar frá greinarhöf- undi. Það virðist sem hann reyni sífellt að tyggja þessa fullyrðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.