Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 37 Minning: Gertrud Friðriks- son, Húsavík Fædd 15. febrúar 1902 Dáin 27. desember 1986 Frú Gertrud Friðriksson hefði orðið 85 ára í dag, hinn 15. febrú- ar. En nú hefur hún kvatt okkur, samferðafólk sitt. Hún andaðist í svefni aðfaranótt hins 27. desember sl. Hún hafði verið heilsuhraust alla daga og sat með vinum og vanda- mönnum í glöðum hópi fram eftir kvöldi síns síðasta dags. Þetta er táknrænt fyrir líf hennar allt. Hún var hamingjukona, hafði lifað langa og starfsríka ævi, staðið ötul og áhugasöm við hlið sóknarprestsins og prófastsins, eiginmanns síns, verið organisti og kennari og frum- kvöðull að margs konar framförum í félagsmálum. Hún hafði eignast f|ögur heilbrigð og mannvænleg böm, öll frábær að mannkostum. Nú hafði hún átt marga góða og gæfuríka daga í elli sinni í skjóli elstu dóttur sinnar og tengdasonar, en með aðra afkomendur sína í nánd, svo að hún gat verið þeim stoð og stytta og hvetjandi til dáða, í öllu því er þau tóku sér fyrir hend- ur, svo sem hennar var von og vísa. La'f hennar var að sumu leyti óvenju- legt og ævintýri líkast. Minningar hrannast upp frá æskudögum á Húsavík við Skjálf- anda á 4. áratug aldarinnar. Það var áreiðanlega sól og blíða daginn sem séra Friðrik og fjölskylda hans komu til bæjarins, hinn 1. júlí 1933. Það var forvitni og eftirvænting í bæjarbúum, aþir vissu að nýi prest- urinn og danska konan hans og bömin þijú bjuggu fyrstu dagana í „Formannshúsinu" hjá Sigurði Bjarklind og Unni skáldkonu, eins og hún var jafnan nefnd þar. Húsvíkingar vom opnir, gestrisnir og fróðleiksfúsir á allt sem gerðist í umhverfinu. Ekki var það lítill viðburður í hversdagsleikanum, þegar ný og framandi fjölskylda kom svona langt að, alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, og ætlaði að setjast þama að og eiga þar heima. Og áður varði kynntust þau heimafólkinu, því að prests- hjónin vom líka opin og viðmótsþýð og fljót að eignast marga góða vini í bænum. Frú Gertmd fæddist í Kaup- mannahöfn og hét fullu nafni Gertmd Estrid Elise, dóttir Holger Nielsen og konu hans Dagmar Niel- sen. Þau hjónin vom bæði kennarar og kenndu við Zahle-seminaret, en Holger varð síðar ríkisskjalavörður. Frú Dagmar kenndi þar lengi og var auk þess prófdómari við Sorö Husholdningsskole. Hún var mjög félagslega sinnuð, var lengi formað- ur í Dansk Kvindesamfund og bauð sig fram til þings. Hinn kunni og mikilhæfi stjómmálaskömngur Christmas Möller var vinur heimilis- ins. Frú Gertmd átti tvö systkini, eldri bróður, Ejler Nielsen, sem var læknir á Jótlandi, og yngri systur, Estrid, sem var tannlæknir í Kaup- mannahofn og býr þar enn. Gertmd var snemma haldin æv- intýraþrá, og að loknu stúdents- prófí, er hún var 18 ára að aldri, fann hún í blaði auglýst eftir kenn- ara til Grænlands og hugðist sækja um þá stöðu. En þegar til kom var búið að ráða í stöðuna, og hún kom heim til móður sinnar hnuggin í bragði. Þá var stödd þar íslensk kona, Ingibjörg Ólafsson, og hún sagði auðvitað við ungu stúlkuna: „Viltu ekki bara koma til íslands?“ Ogþað varð úr að unga stúlkan fór til Islands og réð sig sem kaupa- konu og heimiliskennara til prests- hjónanna að Staðarstað á Snæfellsnesi. Þetta var sumarið 1920, og þar var þá prestur séra Jón Jóhannesson. Hún fer fljótlega að kenna prestsdætmnum dönsku en gengur jafnframt að kaupakonu- störfunum. Svo vildi til að þaraa var þá einnig ungur guðfræðistúd- ent við lestur og vinnu á næsta bæ. Þar takast þau kynni með þessu unga fólki sem ekki gleymdust né rofnuðu þótt mörg ár liðu þar til fundum bar næst saman. Gertmd fór heim til Danmerkur um haustið og tók þá að kenna á lítilli eyju við Fjón. Síðan settist hún í Kennaraháskólann og Iauk kenn- araprófí vorið 1924. Á námsámnum sækir hún um styrk úr Sáttmála- sjóði til íslandsferðar og fær hann, enda hafði hún lagt stund á íslenskunám hjá dr. Valtý Guð- mundssyni prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla. Hún fór með gamla Goðafossi til íslands og kom til Seyðisfjarðar. Þar keypti hún sér hest og ferðaðist með landpóstinum norður um land og alla leið til Reykjavíkur. Hún hafði starfað með skátunum í Kaupmannahöfn og til- einkað sér anda þeirra og einkunn- arorð. Þótt hún væri aðeins tvítug að aldri lét hún sér ekkert fyrir brjósti brenna og ferðaðist í skáta- kjólnum sínum alla leiðina. Hún setti bara smellu í pilsfaldinn og gerði úr honum pilsbuxur, líkt og nú er tískubúningur, svo að auð- veldara væri að sitja í honum á hestinum. Ég var svo heppin að elsta dóttir prestshjónanna var á mínum aldri. Með okkur tókst snemma einlæg vinátta, og ég varð daglegur heima- gangur á prestsheimilinu í mörg ár og vinur allrar ijölskyldunnar upp frá því. Ég man vel þegar frú Gertrad var að segja okkur bömun- um frá þessu ferðalagi. Með draumlyndum augum Iýsti hún því er hún kom með póstinum ríðandi niður Laxárdalinn og þau áðu við Laxárfossa, hve hrifín hún varð þá af fegurð Aðaldalsins, er hún leit yfír hraunið birkiblítt bera við Kinn- arljöllin sem teygðu sig út í silfur- blikandi Skjálfandaflóann. Hún sagðist hafa óskað þess þá að hann Friðrik ætti eftir að verða prestur á þessum slóðum. Engu er líkara en hún hafí einmitt hitt þama á óskastundina, enda þótt allnokkur tími liði eða heil ellefu ár þar til ósk hennar rættist. Sautjánda júní var hún stödd á Akureyri og tók þar þátt í hátíðahöldum dagsins. Þegar til Reykjavíkur kom eftir þetta merkilega ferðalag, þá að- stoðaði hún við stofnun fyrsta kvenskátafélags á íslandi áður en hún hélt til Danmerkur um haustið. — Frá þessu og ýmsu fleira segir hún í skemmtilegu blaðaviðtali í Morgunþlaðinu hinn 31. júlí 1971. Hún skrifaði bæði dagbók og ferða- sögu, og er þar ýmislegt fróðlegt að finna. Ekki hitti hún vin sinn og unn- usta frá sumrinu á Staðarstað í þessari ferð, því hann var þá farinn til Ameríku, og liðu enn þijú ár þar til þau fundust, er hann sótti hana heim til föðurhúsanna. Séra Friðrik lauk guðfræðiprófí haustið 1921 og réðst sama ár prestur til Vatnasafnaða í Kanada og bjó í W}myard í Saskatchewan til 1930. 1928—29 var hann við framhaldsnám f guðfræði við há- skólann í Chicago. Hann kom þó heim árið 1925 og hélt síðan til Danmerkur. Þar gengu þau í hjóna- band hann og Gertrad hinn 4. júní og halda svo aftur til Kanada. Síðar flytjast þau til Blaine, nyrst í Wash- ington-ríki í Bandaríkjunum, og hann verður prestur Fijálslynda íslenska saí aðarins þar til 1933. Þau vora farin að hugsa til heim- ferðar 1932 og vora búin að safna nokkram farareyri, þótt heims- kreppan væri skollin á með fullum þunga. Þau höfðu tekið þá ákvörðun að bömin skyldu verða íslendingar. Þá um haustið heldur Gertrad heim til foreldra sinna í Danmörku með tvö elstu bömin. Var það löng og erfíð ferð, fyrst með lest þvert yfír Bandaríkin og síðan með skipum, með viðkomu í Englandi. í desem- ber fæðist þeim þriðja bamið. En bankinn með peningum þeirra hryn- ur og sr. Friðrik verður að bíða til næsta árs og vinna fyrir sínum far- areyri. En það tókst, hann seldi mest af eignum þeirra og hélt til Danmerkur vorið 1933, sótti konu sína og bömin þijú og fluttist með þau til Húsavíkur þar sem hann hafði verið kosinn sóknarprestur. Ekki biðu þeirra háreistar hallir þar, því að þau settust að í gamla Húsavíkurbænum sem svo var kall- aður, enda hafði hann þá verið prestssetur um langan tíma. Nú var heimskreppan komin í algleyming til Evrópu og líka til Húsavfkur. Ekki lét Gertrad á því bera að henni brygði við að setjast að í gömlum torfbæ, enda þótt hann læki í rign- ingum. Hann var snyrtilegur utan að sjá með þijú þil móti vestri og stóð undir Skjólbrekkunum, vafa- laust á sama stað og „hús“ hins fyrsta landkönnuðar íslands. Og hún var fljót að búa fjölskyldunni vistlegt heimili innan dyra, þótt torf- og gijótveggir tækju við innan við þiljaðar framstofumar. Og ég held að Húsvíkingar hafi verið fljót- ir að átta sig á því hver fengur þeim var að nýju prestshjónunum. Áður en langt leið var hafíst handa um að reisa þeim nýtt hús sunnar á Húsavíkurtúninu, og ýms- ir góðir borgarar lögðu því lið og unnu í sjálfboðavinnu við bygging- una. Þar bjuggu hjónin sér síðan framtíðarheimili. Margir áttu erindi við prest sinn, og því var oft gest:-'~ kvæmt og glatt í prestshúsinu. Og auðvitað kom það í hlut húsfreyj- unnar að taka á móti gestum og veita þeim góðgerðir. Ekki var kast- að höndum til þess, þvf að hún bjó yfír sérstakri þekkingu og verk- hyggni til ýmiss konar heimilis- starfa og allt lék henni í hendi. Hún bar með sér margvísleg áhrif frá sínu danska menningarheimili, og af því gat hún mörgu miðlað um- hverfí sínu hér á íslandi. Hún lærði og talaði íslensku svo til lýtalausf.r' en með örlitlum erlendum blæ sem glæddi tal hennar persónutöfram. Böm þeirra hjónanna urðu §ög- ur. Elst er Björg, undirleikari og húsmóðir á Húsavík, gift Ingvari Þórarinssyni kennara og bóksala, og eiga þau tvö böm og §ögur bamaböm. Þá er Öm, sóknarprest- ur og prófastur á Skútustöðum, kvæntur Álfhildi Sigurðardóttur frá Haganesi, og eiga þau fímm böm og eitt bamabam. Aldís, hjúkranar- fræðingur og kennari, nú hjúkr- unarforstjóri á Sjúkrahúsi Húsavíkur, giftist Páli Þór Kristins- syni kaupmanni á Húsavík, en hann lést 1973 langt fyrir aldur fram. Þau eignuðust þijú böm. Yngst éri- Bima, leiðsögumaður og húsmóðir, gift dr. Þorvaldi Veigari Guðmunds- syni, lækni, og eiga þau þijú böm og búa í Kópavogi. Böm og ungmenni hændust að prestsbömunum og vora jafnan aufúsugestir í prestshúsinu. Þar var því oft glatt á hjalla og farið í ýmiss konar leiki inni og úti á túni, jafnvel feluleiki, því margir góðir felustaðir leyndust hér og þar, t.d. fataskápur prestshjónanna. Ekki man ég betur en að frú Gertrud tæki öllum uppátækjum með jafn- aðargeði, hún brosti og hló með okkur og bakaði bara súkkulaðikök- ur handa hópnum sem þegnar vora og borðaðar af bestu lyst. Það var gott og gaman fyrir böm að eiga heima á Húsavík á þessum áram, enda þótt þröngt væri í búi og talað um „kreppukök- ur“. En mannlífið var þar Qölbreytt og margar eftirminnilegar persónur gengu þar um götur. Ekki áttu þau prestshjónin minnstan þátt í að auðga og glæða félagslífíð. Frú Gertrad gerðist organisti við kirkj- una og gegndi því starfi í 25 ár. Séra Friðrik stofhaði karlakórinn Þrym 1933 og stjómaði honum í nær tuttugu ár. 0g auðvitað vár prestfrúin reiðubúin að leika undir og aðstoða við æfíngar. Séra Frið- rik samdi lög og texta, Hann var fljótur að yrlga og njjög gamansam- ur í dagtegu tali, og raargir góðir kviðlingar flugu milli hans og vina hans. Og lögin hans hafa flogið á öldum Ijósvakans og heillað áheyr- endur. Frú Gertrad fór fljótlega að t Faöir okkar, MAGNÚS KARLSSON, Miövangi 41, Hafnarfirði, er látin. Jarðarförin auglýst síöar. María Magnúsdóttir, Guðný Rósa Magnúsdóttir, Helga Sigr. Magnúsdóttir. t Útför ARNAR VILHJÁLMSSONAR, Álftamýri 54, Reyk]av(k, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Vandamenn. t Minningarathöfn um hjartkæran son okkar og bróður, EGGERT KRISTJÁN EGGERTSSON, til heimilis að Öldugranda 7, Reykjavik, er lést af slysförum þann 17. janúar sl., verður haldin í Dómkirkj- unni þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Ásta Sigfriedsdóttir, Berglind Þorvaldsdóttlr, Garðar Birgir Þorvaldsson, Rickey Crocker, Sverrir Þór Gunnarsson. Þorvaldur Kristjánsson, Sigurður Þorvaldsson, Kjartan Þröstur Þorvaldsson, Kimburly Ann Crocker, t STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Brú, Eskifirði, veröur jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, AÐALHEIÐAR BERGÞÓRU LÍKAFRÓNSDÓTTUR, frá Hrafnfjarðarheiði, og heiðruöu minningu hennar á einn eða annan hátt. Sigurlfna Benediktsdóttir, Þorsteinn Benediktsson, Gunnar Benediktsson. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU EGILSDÓTTUR, Hvammi, Hvftársfðu. Sérstakar þakkir til starfsfólks ð 3. hæö hjúkrunardeildar Hrafn- istu, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun. Guðlaugur Torfason, Stelnunn A. Guðmundsdóttir, Svanlaug Torf adóttir, Ásgelr Þ. Óskarsson, Magnús Agúst Torfason, Steinunn Thorstelnsson barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBJARTS GUÐBJ ARTSSONAR, Bjarmalandi, Gríndavfk. Danhelður Danfetsdóttlr, Sólveig Guðbjartsdóttlr, Agnar Guðmundsson, Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.