Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 14

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 VOKVA D/EUUR HAMWORTHY SUNDSTRANDTUROLLA SAUER SUNFAB Handstýrð og rafstýrð tengsli fyrir vökvadælur. T.R.W. og SAUER vökva- mótorar. (ZlK Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. LAAfDWÉlAfíHF SMIEUUÆGI66. KÓPAVOGI.S.9176600 Margt eldra fólk ó í erfiðleikum með að ganga upp og nlður stigana ó heimilum sínum. Stigalyftur eru svarið við þessu vandamóli. Einfaldar og öruggar í notkun, auðveldar í uppsetningu og mjög fyrirferðarlitlar milli notkunar. Sjörið svo vel að hringja í okkur eða fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið. Við veitum fúslega allar nónari upplýsingar. K........................................ Vlnsamlegost sendið mér ón allro skuldblndinga upplýsingar um stigalyttur fró lyftudelld Héðlns. Notn: Helmlllsfang: Sfoður: Slml: = HEÐINN = lyftudeild Seljavegi 2 121 Reykjavík Box 512 Sími 24260 ^ ■ __ Agúst Petersen Myndlist Valtýr Pétursson Ágúst Petersen heldur nú sem stendur sýningu á verkum sínum í_ Listasafni ASÍ við Grensásveg. Ágúst er löngu landsþekktur list- málari og hefur verið afar iðinn við starfíð, allt síðan hann tók þátt í samsýningu í fýrsta sinn 1951, en einkasýningar hans eru orðnar nokkuð margar á seinustu árum. Hann var húsamálari fyrir þann tíma, en seinustu 25 árin hefur hann eingöngu snúið sér að myndlistinni. Ágúst er einkum og sér í lagi þekktur fyrir portrett- myndir sínar, sem eru algerlega í sérflokki hérlendis. Af þeim myndum er gott sýnishom á þess- ari sýningu Ágústs. Það eru 64 verk á sýningunni í Listasafni ASÍ, þar kennir margra grasa, og viðfangsefnin eru margvísleg. Landslag, port- rett og ýmislegt annað verður listamanninum að yrkisefni, og að vanda er það endurminningin, sem verður að kjama listaverksins í höndum þessa sérstæða málara. Hann lætur fyrirmyndir að port- rettum sínum ekki sitja fyrir, eins og sagt er, heldur málar fólkið eftir minni og lætur öll smáatriði lönd og leið. Það mætti segja mér, að hann notaði sömu aðferð við landslag og yfirleitt allt, er hann leggur undir pensil sinn. Það var haft eftir frægum málara upp úr aldamótum, að hann hefði ekki hugrekki til að standa við mótífíð, hann yrði að mála það úr fjar- lægð. Það er engu líkara en að Ágúst Petersen hafí lifað eftir þessari kenningu, en það er alveg eins víst, að hann hafí aldrei heyrt um þetta getið. Svo líkt slá hjörtu málara í Vestmannaeyjum og Suður-FrakklandL En hvað um það — árangur Ágústs Petersen sem málara blasir við okkur á þessari sýningu, og hann er ein- stæður í íslenzkri myndlist. Litameðferð Ágústs er' mjúk og blæbrigðarík og hefur mjög per- sónulegan tón, sem hann beitir af nákvæmni og tilfínningasemi. Veðurfarið við ströndina er hon- um mikið yrkisefni, að ég ekki tali um fólkið, sem hann sér í amstri dagsins, og hina fjölþættu persónuleika þess. Allt þetta skynjar Ágúst á myndrænan hátt og skilar því með ágætum á myndflötinn. Það er alltaf dálítil veizla, þeg- ar Ágúst Petersen sýnir. Hann er einn okkar ágætustu málara, og íslensk myndlist væri fátæk- ari, ef hans nyti ekki við. Til hamingju með fyrsta flokks sýn- ingu. Sýning- Sjafnar Hafliðadóttur Myndlist Valtýr Pétursson Á austurganginum á Kjarvals- stöðum er fyrsta sýning Sjafnar Hafliðadóttur hér á landi. Hún er Reykvíkingur, sem dvalið hefur erlendis síðustu 37 árin. Sjöfn er gift myndlistarmanni, og eru þau búsett í Flórída. Sjöfn mun hafa hafið myndlistamám sitt hér heima áður en hún lagði land undir fót, og hún mun hafa ferðazt mikið og haldið margar sýningar á verkum sínum, aðallega í Kanada og Bandaríkjunum. Þetta er ekki mikil sýning að vöxtum, aðeins 16 olíumálverk, sem eru öll gerð í afar líkum stíl. Því er óhætt að fullyrða, að sú myndgerð, er hún sýnir að sinni, sé henni mjög hugfelld, og jafnvel álykta, að Sjöfn sé ftillmótuð í myndgerð sinni innan þess Spiladósin ramma, sem þarna getur að líta. Myndefnið er nokkuð dregið úr ballettinum, og dansandi meyjar í mjúkum og léttum litatónum einkenna þessi verk. Hvergi er liturinn þvingaður til mikilla átaka, og manni detta jafnvel í hug pastellitir í mörgum af þess- um olíumyndum Sjafnar. Það væri ef til vill réttast að kalla þessi verk femínín (kvenleg), svo mild eru þau í lit. Teikningin er lipur og fínleg. Það er ekkert stór- brotið við þessi málverk, en þau eru þægileg og meinlaus. Um þessi verk er ekki mikið að segja, en þau eru nokkuð ólík því, sem við eigum að venjast hér á sýning- um. Það má með sanni segja, að Kjarvalsstaðir séu þétt setnir eins og stendur. Sýningar í báðum sölum og á báðum göngum. Segi svo hver sem vill, að ekki hafí verið þörf fyrir þetta hús, sem allt frá upphafi hefur verið mið- depill sýninga í borginni. Tryggvi Myndlist Valtýr Pétursson Enn einu sinni er Tryggvi Ól- afsson á ferðinni í heimalandi sínu með sýningu í farteskinu. Hann hefur verið búsettur í kóngsins Kaupmannahöfn síðastliðinn ald- arfyórðung, en ætíð komið við og við hingað til lands til að sýna nýjustu verk sín, og munu einka- sýningar hans hér í borg vera að minnsta kosti átta talsins, og þátt hefur hann tekið í ijölda samsýn- inga. Hann er gamall Súmmari og var mjög virkur þar á þeim slóðum sællar minningar. Af þessu má glöggt sjá, að Tryggvi Ólafsson er enginn nýgræðingur í listinni, enda sést það fljótt á verkum hans, að þar er fullmótað- ur listamaður á ferð. Tryggi Ólafsson hefur nokkra sérstöðu innan íslenzkrar nútíma- listar. Hann hefur stundað nám í Kaupmannahöfn og verið þar bú- settur og unnið að list sinni um langan tíma. Okkur hér heima fínnst hann svolítið danskur í lita- meðferð, en þeim í Danmörku þykir hann rammíslenzkur í myndlistinni. Myndlist er vissu- lega alheimsmál, en samt verður því ekki neitað, að umhverfí allt og aðstæður hafa sitt að segja Ólafsson fyrir alla listamenn, hvað sem hver segir. Tryggvi hefur þróað með sér vissan stíl, bæði í teikn- ingu og málverki, sem væri óhugsandi hefði hann unnið hér- lendis. Einkum og sér í lagi er þetta greinilegt í litameðferð Tryggva, sem er hrein og hvell og lógísk, eins og Frakkar mundu segja, en afar norræn í eðli sínu. Engan íslenzkan listamann þekki ég, sem vinnur á sömu nótum og Tryggvi, og því víkkar hann breidd íslenzkrar myndlistar að mun, og er það sannarlega vel. Það hefur orðið nokkur breyting í myndbyggingu Tiyggva síðan hann var hér síðast á ferð. Hlut- imir hafa einfaldazt og mynd- byggingin hefur styrkzt að mun við þróttmeira samspil forms og flatar. Þetta gerir þessi nýju verk frumlegri og fjarlægir smámuni, sem ef til vill skiptu litlu sem engu máli. Það má með sanni segja, að líflegt sé á sýningu Tryggva í Gallerí Borg, en þar stendur sýning Tryggva Ólafsson- ar. Já, þetta er lífleg og skemmti- leg sýning. Að vísu eru sum verkanna nokkuð hástemmd í lit og heldur hrá. En hvað um það — hressileg sýning, sem skemmti- legt var að sjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.