Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 38. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Kirkjur og málfár
eftírsr. PálPálsson
Um jólin voru kirkjurnar okkar
vel sóttar og mörgum var það
ánægja að sýná kirkjunni sinni hlý-
hug og þakkarvott. Um slíkt mætti
raúnar nefna mörg dæmi í Landeyj-
um. Nýjasta og áhrifaríkasta dæm-
ið er þó um þessar mundir Akureyj-
arkirkja. Þar var á sl. ári gerð
falleg og myndarleg girðing um-
hverfis kirkjugarðinn og hún síðan
máluð. Komu þar við sögu áhuga-
söm sóknarnefnd og jákvætt sókn-
arfóik. Þetta góða framtak hefur
vakið mikla og gleðilega athygli.
Og góð viðurkenningarorð hafa
borist ásamt fleiru frá eftirlits-
manni kirkjugarða. Þá var kirkjan
fallega og stílhreina flóðlýst rétt
fyrir jólin. Það hefur greinilega
glatt marga. Á gamla árinu átti
kirkjan 75 ára afmæli og var þess
þá minnst við messu og á safnaðar-
fundi.
Krosskirkja er gamalt og virðu-
legt Guðshús. Þar er t.d. dýrgripur,
sem er altaristaflan frá 1650. Marg-
ir vilja þó reisa nýja kirkju á hinum
fornhelga stað og ber að sjálfsögðu
að virða það sjónarmið. í því skyni
var stofnaður sjóður, sem tengdur
er minningu hins góða og eftir-
minnilega hringjara Ólafs Sigurðs-
sonar á Krossi, en hann lést 22.
desember árið 1986. Margir mundu
vissulega fagna því, ef ný og vegleg
Krosskirkja risi með tímanum á
sínurn stað.
Voðmúlastaðakapella. Þar
greinir frá kirkju árið 1200 skv.
kirknatali Páls biskups Jónssonar,
en trúlega hefur kirkja verið komin
þar fyrr. Nú er þar kapella, sem
ber aðstandendum sínum fagurt
vitni. Eftir gagngerar endurbætur
var hún endurhelguð af séra Ólafi
Skúlasyni vígslubiskupi 18. sept-
ember 1983. Kapella þessi er með
fegurstu Guðshúsum á Suðurlandi
og er áberandi, hvað margt ferða-
fólk hefur ánægju af að sækja
þangað messur.
Eitthvað virðist fólk vera farið
að hugsa um íslenskuna og málfar
þjóðarinnar. Málið er orðið þannig
hjá flestum fjölmiðlanna, að til há-
borinnar skammar er.
Lengi settu menn allt sitt traust
í þessum éfhum á þáttinn Daglegt
mál í Ríkisútvarpinu. Þetta er liðin
tfð, enda hafa margir vandamenn
þáttarins um árabil iðkað þann
sjaldgæfa löst að sparka í alla
mestu og bestu málfræðinga þjóð-
arinnar, lífs og liðna. Hefur Ríkisút-
„Lengi settu menn allt
sitt traust í þessum efn-
um á þáttinn Daglegt
mál í Ríkisútvarpinu.
Þetta er liðin tíð, enda
hafa margir vanda-
menn þáttarins um ára-
bil iðkað þann sjald-
gæfa löst að sparka í
alla mestu og bestu
málfræðinga þjóðar-
innar, lífs og liðna. Hef-
ur Ríkisútvarpið haft
iítinn sóma af þessari
iðju. Það mætti líka vel
fara að rifja upp sín
gömlu stofnfræði."
Sr. Páll Pálsson
varpið haft lítinn sóma af þessari
iðju. Það mætti líka vel fara að rifja
upp sín gömlu stofnfræði.
Heyri maður með endemum lé-
jegt málfar, bregst það sjaldnast,
að viðkomandi skreytir sig með titl-
inum prófessor eða doktor, nema
hvort tveggja sé. Skólakerfið er svo
sannarlega farið að skila sínum
„árangri".
• „Við orðabókarmenn" virðast
vera þeir fáu sem standa í stykk-
inu. Málfar þeirra er lfka hrein
unun og þökk sé þeim fyrir það sem
og annað, er frá þeirri vönduðu
stofnun kemur.
Ég nefndi skólakerfið. Þar hefur
nú ríkt langur og kaldur andlegur
vetur, venjulega nefndur sænski
veturinn. Vonándi fer honum að
slota, enda fleiri lönd til á landabréf-
inu en Svíþjóð. Sem nemandi kynnt-
ist ég okkar skólakerfi á breytinga-
skeiði og eitthvað gæti ég svo hafa
séð til þess á 30 ára kennaraferli.
Eitt sinn hitti ég marg verðlaun-
aðan nýstúdent. Hann var að glíma
við orð, sem hann hafði aldrei heyrt
eða séð og spurði mig, hvað það
þýddi? Þetta var orðið hrognkelsi.
Engu breytti það, þótt ég færi að
tala um rauðmaga og grásleppu.
Varð ég því að hafa önnur ráð til
þess að útskýra orðið. En skólakerf-
ið virðist sjá um sína!
Einu sinni kenndi ég bók eftir
einn skólastjóra. Hann talar þar
um skóga í Alpafjöllum, sem
„teygja sig upp á móts við hæstu
fjallatinda hér hjá okkur". Já, mik-
il er sú teygja! Og á bls. 41 segir
sami menntamaður: „hver snjó-
skaflinn af öðrum missir fótfest-
una og hrapar"!! (Leturbreytingar
allar mínar. — P.P.)
Var ég ekki búinn að segja að
skólakcrfið sæi svo sannarlega um
sína? Og svo kemur það sjálfsagð-
asta af öllu sjálfsögðu á íslandi:
Almenningur er látinn borga alla
vitleysuna.
Höfundur er sóknarprestur A
Bergþórshvoli.
Góðar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er.           I
Mjólkursamsalan
Um S-hlutafélög
eftirGíslaÞór
Reynisson
Það er sennilega hvergi eins mik-
ið um framtakssemi og dugsemi og
á íslandi. Áhugi á að vera fjár-
hagslega sjálfstæður virðist blunda
í okkur öllum. Allir vilja vera sjálf-
stæðir og ná sem mestri stjórn á
sfnu lífi. Skiljanlega hefur það leitt
af sér ótrúlegan fjölda smáfyrir-
tækja á íslandi.
Fyrirtæki þessi byrja oft smátt,'
sumum gengur vel og stækka ört
en öðrum vegnar ekki eins vel og
leggja upp laupana fljótt eftir stofh-
un þeirra. Nær flest 511 þessara
smáfyrirtækja eru f eigu einstakl-
inga, oft bara eins eða tveggja. Oft
er líka um fjölskyldufyrirtæki að
ræða.
Rekstrarform þessara fyrirtækja
eru með þrenns konar hætti, þ.e.
einstaklingsfyrirtæki, sameignar-
fyrirtæki eða hlutafélög. Þau tvö
fyrmefndu eru mjög þægilegt form
fyrir mjög smá fyrirtæki og rekstur
f eigu eins eða tveggja aðila. Hluta-
félög hins vegar fyrir aðeins viða-
meiri rekstur.
Hlutafélögin hafa þó mikla sér-
stöðu, þau eru sjálfstæðir skattaað-
ilar og lagalega séð sjálfstæðar ein-
ingar, þar sem ábyrgð hluthafa nær
aðeins til hlutafjáreignar þeirra. í
mjög mörgum tilfellum eru hlutafé-
lögin mjög hagstætt rekstrarform
og oftar en ekki það ákjósanleg-
HAÞRYSTWOKVAKERFI
Drifbúnaður
fyrir spil ofl.
HEÐINN
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÖNUSTA - LAGER
asta. Þau hafa þó einn mjög mikinn
ókost í for með sér. Ríkið inn-
heimtir skatt af hagnaði þeirra
tyisvar.
Tökum dæmi um hvernig þetta
virkar.
Fjölskylda ein ákveður að fara
út í rekstur og stofhar til þess hluta-
félag. Reksturinn skulum við
fmynda okkur sem litla heildverslun
þar sem fjölskyldan vinnur hluta-
vinnu en ásamt því hafa allir tekjur
af öðrum störfum. Nú, eins og
gengur og gerist með smáfyrirtæki
gengur reksturinn örðuglega fyrsta
árið og taprekstur á fyrirtækinu.
Annað árið hins vegar er fyrirtækið
rekið með hagnaði. Hlutafélagið
borgar þá skatta og skyldur til ríkis-
ins af hagnaði sínum. Síðan er af-
ganginum skipt milli hluthafa í
formi útgreidds arðs, sem sfðan er
aftur skattskyldur á þeirra persónu-
lega skattaframtali.
Eins og að lfkum lætur er orðið
heldur lftið eftir af hagnaði litla
fjölskyldufyrirtækisins, þegar ríkið
er tvisvar sinnum búið að taka sinn
toll.
• Hvað er þá til ráða? Valið stend-
ur um það að vera með einstaklings-
fyrirtæki/sameignarfyrirtæki     og
taka persónulega ábyrgð á öllum
hliðum rekstrarins eða hlutafélag
þar sem ríkið innheimtir tvisvar
sinnum skatta og skyldur. Og finnst
þó flestum nóg um að borga „bara"
einu sinni.
í Bandaríkjunum hafa menn
komið með leið til lausnar þessum
vanda. Það eru svokölluð „Sub-
chapter S Corporations" eða S-
hlutafélög. Þetta gengur þannig
fyrir sig, að lítil hlutafélög sem
uppfylla ákveðin skilyrði. geta sótt
um hjá skattstjóra að gerast S-
hlutafélög og greiða þá skatta eins
og um einstaklingsfyrirtæki væri
að ræða. Það þýðir, að fyrirtækið
nýtur enn þeirrar takmörkuðu
ábyrgðar sem hlutafélagslögin
bjóða upp á en greiðir skatta sam-
bærilega þeim sem einstaklings-
fyrirtæki greiða.
Meðal skilyrða sem hlutafélög
verða að uppfylla hér í Bandaríkjun-
um til að geta sótt um þetta ákvæði
skattalaganna er eftirfarandi:
1. Ekki mega vera fleiri en 35 hlut-
hafar. Hjón teljast sem einn
hluthafi, jafnvel þó þau eigi sín
eigin hlutabréf hvort fyrir sig.
Þau hafa þó bæði full réttindi
Gíali Þór Reynisson
„Þetta gengur þannig
fyrir sig, að lítil hluta-
félðg sem uppfylla
ákveðin skilyrði geta
sótt um hjá skattsjjóra
að gerast S-hlutafélög
og greiða þá skatta eins
og um einstaklingsfyr-
irtæki væri að ræða.
Það þýðir, að fyrirtæk-
ið nýtur enn þeirrar
takmörkuðu ábyrgðar
sem hlutafélagslögin
bjóða upp á en greiðir
skatta sambærilega
þeim sem einstakíings-
fyrirtæki greiða."
eins og um tvo hluthafa væri
að ræða.
2. Aðeins einstaklingar megi vera
hluthafar að fyrirtækinu. Önnur
fyrirtæki mega ekki vera hlut-
hafar, hvorki einstaklingsfyrir-
tæki né hlutafélög.
3.  Bæði hlutafélög sem verið er að
stofna sem og starfandi hlutafé-
lög geta sótt um að falla undir
þetta ákvæði laganna.
4.  Forsvarsmenn S-hlutafélags
geta hvenær sem er akveðið að
gera félagið að venjulegu hluta-
félagi og greiða þá skatta sem
slfkt. Ef það er hins vegar gert
og síðan er tekin ákvörðun um
að það verði aftur S-hlutafélag
verður að bfða í 5 skattaár til
að félagið öðlist aftur þau rétt-
indi.
Það skal tekið fram, að f Banda-
ríkjunum er lágmarkshluthafafjöldi
1 við stofnun hlutafélags en ekki
fimm eins og á íslandi. Þessu þyrfti
að sjálfsögðu að breyta. Alla vega
fyrir S-hlutafélög.
Hverfum nú aftur til fjölskyld-
unnar sem er að byrja með litlu
heildverslunina sína. Hún sækir um
að. heildverslunin verði S-hlutafélag
og er það samþykkt. Fyrsta árið,
þegar reksturinn skilar tapi, fær
fjölskyldan að draga tapið frá öðr-
um skattskyldum tekjum sfnum.
Annað árið, þegar reksturinn skilar
hagnaði, fer hann beint á skatt-
skýrsluna hjá þeim persónulega og
greiða þau skatt eins og um ein-
staklingsfyrirtæki væri að ræða.
Hér í Bandaríkjunum hafa S-
hlutafélög reynst sérlega vel og
eykst fjöldi þeirra stöðugt. Rann-
sÓknir hafa sýnt, að þetta rekstrar-
form hefur aukið fjárfestingar ein-
staklinga með hátt skattahlutfall f
litlum, oft áhættusömum fyrirtækj-
um. En þau fyrirtæki eiga einmitt
oft mjög erfitt um vik að nálgast
lánsfjármagn. Annar kostur er í
fyrirtækjum þar sem stofhkostnað-
ur er mikill. Þá ná aðilar með hátt
skattahlutfall að nýta sér skattafrá-
drátt sem oft er annars ónýttur
þegar reksturinn er f tapi svo sem
oft er með nýlega stofnuð fyrir-
tæki. Aðalkosturinn er þó að sjálf-
sögðu sá, að þarna opnast mögu-
leiki að vera með félag með tak-
markaðri ábyrgð án þess að greiða
rfkinu tvisvar skatta.
Hér er að mfnu áliti um að ræða
leiðréttingu á skattalögunum, sem
fyrir löngu ætti að hafa átt sér stað.
Kostirnir eru ótvíræðir og koma
öllum til góða. Það ætti að vera
rfkinu keppikefli að styrkja fyrir-
tæki og auðvelda þeim að komast
yfir lánsfjármagn en ekki að láta
svona óeðlilega skattinnheimtu letja
einkaframtakið.
Hafundur stundar nám viðLewis
& Clark-háskóumn i PorUand i
Oregon.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64